Þjóðviljinn - 10.01.1984, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 10.01.1984, Qupperneq 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 10. janúar 1984 Fjárhagsáœtlun borgarinnar afgreidd í hvað fara peningarnir? Reykjavíkurborg ver til nýfram- kvæmda á þessu ári ríflega 220 miljónum króna auk 254ra miijóna sem fara í gatnaframkvæmdir. 190 miljónir fara í afborganir lána, 125 miljónir til BÚR og SVR. Rekstur borgarinnar kostar 1800 miljónir. Skólabyggingar 28 miljónum er varið til skóla- bygginga og kemur ríkið með 22 miljónir til viðbótar. Stærsta fram- lagið, 21,4 miljónir fer í 3ja áfanga Hólabrekkuskóla í Breiðholti og 13,6 miljónir fara í Fjölbrauta- skólann í Breiðholti. Felld var til- laga AB um 6,3 miljónir í Selja- skóla en þess í stað á að flytja þang- að færanlegar kennslustofur frá Hólabrekkuskóla og sömuleiðis til- laga Kvennaframboðs um 16 milj- ónir á sama verkefni. Einni miljón er varið til hvers eftirtalinna skóla: Skóla við Graf- arvog, Vesturbæjarskóla, Selja- skóla og 1,5 til Olduselsskóla en auk þess tæpum 8 miljónum í lóða- framkvæmdir við ýmsa skóla. Felld var tillaga Framsóknarflokks um framkvæmdir við nýjan skóla í Vesturbæ. Menningarstofnanir 22.5 miljónum er varið til menn- ingarstofnana, þar af 6,5 miljónum til Borgarbókasafnsins í Gerðu- bergi og 500 þúsund til menning- armiðstöðvarinnar þar. 15 miljónir fara til Borgarleikhússins og greið- ir LR 6 miljónir til viðbótar, þannig að Framkvæmdafé nemur samtals 21 miljón. Kjarvalsstaðir fá 500 þúsund en auk þess er varið 1,2 miljónum króna til listaverkak- aupa. Æskulýðsmál 2.5 miljónir fara í fyrirfram- Stöðnun í uppbyggingu dagheimila: Eitt dagheimili „l>að stöðnunartímabil sem nú er gengið í garð í dagvistarmálum í borginni er Sjálfstæðismönnum til skammar og gerir kosningaloforð þeirra brosleg", sagði Guðrún Agústsdóttir borgarfulltrúi á fímmtudag þegar hún mælti fyrir tillögu AB um aukið fjármagn til byggingar dagvistarheimila á þessu ári. í fjárhagsáætluninni er aðeins ætlað fé til byggingar eins dagvist- arheimilis við Rangársel í Breiðholti. Guðrún minnti á að Sjálfstæðismenn í félagsmálaráði hefðu ásamt öðrum þar samþykkt að á árinu skyldi byrjað á þremur heimilum. „I raun hefði átt að byrja á Rangárselsheimilinu s.l. haust“, sagði hún, „en því var þá frestað vegna fjárskorts. Félags- málaráð ákvað fyrir sitt leyti að það skyldi þá byggt á þessu ári auk 3ja deilda leikskóla og dagheimila í Árbæ og á Eiðsgranda. Sjálfstæðis- fulltrúarnir í borgarráði felldu hins vegar þá tillögu." Kosningaloforðin Guðrún sagði: „Fyrir síðustu kosningar var ýmsu lofað. Borg- arstjórinn núverandi lagði á það ríka áherslu að nú væri ekki um að ræða innantóm kosningaloforð, - nú yrði engu lofað sem ekki væri hægt að standa við. Og borgar- stjórinn hefur staðið við ýmislegt. Með sama áframhaldi rísa aðeins Qögur ný dagheimili á öllu kjörtím- abilinu, sagði Guðrún Agústsdótt- ir. sem þá var lofað, t.a.m. nægilegt framboð á lóðum. Það