Þjóðviljinn - 20.01.1984, Side 18
18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 20. janúar 1984
Óbreytt steftia í
laxveiðimálum
„Þær raddir gerast nú háværari
en áður að okkur beri að gera það
sama og Færeyingar, veiða lax í
sjó, enda eru þær veiðar mjög
arðbærar. Menn hafa bent á að
þegar kreppir að í sjávarútvegi
eins og nú, sé það óverjandi að
halda laxastofninum til haga að-
eins fyrir sportveiðimenn sum-
arsins“. Þannig skrifar Sigurdór
Sigurdórsson, blaðamaður í frétt
í Þjóðviljanum s.l. föstudag.
Af þessu tilefni langar mig til
að benda Sigurdóri blaðamanni
og öðrum á það, að um helming-
ur laxveiði hér á landi s.l. sumar
fékkst í net og gekk í hafbeitar-
stöðvar. Um langt árabil hefur
um þriðjungur veiðinnar fengist í
net. Á þessu sést, að það eru fleiri
en „sportveiðimenn sumarsins"
sem hér koma við sögu. Og á bak
við sportveiðimennina er fjöldi
veiðieigenda, sem land eiga að
ám landsins,. Vitað er að tekjur af
veiði hafa mjög víða treyst búsetu
á viðkomandi stað og stuðlað
þannig að blómlegri byggð í sveit-
um landsins. Þá er ógetið, að
veiðiskapur er einn þáttur ferða-
þjónustu, sem snertir því fjölda
fólks víðsvegar um land, bæði í
þéttbýli og strjálbýli.
Þá má minna á, að félaglegt
skipulag er skylt að hafa á veiði í
ám og vötnum landsins og
veiðifélagi hefur verið komið á
fót við langflest vatnasvæði og
fjöldi félaga hefur starfað um ára-
tuga skeið. Verulegum fjárfúlg-
um hefur verið varið til fiskirækt-
ar, fiskeldis og hafbeitar á laxi í
landinu. Segja má, að í því ætti að
vera fólgin trygging fyrir hlutað-
eigandi, að þeir, sem sái, eigi
uppskeruna, eins og venja er.
Á sínum tíma var lögfest, þar
sem laxveiði í sjó var bönnuð
(1932), að laxinn væri landbún-
aðarfiskur, ef svo má að orði
komast, eins og hann hafði raun-
ar verið alla tíð. Þá hafa íslend-
ingar skuldbundið sig til sem aðil-
ar að alþjóðlegum samningi, að
stunda ekki laxveiðar í sjó utan
12 mflna.
Því verður vart trúað, að nú
eigi að taka upp nýja stefnu í lax-
veiðimálum, stefnu sem hefði í
för með sér hrun áratuga upp-
byggingar veiðimála og ylli því
stórfelldu tjóni.
Einar Hannesson
Einar Hannesson er fulltrúi á
Veiðimálastofnun.
Suðurlandsk j ördæmi:
Sitt af
hverju tagi
3K er samheiti á trésmiðjum
kaupfélaganna á Selfossi, Hvols-
velli og í Vík í Mýrdal. Hafa þær
með sér samvinnu um framleiðslu
og sölu á húsgðgnum en starfa hver
á sínu sérsviði.
3K-verslun á Selfossi
Nú hafa trésmiðjurnar opnað
nýja verslun á Selfossi. Er hún í því
gamla og virðulega verslunarhúsi
'Kaupfélags Árnesinga við Austur-
veg. Þarna gefur að líta fjölbreytta
framleiðslu trésmiðjanna þriggja
auk þeirra erlendu húsgagna, sem
3K hefur umboð fyrir.
Heldur vel í horfinu
Þótt nokkur íbúafjölgun hafi
orðið á Selfossi á sl. ári þá varð hún
þó minni en nokkur árin þar á
undan. Samkvæmt bráðabirgða-
tölum Hagstofunnar frá 1. des. sl.
voru íbúar á Selfossi 3607, eða 50
fleiri en árið áður. En þá, 1982,
fjölgaði íbúum um 104 og er allgott
stökk á einu ári.
Árið 1981 nam fjölgunin hins-
vegar 58 manns og árið 1980 80
manns. Árið 1979 fer þó fram úr
þessum árum öllum því þá bættust
126 manns við íbúatöluna. Á þessu
5 ára tímabili hefur íbúum á Sel-
fossi þannig fjölgað um 418. Verð-
ur ekki annað sagt en að Selfyssing-
ar megi allsæmilega við það una.
Og þótt fjölgunin sl. ár sé ekki
nema 50 manns, 1,40% er hún þá
lítillega ofar landsmeðaltali, sem er
1,24%.
Straumnesi hf. slitið
Straumnesi hf. á Selfossi hefur
nú verið slitið. Það var stofnað árið
1970 og var tilgangur þess að
stunda fiskvinnslu og útgerð.
Félagið byggði þegar á fyrsta ári
fiskvinnsluhús að Gagnheiði 5. Þar
rak það vinnslu í 6 ár, jafnframt því
sem það gerði út tvo báta. í árslok
1976 voru eignir félagsins seldar
Glettingi hf. í Þorlákshöfn. Glett-
ingur rak síðan fískverkun í húsinu
fram á síðasta ár en seldi það þá
SG-einingahúsum.
