Þjóðviljinn - 06.01.1984, Síða 16

Þjóðviljinn - 06.01.1984, Síða 16
DMMÉim! Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags. Utan þess tíma er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum símum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná i afgreiðslu blaðsins í sima 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími Kvöldsími 81348 Helgarsími 81663 ,, Föstudagur 6. janúar 1984 81333 Mesta sjóveður sem hefur gengið yfir bryggjur í Sandgerði Bátur Þorgeirs, Hlýri, er fyrir miðju á myndinni og er síðan stjórnborðs- , megin mikið brotin. Ljósm.: -eik. Þorgeir Guðmundsson við bát sinn Hlýra í fjöruborðinu í Sandgerðishöfn. Mynd: -eik. ekkert „Það lék hér allt á reiðiskjálfi í morgun. Ég held að þetta sé mesta sjóveður sem hefur gengið hér yfir bryggjurnar. Sjórinn gekk hér yfir allt. Eg var um borð í bátnum en það dugði ekki til, því þegar hann slitnaði frá þá fór spottinn eða eitthvað annað brak hér í höfninni í skrúfuna og ég gat ekkert hreyft. Ég varð því bara að bíða eftir að hann ræki upp á landið en hann rak mjög hratt“, sagði Þorgeir Guð- mundsson úr Garðinum skipstjóri á Hlýra GK-30S, 10 lesta trébáti sem rak upp í fjöru í Sandgerðis- höfn. Þorgeir sem gerir Hlýra út ásamt þróður sínum Ómari, en þeir eru báðir búsettir í Garðinum, var eini sjómaðurinn sem vakti um borð í smærri bátunum í Sandgerðishöfn í fyrrinótt. f „Klukkan hefur verið um hálf hreyft sjö þegar báturinn slitnaði upp. Það var annar bundinn utan á hann og þá rak báða hérna upp í stór- grýtið. Það lágu hérna þrír bátar í einum hnapp í morgun en tveimur þeirra var síðan hægt að bjarga að bryggju aftur. Hlýri hefur aftur á móti lent innan í grjótinu og síðan er alveg brotin hérna stjórnborðs- megin, annars sér maður ekki hvað hann er illa farinn fyrr en búið verður að hífa hann á land“, sagði Þorgeir. Þeir bræður hafa gert út frá Sandgerði í 7 ár og sögðust ekki muna eftir öðru eins foráttuveðri og var í fyrrinótt og gærmorgun. „Við ætluðum á línu, brælan hefur haldið okkur í landi frá áramótum og svo kemur þetta rothögg til við- bótar, það byrjar ekki gæfulega hjá manni árið“, sagði Þorgeir. -•g- Tógið fór í skrúfuna og ég gat Tvö hús hrunin og nokkur brotin Stórskemmdir á Akranesi Varnargarður hafnarinnar mikið skemmdur - Undir- staða olíutanks brotnaði Gífurlegar skemmdir urðu á mannvirkjum á Akranesi í brimróti vestanáttar og stórstraumsflóðs í gærmorgun. Tvö hús hrundu til grunna og nokkur önnur brotnuðu meira eða minna. Skarð kom í grjótvarnargarð hafnargarðsins og undirstaða olíutanks gaf sig og varð að dæla allri olíu úr tankinum. Ljóst er að hér er um tugmilj- óna króna tjón að ræða, en að sjálfsögðu gat enginn sagt til um hve tjónið er mikið í gær. Að sögn Engilberts Guðmunds- sonar kennara, tíðindamanns Þjóðviljans á Skaga, gerðust öll þessi ósköp á tiltölulega skömmum tíma um og uppúr kl. 7 í gærmorg- un. Stórstraumsflæði var og hvöss suðvestanátt og brim mikið á Akranesi vestanverðu eins og gjarnan verður í þessari átt, hvað þá þegar stórstraumsflöð er. Mestar urðu skemmdirnar á