Þjóðviljinn - 10.01.1984, Page 11
ÞriSjudagur 10. janúar 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15
Góður Dagsbrúnarmaður kvaddur
Vilhjálmur Þorsteinsson
Sú vígstaða má ekki vera ein-
angruð, ekki full sjáifumgleði yfir
að vera frjáls undan okinu, ekki
lokuð í þröngum félagsskap fá-
mennis, svo sem um of er í dag.
Hvetjandi, hjálpandi hönd skal
rétta hverjum þeim, sem liðsinni
vill leggja og ekkert nema hreyfing
fjöldans í samhentri sveit nær að
vinna það forvarnarstarf, sem nú
þarf fyrst og síðast að efla og leggja
rækt við umfram allt annað, við
hlið þess óhjákvæmilega hjálpar-
starfs og lækninga, sem þurfu sem
allra fyrst að heyra fortíðinni til
sem allra mest. Umfram allt þarf
bindindishreyfingin að ná því að
höfða til unga fólksins, gera það
handgengið hreyfingunni, móta
viðhorf þess ásamt því sjálfsagða
mati eigin skynsemi, að bindindi sé
sá lífsmáti, er leiðir til heilla og
hamingjuríkara lífs.
A afmælisdegi gæti ég þakkað
þriggja áratuga samfylgd í góðum
félagsskap, þakkað hreyfingunni,
hugsjón hennar og baráttu drjúgan
hlut minnar eigin lífshamingju. Því
eitt er vfst: Bindindismaður sér
aldrei eftir því heiti sínu að ganga
ekki vímunni á vald. En fyrst og
fremst ber þjóðinni í heild að
þakka fórnfúst starf og árang-
ursríkt mannbætandi starf alla
þessa áratugi.
Félagsmálahreyfingar mega
gjarnan muna uppruna sinn og
ómetanlega stoð í félagsskap góð-
templara. Starfið meðal barna og
unglinga, þroskandi og siðbætandi,
ber þó að þakka alveg sérstaklega.
Og af því að Þjóðviljinn birtir
þessa hugleiðingu þá má gjarnan
muna það, að hin sósíaliska hreyf-
ing hefur ævinlega talið það skyldu
sína að berjast gegn drottnunar-
valdi auðsins og hvergi á það betur
við en gegn því áfengisauðvaldi,
sem vill brjóta niður andlegt og
líkamlegt þrek manna, gera þá að
viljalausum verkfærum, svo þeir
megni ekki að vakna og verja og
sækja sinn rétt.
Það er við hæfi að rifja það upp,
að einhver fremsti og farsælasti
baráttumaður sósíalista, Sigfús
Sigurhjartarson, var eldheitur for-
ystumaður góðtemplara.
Og gjarnan má minna á það, að
þeir þremenningarnir, sem gerðu
Neskaupstað að bæ félagshyggju
og sósíalisma, hafa ævinlega talið
bindindið einn ríkasta þáttinn í
þeirri sigurgöngu sinni.
Það er sérstök ástæða nú til að
minn á skyldur íslenzkra sósíalista
við bindindishreyfinguna og
óskorað liðsinni við starfsemi
hennar og baráttumið.
Einn þáttur í þjóðargæfu okkar
hefur verið og mun verða öflug og
sterk bindindishreyfing, sem þarf
og á að verða fjöldahreyfing allra
þeirra, sem fegra vilja og bæta líf
okkar allra.
Traust er undirstaða góðtempl-
arahreyfingarinnar, merk er saga
hennar, en mestu varðar, að hún
verði leiðandi þjóðmálaafl á leið
okkar til sannrar velferðar og gíftu-
ríkrar framtíðar.
Fegurri óskir kann ég ekki að
færa á þessum tímamótum um leið
og afmælisbarninu eru færðar alúð-
arþakkir fyrir gifturdrjúga sam-
fylgd, fyrir- hugsjónastarf í heila
öld.
Seint verður það þakkað, sem
vert væri. Heill fylgi Góðtemplara-
reglunni um framtíð alla.
H.S.
