Þjóðviljinn - 20.01.1984, Page 13
Opið föstudaga kh 09 — 21 í báöum búöum
Laugardaga kl: 10 — 14 í Ármúla og kl. 10 — 16 á Eiðistorgi
Vörumarkaðurinn hf.l ármúla ia eiðistorgi h
Avallt á undan
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINNlFöstudagur 20. janúar 1984
Silfurgarðurinn i höfninni í Flatey. Hann lét Guðmundur Scheving, Flateyjarkaupmaður, byggja um 1830
og greiddi verklaunin í silfri, sem þá þótti fáheyrt. Þaðan er nafnið komið. Silfurgarðar standa enn fyrir
sínu.
Alltí
Þorramatinn
ÍJllHÚSINU
■ BLAÐAUKI
Föstudagur 20. janúar 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13
BLAÐAUKI!
Þorraþrællinn 1866
Nú er frost á Fróni,
frýs í æðum blóð.
Kveður kuldaljóð
Kári í jötunmóð.
Yfir Laxalóni
liggur klakaþil.
Hlœr við hríðarbyl
Hamragil.
Mararbára blá
brotnar þung og há
unnar steinum á,
yggld og grett á brá.
Yfir aflatjóni
æðrast skipstjórinn.
Harmar hlutinn sinn
hásetinn.
Horfir á heyjaforðann
hryggur búandinn:
„Minnkar stabbinn minn,
magnast harðindin.
Nú er hann enn á norðan,
næðir kuldaél
yfir móa og mel,
myrkt sem hel“.
Bóndans býli á
björtum þeytir snjá.
Hjúin döpur hjá
honum sitja þá.
Hvítleit hringaskorðan
huggar manninn trautt:
Brátt er búrið autt,
búið snautt.
Þögull Þorri heyrir
þetta harmakvein,
en gefur grið ei nein,
glíkur hörðum stein,
engri skepnu eirir,
alla fjær og nœr
kuldaklónum slær
og kalt við hlær:
„Bóndi minn, þitt bú
betur stunda þú.
Hugarhrelling sú,
er hart þér þjakar nú,
þá mun hverfa, en fleiri
höpp þér falla í skaut.
Senn er sigruð þraut,
ég svíf á braut“.
Kristján Jónsson
'.hs*c
Þorrablót í Flatey
Það heyrist stundum sagt hér
sunnanlands, að Naustið hafi
skapað Þorrablótin og fengið
landsmenn til að borða súrmeti
og „gamlan" íslenskan matog
gera sér þannig dagamun á
þessum árstíma. Víst er, að
Reykvíkingar héldu ekki
mannfagnað af þessu tilefni
fyrr en Naustið fór að bjóða
þorrabakka, en þá breiddist
þessi siður út um alla borg og
nú mun varlatil sá vinnustaður
þar sem fólk hópar sig ekki
saman a.m.k. einu sinni um
Þorrann.
En Þorrablótin tíðkuðust hér
áður fyrr víða um land. Við höfum
spurnir af slíkum blótum af
Austfjörðum og úr Breiðafirði. í
Flatey á Breiðafirði munu eyjar-
skeggjar hafa hist á Þorranum svo
lengi sem elsta fólk man, og etið
hákarl og smjör ásamt fleira góð-
gæti og rennt niður með brenni-
víni. Fyrst í stað voru blótin haldin í
heimahúsum, en árið 1930 var
haldið mikið hóf í barnaskólanum í
Flatey og upp úr því í ungmennafé-
laginu.
Sigurberg Bogason er innfæddur
Flateyingur, sonur hjónanna Boga
Guðmundssonar, kaupmanns í
Flatey, og Sigurborgar Ólafsdótt-
ur. Hann sagði okkur, að hann
myndi vel eftir þessum blótum frá
því hann var smákrakki og þau hafi
verið meðal helstu viðburða ársins
í eyjunum.
„Það var borið á borð hákarl og
riklingur, nýtt smjör úr Svefn-
eyjum, þykkur rjómi, hangikjöt,
harðfiskur og súrmatur ýmiss kon-
ar,“ sagði Sigurberg. „Og það var
sungið undir borðum og dansað
fram undii morgun. Skemmtiatriði
voru höfð; karlakór söng og síðan
fór alltaf einhver með Þorrabrag
svokallaðan, en í honum var ort um
eyjabúa og helstu viðburði ársins.
Þetta var saklaust grín, en stundum
kom fyrir að einhverjum þótti
fuhnærri sér höggvið, og úr urðu
leiðindi. En það gerðist reyndar
mjög sjaldan.