Sá sem mest beitti sér fyrir stofn-
un Straumness hf. á sínum tíma var
Guðmundur A. Böðvarsson og var
hann lengst af stjórnarformaður.
Selfosshreppur átti um 40% hlut-
afjárins en aðrir hluthafar voru 340
Selfossbúar.
Á félagsslitafundinum var flutt
og samþykkt eftirfarandi tillaga:
„Fundur hluthafa við slit
Straumness hf. skorar á hluthafana
að láta hlut sinn renna til byggingar
á gamla sjúkrahúsinu“.
Alþýðuhúsið
í Vestmannaeyjum
Fyrir nokkru er lokið endur-
byggingu Alþýðuhússins í
Vestmannaeyjum. Þar hefur
reyndar alla tíð verið mikið um að
vera innan veggja. En með þeim
miklu endurbótum, sem nú hafa
verið gerðar á húsinu, hefur að-
staða til fundahalda og hverskonar
félagsstarfsemi að sjálfsögðu stór-
batnað.
Endurbygging hússins á sér orð-
ið nokkra sögu. Ákvörðun var
tekin um hana árið 1975 og sfðan
hefur verið unnið að byggingunni í
áföngum. Fyrst voru salir hússins
endurbyggðir. Þá var suðurhluti |
þess tekinn fyrir, eldhúsið
innréttað og búið tækjum, snyrti-
aðstaða bætt og gengið frá skrif-
stofurými fyrir Verkakvennafé-
lagið Snót og Sjómannafélagið
Jötunn. Loks var atlaga gerð að
„Lúkarnum" sem svo hefur verið
nefndur, og er hann nú orðin hin
ágætasta setustofa.
Framkvæmdastjóri Alþýðuhúss-
ins er Elías Björnsson. Er það ekki
hvað síst að þakka dugnaði hans,
árvekni og ósérplægni að tekist
hefur að gera Álþýðuhúsið svo
ágætlega úr garði sem nú er orðið.
Eyjamenn aflasælir
Þó að sjávarafli hafi sumsstaðar
orðið minni sl. ár en árið 1982 þá á
það ekki við um Vestmannaeyjar.
Þar hefur aflaaukningin orðið
hvorki meira né minna en 12 þús.
tonn. Heildaraflinn 1982 var
65.073 tonn en 1983 77.456 tonn.
Það eru einkum loðnan og
spærlingurinn sem þarna gera gæf-
umuninn. Humaraflinn jókst einn-
ig. Trollfiskurinn er og nokkru
meiri en netaafli minnkaði talsvert.
Að einhverju leyti má rekja
aukningu aflans til þess að róðrar
urðu nokkru fleiri á árinu 1983 en
1982. Fyrra árið voru þeir 4.111 en
hið síðara, 1983, 4.868.
Hjartalínuritatœki
á Hvolsvelli
Um miðjan des. bættist heilsu-
gæslustöðinni á Hvolsvelli nýtt
rannsóknartæki. Er það hjartalínu-
ritstæki, gjöf frá Kiwanisklúbbnum
Dímon í Rangárvallasýslu. Tæki
Vegna útfarar
MagnúsarJónssonar
bankastjóra
verða allir afgreiðslustaðir Búnaðar-
banka íslands lokaðir föstudaginn 20.
janúar til kl. 13.00.
Búnaðarbanki íslands.
Alúðarþakkir
fyrir samúð og vinsemd vegna fráfalls og jarðarfarar manns-
ins míns
Högna Högnasonar
frá Bjargi Arnarstapa
fyrir mína hönd og annarra vandamanna
Soffía Þorkelsdóttír
þetta, sem kostar um 120 þús. kr., þetta tækifæri að heilsugæslustöðin
er mjög vandað og fulikomið. væri nú vel búin tækjum. Þakkaði
Tryggvi Ingólfsson, forseti Kiw- hann það m.a. ýmsum félögum í
anisklúbbsins, afhenti tækið hér- læknishéraðinu, sem hefðu gefið
aðslækninum á Hvolsvelli, ísleifi stöðinni margvísleg þýðingamikil
Halldórssyni. ísleifur sagði við lækninga- og rannsóknartæki.-mhg
Hjúkrunarfræðingur
Óskum að ráða nú þegar hjúkrunarfræðing til
starfa við Heilsugæslustöðina í Grundarfirði.
Gott húsnæði og barnagæsla til reiðu.
Allar nánari upplýsingar veita Hildur Sæ-
mundsdóttir Grundarfirði í síma 93-8711 og
Ingibjörg Magnúsdóttir deildarstjóri í heil-
brigðisráðuneyti í síma 28455.
Heilsugæslustöðin Grundarfirði.
ÚTBOÐ
Tilboð óskast í byggingu 3ja áfanga af Hólabrekku-
skóla Reykjavík fyrir Byggingardeild borgarverkfræð-
ings. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frí-
kirkjuvegi 3 Reykjavík gegn 5 þús. kr. skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 8.
febrúar 1984 kl. 11 f.h.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR
Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800