Þjóðviljinn - 20.01.1984, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 20.01.1984, Blaðsíða 16
16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fðstudagur 20- janúar 1984 BLAÐAUKI Að þreyja þorrann reynist mörgum erfitt - en hægt er að gera sér dagamun í Blómasalnum á Hótel Loftleiðum. Kalda borðið býður ávallt upp á úrvals þorramat í hádeginu. Þar að auki er fjölbreyttur matseðill og hlýlegur bar. Opið 12 - 14.30 og 19 - 22.30. HÓTEL LOFTLEIÐIR Sími 22322 Verð á þorra- mat mishátt Flestar matvöruverslanir og fjölmörg veitingahús hafa þorramat á boðstólum handa viðskiptavinumsínum. íversl- unumer ýmist hægt að kaupa sérstaklega útbúna þorra- bakka með fjölbreyttu úrvali þorramatar og/eða ákveðnar tegundir súrmatar eins og hver óskar. Veitingahúsin bjóða upp á þorrabakka og eins sjá þau um að útbúa þorramat fyrir samkvæmi og þorrablót. Við höfðum samband við nokk- ur veitingahús og verslanir í höfuð- borginni fyrr í vikunni og leituðum upplýsinga um hvað væri á boðstól- um og verðlagningu. Margar versl- anir voru ekki að fullu búnar að ganga frá endanlegu verði á þorra- matnum en nokkur verðmunur er á milli verslana. Erfitt er að gera heildarsamanburð því svonefndir þorrabakkar eru misþungir og mis- margar tegundir sem boðið er uppá. En þessi listi hér að neðan ætti að gefa einhverjar upplýsingar um framboðið og verðlagningu. Kjötmiðstöðin: Allar tegundir þorramatar á boðstólum, og hægt að versla eins og hverjum sýnist. Einnig býður verslunin upp á sér- staka þorrabakka með öllum teg- undum. Hver bakki er 600 gr., og kostar 160 kr. Kjötverslun Suðurvers: Allar tegundir seldar eftir vigt. Einnig selt í bökkum sem dugir fyrir tvo. 10 algengustu tegundir. Ekki búið að ganga endanlega frá verðlagn- ingu. Kjötverslun Tómasar: Selt í lausu og einnig í bökkum. 2 stærð- ir, sá minni mun líklegast kosta 130-40 kr. Lækjarbrekka: Allar tegundir í boði. Selt í trogi á staðnum og út- búinn matur fyrir þorrablót. Verð fyrir hvern og einn á staðnum með þjónustugjaldi líklegast um 500 kr. MúlakaiTi: Bæði selt á staðnum og út af honum. Bakkinn með 14 tegundum sem vegar um 1.2 kg kostar 295 kr. Fyrir hópa 250 kr. á staðnum og útbúið fyrir veislur yfir 100 manna kr. 300 á manninn. Naustið: Allar tegundir éins og hver getur í sig látið á staðnum með þjónustugjaldi fyrir 650 kr. Einnfg selt út til einstaklinga og hópa fyrir 350 kr. skammturinn. Sláturfélag Suðurlands: í öllum matvöruverslunum Sláturfélagsins fást tæplega 2ja lítra fötur með súr- mat, alls 10 tegundum. Eingöngu súrmatur í fötunum og í mysulegi.. Hver fata kostar 270 kr. Fjöl- skyldur Átthaga- félög Kaldur veislu- matur MULAKAFFI Byrjum í dag að afgreiða okkar annálaða þorramat eins og undanfarin ár Þorramatur afgreiddur í trogum alla daga vikunnar. Lágmarkspöntun fyrir 5 manns Matreiðslumenn okkar flytja yður matinn og framreiða hann. Félaga- samtök Starfs- hópar Heitur veislu- matur

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.