Þeir Sveinbjörn P. Guðmunds-
son og Gestur Gíslason kváðust á
mönnum til skemmtunar, en þeir
voru báðir hagyrtir vel. Og síðan
var dansað og drukkið. Þetta fór
fS
««5VSr
Ur Bogabúð
nokkuð skikkanlega fram og var
rétt eins og Þorrablótin nú hér fyrir
sunnan.“
Fyrir 1930 munu hátt á þriðja
hundrað manns hafa búið í eyjunni
og fimm skútur voru gerðar út frá
Flatey. Flatey var þá verslunarmið-
stöð fyrir allan Breiðafjörðinn og
kaupskipin komu þangað hlaðin
I einu elsta steinhúsi á landinu er
sölubúð sem enn er með sömu
ummerkjum og árið sem hún var
sett á stofn, anno domini 1910.
Þarna verslaði Bogi Guðmunds-
son og hafði mikið umleikis.
Hann keypti afurður afbœndum,
ull og smjör og í búðinni hafði
hann til sölu allt sem hugurinn
girntist, á hillum voru strangar
sem kvenfólkið handfjatlaði og
körlunum seldi hann Ijái og öng-
la, í loftinu héngu á krókum
pönnur og pottar, katlar og kast-
arolur. Og þarna í Flatey varflutt
út, á ári hverju voru búnartilþús-
undir af rúllupylsum beint til út-
flutnings...
Bogi varsmiður hagur og lagði
gjörva hönd á margt. Hann smíð-
aði hrífur og orf, skar út hillur og
tígulstokka og margt annað. En
þó er ótalinn sá , smíðisgripur
lians sem mér varð einna minni-
stæðastur á smíðaloftinu yfir
Bogabúð. Sólskinið þröngdi sér
inn um lítinn glugga á suðurgafl-
inum, þar stóð hefilbekkur
gamla mannsins og var þar allt
með kyrrum kjörum; hnífar,
tengur, hamar, þjalir og sagir.
Spónahrúga á gólfinu og hrífum
og orfum snyrtilega raðað upp
við vegg. Við hefilbekkinn stend-
ur líkkista, smíðuð úr furuborð-
um, hvítmáluð. Þessa kistu smíð-
aði Bogi kaupmaður sjálfum sér.
Og aðra hafði hann smíðað utan
um konu sína...
(Bls. 19-20) ast
Jónas Árnason, rithöfundur og fyrrum alþingismaður, bjó
um tíma í Neskaupstað. Þar hélt hann nokkrar rolluskjátur til
að lífga upp á tilveruna, og var ekki vel séð af sumum.
Rollurnar þóttu ekki ganga vel um og spilla bæjarbragnum.
Þá orti Jónas:
Garðarollan mér leggur lið
í lífsbjargarviðleitni minni.
Hún breytir í hrútspunga, blóðmör og svið
blómaræktinni þinni.
varningi, sem síðan var skipað
áfram til lands. Þá var leikið í pakk-
húsinu, haldnar verkalýðs- og
kvenfélagsskemmtanir og jólaböll.
Upp úr 1930 fór fólkinu að fækka
og nú er þar aðeins búið í þremur
húsum allt árið. Á sumrin fyllist
eyjan af fólki og þetta fyrrum forð-
abúr Vesturlands er orðið að
sumarleyfiseyju.
Árið 1964 gáfu þeir út bók sam-
an Jökull Jakobsson og Baltasar,
sem þeir skírðu „Síðasta skip
suður“. Jökull segir frá Flatey og
Baltasar myndskreytir. Við
skulum sjá hvað Jökull hefur að
segja af Boga Guðmundssyni,
kaupmanni í Flatey.
Þorramatarbakkar:
Hrútspungar
ndabaggi
hvalur
smjör
viðasulta
ringukollar
hangikjöt
blóðmör
lifrarpylsa
harðfiskur
hákarl
rúgbrauð
ÞAÐ ER NOTALEGT KJÖTBORÐIÐ OKKAR
— og afgreiðslan lipur og þægileg —
Opiö:
Mánud.-fimmtud. 9-19
föstud. 9-20
laugard. 9-16.
— matvörur
— fatnaður
— húsgagnaúrval
á tveimur
hæðum
— raftæki
— rafljós
— reiðhjól
Ný verslun
Flatey 2. hæö.
• Bækur
• Leikföng
• Búséhöld.
NYJUNG
■|ök » JL grillið
Grillréttir allan daginn
M#1* Röttur dagsins
Munið nýja
heilsuhornið
Jón Loftsson hf.
JL L
Hringbraut 121 Sími 10600
bringukollar
slátur
svið og
sviðasulta
harðfiskur
flatkökur
lundabaggar
hákarl
hrútspungar
ammíK
KAUPFÉLAG REYKJAVÍKUR OG NÁGRENNIS