Þjóðviljinn - 10.01.1984, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 10.01.1984, Blaðsíða 16
mmimm Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags. Utan þess tíma er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum simum: Ritstjórn Aöalsími Kvöldsími Helgarsími ! Þriðjudagur 10. janúar 1984 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins I síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 81663 Óvissa um framkvæmdir við Öskjuhlíðarskóla Stöðvun yrði mikið áfall Félagsmálaráðherra hefur látið hafa eftir sér að hann telji einsýnt að stöðva verði framkvæmdir við Oskjuhlíðarskóla í Reykjavík, en ætlunin var að taka nýja álmu í gagnið á næsta ári. Ljósm. eik. Helgi Ólafsson sem kunnugir kenna hdgarskákmótin við. Helgarskák- mótið__________________ Helgi vann Það kom fáum á óvart að Helgi Ólafsson skyldi vinna 22. helgar- skákmótið sem háð var í Ólafsvík um sl. helgi. Helgi hlaut 6V2 vinning af 7 mögulegum. Þetta er í 13. sinn sem Helgi vinnur þetta mót. í öðru sæti varð Jóhann J’órir Jónsson með 6 vinninga, Guð- mundur Arnarson í 3ja sæti með 6 vinninga en færri stig, Helgi Hans- son með 5'/2 vinning, Sævar Bjarnason einnig með 5V2 vinning, Óli Valdimarsson hlaut sjötta sætið með 5'h vinning, en um leið var hann efstur í sk. öldungaflokki. Einnig var keppt í sérstökum aldursflokkum. í hópi keppenda 20 ára og yngri urðu efstir þeir Karl Þorsteins og Árni A. Arason með 5 vinninga. Tómas Björnsson og Arnór Björnsson hlutu 5 vinninga og urðu efstir í flokki 17 ára og yngri. Helgi Olafsson hélt utan til Gaukstad í Noregi í gær til að taka þar þátt í alþjóðlegu skákmóti. Verkalýðsfélagið á Hvammstanga mótmælir harðlega Heiftarlegar ásásir á kjör launafólksins Verkalýðsfélagið á Hvamms- tanga mótmælir í ályktun harðlega hinum heiftarlegu árásum á lífskjör launafólks, sem gerðar hafa verið að undanförnu. Bendir fundur verkalýðsfélagsins á, að nú þegar séu hundruð heimila á barmi gjaldþrots vegna stjórnarstefnunn- ar og varar við áframhaldandi hennar. Ályktun verkalýðsfélags- ins er svohljóðandi: „Aðalfundur verkalýðsfélagsins Hvatar haldinn á Hvammstanga 8.1. 1984, mótmælir harðlega hin- um heiftarlegu árásum sem gerðar hafa verið á lífskjör launafólks á undanförnum mánuðum. Fundur- inn telur ástæðu til að ætla að á- framhald verði á þeirri stefnu ríkis- valdsins t.d. með afnámi ýmissa réttinda sem fólkið í landinu hefur öðlast í gegnum tryggingakerfið, stórhækkuðu rafmagnsverðið 1. fe- brúar nk. meðan útlendingum er seldur helmingur allrar raforku langt undir kostnaðarverði, stórí- þyngdri skattbyrði á herðar launa- fólks meðan bankakerfið og versl- unin þenjast út einsog gorkúlur. Og ríkisvaldið fyrst kastar miljóna- tugum í flugstöðvarbyggingu á I Keflavíkurflugvelli. Varar fundur-' inn við áframhaldi þessarar stefnu ríkisvaldsins og aðförum þess á hendur launafólki. Vill fundurinn benda á að nú þegar er stór hluti heimila í landinu á barmi gjaldþrots vegna hennar. Jafnframt tekur fundurinn undir þá! kröfu ASÍ, að að minnsta kosti 15' þúsund króna mánaðartekjur verði tryggðar öllu launafólki í landinu og að örorku- og ellilífeyrisþegum1 verði tryggð samsvarandi launa- kjör“. - óg Álitsgerð Fisksjúkdómanefndar um álarækt hér á landi: Enn ekkert svar borist Eins og áður hefur verið skýrt frá í Þjóðviljanum, hefur vaknað mikill áhugi hér á landi fyrir ála- rækt og hafa a.m.k. fjórir aðilar sótt um leyfi til innflutnings á glerál og álarækt. Nú eru liðnir 4 mánuðir síðan landbúnaðar- ráðuneytið bað um álitsgerð