Þjóðviljinn - 10.01.1984, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 10.01.1984, Blaðsíða 2
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 10. janúar 1984 Drög að aðalskipulagi Kópavogs kynnt „Ætli það teljist ekki til mestra tíðinda að við gerum ekki ráð fyrir lagningu hraðbrautar um Fos- svogsdal eins og Reykvíkingar gera þó ráð fyrir í gildandi aðalskipulagi hjá sér“, sagði Ásmundur Ás- mundsson formaður skipulags- nefndar Kópavogs er hann kynnti drög að nýju aðalskipulagi fyrir Kópavog. „Bæjarstjórn Kópavogs hefur lýst því yfir aö ekki verði heimiluð lagning hraðbrautar um Fossvogs- dal og í okkar drögum sem hér eru til sýnis almenningi er gert ráð fyrir samfelldu útivistarsvæði Kópa- vogsbúa frá sjávarmáli austur að Elliðaám um dalinn“, sagði Ás- mundur ennfremur. Heildarstærð bæjarlandsins sem skipulagsáætlunin nær til er um 1400 hektarar og þar eiga að geta búið um 42.000 manns. Útivistar- svæðin eru fjölmörg og af eystri svæðunum sem nú eru fyrst tekin til skipulags, má nefna ósnortið svæði umhverfis íþróttleikvang í Kópa- vogsdal, allt frá sjávarbökkum við Þinghól austur um að Elliðavatni. í tillögunum er gert ráð fyrir sam- fléttu byggðar og opinna svæða-og lögð hefur verið á það áhersla að ' tryggja greiða umferð um opnu Ásmundur Ásmundsson bendir með hnífnum á reiðhjólastíg sem kemur í stað hraðbrautar um Fossvogsdal: meiriháttar umferðarmannvirki um útivistarsvæðið skorin burt! Ljósm. eik. Fossvogsbraut skorín burt svæðin. Þar eru reiðgötur, gang- stígar, skíðabrautir og hjólreiða- stígar. I þessu aðalskipulagi sem nú er til sýnis á 2. hæð Félagsheimilisins er gert ráð fyrir hugmyndum um þróun byggðar næstu áratugina með tilliti til landstærðar og land- kosta. Höfuðþjónustukjarnar byggðarinnar verði núverandi mið- bær Kópavogs og nýr kjarni við Reykjanesbraut. Þá verði þrjár smærri einingar við Engihjalla, á Hörðuvöllum og austan Vatns- endahverfis. Hinn nýi þjónustu- kjarni við Reykjanesbrautina yrði um 7 hektarar að stærð og sá stærsti sem til verður á höfuðborgarsvæð- inu. -v. Atvinnuleysi í Reykjavík við upphaf árs Grípur um sig í öllum greinum Þúsundir manna ganga atvinnulausir í landinu við sjávarútveg en því miður er ekki svo. Atvinnuleysið upphaf ársins 1984. í mörgum fjölmiðlum hefur því grípur um sig í flestum greinum atvinnulífsins eins og verið haldið fram að hér væri einungis á ferðinni kom fram er Þjóðviljinn ræddi við talsmenn nokk- árstíðabundið atvinnuleysi hjá þeim sem starfa við urra verkalýðsfélaga á höfuðborgarsvæðinu í gær. Dagsbrún 109 umsóknir síðustu viku Emilía Emilsdóttir hjá Verka- mannafélaginu Dagsbrún kvað atvinnuieysi hafa aukist verulega að undanförnu meðal félags- manna. Hinn 21. desember voru afgreiddar 68 umsóknir um at- vinnuleysisbætur hjá félaginu en 109 hinn 4. janúar. Emilía kvað eitthvað af mönnunum hafa feng- ið vinnu nú, en á móti kæmi að umsóknum færi fjölgandi, þannig að sýnilegt væri að atvinnuástand væri orðið erfitt í borginni. „Það er.engin ein atvinnugrein annarri verri hvað snertir at- vinnuhorfur," sagði Emilía. „Mennirnir koma úr öllum grein- um. Fyrir jól komu hingað menn úr fiskiðjuverunum og eitthvað af þeim hafa fengið vinnu aftur, en annars koma þeir úr öllum átt- um.