F. 18. sept. 1902
Dagsbrúnarmenn eru upprunnir
úr öllum landshlutum, en þeir sem
komnir eru yfir sjötugt eru lang-
fjölmennastir úr Árnessýslu. Or-
sökin er augljós, enginn þéttbýlis-
kjarni var kominn í sýsluna, hún
ein fjölmennasta sýsla landsins og
sveitir þéttsetnar. Og ungt fólk
streymdi til Reykjavíkur á fyrri
hluta aldarinnar. Þá sögu þarf ekki
að rekja. En ótrúlega marg ir af
forystumönnum Dagsbrúnar og
býsna stór kjarni félagsins voru
Árnesingar.
f dag verður borinn til moldar
einn þeirra, Vilhjálmur Þorsteins-
son. Hann er fæddur að Húsatóft-
um að Skeiðum. Foreldrar hans
voru Þorsteinn Jónsson, bóndi þar
og kona hans Sigríður Vigfúsdótt-
ir. Fjögur af börnum þeirra komust
upp og var Vilhjálmur yngstur
þeirra og sá er síðast fellur frá.
Hann ólst upp að Húsatóftum
hjá foreldrum sínum og átti þar sín
bernsku- og æskuár. Eftir að hann
komst upp og hafði aldur til stund-
aði hann vinnu á ýmsum verstöðv-
um sunnanlands og einnig mun
hann hafa verið í kaupavinnu á
sumrin. í Reykjavík stundaði hann
byggingarvinnu og ýmsa verka-
mannavinnu. Það sögðu mér ýmsir
gamlir félagar Vilhjálms að hann
,hefði strax verið mikill atgervis-
maður til vinnu og festa sú og
manndómur, sem svo mjög
auðkenndi líf hans allt hafi
snemma í ljós komið.
Hann kvæntist árið 1939 eftirlif-
andi konu sinni Kristínu Gísladótt-
ur frá Stóru-Reykjum í
Hraungerðishreppi. Þau bjuggu
alla tíð að Reynimel 40 en Vil-
hjálmur hafði lokið byggingu þess
húss áður en þau hófu búskap.
Þeim Kristínu og Vilhjálmi varð
fjögra barna auðið, en þau eru:
Þorsteinn, eðlisfræðingur kvæntur
Sigrúnu Júlíusdóttur félagsráð-
gjafa, Sigríður, kennari gift Jó-
hanni Þóri Jónssyni ritstjóra tíma-
ritsins „Skákar”, Svanlaug, kenn-
ari gift Halldóri Eiríkssyni, land-
afræðingi. Fjórða barn þeirra var
Hannes, sem lést 15 ára á sjúkra-
beði, fágætt mannsefni og var frá-
fall hans mikill missir fjölskyldunn-
ar. En sem betur fer er að vaxa upp
hópur mannvænlegra barnabarna.
Vilhjálmur hóf störf sem verka-
maður við höfnina hjá Eimskipafé-
lagi íslands 1940 og þar vann hann í
rösk 39 ár. Hann tók mikinn og
heillavænlegan þátt í félagsmálum
Dagsbrúnar. Hann átti sæti í trún-
aðarráði Dagsbrúnar upp undir 40
ár og var í aðalstjórn félagsins sem
gjaldkeri um nokkurra ára skeið á
árunum 1950-1960. En þá óskaði
hann eftir að vera ekki í stjórninni
lengur, kannske sá hann að hverju
stefndi. Hann hafði frábæra hæfni
og var eftirsóttur til slíkra starfa
vegna þess trausts sem hann naut
hjá vinnufélögum og allra sem til
þekktu og sjaldgæfrar góðrar
greindar. Hann vildi ekki sökkva
sér niður í félagsstörf - vinnudag-
urinn var langur og hann var svo
umhugsunarsamur um fjölskyldu
sína og heimakær, að hann sá við
kröfum forystumanna og félags-
manna Dagsbrúnar, sem óskuðu
eftir að hann tæki að sér æ fleiri
trúnaðar- og stjórnarstörf. En
hann gerði það fyrir okkur sam-
stjórnunarmenn sína að taka að sér
formennsku í vinnudeilusjóði, var í
stjórn sjúkrasjóðs o.fl. Ásókn okk-
ar félaga hans að fá hann í slík störf
stafaði m.a. af því að enginn hélt
því fram að óreiða eða spilling væri
í fjármálum sem Vilhjálmur kæmi
nærri. Slíkt var traust hans í fé-
laginu. Einnig tók hann oft að sér
nefndarstörf um lengri og skemmri
tíma. Kjörstjórn, samninganefn-
dir, og til dauðadags var hann í
stjórn úthlutunarnefndar atvinnu-
leysisbóta.
