Þjóðviljinn - 10.01.1984, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 10.01.1984, Qupperneq 10
Helgi Seljan Góðtemplarareglan á íslandi 100 ára Gegnþvíáfengisauðvaldi, sem vill brjóta niður andlegt og líkamlegt þrek manna og gera þá að viljalausum verkfœrum í stað þess að sœkja sinn rétt Við hver tímamót er við hæfi að horfa um öxl, huga að nútíðinni og rýna í framtíðina. Við hin merku tímamót í sögu bindindishreyfingarinnar á íslandi hljóta ýmsar hugleiðingar að sækja á. Hver var uppsprettan? Hverjar ástæður lágu að baki? Hvernig stendur þessi merka hreyfing við þessi tímamót, hver eru áhrifin og hver ávinningurinn? Hverju megnar hreyfingin að koma til leiðar ein sér eða í sam- vinnu við aðra í næstu framtíð? Von er að spurnir vakni. Næst hinu mikla böli ófriðar og styrjalda kemur það böl, sem af áfengis- neyslu og nú síðar vímuefnaneyslu af öðru tagi stafar. Óþarft er að rifja upp allar þær hörmungar, sem áfengið hefur af sér leitt, beint og óbeint. Þar hefur margur mann- legur harmleikur átt sér stað, margt mannlífið glatast, lífsham- ingja ótaldra að engu orðið, fjöl- skyldur sundrast, góðir hæfileikar að engu orðið og lent í glatkistu eyðileggingarinnar. Slíka hörmungasögu þekkir hver maður úr næsta nágrenni sínu, ef ekki enn nánar. Þessar bitru stað- reyndir eru ekki nýjar, þær voru jafn áhrifamiklar og uggvekjandi fyrir einni öld, þær urðu kveikjan að bindindishreyfingunni ásamt þeirri hugsjón, sem hún var helg- uð, baráttunni fyrir bættu og feg- urra mannlífi, hamingjuríkara þjóðfélagi. Sú barátta hefur löngum verið hörð og óvægin, fjendaherinn ráðið auði og valdi, sem erfitt hefur verið að koma höggi á. Og menn hljóta að spyrja, þegar staðreyndir dagsins í dag eru lagðar á borð. Hver hefur orðið ávinning- ur alls þessa starfs, allrar þessarar baráttu? Hefur máske allt verið unnið fyrir gýg? Góðtemplararegl- an á í dag í vök að verjast, þrátt fyrir hugsjónir sínar, þrátt fyrir baráttu sína og starf, þrátt fyrir starfið meðal æskunnar sérstak- lega. Forvarnar- starfið gleymst Tíðarandinn, almenningsálitið hefur verið neikvætt um of og sú breyting, sem óneitanlega hefur orðið síðustu ár, snýr nær eingöngu að því, hvernig bæta megi fyrir það, sem þegar er orðið, hvernig liðsinna megi fórnarlömbum of- neyzlunnar. Gleðileg breyting, sem í engu skal vanmetin og því síður sú mikla virkni og það mikla starf, sem þar hefur verið unnið. En forvarnarstarfið hefur gleymzt að mestu leyti, það fyrir- byggjandi starf, sem er grunn- inntak góðtemplara, sem þeirra barátta hefur fyrst og síðast beinzt að. í upplýstu velferðarþjóðfélagi okkar er þetta köld en sönn stað- reynd, og það sem verra er, hún er í hrópandi mótsögn við allt sem að- hafzt er í baráttunni gegn öðrum vágestum, sem ógna lífi, heilsu og hamingju manna. Grunnforsenda alls heilbrigðis- starfs okkar, allrar félagslegrar uppbyggingar okkar er forvarnar- starfið, að komast nógu snemma fyrir rætur meinsemdanna og nema þær brott. Þar kemur til fræðsla, lifandi félagsstarf, skipulegar að- gerðir, sem allar beinast að því marki, að koma í veg fyrir meinvaldinn. Þetta er hinn rauði þráður í öllu þessu starfi og það er ekki einungis hamingja heilsa og víðtæk velferð fólks, sem höfð er í huga, alveg eins beinn þjóðhags- legur