“ ast Trésmiðafélag Reykjavíkur: Betra en í fyrra Steinunn Sveinbjarnardóttir hjá Trésmiðafélagi Reykjavíkur kvað ekki hafa borið á atvinnu- leysi meðal trésmiða í vetur, en í fyrravetur var ástandið nokkuð slæmt. Síðast þegar Trésmiðafé- lagið greiddi út atvinnuleysisbæt- ur fengu 12 einstaklingar bætur og hafði þeim ekki fjölgað frá vikunni á undan. „Ég hef þó grun um, að atvinnu- leysi sé að aukast meðal trésmiða eða a.m.k. að ástandið fari versnandi," sagði Steinunn að lokum. Á Ráðningarskrifstofu Reykjavíkurborgar höfðu 12 tré- smiðir látið skrá sig s.l. föstudag. ast V.R.:________________________ 50-60 manns á atvinnu- leysisskrá „Það hefur ekki komið til upp- sagna innan verslunarstéttarinn- ar enn sem komið er að minnsta kosti,“ sagði Þorgerður Sigurðar- dóttir hjá Verslunarmannafélagi Reykjavíkur aðspurð um at- vinnuhorfur í þessari atvinnu- grein. Þorgerður sagði að sl. föstudag hefðu verið greiddar atvinnuleys- isbætur til 53 einstaklinga en hálf- um mánuði áður til 59 einstak- linga. Atvinnuleysistalan hefði á síðastliðnum mánuðum verið á bilinu 50 til 60 manns. Þvf má bæta við að hjá Ráðn- ingarskrifstofu Reykjavíkur- borgar fengust þær upplýsingar að síðasta föstudag hefðu 85 manns úr verslunarstétt verið á skrá hjá skrifstofunni, þannig að sennilega mun fjölga nokkuð næst þegar V.R. greiðir út at- vinnuleysisbætur. ast Framsókn_______________ 139 konur atvinnu- lausar „Við flýttum útborguninni á at- vinnuleysisbótum í síðustu viku vegna þess hve umsóknirnar voru margar og greiddum út á miðvik- udegi í stað föstudags," sagði Ragna Bergmann, formaður Verkakvennafélagsins Fram- sóknar í Reykjavík. Þegar greitt var út sl. miðviku- dag höfðu 85 konur bæst í hóp atvinnulausra félagskvenna, en samtals voru greiddar bætur þá til 139 kvenna. Ragna kvað fjölda nýrra umsókna vera að berast og kvaðst eiga von á að fjöldinn nálgaðist 200 næst þegar greitt yrði út. Flestar atvinnulausu félags- konurnar unnu í ísbirninum, Hraðfrystistöðinni og í Barðan- um í Kópavogi. Ragna kvað skip Flraðfrystistöðvarinnar og ís- bjarnarins vera komin á veiðar og sagðist vona að þau kæmu með fiskinn heim en sigldu ekki með hann. „í hópi atvinnulausra félags- kvenna er mikið af einstæðum mæðrum sem þurfa að framfleyta heimilum og bæturnar eru aðeins 2.500 krónur auk 100 króna á viku fyrir hvert barn. Ástandið er afar erfitt hjá þessum konum, sem þurfa að þola atvinnuleysi ofan í kjaraskerðinguna.“ ast Iðja í Reykjavík: Kreditkortin björguðu jólunum „Við áttum von á aukningu á atvinnuleysi hjá okkar félagsfólki um áramót, en reyndin varð önnur. Samningurinn milli Ála- foss og Sovétríkjanna bjargaði miklu og gos- og sælgætisiðnað- urinn reyndist standa sig vel á endanum þótt jólaösin færi seint af stað,“ sagði Halldór Grönwold hjá Iðju í Reykjavík. Halldór sagði, að frá því í haust hefðu verið á atvinnuleysisskrá hjá Iðju upp undir 20 manns í viku hverri. Hann sagði ennfrem- ur, að vandinn væri kannski enn- þá fyrir hendi og ætti eftir að birt- ast síðar í atvinnuleysi meðal iðn- verkafólks, því greinilega hefðu kreditkortin bjargað gos- og sælgætisiðnaðinum fyrir jólin. ast Kleifarvatn Góður regnmælir segir Sigurjón Rist Segja má að yfirborðshæð Kleifarvatns sé eins og baromet hvað vatnabúskapinn varðar hér sunnan fjalla og í fyrra hækkaði yfirborð þess um 76 sm. Nú stendur vatnsbúskapurinn í miklum blóma eins og best sést á því að Lands- virkjun kvartar ekki um vatns- skort. Það er Sigurjón Ríst vatna- mælingamaður sem sagði þetta í stuttu viðtali við Þjóðviljann. En þú segir Kleifarvatn vera barómet í vatnsstöðuna? Já, ég hef sett stöðu yfirborðs Kleifarvatns á mínar rennslis- skýrslur alveg síðan 1947 og það er staðreynd að nota má vatnið sem baromet á það hvernig vatnsstaða okkar er hér sunnan fjalla. Árið 1976 var mjög hátt í vatninu. Næstu ár á eftir lækkaði í því, allt til ársins 1980. Síðan fór það upp á við aftur, hækkaði um 18 sm árið 1981, um 30 sm árið 1982 og heila 76 sm á síð- asta ári. Allt kemur þetta heim og saman við vatnsstöðuna á há- lendinu, sunnanmegin línu, sem draga mætti frá ísafjarðardjúpi að Breiðdalsvík á Austfjörðum. Það fer og oftast saman að sé góður vatnsbúskapur sunnan þessarar línu er hann lakari norðan hennar og öfugt, svona í grófum dráttum. -S.dór

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.