hefur hann greidda leigu til KR í byggingu sem félagið hyggst reisa á starfssvæði sínu í Vesturbæ, en þar fær borgin 550 fermetra húsnæði á leigu til 27 ára fyrir félagsmiðstöð. Leigan nemur samtals 9 miljónum og sam- svarar byggingarkostnaði fél- agsmiðstöðvarinnar. Ársel fær 800 þúsund og Tónabær 200 þúsund, sigling og sjóvinna 50 þúsund. Felld var tillaga Kvennaframboðs um 4 miljónir til kaupa á húsi í Vesturbæ fyrir félagsmiðstöð í stað KR-samningsins. Iþróttamál Borgin ver 22,9 miljónum til ný- framkvæmda í íþróttamálum og bætast við tæpar 5 miljónir frá ríki og grannsveitarfélögum vegna Bláfjallafólkvangs. Stærsta verk- efnið er sem fyrr gervigrasið í Laugardal, 18,650 þúsund og voru tillögur Alþýðubandalags og á ári svo sannarlega staðið við með af- leiðingum sem allir þekkja. Einn bækling frá ungum Sjálf- stæðismönnum geymi ég vegna þess að á honum stendur: „Við biðjum þig að geyma þetta rit, því þá getur þú fylgst með frá degi til dags hvernig við stöndum okkur miðað við það mark sem við höfum sett okkur.“ Og hvað skyldi svo standa þar um dagvistarmál? Jú: „Við Sjálfstæðismenn ætlum að halda áfram öflugri uppbyggingu dagvista þar sem frá var horfið fyrir fjórum árum.“ Varla getur frammistaða Sjálfstæðisflokksins talist öflug. Það væru öfugmæli að halda slíku fram, því með sama áframhaldi verður búið að byggja fjögur ný dagvistarheimili í lok kjörtímabilsins. Meirihlutanum gefst hins vegar kostur á að efna gefin loforð og samþykkja hér til- lögu Alþýðubandalagsins um 12 miljónir til viðbótar í þennan mála- flokk og byrja á þremur dagheimil- um en ekki aðeins einu 1984.“ Allt fellt Tillaga Alþýðubandalagsins var felld svo og tillaga Kvennafram- boðs um að 4% af útsvarstekjum borgarinnar verði varið til bygging- ar dagvistarheimila, sem hefði þýtt 24 miljónir til viðbótar í þann mála- flokk. -ÁI Málefni aldraðra: Engar úrbætur í ár Sjálfstæðisflokkurinn felldi á fímmtudag allar tillögur um skjótar úrbætur í málefnum aldr- aðra en 1165 ellilífeyrisþegar bíða nú eftir leiguíbúð hjá borginni. Guðrún Agústsdóttir mælti fyrir tillögu Alþýðubandalagsins um 10 miljónir króna til kaupa eða leigu á húsnæði sem leysti úr þörf ein- hverra þeirra sem nú eru nánast á götunni. Ekki væri hægt að sætta sig við að bíða í rólegheitum til árs- ins 1986, eftir því að Seljahlíðar komist í gagnið. Núverandi ástand væri gjörsamlega óviðunandi,- Guðrún sagði m.a.: „í kosninga- bæklingi ungra Sjálfstæðismanna frá 1982 segir m.a.: „Styðjum aldr- aða!“ Sjálfstæðismenn vilja að aldraðir geti búið á heimilum sín- um eins lengi og þeir sjálfir kjósa. Sjálfstæðismenn munu áfram beita sér fyrir byggingu hentugra leiguí- búða fyrir aldraða, dvalar- og hjúkrunarheimili." Þarna er ekki minnst á söluíbúðir, sem nú virðast eiga að leysa allan vanda“, sagði Guðrún, „en áfram með bláa text- ann: Við Sjálfstæðismenn ætlum að gefa öldruðum kost á að kaupa máltíðir á lágu verði í mötuneytum borgarinnar.