Æg- isbraut, sem nær frá Kampi, vest- anvert og ofarlega á Akranesi og innað Kalmarsvík. Þar hrundu til grunna steinsteypt fiskverkunar- hús, sem í var geymd skreið og hús fyrir rörasteypu. í húsi Útgerðarfé- lags Vesturlands þar rétt við, fór gaflinn úr húsinu sjávarmegin og húsið fylltist af sjó. Sömuleiðis fór gaflinn úr húsi þar sem rekið er bifreiðaverkstæði og meira að segja braut sjórinn gat á gaflinn hinumegin líka. f húsinu voru fjöl- margar bifreiðar, sem sjórinn skolaði útúr húsinu og kastaði þeim stórskemmdum 40 til 50 metra í austurátt frá húsinu. Allar bifreiðarnar eru mikið skemmdar, sem fyrr segir, sömuleiðis er allur lager sprautuverkstæðisins ónýtur, sem og öll tæki á verkstæðinu. Það voru tveggja metra háar öldur sem riðu í gegnum húsið, eftir að gafl- inn brotnaði vestanvert. Austanvert á Akranesi urðu einnig miklar skemmdir, svo og neðst á Skaganum. Önnur hliðin á fiskverkunarhúsi HB&Co. brotn- aði, og skarð kom í grjótvarnar- garð hafnargarðsins. Hjá Heima- skaga h.f. brotnaði undirstaða olí- utanks svo hann féll við, en mönnum tókst að dæla allri olíu úr tanknum svo ekki urðu skemmdir af hennar völdum. Þá brotnuðu hurð og gluggar í frystihúsi Hafarn- arins neðst á Akranesi, þannig að sjór komst í frystihúsið, en skemm- dir urðu þar ekki mjög miklar, en einhverjar þó. Var unnið að því að bjarta frystum fiski úr húsinu í gær. - S.dór. Ríkharður Jónsson málarameistari á Akranesi: „Þetta eru daprir dagar“ Það brimar mun meira á vestanverðum Skaganum en gerði áður fyrr Það eru hreint ógurlegar skemmdir sem hafa orðið hér á Akranesi i brimrótinu og það eru heldur daprir dagar hér hjá okk- ur sem höfum orðið fyrir tjóni, sagði Ríkharður Jónsson, mál- aramcistari, en hann átti bif- reiðaverkstæði, réttinga- og sprautuverkstæði, sem eyðilagð- ist í brimrótinu á Akranesi í gær- morgun. Ríkharður sagðist aldrei hafa séð annan eins sjógang og var á Skaganum í gær og væri hann þó búinn að eiga heima á Akranesi alla sína tíð. Hann sagðist vera búinn að eiga húsið sem bifreiða- verkstæðið var í, í 20 ár og þótt menn hafi stundum óttast um skemmdir hefðu þær ekki átt sér stað fyrr. „Ég hef tekið eftir því nú síðari árin að brim á vestanverðum Skaganum er mun nteira en áður var. Hvort það er af því að flösin, eða sjávarbotn fyrir utan hefur breyst veit ég ekki en það er alveg staðreynd að brimið er mun meira en áður var,“ sagði Rík- harður. Hann sagði að brimið hefði brotið vesturgaflinn á verkstæðis- húsinu og síðan hefðu 2ja metra háar öldur riðið í gegnum húsið, sópað öllu með sér og brotið gat á austurgaflinn og sópað öllu út. Bifreiðarnar sem inni voru þeyttust 40 til 50 metra. Allt sem í húsinu var er stórskemmt eða ó- nýtt, bifreiðar, tæki og lager. „Jú, þetta er tryggt, en það er alveg ljóst að tryggingar munu ekki bæta tjónið nema að hluta", sagði Ríkharður og benti á að það hefðu fleiri orðið fyrir óskaplegu tjóni á Akranesi í gær. Þar ofan á bættist að nokkrir menn myndu missa atvinnu sína vegna þessara náttúruhamfara. - S.dór.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.