Þjóðviljinn - 06.01.1984, Side 11

Þjóðviljinn - 06.01.1984, Side 11
Helgar- sportið (þróttamenn í hinum ýmsu greinum eru að komast á skrið á nýju ári, mis-pattaralegir eftir jóla- og áramótasteikurnar. Lítum á það helsta sem þeir taká sér fyrir hendur þessa helgina: Handbolti Tíundu umferðinni í 1. deild karla lýkur væntanlega á morg- un. Stjarnan og KR mætast í Digranesi í Kópavogi kl. 20 í kvöld og á morgun verða tveir leikir. Haukar og Valur leika í Hafnarfirði og Próttur-Vikingur í Laugardalshöll. Báðir leikir hefjastkl. 14. FH-ingareru hins vegar staddir í Ungverjalandi og leika þar við Tatabanya í IHF-Evrópukeppninni á sunnu- dagsmorguninn. 11. deild kvenna verður leikin sjöunda umferð og keppni þar verður því hálfnuð að helginni lokinni. Valur og KR leika í Laugardalshöllinni kl. 15.15 á morgun og FH mætir ÍA í Hafn- arfirði kl. 16.30. Á sunnudag verða tveir leikir í Laugardals- höll. Fram-Fylkir kl. 15.15 og Víkingur-lR kl. 16.30. Þrír leikir eru á dagskrá í 2. deild karla. Breiðablik og Grótta leika í Digranesi kl. 14 á morg- un. Fram og ÍR í Höllinni kl. 14 á sunnudag og HK-Reynir í Digranesi kl. 20 á sunnudags- kvöld. Eyjólfur Braga og félagar í Stjörnunni mæta KR í þýðing- armiklum leik í kvöid. Körfubolti Vegna Bandaríkjafarar ung- lingalandsliðsins verður ekkert leikið í úrvalsdeild, 12. umferð hefur verið frestað. Hins vegar fara fram tveir leikir í 1. deild kvenna á sunnudaginn. Haukar og ÍS leika í Hafnarfirði kl. 14 og KR-ÍR í Hagaskóla kl. 21.30. í 1. deild karla mætast Skallagrímur og Grindavík í Borgarnesi íkvöld kl. 19. í bikar- keppni karla leika Snæfell- Fram í Borgarnesi kl. 14 á morgun og KR.b-Skallagrímur í Hagaskóla kl. 14 á sunnudag. Blak Blak er áætlað á þremur stöðum. Á morgun mætast Norðurlandsliðin í 1. deild kvenna, KA og Völsungur, í Glerárskóla á Akureyri kl. 15. Þá verða einnig tveir leikir í Hagaskóla í Reykjavík. Fram og Víkingur leika í 1. deild karla kl. 14 og Þróttur-Víkingur í 1. deild kvenna kl. 15.20. I Digra- nesi í Kópavogi verða svo þrír leikir á sunnudag. HK-Þróttur í 1. deild karla kl. 14, stórleikur efstu liðanna þar, Breiðablik- HK.2 í 2. deild kl. 15.20 og Breiðablik-Þróttur í 1. deild kvenna kl. 16.40. Föstudagur 6. janúar 1984 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 11 Umsjón: Viðir Sigurösson Bjargar ÍR sér frá falli? Pétur kom- inn aftur! Pétur Guðmundsson, körfuknattleiksmaðurinn hávaxni, er genginn til liðs við úrvalsdeildarlið ÍR á nýjan leik og spilar með því til vorsins. Að auki mun Pétur þjálfa jiðið, tekur við af Kolbeini Kristinssyni sem leikur þó áfram með ÍR. „Pétur hefur ekkert leikið opinberlega síðan hann var hjá ÍR í fyrravetur, við eigum að vísu eftir að fá endanlega grænt Ijós hjá KKÍ, en ég get ekki séð neitt því til fyrirstöðu að hann geti leikið með okkur næsta leik, gegn Val 15. janúar," sagði Þorsteinn Hallgrímsson hjá körfuknattleiksdeild ÍR í gær. Pétur bíður eftir svari frá félagi á Nýja-Sjálandi en keppnistímabilið þar hefst ekki fyrr en í apríl. Hann kom og bjargaði ÍR frá falli í fyrra og spurningin er, leikur hann sama leikinn nú? Möguleikarnir ættu að vera enn betri en í fyrra þar sem nú leika engir útlendingar í úrvalsdeildinni, en ÍR er sex stigum á eftir næstu liðum þegar níu umferðum er ólokið. Gunnar með KR í kvöld! Gunnar Gíslason, landsliðs- maður í handknattleik og knatt- spyrnu, er kominn heim eftir nokkurra mánaða dvöl sem atvinnumaður hjá Osnabruck sem leikur í 2. deild vestur- þýsku knattspyrnunnar. Hann leikur með KR gegn Stjörnunni í 1. deildinni í handknattleik í kvöld en liðin mætast í Kópa- vogi kl. 20. KR-ingar hafa fengið staðfest hjá HSÍ að Gunnar sé löglegur. Hann er það vegna þess að hann er laus af atvinnusamningi sínum í knattspyrnunni ytra. Gunnar verð- ur vafalítið góður styrkur fyrir Vest- urbæinga í baráttunni um sæti í 4- liða úrslitunum í 1. deildinni. Hreiðar á Vopnafjörð Hreiðar Sigtryggsson, markvörð- ur frá ísafirði, hefur verið ráðinn þjálfari 2. deildarliðs Einherja, Vopnafirði, i knattspyrnu. Hreiðar mun