Þjóðviljinn - 06.01.1984, Side 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 6. janúar 1984
Hrafnkell Stefánsson fæddist í
Reykjavík 30. apríl 1930. Foreldr-
ar hans voru hjónin Guðrún Guðj-
ónsdóttir, verkamanns í Reykjavík
Brynjólfssonar og Guðlaugar
Eyjólfsdóttur og Stefán múrara-
meistari Jakobsson bónda á Galta-
felli í Hrunamannahreppi Jóns-
sonar og Guðrúnar Stefánsdóttur
frá Ásólfsstöðum. Var hann annar
í röð þriggja sona þeirra. Hinir eru
Hreggviður arkitekt og Stefán Már
lögfræðingur. - Barnaskónum sleit
Hrafnkell í Norðurmýrinni og sótti
Austurbæjarskólann. Heimilið var
á Mánagötunni síðar á Háteigsveg-
inum. Því kynntist ég ekki, né for-
eldrum hans, en minnisstætt er mér
eitt sitt er við nokkrar stelpur í 1.
bekk vorum að sniglast þar í kring,
var boðið inn, tekið af alúð og veitt
kaffi og meðlæti.
Hrafnkell líktist föður sínum í
sjón. Hann var hávaxinn og alla tíð
mjög grannvaxinn, fádæma kvikur
í hreyfingum og virtist mér hann
fremur hlaupa en ganga. f andliti
var hann grannleitur, andlitsfríður,
augun fagurblá og lágu djúpt, í
þeim brá oftast fyrir kímni og
hlýju. Hárið var skolgrátt og strítt
fram á við á yngri árum. Hrafnkell
var laglegur piltur, en varð glæsi-
legur fullþroska maður.
Á þeim degi, er jörð vor tók aft-
ur að feta sig í átt til ijóssins, yisins,
lífgjafans, var fornvinur minn
Hrafnkell Stefánsson allur. - Þegar
fyrsta reiðarslag slíkra harma-
fregna er liðið hjá, hvarflar hugur-
inn að venju aftur í tímann og hver
og einn hefur úr sínum minninga-
sjóði þá innstæðu, sem tengd er
þeim látna, allt frá fyrstu innlögn til
hinnar síðustu. Svo var mér farið.
Haustið 1944 eru samankomin í
1. bekk Menntaskólans í Reykja-
vík u.þ.b. 30ungmenni, litlir karlar
í jakkafötum, Ijósum skyrtum og
með hálsbindi, og litlar kerlingar í
kjólum og ísgarnssokkum. Ef nán-
ar var að gætt voru þeir sem fötin
báru ungir drengir vart af barns-
aldri. Flestir höfðu vorið áður við
ferminguna hafið vegferð sína í
heimi fullorðinna. Eftirvænting og
forvitni lá í loftinu. Yrði þetta sam-
hentur hópur? Hverjir og hvernig
voru þessir félagar, sem áttu eftir
að deila saman gleði og smásorg-
um, og hafa bein eða óbein áhrif á
líf hvers annars næstu sex árin?
Nokkrir komu úr sama barnaskóla
aðrir höfðu hist í prófunum vorið
áður, og enn aðrir sést á skautum á
Tjörninni eða á Vellinum. - I þá
daga var Reykjavík ekki stór. - f
þessum hópi var Hrafnkell, snagg-
aralegur strákur, léttur á fæti, hlé-
drægur og broshýr. Hópurinn sam-
lagaðist fljótt og má vera, að ýms-
um hafi þótt sem alvaran sæti þar
ekki í fyrirrúmi, heldur gáski og
ærsl, sem m.a. fékk útrás í því að
stríða eldribekkingum. Ekki var
Hrafnkell þar fremstur í flokki, en
lét sitt þó ekki eftir liggja. - Með
aldri og þroska breyttist þetta,
ærslin lögðust af, alvaran varð
meiri. Kom þá betur í Ijós hvern
mann Hrafnkeli hafði að geyma. í
eðli sínu var hann dulur, flíkaði
hvorki tilfinningum sínum né
þekkingu, hafði sig lítt frammi í
orðaræðum né á mannafundum, en
skaut inn góðum athugasemdum
hér og þar, sem mark var á tekið.
Hann var athugull grúskari, hafði
augun opin fyrir náttúrunni og
mannlífinu, sá dásemdir þess fyrr-
nefnda en spaugilegu hliðar hins
síðarnefnda og veitti okkur á
græskulausan hátt hlutdeild í því.
