Þjóðviljinn - 10.01.1984, Page 4

Þjóðviljinn - 10.01.1984, Page 4
 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 10. janúar 1984 DIOBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson. Auglýsingastjóri: Sigríður H. Sigurbjörnsdóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Helgi ólafsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, ólafur Gíslason, óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson. íþróttafréttaritari: Víðir Sigurðsson. Utlit og hönnun: Guðjón Sveinbjörnsson, Þröstur Haraldsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Magnús Bergmann. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: ólöf Sigurðardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ólafur Björnsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaðaprent hf. Hneykslið í hag- frœoiheiminum: Friedman er svindlari! í rúman áratug hafa Sjálfstæðisflokkurinn, Morgun- blaðið og Verslunarráðið tilbeðið kenningar Miltons Friedmans. Ásamt Hayek hefur hann verið páfinn sem guðspjall markaðskreddunnar og trúboð peninga- hyggjunnar hefur byggt á texta hvers einasta dags. Stefna hinnar íslensku hægri fylkingar hefur sótt horn- steina sína í rit Friedmans. EimreiðarhópurinnmeðÞor- stein Pálsson, Davíð Oddsson, Magnús Gunnarsson og Hannes Hólmstein í fararbroddi hefur krafist valda í Sjálfstæðisflokknum og fengið þau með tilvísunum til þess að þeim væri öðrum mönnum betur treystandi til að framkvæma kenningar meistara Friedmans. Þegar virtir fræðimenn og reyndir stjórnendur í atvinnulífi og fjármálum hafa dregið í efa sannleiksgildi Friedmansspekinnar hafa Verslunarráðið, Morgun- blaðið og hin nýja forysta í Sjálfstæðisflokknum vísað allri slíkri gagnrýni í bug. Hannes Hólmsteinn hefur ritað mörg hundruð dálkmetra í hægri pressuna til að fordæma alla efasemdarmenn; páfi gróðaguðspjallsins Milton Friedman sé merkisberi sannleikans. Ríkis- stjórn íslands ætti að framkvæma stefnu hans; Sjálf- stæðisflokkurinn að fylgja forskriftinni án hins minnsta fráviks. Milton Friedman hefur verið hornsteinninn í kröfu- gerð hægri aflanna um andlega, akademiska og stjórnmálalega forystu. Nú hefur þessi hornsteinn verið brotinn í þúsund mola. Virtasti hagfræðiprófessor við háskólann í Oxford David Hendry hefur sannað með nákvæmum rannsóknum að Friedman er bara ómerki- legur svindlari sem falsar staðreyndir vísvitandi. Þessi afhjúpun á Milton Friedman eru stærstu tíðindi í hag- fræðiheiminum í áraraðir. Musteri peningahyggjunnar riðar til falls. Hinar andlegu stoðir reyndust tölfræði- legar falsanir og sjálfur páfinn stendur berstrípaður fyrir altarinu. Prófessor David Hendry hefur ásamt N.R. Ericsson framkvæmt nákvæma könnun á því hvernig Milton Friedman notar tölur og hagfræðiskýrslur til að „sanna“ kenningar sínar. Niðurstöður prófessors Hendrys eru að Friedman hafi beitt vísvitandi talnaföls- unum, rangfærslum og blekkingum til að fá út þá niður- stöðu að kenningin væri rétt. Dómur prófessors Hend- rys er að þessar rangfærslur Friedmans séu svo ótrúleg- ar að í raun sé Friedman kominn í hóp „hókus-pókus“ skúrka sem hafi öðlast frægð á ómerkilegum fölsunum og hundakúnstum. Þessar niðurstöður prófessors Da- vids Hendrys þykja svo merkilegar að Englandsbanki, höfuðstofnun