Þjóðviljinn - 06.01.1984, Síða 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 6. janúar 1984
Drúsar, trúflokkur sem býr í
fjallahéruðum sunnan til í Líban-
on en einnig í Sýrlandi og ísrael,
hefur mjög verið í fréttum undan-
farið. Þeir eru nokkur hundruð
þúsund talsins (heimildum um
fjölda þeirra ber ekki saman),
hafa landbúnað fyrir aðalatvinn-
uveg og skiptast stéttarlega
einkum í bændur og stórjarð-
eigendur.
Uppruna Drúsa má að nokkru rekja til
stórveldis Fatímída (909-1171), furstaættar
sem ríkti, er hún var voldugust, yfir allri
Norður-Afríku, auk Sýrlands með Palest-
ínu og vesturhluta Arabíu. Þeir frændur
munu hafa verið kynjaðir einhversstaðar úr
Austurlöndum nær, og sjálfir sögðust þeir
vera komnir af Múhameð spámanni og Fat-
ímu dóttur hans, sem þeir kenndu sig við.
Þeir voru meðal forkólfa þeirrar greinar
Sjíasiðar, er Ísmailítar nefnist; þeir trúa á
sjö ímama aðeins, en Ímamítar eða Tólf-
ungar (fjölmennasta grein Sjía, sem er ríkj-
andi í lran og fylgismest meðal Sjía í Líban-
on) á tólf. Frá því um 970 var Egyptaland
aðallandið í ríki Fatímída, og sátu þeir þar.
Þeir töldu sig eina réttborna til að leiða
íslam og tóku því kalífanafnbót, en þótt ríki
þeirra væri meðal hinna stærstu í heimi,
þegar best lét, var það tiltölulega veikt og
völd kalífa lítil í þeim hlutum þess, er fjarri
voru höfuðborginni. Stafaði þetta ásamt
með öðru af því, að Ísmailítar voru aldrei
nema lítill hluti íbúa stórveldisins og þar að
auki sundurþykkir. Byggðu kalífar Fatí-
mídaveldis því völd sín að mestu á hernum,
en í honum voru einkum Berbar og síðar
einnigTyrkirogblökkumenn. 1171 leiðríki
þetta undir lok, er tyrkneskir og kúrdanskir
herfurstar, þeirra á meðal Saladín sá, er
barðist við Ríkharð ljónshjarta, tóku Eg-
yptaland.
Ofsóknir gegn
kristnum mönnum
Fatímídar stofnuðu borgina Kaíró, upp-
haflega sem herbúðir fyrir lið sitt, og létu
byggja al-Asjarmoskuna, sem varð með
tímanum virtasta menntasetur í íslam; ný-
lega lét Múbarak Egyptalandsforseti halda
upp á þúsund ára afmæli þess með mikilli
viðhöfn.
Sjötti kalífinn af ætt Fatímída var al-
Hakím Bí-Amr Allah, fæddur 985, kom til
ríkis 996, hvarf 1021. Samtímamenn hans
norðar á hnettinum voru meðal annarra
Ólafur Tryggvason í Noregi, þeir feðgar
Sveinn tjúguskegg og Knútur ríki í Dan-
mörku og Boleslaw frækni („Búrizláfur
Vindakonungur“ í íslenskum fornritum) í
Póllandi. Hakím þessi minnir á ýmsu á þá
Kalígúlu og Neró Rómarkeisara. Hann var
harðstjóri mikill öðrum þræði og jafnframt
gersamlega óútreiknanlegur, gaf gjarnan
fáránlegustu og óskynsamlegustu tilskipan-
ir án nokkurs fyrirvara. Þess á milli átti
hann til að auðsýnaTrjálslyndi og umburð-
arlyndi. Hann var lengi vel mikill haturs-
maður kristinna manna, setti á þá vínbann,
bannaði þeim hestum að ríða, lét pynda
kristna embættismenn, gera upptækar
eignir kirkna og klaustra í Egyptalandi og
síðar brjóta flestar kirkjur og klaustur þar
og í grannlöndum, þar á meðal Grafarkirkj-
una helgu í Jerúsalem. Hann bauð og að
allir kristnir menn skyldu bera trékross um
hálsinn, til auðkennis frá öðru fólki.
Allur þessi hamagangur gegn kristnum
mönnum hafði talsverð áhrif. Sumir halda
því fram, að fram á ríkisár Hakíms hafi
meirihluti íbúa Egyptalands ennþá verið
kristinn, og víst er um að kristnir menn voru
enn áhrifamiklir þar. Á dögum fyrirrennara
Hakíms var embættismannalið ríkisins að
verulegu leyti kristið, sumir æðstu em-
bættismannanna voru jafnvel úr hópi þeirra
kristnu og þeir voru sérstaklega valdamiklir
í fjármálum. En ofsóknir Hakíms urðu til
þess, að fjölmargir kristnir menn gengu af
trúnni og tóku Múhameðstrú, og er sumra
ætlan að þá fyrst hafi íslam endanlega náð
yfirhendinni í því landi. - Gyðingar urðu
einnig fyrir hrakningum nokkrum af völd-
um Hakíms.
Á síðari ríkisárum sínum skipti kalífinn
alveg um stefnu í þessum efnum, leyfði nú
kristnum mönnum og Gyðingum, sem
gengið höfðu af trú sinni, lífi og eignum til
bjargar, að hverfa aftur til hennar að nýju,
- ef þeim sýndist svo. Hann lét einnig af-
skiptalaust að kristnir menn, sem tekið
höfðu Múhameðstrú fyrir sýndar sakir, iðk-
uðu fyrri trú sína á laun. Þar að auki lét
hann endurreisa eitthvað af kirkjum þeim
og klaustrum, sem hann hafði áður látið
brjóta, og skilaði sumu af eignum þeirra.
Þessi sinnaskipti kórónaði Hakím með því
að lýsa sjálfan sig verndara allra kirkna í
Jerúsalem.
Dagur Þorleifsson skrifar:
Hakím kalífi
Drúsatrú
Bændafólk frá botni Miðjarðarhafsins um aldamótin síðustu.