Þjóðviljinn - 10.01.1984, Page 9

Þjóðviljinn - 10.01.1984, Page 9
Þriðjudagur 10. janúar 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 Hjólbörðum er komið fyrir undir enda plankans í vegasaltinu og dregur þannig úr hættunni. Skemmtileg útileiktæki í nýjasta hefti tímaritsins Sveitarstjórnarmál (nr. 6 1983) er m.a. að finna skrif um hugmynd- ir að tveimur nýstárlegum úti- leiktækjum barna. Onnur hug- myndin byggist reyndar á göml- um merg, þe. vegasaltinu, þessu vinsælasta leiktæki barna fyrr og síðar, en hér er það gert að mun öruggara leiktæki en við höfum hingað til vanist. Hin hugmyndin er ný af nálinni og gæti jafnvel flokkast undir nýlistaverk. Öryggisbúnaður á vegasölt í Sveitarstjórnarmálum segir svo um hiná nýju uppfinningu varðandi vegasöltin: „í Hollandi og víðar á megin- landinu er vegasöltum þannig fyrir komið, að mun minni hætta er á hryggskemmdum af völdum þeirra heldur en ella. Undir sinn hornenda slárinnar eða plankans í vegasaltinu er sett- ur hjólbarði. Hann er þannig settur í malbikið eða í steinsteypta undirstöðu, að meirihluti hjólbarðans er undir yfirborðinu. í efri hlutanum er komið fyrir lítilli slöngu, svo endinn á vegasaltinu dúar mjúkt og þægilega, þegar komið er nið- ur og loftið fer úr slöngunni. Börnunum þykir ennþá skemmtilegra að sitja vegasaltið, ef þannig er um það búið, og - það sem meira er - skemmdir á hrygg, sem því miður munu oft fylgja þessu skemmtilega leik- tæki, eru hverfandi, þegarekki er hætta á þungum höggum, t.d. þegar andsetinn sleppir skyndi- lega eða hrekkur óvænt af sínum enda. Hvaða hjólbarðastöð sem er getur útbúið hjólbarða eins og hér er lýst, og í hverju sveitarfé- lagi er unnt að verða sér úti um fáeinar fötur af steinsteypu, en það er allt og sumt, sem þarf til að útbúa vegasaltið eins og að fram- an greinir." Nýstárlegt leiktœki - eða listaverk? Hitt leiktækið sem greinir frá í Sveitarstjórnarmálum er upp- runnið frá Hamborg í V- Þýskalandi. í Sveitarstjórnarmál- um segir svo: „Settir eru upp fjórir eða fleiri stólpar af einfaldri gerð, og milli þeirra og út í jarðfestingar eru strengd stög og á þau fest stór- riðin net. Staurarnir eru misháir, svo að lögun netsins minnir á fjöll og dali, sem fela í sér ómótstæði- Leiktæki eða nýlistaverk? lega freistingu til klifurs. Þar sem hærra er, eru net með stórriðnum möskvum, en á lágu súlunum eru höfð net með smáurn möskvum og ætluð minnstu börnunum. Venjuleg þorskanet mundu vafa- laust henta vel í þessu skyni, enda hafa þau sést á leikvöllum hér á landi, og víða eru góðhjartaðir forstöðumenn og starfsmenn á netaverkstæðum, sem mundu verða hjálplegir við að útbúa net, sem hentað gætu í þessu skyni.“ Indverskir grænmetisréttir Indverj ar eiga ótrúlegt magn af grænmetisréttum, enda mörgum Indverjum bannað að neyta kjöts af trúarástæðum. Hér koma tveir góðir og nokkuð fljótlegir réttir frá Indlandi. Channa Dhal (kjúklingabaunir í karríi) 350 g þurrkaðar kjúklingabaunir 1 tsk salt 40 g smjör 1 tsk kúminfrœ 1 saxaður, meðalstór laukur 2'/2 sm biti af engifer, saxaður (ef þið náið ekki í engiferrót má auðvitað nota engiferduft, þótt það sé ekki nærri eins bragðmikið og rótin). 1 tsk túrmerik V2 tsk kúminduft 1 tsk kórianderduft (best að mala það úr heilum frækornum) 1 tsk garam masala V2 tsk chiliduft 1 msk söxuð kóríanderlauf Kjúklingabaunirnar þurfa að liggja í bleyti í köldu vatni í 12 tíma fyrir notkun, en að því búnu eru þær þerraðar vel. Látið baunirnar í pott með V/2 lítra af vatni og saltinu. Sjóðið í eina klukkustund. Bræðið smjörið í potti og sjóð- ið kúminfræin í smjörinu í eina mínútu. Bætið lauknum og engif- errótinni við og steikið við vægan hita þar til laukurinn brúnast ögn. Blandið saman túrmeriki, kúmindufti, kóríander, garam masala og chilidufti ásamt 2 mat- skeiðum af vatni og hrærið vel saman. Bætið þessu útí laukpott- inn og steikið í 3 mínútur- hrærið vel allan tímann. Þá bætið þið kjúklingabaununum og vatninu útí og hitið að suðu meðan hrært er í. Þegar suðan kemur upp er hitinn lækkaður og soðið áfram í hálftíma, eða þar til baunirnar eru mjúkar. Þá er kryddið athug- að og bætt meiru útí ef vill. Hellið öllu í skál og stráið kórí- anderlaufunum yfir. Dugar handa 6. Með þessum baunarétti er gott að borða kalt salat til að kæla munninn á milli, en baunaréttur- inn er nokkuð bragðsterkur. Hér kernur uppskrift að indversku jógúrtsalati, mjög fljótlegu. 6 dl hrein jógúrt V2 agúrka, þvegin og sneidd í þunnar sneiðar 4 litlir vorlaukar salt og pipar eftir smekk V4 tsk paprikuduft Öllu blandað vel saman og hellt í skál en síðan er þetta kælt í ísskáp í minnst klukkutíma. Paprikuduftinu er stráð yfir rétt áður en snætt er. Ekuri (hrærð egg) Trúflokkur einn í vesturhluta Indlands, er Parsee nefnist, hefur rniklar mætur á þessum eggja- rétti. Uppskriftiri dugar handa fjórum. 40 g smjör 1 meðalstór, saxaður laukur 1 sm af engiferrót, saxaðri grœnn chiliávöxtur (fínsaxaður) V2 tsk túrmerik 2 msk kóríanderlauf V2 tsk salt 8 létthrærð egg 4 ristaðar brauðsneiðar 4 tómatar sneiddir í báta. Bræðið smjörið á pönnu og mýkið iaukinn og engiferrótina. Bætið þá chiliávextinum útí ásamt túrmeriki, IV2 msk af kórí- anderlaufum og salti og steikið í 1 mínútu. Hellið eggjunum útí, lækkið hitann og steikið eggin. Hrærið vel í þeim á meðan. Hellið eggjablöndunni yfir brauðsneiðarnar og stráið kórí- anderlaufum yfir: Skreytið með tóinatbátum.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.