enska peningakerfisins og lykilbanki í fjármálakerfi heimsins, hefur ákveðið að gefa rit Hend- rys út. Afhjúpunin á Friedman nýtur því fulltingis mikilvægustu stofnunar í fjármálaheimi Bretlands. Þjóðviljinn birti um helgina frásögn breska stórblaðs- ins The Guardian á því hvernig prófessor David Hen- dry lýsir kjarnanum í svindli Friedmans. Virtustu blöð Bretlands hafa öll skrifað leiðara um þessa afhjúpun. The Observer bendir á að Hendry leiði í ljós að hver einasta stefnufullyrðing í höfuðriti Friedmans sé töl- fræðilega röng. Falsanir Friedmans á opinberum tölum séu einsdæmi í hagfræðisögu síðari áratuga. Blaðið vek- ur einnig athygli á þeirri staðreynd að Milton Friedman hafi þagað þunnu hljóði sfðan niðurstöður prófessors Hendrys voru birtar. En það eru fleiri en Friedman sem hafa þagað. Morg- unblaðið hefur ekkert birt um þessa afhjúpun. Hannes Hólmsteinn sem dvelur í Oxford hefur gætt þess vand- lega að fela þessi stórtíðindi. Verslunarráðið hefur aldrei þessu vant ekki gefið út fréttatilkynningu. Þögn þessara aðdáenda Friedmans hér á íslandi er hrópandi. -ór klippt Hið pólitíska stjórnarfar er að því leyti líkt veðurfarinu að það bitnar helst á skjóllitlum. Ljósm.: -eik. Hœgra hungur Sú íhalds- og fátæktarstefna sem núverandi ríkisstjórn fylgir fær nú verðskulduð viðmið þessa dagana. Fyrirmyndin er sótt í stefnu hægri stjórna erlendis og sjónvarpið birti sl. föstudag ljót- an vitnisburð um áhrif Reagan- stjórnarinnar á hag alþýðu í Bandaríkjunum. í þessu ríkasta landi heims vex örbirgðin dag frá degi vegna þess að algjörlega skortir pólitískan vilja til þess að jafna kjör fólks með nokkrum hætti. Framlög alríkisins til menningar-, mennta-, félags- og fátæktarmála. hafa verið skorin niður um helming og afleiðing- arnar láta ekki á sér standa. Um 50 milljónir manna lifa nú við slík sultarkjör að allt þetta fólk er á mörkum þess að verða hungrinu að bráð. Talið er að um 19 milljónir manna svelti í Banda- ríkjunum, og Reaganstjórnin hefur bætt milljónum manna í þennan hóp. Tvöhundruð sinn- um fleiri en íslendingar eru lifa nú á hungurmörkunum í Banda- ríkjunum. Hókus-pókus Nokkrir gamlir skarfar í hag- fræðingastétt eins og Hayek og Friedman hafa verið spámenn hinnar nýju hægri-bylgju í iðn- ríkjum heims. Nóbelsverðlauna- hafinn Friedman þegir nú þunnu hljóði eftir að hafa verið afhjúp- aður sem „hókus-pókus“-kall, sem hafi stórlega misbeitt opin- berum tölum til þess að koma fót- um undir kenningar sínar. Það er áfall fyrir hægri stefnuna, þegar einu helsta gúrúi þeirra er steypt af stalli, en þó er ekki öll nótt úti því Morgunblaðið er farið að vitna í forystugreinum í spádóma stjörnuspámanns og þykir Þor- steini Sæmundssyni stjarn- fræðingi það að vísu regin- hneyksli. En á eitthvað verða menn að trúa. Önnur mynd af Orwell Hægri menn hafa lengi and- skotast á George Orwell, þeim sem samdi ágætar bækur einsog Animal Farm - Dýrabúgarðinn - og 1984. Bókmenntafræðingar og margir merkismenn víða um heim fjalla nú um arf Orwells og hafa dregið upp allt aðra mynd af honum en gert hefur verið í hægra klifinu. Rit þessa manns sem stóð með annan fótinn í breska borgaraskapnum en hinn meðal þrautpíndrar alþýðu voru fyrst og fremst varnaðarrit til sós- íalista