“ Slíka tillögu fluttum við Alþýðu- bandalagsmenn við fjárhagsáætlun í fyrra og núna fyrst ári síðar, er búið að leggja fram í félagsmála- ráði lauslega skýrslu um hvaða mötuneyti kæmu til greina. Og ég hef ekki orðið vör við nokkurn á- huga á þessu máli hjá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins í félagsmála- ráði. En talað er um að Sjálfstæðis- menn vilji að aldraðir geti búið á heimilum sínum eins lengi og þeir kjósa. Mikilvægurþátturtilaðgera þeim það kleift er auðvitað að- gangur að mötuneyti, en líka að fá aðstoð við böðun. S.l. vetur var komið fyrir nýjum tækjum við bað- aðstöðu fyrir aldraða að Furugerði 1 og Lönguhlíð 3 og nýlega kom sams konar búnaður í Norðurbrún 1. Starfsmenn félagsmálastofnunar hefa beðið um að ráðnir verði 3 starfsmenn til að sinna þessum mikilvæga þætti og við gerum því að tillögu okkar að á það verði fall- ist,“ sagði Guðrún. Tillaga AB um 10 miljónir vegna íbúða fyrir aldraða var felld svo og tillaga Kvennaframboðs um fjár- framlag til að stofna sambýli fyrir aldraða. Tillagan um baðverði var hins vegar samþykkt en tillögum AB um aukið starfslið í mötuneyti í Lönguhlíð og lengdan vinnutíma forstöðumanns félagsstarfs þar var felld. -ÁI Kvennaframboðs um að hverfa nú frá þessari framkvæmd felldar. Að- eins 1,5 miljónum á að verja í bað- og búningsklefa í Laugardalssund- laug og var felld tillaga AB um 5 miljónir til að halda þeirri bygg- ingu áfram, en hún hefur nú staðið óhreyfð í rúmt ár. Fyrir 1,5 miljón- ir er gert ráð fyrir að leggja flísar á böðin, og eru það aðeins vinnu- laun, flísarnar eru löngu keyptar. 6,8 miljónir fara í skíðalyftu í Bláfjöllum, 500 þúsund í sund- Iaugarnar í Laugardal, 300 þúsund í stúkuna á Laugardalsvelli og 600 þúsund í aðrar framkvæmdir. Útivist 14 miljónum er varið til verkefna á sviði umhverfis- og útivistar, þar af 5 til leikvallagerðar, en umhverf- ismálaráð á eftir að skipta þessari fjárhæð niður á hin ýmsu verkefni. Felld var tillaga AB um 5 miljónir til framkvæmda skv. óskum hverfafélaga. Heilbrigðismál Rúmlega 19 miljónir fara í ný- framkvæmdir á sviði heilbrigðis- mála, og er reiknað með að ríkið greiði 18,8 miljónir af þVí þannig að hlutur borgarinnar verði aðeins rúm 200 þúsund. Helstu verkefni eru B-álma Borgarspítalans, 15,3 miljónir, Sundlaugin við Grensásdeild 2,2 miljónir og 1 miljón til þjónustu- álmu Borgarspítala. 618 þúsundum á að verja til heilsugæslustöðva við Gerðuberg, Egilsgötu og annars staðar. Ríkið hefur lagt 100 þúsund til þeirrar uppbyggingar og felld var tillaga AB um 2 miljónir til þess að koma á heilsugæslukerfi. Dagvist Borgin ver á árinu 16,3 miljón- um til byggingar dagvistarheimila en með 5,7 miljón króna framlagi frá ríkinu nær framkvæmdafé árs- ins 22 miljónum króna. Aðeins var eytt hluta af fjárveitingu síðasta árs til dagvistarheimila, 6 miljónum af 9 frá borginni, en öllu ríkisfram- laginu, tæpum 7 miljónum. Helstu verkefni eru dagheimili og leikskóli við Hraunberg 10,7 miljónir og leikskóli og skóladag- heimili við Rangársel, 