ávinningur. Menn tala af rétt- mætu stolti um alla þá, sem læknast : hafa af áfengisbölinu og losnað 'i undan oki þess. En sagan á bak við, * áralöng óhamingja, og hin dýra lækning er sjaldnast sögð. Og þeir sem forvarnarstarfið vinna verða gjarnan fyrir aðkasti og árásum, oft úr þeim áttum, er sízt skyldi. Þó er það í öllum öðrum greinum heilsugæzlu okkar metið meir en allar lækningar saman- lagðar og hafa meiru skilað til mannlegra heilla. En hér virðist brotalöm vera á. Menn yppta þá gjarnan öxlum og þeir velviljuðu hverfa gjarnan á vit fjarlægrar fortíðar og fara viður- kenningaroðrum um bindindis- hreyfinguna áður fyrr, sem þá hafi leitt til margs góðs og verið leiðandi félagsmálaafl. En nú sé önnur öld, önnur lögmál, hlutverk- ið ekki samt sem fyrr, jafnvel óþarft með öllu. Svo mæla hinir ólíklegustu aðil- ar, sem ættu að vita betur, sem sjálfir telja leiðsögn og forvarnar- starf á öðrum sviðum það .eina sjálfsagða og réttlætanlega. Og áhrif þeirra á viðhorf hins al- menna manns eru ótvíræð og mikil, m.a. vegna þess að í ýmsu öðru má treysta orðum þeirra og þeim orð- um fylgja athafnir. Vissulega ber að meta söguna, sannarlega ber að rifja upp áfangasigra jafnt sem sár vonbrigði áfallanna. Ekki síður ber öllum skylda til að þekkja þessa vöggu hvers konar fé- lagslífs á landi hér, sem til heilla hefur horft. Rætur Verkalýðs- hreyfingar Verkalýðshreyfingin, ung- menna- og íþróttahreyfingin sóttu til góðtemplara félagslega fyrir- mynd í veigamiklum atriðum og úr röðum góðtemplara komu margir svipmestu leiðtogarnir með dýr- mæta félagslega reynslu og ekki sízt undirstöðu hugsjónarinnar um holla og heilbrigða lífshætti. Þann dýrmæta jarðveg ber svo sannarlega að meta að verðleikum, þau áhrif voru svo sterk, að al- menningsálitið snerist þar á sveif og áfengisbann varð staðreynd. Saga þess verður ekki rakin hér, en myrkraöfl auðs og annarlegra hvata hafa verið óþreytandi við að sverta þá þjóðlífsmynd, sem þá gaf að líta. Hlutlaus dómur mun þó á eina lund. Þrátt fyrir annmarka og endalausar tilraunir til eyðilegging- ar, var ástand hér slíkt, að það sannaði ótvírætt gildi þess fyrir þjóðfélagið í heild, fyrir farsæld heimilanna og hamingju einstakl- ingsins. Þá sögu alla þarf að segja sem sannasta og réttasta og rekja hana einmitt vegna þeirrar myndar, sem óhlutvandir aðilar hljóta að draga upp af dekkstu hliðunum, sem þó voru hverfandi, þegar Ijóskeri sannleikans er brugðið upp. En bindindishreyfingin lifir ekki á gamalli sögu um sigurgöngu, ár- angur og ósigra. Lífskraftinn ber hún í sjálfri sér, í boðun sinni, í starfi sínu, í áhrifum sínum á líð- andi stund. Og næg eru verkin að vinna. Baráttan gegn vá vímuefn- anna er baráttan um heill eða óhamingju,um líf eða dauða. Gegn áfengis- og auðvaldi Og enn eru það öfl auðsins og annarlegs valds í hans þágu, sem nú öflugri en fyrr herja á, brjóta niður alla virkisveggi, eyðileggjandi máttur þeirra er meiri en fyrr og teygir anga sína enn víðar. Og ef menn vilja í alvöru búast til varnar, þá takast þeir á við upphaf og eðli vandans, snúast gegn rótum hans, hafna vágestinum og fylgd hans, velja sér hinn bezta hlut, þá vígstöðu, sem ein fær dugað, víg- stöðu bindindismannsins.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.