Þjóðviljinn - 20.01.1984, Blaðsíða 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINNlFöstudagur 20. janúar 1984
BLAÐAUKI
MULRKJOR
SÍDUMÚLfl 8 - SÍMI33800
Af þorrablótum fyrr og nú
Hoppa allsber á öðrum
fæti kringum býli sitt
í dag er bóndadagur, fyrsti dag-
ur þorra. Það er ætíð um mið-
vetur við lok 13. viku vetrar að
þorrinn gengur í garð og stend-
ur fram á laugardaginn 18. fe-
brúar, en þá er þorraþræll, lok-
adgurþorra og konudagurog
góataka við.
Þorri er einn þeirra guða sem
fornmenn blótuðu fyrirtíma
kristnidóms hérlendis og
jafnvel nokkuð lengi á eftir.
Þorri var vetrarguðinn sem
menn blótuðu til að óska sér
farsældar og góðs veðurfars á
nýbyrjuðu ári.
Fornar sagnir herma að aðallega
hafi þorri verið blótaður á fyrsta
degi þessa fjórða mánaðar vetrar.
Til að tryggja hagsæld og góöa tíð
skyldi bóndi og/eða húsfreyja
hoppa nakin í kringum bæ sinn
snemma á fyrsta degi þorramánað-
ar og bjóða guðjnn með því móti
velkominn á bæ sinn. Ekki væri nú
amalegt að vekja upp þennan forna
sið, auk þess sem ekki veitir af að
reyna öll tiltæk ráð, jafnt forn sem
ný, til að tryggja gott veðurfar til
sjávar og sveita. Mætti segja mér
að sú forsómun að leggja af þennan
fallega sið að bjóða þorra velkom-
inn í bæ sinn, hoppandi-nakinn í
morgunskímunni, hafi ráðiö miklu
um hve þjóðin hefur orðið að þola
mikil harðindi og búsifjar og gæfu-
legt veðrið sem af er þessu ári.
Væri nú ráð að allir tækju sig til
sem lesa þennan texta með morg-
unkaffinu að drífa sig úr náttfötu-
num og valhoppa svosem einn
hring í kringum kofann sinn.
Sjáum svo hvað setur.
Að þjóna
bónda sínum
Fornar sagnir herma einnig frá
því að á fyrsta degi þorra hafi sá
siður tíðkast að húsfreyja skyldi
þjóna bónda sínum af kostgæfni
bæði til borðs og sængur, enda dag-
urinn nefndur bóndadagur sem
hann og heitir enn í dag. Nýlegar
fregnir herma að einhver misbrest-
ur hafi orðið á þeirri þjónustu sem
húsbóndum er áskilinn þennan
eina dag ársins og er það miður. Er
ekki ótrúlegt að þorri hafi fyrrst við
þessum tíðindum og minnt okkur
óþyrmilega á nærveru sína með því
kuldakasti sem þjóðin hefur orðið
að þola síðustu daga. Hér verður
að bregðast skjótt við og ráða bót
á. Strax í dag.
Stúdentar í
Höfn blóta
Þótt kristnir hafi ekki alveg get-
að útrýmt þorrablót þegar árið
1000, þá varð sú raunin á skömmu
síðar að landsmenn hættu með öllu
að blóta þorrann á formlegan og
sannan heiðinn hátt. Það var ekki
fyrr en nokkrir íslenskir stúdentar í
Kt upmannahöfn, sem höfðu setið
sveittir við að Iesa íslensk fræði
forn, rákust á hina fornu helgisögu,
að þeir sáu að við svo búið mátti
ekki lengur standa og drifu í því að
halda þorrablót. Þetta gerðist að
því er heimildir herma á þorranum
1873. Árið eftir héldu landsmenn
upp á 1000 ára afmæli búsetu í
landinu og þótti við hæfi að bregða
út af vananum, minnast fornra siða
og halda þorrablót. Leyff andlegra
yfirvalda fékkst í þetta eina skipti
og skemmtu landsmenn sér kostu-
lega við blótið. Akureyringar
skemmtu sér manna best að sögn
viðstaddra, og árið eftir gátu þeir
ekki á sér setið og héldu áfram að
blóta þorra. Helst þessi árátta
Norðanmanna eitthvað framundir
aldamótin en þá gáfust þeir síðustu
upp.
Beðið með óþreyju
Það var síðan ekki fyrr en langt
var liðið á sjötta áratug þessarar
aldar að skeleggur veitingamaður í
höfuðborginni tók sig til og endur-
vakti hinn forna sið. Tókst honum
til nteð ágætum svo nú bíöur þjóðin
þess löngunarfull fram eftir vetri að
þorri gangi í garð og blótið geti haf-
ist. Þar er þó hvorki hoppað unt á
einum fæti né látið blíðlega' viö
bændur. heldur matast þar til menn
standa á blístri. Sá blótar best er
etur mest.
- *g-
í
./
w
AFSLÁTTUR
Þorrinn
er genginn
í garð
Viðbjóðumalla
þorraréttina beint
úrkjötborðinu
eða
ábökkum
ágóðuverði
HAFNARSTRÆTIT1 • RVÍK S13469