9,5 miljónir. Auk þess 1,2 í skóladagheimili við Hraunberg. Allar tillögur minni- hlutans um auknar fjárveitingar til dagheimila voru felldar. Stofnanir aldraðra Borgin ver 42 miljónum til bygg- inga í þágu aldraðra og bætir Ríkið 8,5 miljónum við þá fjárhæð á þessu ári. Stærsta verkefnið eru Seljahlíðar, íbúðarhúsnæði sem taka á í notkun 1986 og verður byggt þar fyrir 45 miljónir í ár. VR fær 8 miljónir vegna söluíbúða sem félagið er að fara að byggja en borgin greiðir þjónusturýmið þar. Dalbrautin fær 600 þúsund og Droplaugarstaðir 400 þúsund. Tillaga Alþýðubandalags um 10 miljónir til kaupa eða leigu á hús- næði fyrir aldraða strax á þessu ári varfelld, ennfremur tillaga Kvenn- aframboðs um 2,5 miljónir til kaupa á húsnæði fyrir sambýli fyrir aldraða. 1165 manns eru nú á bið- lista Félagsmálastofnunar eftir húsnæði fyrir aldraða. Annað 3 miljónum á að verja í bíla- stæðageymsluna í Seðlabankanum og 500 þúsundum til athugunar á annarri bílageymslu í miðþænum. 14,3 miljónir eru á áætlun vegna breytinga á fasteignum borgarinn- ar og er þá um að ræða skrifstofu- haldið og 4 miljónir til kaupa á fast- eignum. Tillaga Kvennaframboðs um að falla frá breytingum á skrif- stofuhúsnæði var felld. 1,2 miljónir fara í leiguíbúðir í Aðallandi 8, og 22,7 til smíði og kaupa á íbúðum í verkamannabústöðum. -ÁI. Tillagan um breytilegt útsvar: Vísað frá með útúrsnúningum „Þetta var hreinn orðhengilshátt- - ur og það má segja að tilíögunni hafi verið vísað frá af Sjálfstæðis- flokknum með útúrsnúningum ein- um“, sagði Sigurjón Pétursson í gær. Á föstudagsmorgun vísaði 12 manna meirihluti Sjálfstæðis- flokksins frá tillögu Alþýðubanda- lagsins um breytilega útsvarsálagn- ingu eftir tekjum manna. 7 minni- hlutamcnn greiddu tillögunni at- kvæði, fuiítrúar Framsóknar- flokksins sátu hjá. í tillögunni var talað unt að leggja „stighækkandi" útsvar á menn og sagði Sigurjón að Davíð Oddsson hefði túlkað það sem skattahækkun og viljað vísa til- lögunni frá á þeim forsendum. „Ég bauðst til þess að breyta orðalaginu í „stiglækkandi", nú eða þá „breytilegt útsvar eftir tekjum rnanna", en það kom fyrir ekki,“ sagði Sigurjón. „Þetta var tómur orðhengilsháttur og þannig fríuðu þeir sig við því að taka afstöðu til tillögunnar." Á fundi sínúm í desember sam- þykkti borgarstjórn einróma sams konar tillögu, frá Kvennaframboð- inu sem fól í sér áskorun til fé- lagsmálaráðherra unt að hann beitti sér fyrir því að hámarksál- agningu útsvars yrði aflétt og að sveitarfélögin þyrftu ekki aö leggja sömu útsvarsprósentu á alla. ,,Við útfærðum þetta nánar í okkar til- Aukin skattbyrði krefst breyttra á- iagingarreglna, segir Sigurjón Pct- ursson. lögu,“ sagði Sigurjón, „og vildum beina áskoruninni til alþingis, þannig að hægt yrði að beita nýjum reglum við álagninguna strax í vor. Sjálfstæðismenn hljóta að hafa misskilið tillöguna sem þeir sam- þykktu í desember, fyrst þeir gátu ekki fallist á þessa.“

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.