D. 03. jan. 1984
Þótt Vilhjálmur sæktist ekki eftir
frama og færðist undan
mannvirðingum, þá var Dagsbrún
honum ákaflega kær og hann lét sér
afar annt um félagið og var virkur
félagi til hinstu stundar.
Með okkar Vilhjálmi og konum
okkar var mjög kært. Við hjónin
komum oft á elskulegt heimili
þeirra og þar leið okkur ákaflega
vel. Hlýja húsmóðurinnar og
heimilisbragur allur var slíkur að
maður fór þaðan alltaf ríkari og
bjartsýnni á mannlífið. Þau hjón
voru ákaflega samhent. Þótt Vil-
hjálmur væri alvörumaður, þá bjó
hann yfir kímni sem lýsti svo vel
manngæsku hans, hún var hávaða-
laus, aldrei gróf eða stóryrt, en rík
af þeirri gamansemi sem ekki er
svo gott að skilgreina.
Þegar ýmsir fræðimenn og spek-
ingar voru að skilgreina gáfur eftir
störfum eða stéttum, og koma
verkamenn og börn þeirra ekki
alltaf vel út, þá var mér oft hugsað
til margra vina minna í Dagsbrún
m.a. Vilhjáims Þorsteinssonar.
Vilhjálmur var harðgreindur og ef
hann hefði átt kost á skólanámi í
æsku hefði hann flogið í gegnum
hvaða háskóla sem var, til viðbótar
því komu mannkostirnir. Það er
gott að hafa átt slíkan vin og félaga.
Eins og áður var sagt var Vil-
hjálmur Árnesingur og unni æsk-
ustöðvum sínum Skeiðunum
fölskvalaust og mér fannst alltaf
koma blik í augu hans ef minnst var
á Skeiðin og ég var þeirrar gæfu
aðnjótandi tvisvar sinnum að ferð-
ast með honum um æskubyggðir
hans, það voru dýrðarlegar stund-
ir.
Vilhjálmur Þorsteinsson var
fríður maður og karlmannlegur og
það skein eitthvert sambland af
festu og mildi úr svip hans.
Hinni góðu eftirlifandi konu
hans og börnum þeirra og barna-
börnum færum við hjónin einlægar
samúðarkveð j ur.
En Verkamannafélagið Dags-
brún flytur Vilhjálmi Þorsteinssyni
þakkir fyrir samfylgdina og störfin
og tryggðina við félagið. En Verka-
mannafélaginu Dagsbrún á ég þá
ósk til handa að hún eignist marga
félagsmenn með manndóm, styrk
og kosti þessa látna félaga okkar.
Guðm. J. Guðmundsson
formaður
Verkam.fél. Dagsbrúnar.
Eins og mér er skylt að minnast
látins félaga Vilhjálms Þorsteins-
sonar, svo er hugurinn því óviðbú-
inn og höndin. Það er svo skammt
um liðið frá því að hann rétti mér
höndina sína, hlýja og traustvekj-
andi að vanda, það var á kveðju-
stund við jarðarför Eðvarðs Sig-
urðssonar.
