Þjóðviljinn - 20.01.1984, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 20.01.1984, Blaðsíða 15
 BLAÐAUKI! Föstudagur 20. janúar 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15 Skyggnst um á skemmuloftinu hjá Bárði á Búrfelli .. er svam þar í háif- þykku súrmjólkurmauki Hvergi í íslenskum bók- menntum er að finna eins skemmtilega lýsingu á matbúri og hjá nirflinum Bárði á Búrfelli í Pilti og Stúlku eftir Jón Thor- oddsen, fyrstu íslensku skáld- sögunni. Þjóösagnapersónan Bárður á Búrfelli, níski stórbóndinn, safnaði birgðum af feitmeti og sá ofsjónum yfir hverjum bita sem fór ofan í hann eða hans nánustu. Þeir sem helst þurftu á mat að halda fengu ekkert úr hans hendi, en á meðan þránaði kjötið og spikið á skemmu- loftinu. Það er ekki úr vegi þegar Þorrinn hefur heilsað upp á okkur enn eina ferðina, að rifja upp hvað bóndinn á Búrfelli geymdi á skemmuloftinu m.a.: „margra ára gamlar mört- öflur og gráskjöldóttir smjörbelgir áttu þar aðsetur í geysimikilli kistu um þveran gafl. Fyrir annarri hlið- inni stóð afarstór kornbyrða, en hinum megin var þrísett röð af tunnum tneð spað og saltaða mag- ála; þaðan féllu straumar miklir af pœkli, er kvísluðust um skemmu- loftið og hurfu loks inn undir fjall- háan fiskahlaða sem girti skemmu- loftið að framanverðu. Eftir endi- löngu húsinu lágu rœr, hlaðnar enda á milli með hörðu hangikjöti; það voru föll af sauðum og ám, og enginn mundi þar uppréttur ganga mega sakir hinna langleggjuðu skammrifjabóga. Annars var eins og lög gjöra ráð fyrir, það kjötið, sem reykja skyldi, haft í eldhúsj, og aldrei reis hin rósfingraða morgun- gyðja svo úr rúmi Títonar, að Bárð- ur kannaði það ekki innvirðulega; og ekki „hné dagstjarna nokkursvo í djúpan mar", að hann ekki áður skemmti sér við sjón hinna bráð- feitu sauðarfalla, teldi þau og klipi í þau, áður en hann fœri að sofa. Ekki verður glögglega skýrt frá öllu því, sem íþessu lofti varfólgið, því fáum auðnaðist það eftirlœti að koma lengra en upp í stigann og þó svo aðeins, að þeir hefðu sýnt Bárði áður nýja spesíu eðurgamla krónu, sem hann langaði til að komast í kunningsskap við. Niðri í skemm- unni voru margir eigulegir hlutir, þó hér séu ekki taldir; en flest var það óœtt. Þó var þar einn hlutur, er vér hljótum að geta að nokkru, en það varsáreinn mikill og merkileg- ur, fullur lundabagga og súrsaðra hrútssviða, blóðmörs og annars á- gœtis, er svam þar í hálfþykku súr- mjólkurmauki. Ekki var það fyrir því, að Bárður hefði minni mcetur á sá þessum en mörgu öðru, er uppi var í loftinu, að honum var valið óvirðulegra sceti, heldur hins vegna, að hann var of stór vexti til að komast í heilu líki upp um lofts- gatið, enda var hann ekki fœr um ferðir eða hreyfingar fyrir sakir gjarðleysis og elliburða; stóð hann því þar við loftstigann og sparn jörðu allt upp að miðju og gamalli kúamykju mokað að utan." Allt í þorraveisluna hjá okkur yf- Kjörorð okkar er: góða veislu gjöra skal.. VEISLUELDHUSIÐ Alfheimum 74 - Glæsibæ Sími: 86220- Kl. 13-17. Á veisluborðið: KALT BORÐHEITT BORÐ/KÖKUBORB Roast beef Reyktur lax Hamborgarhryggur Síldarréttir Grísasteik Salöt Lambasteik Hangikjöt Sósur Nýr lax Graf lax Brauð smjör smurt brauð snittur pinnamatur kjöt fiskur ostar Rjómatertur marsípantertur kransakökur Að blóta þorra Naustið endurvakti fyrir um það bil 28 árum þann fágæta gamla góða sið að bjóða íslendingum sannan þorramat á þorranum. Viö höfum alla tíö lagt metnaö okkar í aö hafa þorramatinn sem allra beztan, enda er hann orðinn heimsfrægur, — aö minnsta kosti á íslandi. Nú enn einu sinni gengur þorrinn í garö og viö förum aö gera allt klárt í húsinu fyrir okkar árvissu matargesti í Naustinu, ennfremur höfum viö nú ákveöið aö bjóöa öllum tækifæri til aö njóta þorrabakka okkar. NYTT NYTT Pantið nú tímanlega í síma 17758. Já nú geta allir pantaö þorrabakka Naustsins og fengið þá senda heim í eigin boö og veizlur stærri og smærri. Fyrir sérveizlur, er jafnvel hægt aö fá matinn í trogunum okkar vinsælu. í bökkunum okkar eru allir þorraréttirnir svo sem: hvalur, hákarl, hangikjöt, rófustappa, sviöasulta, harö- fiskur, lundabaggar, bringukollar og hrútspungar o.fl. o.fl. Verðið fyrir manninn á Nausts-þorrabakkanum þess- um líka gæða bakka <jpa hinum eina sanna er aðeins kr. ekki mikið sé miðað við gæði ■■■

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.