Stundum fannst mér sem hann væri
einfari mitt í hringiðunni. Hann fór
í stærðfræðideildina og sóttist nám-
ið vel, enda góðum gáfum gæddur,
gáfum sem eflast og þroskast við
hvert viöfangsefni því hugurinn er
frjór. Á þessum árum hélt ég, að
hann ætlaði að leggja fyrir sig nátt-
úrufræði, því spaugað var með
það, að hann væri út um holt og
hæðir í jurtaleit. En e.t.v. hefur
hugur hans þá þegar beinst að
lyfjafræðinni. - Á skólaárunum
vann hann á sumrin hin ýmsu störf
og brá sér m.a. á síld. Áf síldinni
kom hann ríkari, ekki svo mjög af
peningum, heldur af lífsreynslu og
kynnum sínum af fólki og stöðum.
Gaman var að heyra hann hlæja, á
sinn sérstæða hátt, og segja frá við-
burðum sumarsins.
Minning
Hrafnkell Stefánsson
í 5. bekk byrjuðu þau Guðbjörg
Jónsdóttir, Dadda, ein úr þrjátíu
mannahópnum, sessunautur minn
og vinkona, að vera saman. Guð-
björg er dóttir Guðrúnar Stefáns-
dóttur frá Fagraskógi og Jóns
Magnússonar skálds. Frá þeim
tíma, og það er langur tími, eru þau
í vitund minni og okkar bekkjar-
systkinanna eitt, Dadda og
Hrafnkell. Ekki svo að skilja að
þau hafi útilokað sig eða einangrað
frá okkur hinum, sem hófu skóla-
gönguna saman eða bættust í hóp-
inn í hinum ýmsu bekkjum
skólans. Til þess voru þau bæði of
sterkir einstaklingar, vinsæl og fé-
lagslynd. Ótaldar eru þær stundir,
sem safnast var saman á Fjölnis-
veginum, heima hjá Guðbjörgu og
rætt um skáldskap, lífið og tilver-
una af þeirri alvöru og einlægni,
sem einkennir fólk á þessu ævi-
skeiði, eða þá slegið á léttari
strengi. Segja má, að Fjölnisvegur
7 hafi verið félagsmiðstöð mennta-
skólanema. 16. júní 1950 voru
áhyggjufullu menntaskólaárin að
baki. Hópurinn tvístraðist, sumir
sáust sjaldnar jafnvel aldrei, aðrir
oftar. - En í brjóstum okkar allra
var ofinn snar þáttur samkenndar
með og hlýju til allra þessara gömlu
félaga, sem á einn eða annan hátt
áttu hlutdeild í daglegu lífi æsku
okkar.
Dadda og Hrafnkell settu saman
heimili á Fjölnisveginum. Oft var
komið þar við á leið heim úr vinnu,
kaffi sopið og rabbað saman, en á
þessum árum var Hrafnkell í sínu
sérnámi, tíðum við lestur og vinnu,
svo okkar fundir urðu færri en ella,
þó ég legði áfram leið mína til
þeirra. - Með tvö börn og bjartsýni
héldu þau til Kaupmannahafnar,
þar sem Hrafnkell stundaði fram-
haldsnám. Þar bættist þriðja barn-
ið í hópinn. Erfitt hlýtur það oft að
hafa verið, en aldrei var æðrast.
Alls urðu börnin sex. - Eftir
heimkomuna hélst um stund sam-
band mitt við fjölskylduna. Ég birt-
ist með mín börn, og var ungviðinu
sleppt á grasið meðan við, sem
eldri vorum deildum gleði og höfðu
allir ánægju af. - Fljótlega eftir
heimkomuna ræðst Hrafnkell,
ásamt Hreggviði bróður sínum, í
að reisa húsið að Tjarnarstíg á Sel-
tjarnarnesi. Ekki fjölgaði frístund-
um hans við það. En segja má að
vík verði milli vina er þau flytja
þangað.
Árið 1973 fær Hrafnkell lyfsölu-
leyfið á ísafirði. Þangað er flutt, en
þá höfðu tvö elstu börnin lokið stú-
dentsprófi. Á ísafirði unir
Hrafnkell hag sínum, samlagast
bæjarlífinu, og íbúarnir mátu hann
mikils, hispurslausa framkomu
hans, gamansemi og ljúfmennsku.
Þar beið hans mikil vinna, umdæm-
ið var stórt og starfsaðstaða ekki
sem nýtísku- eða þægilegust. En
hann mun hafa verið hamhleypa til
vinnu, og þó hann ætti ekki svo
auðveldlega heimangengt, átti
hann nú frístundir, sem hann nýtti
til útivistar í faðmi fjalla, gróður-
reitnum inni í skógi og við lestur. -
Þar birtist og ný hlið á Hrafnkatli,
hann gerist félagsmálamaður.