í nokkra áratugi átti ég samleið
með Vilhjálmi þar sem við góðu
heilli vorum þátttakendur f leit að
sannleikanum í lífi og starfi alþýð-
unnar í landinu, hvert vera skyldi
höfuð inntak baráttunnar á hverri
stund fyrir bættum kjörum, bjart-
ara og betra mannlífi. Hvernig
meta skyldi þá möguleika sem fyrir
hendi voru til að þoka málefnum
verkafólksins og þar með allrar al-
þýðu fetinu framar á brautinni sem
gengin var og leita nýrra leiða. Við
Vilhjálmur sátum saman á félags-
fundum verkamannafélagsins
Dagsbrún, í trúnaðarráði félagsins
og í stjórn þess. Á þeim árum naut
ég þess að mínum hlut hve tillögur
Vilhjálms voru byggðar á traustum
grunni, hve orðvandur hann var og
hve framlag hans allt bar vott þess
að hugur og þekking fylgdi máli, og
hve heils hugar hann tók til hendi
þegar mest reið á að standa óhvik-
ulan vörð um hagsmuni alþýðu-
heimilanna, viðgang og virðingu
verkamannafélagsins Dagsbrúnar,
forustufélags verkafólksins, og
baráttunnar sem aldrei má linna.
Vilhjálmur var gæddur þeim
hæfileikum í ríkum mæli sem dýr-
mætastir eru þegar meta skal til-
gang daglegrar baráttu, aðferðir og
síðan árangra harðra átaka og
samninga, með tilliti til þess sem
ávannst til hagsbóta fyrir verka-
fólkið á líðandi stund og á þeim
mánuðum sem þyrptust að og sér-
staklega til frambúðar. Hann var
meðal þeirra sem fremstir stóðu í
fylkingunni þegar krafist var rétt-
látrar skiptingar þjóðartekna, þeg-
ar krafist var jafnréttis á sviði
menningarmála, jafnréttis til þekk-
ingaröflunar og lífskjara sem veitt
gætu börnum alþýðunnar sömu
möguleika til menntunar og nota af
menningarverðmætum þjóðarinn-
ar til jafns við alla hina sem höfðu
þann rétt fyrir. Við gengum þess
aldrei duldir að ætti slíkur réttur að
vinnast til fulls yrði að heyja harða
stéttabaráttu. Það var hart knúið á
um réttlátt þjóðfélag á íslandi, þar
sé ég Vilhjálm standa óhvikulan
vörð um þann sannleik í lífi og
starfi alþýðunnar og það réttlæti,
það var hans hugsjón og lífsbar-
átta. Og vissulega hefur áratu|a
ganga og þrotlaus barátta borið ár-
angur, þó enn og ætíð verði vinn-
andi menn að gæta vöku sinnar.
Það var bjart yfir hugsjónum og
starfi Vilhjálms Þorsteinssonar
enda var hann maður hógværrar
gleði og leitaði uppi og fann sól-
skinsblettina í h'finu og það sólskin
sem um hann lék heldur áfram að
skína, það er sól íslands, sól lands-
ins hans sem hann unni og
æskunnar sem erfir landið, hann
var sannfærður um að sú æska væri
nú þegar þannig í stakk búin að
merkið yrði aldrei látið falla, merki
verkamannsins það yrði borið fram
til sigurs. Og jafnvel þó syrti í álinn
um sinn, „þá skaltu ekki að eilífu
efast um það, að aftur mun þar
verða haldið á stað, uns brautin er
brotin til enda“.
Ég er Vilhjálmi þakklátur af
hjarta og heilum hug fyrir framlag
hans til verkalýðsbaráttunnar og
það að hafa notið samfylgdar hans
og leiðsagnar þegar svo mikils var
um vert að eiga slíkan féiaga að.
Hann var hljóðlátur í allri um-
gengni, en orð hans báru vott um
gáfur hans, mennt og manndóm
sem allt hafði sín áhrif út til félag-
anna. Ég kveð hann með söknuði,
ekki sorg.
Með þessum fátæklegu orðum
sendi ég fjölskyldu hans, Kristínu
Maríu og systkinunum hugheilar
samúðarkveðjur.
Tryggvi Emilsson
„Góðtemplarareglan á í dag í vök að verjast,
þrátt fyrir hugsjónir sínar“
„Þeir, sem forvarnarstarfið vinna, verða fyrir
aðkasti og árásum“
„Verkalýðshreyfingin sótti fyrirmynd í veiga-
miklum atriðum til góðtemplara“
„Bindindið einn ríkasti þáttur ísigurgöngu sósí-
alista í Neskaupstað“
}yÁstæða til að minna á skyldur íslenskra sósíal-
ista við bindindishreyfinguna“