einnig leika með liðinu sem næsta sumar leikur sitt þriðja keppnistímabil í 2. deild. Pétur Guðmundsson - 2,18 m á hæð - gefur IR-ingum aukna von um að halda sæti sínu í úrvals- deildinni í körfuknattlcik. Eimskip styrkir Einar Eimskip hefur kostað æfinga- undirbúning Einars Vilhjálms- sonar spjótkastara fyrir Ólym- píuleikana í Los Angeles næsta sumar. Framlag Eimskips fellur til greiðslu þess kostnaðar sem Einar nær ekki að fjármagna með öðrum hætti og er sam- kvæmt áætlun hans 100 þúsund krónur. Framlag þetta veitir Eimskip í samráði við Ólympíunefnd íslands og Frjálsíþróttasamband íslands. „Þetta gerir mér kleift að undirbúa mig á sama hátt og keppinautar mínir. Ég get tekið því rólegar í náminu, farið í færri kúrsa, því áður var ég háður námslánum og til að fá þau þurfti ég að uppfylla vissan kúrsafjölda. Þetta er því kærkomið tækifæri, nú get ég æft mun meir og betur en annars", sagði Einar við afhendinguna í gær. -VS Fjölgar í Keflavík Valþór Sigþórsson frá Vestmannaeyjum, Helgi Bents- son, sem lék með Þór Akureyri sl. sumar og Keflvíkingurinn Guðjón Guðjónsson sem undanfarið hefur leikið með KA, hafa allir gengið til liðs við 1. deildarlið Keflvíkinga í knattspyrnu. Áður höfðu einir sex leikmenn úr öðrum Suðurnesjalið- um ákveðið að ganga til liðs við Keflvíkinga, þar á meðal Kristinn Jóhannsson frá Grindavík sem var fastamaður í liði ÍBK árið 1982. íþróttamaöur ársins... í dag krýna Samtök íþróttafréttamanna íþróttamann ársins 1983 og er þetta í 28. skiptið sem þessi athöfn er framin. Hún fer fram síðdegis að Hótel Loftleiðum, vegleg að vanda, en það er Veltir hf. sem að henni stendur ásamt íþróttafréttamönnum. íþróttamaður ársins var fyrst kjörinn árið 1956, sama ár og samtök íþróttafréttamanna voru stofnuö. Fyrstur var kjörinn Vilhjálmur Einarsson, þrístökkvari úr ÍR, núverandi skólameistari Menntaskólans á Egilsstöð- um, sem það ár náði þeim einstæða árangri að hljóta silfurverðlaun í þrístökki á Ölympíuleikunum ( Melbourne í Astralíu. Hann er eini íslend- ingurinn sem hefur komist á verðlaunapall á leikunum. Vilhjálmur einok- aði nánast þetta kjör fyrstu árin, var útnefndur 1956, 1957 og 1958 og aftur 1960 og 1961. Við skulum líta á hverjir hafa orðið heiðurs aðnjótandi frá upphafi. 1956 - Vilhjálmur Einarsson, ÍR - frjálsar íþróttir 1957 - Vilhjálmur Einarsson, ÍR - frjálsar íþróttir 1958 - Vilhjálmur Einarsson, ÍR - frjálsar íþróttir 1959 - Valbjörn Þorláksson, ÍR - frjálsar íþróttir 1960 - Vilhjálmur Einarsson, IR - frjálsar iþróttir 1961 - Vilhjálmur Einarsson, ÍR - frjálsar íþróttir 1962 - Gu&mundur Gíslason, ÍR - sund 1963 - Jón Þ. Ólafsson, ÍR - frjálsar íþróttir 1964 - Sigríður Sigur&ardóttir, VAL - handknattleikur 1965 - Valbjörn Þorláksson, ÍR - frjálsar íþróttir 1966 - Kolbeinn Pálsson, KR - körfuknattleikur 1967 - Guðmundur Hermannsson, KR - frjálsar iþróttir 1968 - Geir Hallsteinsson, FH - handknattleikur 1969 - Guðmundur Gíslason, ÍR - sund 1970 - Erlendur Valdimarsson, ÍR - frjálsar íþróttir 1971 - Hjalti Einarsson, FH - handknattleikur 1972 - Gu&jón Guðmundsson, ÍA - sund 1973 - Guðni Kjartansson, ÍBK - knattspyrna 1974 - Ásgeir Sigurvinsson, Standard Liege, - knattspyrna 1975 - Jóhannes Eðvaldsson, Celtic - knattspyrna 1976 - Hreinn Halldórsson, KR - frjálsar íþróttir 1977 - Hreinn Halldórsson, KR - frjálsar íþróttir 1978 - Skúii Óskarsson, UIA- lyftingar 1979 - Hreinn Halldórsson, KR - frjálsar íþróttir 1980 - Skúli Óskarsson, UIA - lyftingar 1981 - Jón Páll Sigmarsson, KR - lyftingar 1982 - Óskar Jakobsson, ÍR - frjálsar íþróttir 1983 - ?????????????????? Innan skamms verður síðan kjörinn íþróttamaður Norðurlanda, en í kjöri þar verða íþróttamenn ársins í þessum löndum. Kosningar hafa staðið yfir á hinum Norðurlöndunum í þessari viku og erum við íslendingar síðastir í röðinni að þessu sinni. Óskar Jakobsson, íþróttamaður ársins 1982, með verðlaunagripinn veg- lega sem sá sem nafnbótina hlýtur hefur í vörslu sinni í eitt ár. Krýndur í 28. skíptí í dag - vs

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.