Kemur þar e.t.v. tvennt til. í fyrsta
lagi hafi hann ekki komist hjá þátt-
töku í félagsmálum og í öðru lagi
áhugi hans á framþróun byggðar-
lagsins og velferð íbúanna.
Síðast hitti ég Döddu og
Hrafnkel á heimili þeirra á ísafirði
sumarið ’82. Gestrisnin og hlýjan
var hin sama og forðum og áhuga-
sviðin mörg, og undraðist ég þekk-
ingu Hrafnkels á ýmsum þjóð-
legum fróðleik. Allt vildu þau fyrir
mig gera þessa stuttu stund, sem ég
átti með þeim. Þegar við skildum
hugsaði ég með tilhlökkun fram í
tímann, er þau flyttu suður og við
tækjum upp þráðinn að nýju. Svo
mun hafa verið um fleiri skóla-
systkini en mig.
Dadda og Hrafnkell hafa átt
miklu barnaláni að fagna, enda
voru þau bæði góðir félagar og vin-
ir barna sinna. Þau eru: Jón f. 1951
læknir kvæntur Margréti Björns-
dóttur, þeirra sonur Björn, Ragn-
heiður f. 1953 textílhönnuður, Sig-
ríður f. 1956 sjúkraþjálfari, Stefán
f. 1958 verkfræðingur kvæntur
Önnu Ólafíu Sigurðardóttur,
Hannes f. 1960 læknanemi og Guð-
rún f. 1962 nemandi í framhalds-
deild Kvennaskólans í Reykjavík.
- Á erfiðum stundum er styrkur að
hafa sína hjá sér. - Drottinn leggi
þeim öllum líkn með þraut, svo og
Guðrúnu móður Hrafnkels og
bræðrunum báðum.
Hrafnkatli vini mínum óska ég
góðrar ferðar á leið sinni til Ljóss-
ins, Friðarins og Lífgjafans. Bless-
uð sé minning hans.
Ingibjörg Ýr Pálmadóttir
Standandi frá vinstri: Ernst Hemmingsen sölustjóri, Mikheil Strelsov sendiherra, Steinar Jónasson sölustjóri. Sitjandi frá vinstri: Guðjón
Hjartarson framkvæmdastjóri, Pétur Eiríksson forstjóri, Boris A. Umansky og Vladimir P. Andriyashin fulltrúar viðskiptaskrifstofu Sovétríkj-
anna.
Stærsti samninjíur sem
Alafoss hf hefiir gert
Á þriðjudag var undirritaður
samningur milli Álafoss h.f. og so-
véska fyrirtækisins Raznoexport,
um sölu á 1.500.000 ullartreflum og
20.000 ullarpeysum. Þessi samn-
ingur er stærsti samningur sem
Alafoss h.f. hefur gert og mun vera
einn stærsti samningur sem íslenskt
fyrirtæki hefur gert vegna sölu á
ullarvörum. Samtals er verðmæti
samningsins um 4.3 milljónir
Bandaríkjadala, eða 123 milljónir
ísl. kr.
Framleiðsla er þegar hafin í
verksmiðju Álafoss h.f. í Mosfells-
sveit og mun verkefnið taka um 11
mánuði í framleiðslu. Við fram-
leiðsluna munu starfa að meðalltali
um 110 manns. Með þessum samn-
ingi munu Sovétríkin vera stærsti
kaupandi ullarvöru frá Álafossi
h.f. árið 1984. Salan síðastliðið ár
nam um 1.3 milljónum Banda-
ríkjadala og er hér um að ræða
meira en þreföldun á sölu til Ráð-
stjórnarríkjanna milli ára.
Til fróðleiks má geta þess hér, að
ef allir treflarnir væru lagðir saman
mundu þeir næstum ná frá Mos-
fellssveit til Moskvu, eða um 2.800
km. Áætlanadeild Álafoss h.f. hef-
ur reiknað út, að á næstu 11 mán-
uðum þurfi að framleiða 95 trefil á
mínútu allan sólarhringinn.
Undirbúningur að gerð samn-
ingsins fór fram í byrjun desember í
Moskvu af Steinari Jónassyni og
Ernst Hemmingsen fyrir hönd Ála-
foss. h.f.
íslenskar ullarvörur njóta mik-
illa vinsælda í Sovétríkjunum og
forsvarsmenn Álafoss h.f. eiga von
á að í framtíðinni muni Sovétríkin
vera góður markaður fyrir íslensk-
ar ullarflíkur, trefla og værðarvoð-
ir.