Fisksjúkdómanefndar varðandi þetta mál, en svar hefur ekki bor- ist enn. Munu umsækjendur vera að missa þolinmæðina og mun að vænta stórra aðgerða af þeirra hálfu í málinu á næstunni. Sveinbjörn Dagfinnsson, ráðu- neytisstjóri í landbúnaðarráðu- neytinu sagði í samtali við Þjóð- viljann í gær að hann hefði ítrek- að við nefndina að skila þessu áliti og hann vonaðist til að fá svar alveg á næstunni. Aftur á móti heyrðist sér af samtölum við menn að nefndin legðist gegn innflutningi á glerál, þar sem að bannað er samkvæmt lögum að flytja lifandi vatnafisk til Islands. Hins vegar benti Sveinbjörn á að menn greindi á um hvort áll væri fiskur, sumir teldu álinn ekki vera fisk. Þá má geta þess, eins og kom fram í grein um álinn í Þjóð- viljanum fyrir skömmu að gleráll- inn gengur úr Saragossahafinu uppað ströndum Evrópu og mun hann vera veiddur í ósum áa í Evrópu og því spurning hvort um sjávarfisk eða vatnafisk er að ræða. Sem fyrr segir mun tíðinda að vænta frá þeim sem áhuga hafa á álarækt hér á landi, alveg á næst- unni. Þeir hafa lagt fram áætlanir sem sýna hagkvæmni álaræktar, sem mun vera meiri en flestra annarra fisktegunda. Telja þeir fornaldarvinnubrögð og sjón- armið ríkjandi hjá þeim sem ráða ferðinni í fiskræktarmálum hér á landi. - S.dór. segir Jóhanna Kristjánsdóttir skólastjóri Mikil óvissa ríkir nú um framhald framkvæmda við nýja áfmu Öskjuhlíðarskóla í Reykjavík og hefur félagsmála- ráðherra latið hafa eftir sér að vegna fjárskorts verði að stöðva framkvæmdir þar, en engin for- mleg ákvörðun mun þó hafa verið tekin ennþá í málinu. Ætl- unin var að taka nýju álmuna í notkun á næsta ári en hún hefði bætt mjög úr því neyðarástandi sem ríkt hefur í húsnæðismál- um skólans síðasta áratuginn. „Þessi ummæli félagsmálaráð- herra komu okkur mjög á óvart því við höfðum gert okkur vonir um að bygging þessarar álmu gæti haldið áfram allt til loka. Framkvæmda- sjóður fatlaðra hefur auðvitað ver- ið skorinn niður á fjárlögum eins og aðrir sjóðir, en við töldum að sá niðurskurður yrði látinn bitna á ný- framkvæmdum en ekki þeim sem þegar er byrjað á“, sagði Jóhanna Kristjánsdóttir skólastjóri Öskjuh- líðarskólans í gær. „Það kemur okkur mjög spánskt fyrir sjónir að félagsmálaráðherra skuli einn hafa vald til að stöðva þessar framkvæmdir. Sérstök stjórn fer með framkvæmdasjóð fatlaðra sem fjármagna átti þessa viðbyggingu og mér er kunnugt um að stjórn sjóðsins, sem tók við nú um áramótin samkvæmt nýjum lögum, hefur enn ekki komið sam- an“, sagði Jóhanna ennfremur. Framkvæmdasjóður fatlaðra mun hafa til ráðstöfunar í ár um 60 miljónir króna en samkvæmt heim- ildum Þjóðviljans eru umsóknir um fjárveitingar upp á um 190 milj- ónir króna. Þar sem hér er um skólabyggingu á vegum ríkisins að ræða heyrir málið einnig undir menntamálaráðherra en Ragnhild- ur Helgadóttir vildi ekkert láta hafa eftir sér um málið að svo stöddu. Ekki náðist í félagsmála- ráðherra, Alexander Stefánsson í gær. - v. Ofsarok á Fáskrúðsfirði Tjóná húsum Töluvert tjón varð á húsum þeg- ar ofsarok gekk yfir Fáskrúðsfjörð f fyrrinótt. Stór hluti af þaki síldar- skemmu frá Pólarsfld fauk af og Ienti hluti af brakinu í nærrliggj- andi húsum. Þá fuku járnplötur víða af húsum í bænum, m.a. af gamla barnaskólahúsinu. Engin slys urðu á mönnum. Björgunarsveitin Geisli var kölluð út til hjálpar á miðnætti en veðrahamurinn stóð framundir morgun. Rafmagn fór af byggðinni um nóttina og síðdegis í gær var enn víða rafmagnslaust í bænum. -Ig-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.