frá sósíalista um þær hætt- ur sem fælust í samruna flokks og ríkis eins og í hinu sovéska mó- deli. Og nú vill svo til að það eru hægri menn á íslandi sem ríki ráða á hinu dulmagnaða ári 1984. Og „stóra-bróður-viðhorfin“ vantar ekki í því stjórnarfari eins og lítilsvirðingin gagnvart þing- inu og afnám samningsréttarins sýndu. Borgaraleg öfl hafa ekki hikað við að afnema grundvallar- mannréttindi ef að þeim hefur kreppt og því hafa viðvaranir Orwells almennt gildi. (Vita menn annars hvernig ártalið 1984 er tilkomið? Bókin kom út 1948, og Orwell snéri síðari hluta árt- alsins við. Hefði bókin komið út 1949 hefði bókin væntanlega heitið 1994, og enn verið tíu ár þangaðtil). Maður ársins 1984 DV útnefndi launþegann mann ársins 1983, fyrir einstakt langlundargeð. Dagfari gerir því skóna í D V í gær, að launamaður- inn verði einnig maður ársins 1984 því að með sama áframhaldi muni hann vinna kauplaust fyrir ríkisstjórnina: „Vinnuveitendur hafa af örlæti sínu og miskunn- semi gert launafólki það gylliboð að greiða því út í hönd bæði orlof og veikindadaga og atvinnu- leysisiðgjaldið, enda er það rök- rétt ályktun af því forgangsverk- efni að allir hafi vinnu. Hvað eiga menn að gera við orlof eða veikindi eða atvinnuleysisstyrki þegar þeir eru tilnefndir sem menn ársins fyrir þá skyldurækni að mæta til vinnu fyrir ekki neitt?“ Forsætisráðherra á pottþétt svar við svona gríni. Eins og margoft hefur komið fram hjá honum hefur timburverð staðið í stað síðustu mánuði. En þó timb- urmaður Steingríms sé ánægður er það engu að síður staðreynd að hann er hálfum mánuði lengur að vinna fyrir timbrinu sínu heldur en hann var sl. vor. - ekh. og skorið Ósvífni Vinnu- veitendasambandsins Alþýðublaðið fjallar á ske- leggan hátt um stjórnmálaá- standið í landinu í leiðara sl. laugardag. Þar er m.a. getið „tilboðs" Vinnuveitendasambandsins. „Tilboð uppá innan við 1 prósent kauphækkun gegn afnámi tiltek- inna félagslegra réttinda er ekk-. ert tilboð. Slíkar hugmyndir eru móðgandi". Ekki lengur við unað Síðan segir: „Enginn vill að þróun mála verði á þann veg, að verkalýðshreyfingin eigi engra annarra kosta völ, en grípa til sinnar einu nauðvarnar, verk- fallsaðgerða. Hitt er svo annað mál, að við það ástand sem nú ríkir getur enginn launamaður unað - allra síst þeir sem lakast standa. Það er hreint neyðará- stand á fjölmörgum heimilum láglaunafólks í landinu. Úrbætur þessu fólki til handa verður að gera tafarlaust. Svigrúmið er ekkert hjá þessu fólki. Það þarf að mæta þörfum þess þegar í stað.“ Skýlaus svör Þá segir Alþýðublaðið: „Á allra næstu dögum verður forysta verkalýðshreyfingarinnar að ganga úr skugga um það með af- dráttarlausum hætti, hvort vinnu- veitendur og ríkisstjórnin ætlar raunverulega að koma til móts við það fólk í landinu sem vart hefur ofan í sig eða á. Við slíkum grundvallaratriðum verða að fást skýlaus svör. Á grundvelli þeirra verður verkalýðshreyfingin síðan að ákveða næstu skref. En öllu lengur verður málum láglaunaf- ólksins ekki velt áfram í enda- lausu málæði og þjarki. Nóg hef- urverið talað. Núerkomið að því að allir leggist á eitt og varanlegar aðgerðir í málum láglaunahóp- anna sjái dagsins ljós.“ _

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.