Þjóðviljinn - 10.01.1984, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 10.01.1984, Blaðsíða 1
UÚBVIUINN Niðurskurður Reykjavíkur- borgar á fjár- magni til Al- þýðuleikhússins kom leikhúsfólki mjög á óvart. Sjá3 janúar 1984 þriðjudagur 49. árgangur 7. tölublað Mikil óvissa ríkir um undirbúning kvótakerfisins: Harðar deílur í neftidínm Samkvæmt öruggum heimildum Þjóðviljans eru harðar deilur um mörg mikilvæg atriði varðandi kvótakerfið og kvótaskipt- inguna innan nefndarinn- ar sem annast á undirbún- inginn. Nefndin er skipuð fulltrúum frá ÖHum hagsmunaaðilum sjávar- útvegsins. Þar koma fram mismunandi sjónarmið varðandi kvótakerflð og hart deilt um sum atriði. Eitt af því sem deilt er um, er hvort leyfa eigi sölu á kvóta milli skipa. Útgeröarmenn eru þessu hlynntir en sjómenn and- vígir, þar sem slíkt myndi að- eins þjóna hagsmunum útgerð- armanna. Þegar um þetta atriði er rætt við sjómenn benda þeir á að þeir eigi hlutdeild í afla, alveg eins og útgerðarmenn og því geti útgerðarmenn einir ekki ráðskast með þetta atriði. f>á hefur frá upphafi verið deilt um hvort koma eigi á sóknarkvót- akerfi eða aflakvótakerfi, en á þessu tvennu er all-mikill munur. Sagði sjómaður sem Þjóðviljinn ræddi við um þetta mál og hefur fylgst all-náið með gangi mála innan nefndarinnar að sér virtist sem reynt væri að vinna málið þannig að allir yrðu jafn óánægðir. Þá eru menn ekki á eitt sáttir hvað gera beri ef'þroskganga kem- ur frá Grænlandi. Sumir halda því fram að þá eigi að endurskoða kvótann og leyfa meiri veiði. Aðrir benda á að það sé ekki rétt, heldur beri að vernda þá göngu og leyfa sem mestu magni að hrygna hér og „geyma“ þennan fisk, ef svo má að orði komast. Einkum eru það fiski- fræðingarnir sem þessu halda fram. Menn eru allir sammála um að hægt sé að koma kvótakerfinu á, en þá greinir á um leiðir til þess að skiptingin verði sem jöfnust og réttlátust. -S.dór /' Tilkynningar um atvinnumissi streyma nú til verkalýðsfélag- anna í Reykja- vík. Hvað segja talsmcnn félag- anna um ástand- ið nú í fyrstu viku ársins 1984? Kvótanefndin svonefnda við upphaf fundar í gær. Mynd -eik, . wkj ^ 1-' i <3:- ’ — ma , — 1 Sjálfstœðismenn í borgarstjórn: Byrjað á einu dagheimili! Aðeins verður byrjað á byggingu eins dagvistarheimilis í Alþýðubandalagið lagði til að byrjað yrði á þremur heimilum, Reykjavík á þessu ári; við Rangársel í Breiðholti. Þrátt fyrir langa við Rangársel, í Arbæjarhverfi og á Eiðsgranda og Kvennafram- biðlista og brýna þörf á auknu dagvistarrými, felldu Sjálfstæðis- boðið lagði til að 4% útsvarstekna yrði varið til þessa málaflokks. menn í borgarstjórn allar tillögur um auknar fjárveitingar til þessa Rangárselsheimilið var á áætlun í fyrra en var þá frestað vegna málaflokks aðfaranótt föstudagsins. fjárskorts. -ÁI Gamla fólkið í Reykjavík: Ekkert gert á þessu ári Aðfararnótt föstudags staðfesti meirihluti Sjálfstæðisflokksins í atkvæðagreiðslu að ekkert skuli gert í húsnæðismálum aldraðra í ár, þrátt fyrir að á annað þúsund manns séu nú á biðlista, margir í sárri neyð. Aðeins er veitt fé til framkvæmda í Seljahlíðum, sem koma í gagnið 1986, - þangað til má gamla fólkið bíða. Tillögur Alþýðu- bandalagsins um 10 miljónir til húsakaupa eða leigu vegna neyðar- ástandsins nú, og Kvennaframboðs um fjárveitingu til sambýlis fyrir aldraða, voru kolfelldar. -ÁI Sjá bls. 8 Nýjar upplýsingar um Keflavíkurherstöðina: Þjónar kjarnorkuheraflanum Olíubirgðastöð sú sem verið er að reisa í Hclguvík mun nær áttfalda eldsneytisbirgðir bandaríska hersins hér á landi og eru þær hugsaðar til þess að geta þjónað iangdrægum orrustuþotum bandaríska hersins sem bera kjarnorkuvopn og eiga um leið að duga til 45 daga stríðsreksturs. Þetta kemur meðal annars fram í bandarískum þingtíðindum sem sagt var frá í Kastljósi sjónvarpsins siðastliðið föstudagskvöld. í tíðindunum kem- ur einnig fram að bandaríski herinn hyggst byggja nýja stjórnstöð á Keflvíkurflugvelli sem er að hluta til ncðanjarðar og á að geta staðið af sér högg frá kjarnorkusprengju. Á stjórnstöðin að vera búin loftræstikerfi þannig að hægt sé að dveljast í henni í 7 daga án annars sambands við umheiminn en í gegnum talstöð. sjá bls. 6

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.