Þjóðviljinn - 20.01.1984, Blaðsíða 20
20 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 20. janúar 1984
ALÞYDUBANDALAGIÐ
Alþýöubandalagiö í Reykjavík
Söfnum fyrir leikföngum
Félagið okkar í Reykjavík er nú komið í nýja og glæsilega aðstöðu að
Hverfisgötu 105. Stórátak meðal fólaganna hefur gert drauminn um
gott húsnæði að veruleika og skapað góða aðstöðu til starfs og leikja.
En ennþá vantar fé. Meðal þess sem foreldr-
ar hafa rekið sig á að sárlega vanhagar um er
leíkaðstaða barna. Leikföng eru fá til í
flokksmiðstöðinni enn sem komið er.
Nú er hafin söfnun meðal flokksfólks og vel-
unnara Alþýðubandalagsins til að bæta úr
I þessu. Allt verður vel þegið hvort sem það
eru fjárframlög eða gömul nothæf leikföng.
Ef þið lúrið á einhverju vinsamlegast látið Kristján Valdimarsson vita í
síma 17500 eða Auði Styrkársdóttur í síma 81333 (heimasími 79017).
Framlög verða sótt heim ef óskað .er.
Alþýðubandalagið
í Reykjavík
Árshátíð og
þorrablót ABR \j
Árshátíð og þorrablót Alþýðubandalagsins í Reykjavík
verður laugardaginn 28. janúar.
Hátíðin verður haldin að Hverfisgötu 105 og hefst borð-
hald kl. 20.00.
Veislustjóri: Sigurjón Pétursson, borgarfulltrúi.
Fjölbreytt skemmtiatriði. Meðal þeirra sem fram koma
eru: Árni Bergmann, Árni Björnsson, Kristín Á. Ólafsdótt-
ir, Margrét Pála Ólafsdóttir, Sveinn Kristinsson og Þráinn
Bertelsson sem ávarpar gesti.
Sigurður Rúnar Jónsson leikurundirfjöldasöng og diskó-
tekið Devo leikur tónlist við allra hæfi í austursal.
Enn eru um 50 miðar til á hátíðina svo að það er rétt að
panta miða strax í síma 17500.
Þeir sem pantað hafa miða eru hvattir til að vitja þeirra
sem fyrst og eigi síðar en fimmtudaginn 25. janúar.
Skemmtinefnd ABR
Alþýðubandalagsfélag Selfoss og nágrennis
Skúli
Garðar
Fundur um sjávarútvegsmál
Fundur um sjávarútvegsmál verður haldinn að Kirkjuvegi 7 miðviku-
daginn 25. janúar kl. 20.30. Á fundinum mæta alþingismennirnir Garð-
ar Sigurðsson og Skúli Alexandersson.
Stjórnin
Alþýðubandalagið í Reykjavík
Félagsvist
Nú hefjast að nýju spilakvöldin vinsælu.
Spilað verður 7. og 21. febrúar og 6. mars að Hverfisgötu 105.
Nánar auglýst síðar.
Nefndin.
Alþýðubandalagið í Kópavogi
Árshátíð
ABK heldur árshátíð sína í Þinghóli laugardaginn 4. febrúar nk.
Skemmtiatriði og hressandi veitingar. Miðaverð aðeins 200 krónur.
Allt stuðningsfólk velkomið. Nánar auglýst síðar. - Stjórn ABK.
Alþýðubandalagið á Akureyri
Árshátíð
Árshátíð Alþýðubandalagsins verður haldin laugardaginn 21. janúar
nk. í Alþýðuhúsinu og hefst með borðhaldi kl. 20.00.
Að vanda verður glæsileg skemmtidagskrá þar sem gleði, andríki,
söngur og hljóðfærasláttur skipa öndvegi. Ræðumaður kvöldsins
verðurVilborg HarðardóttirvaraformaöurAlþýðubandalagsins. Félagi
Steingrímur og félagi Stefán munu verða gestir hátíðarinnar ef guð
lofar. Hin gamalkunna hljómsveit Steingríms Stefánssonar leikur fyrir
dunandi dansi mest alla nóttina.
Miðaverð kr. 450.- Börn yngri en 12 ára fá ókeypis aðgang en aldurs-
hópur 12-15 ára greiðir 200 krónur.
Félagar, undirbúningsvinna er nú í fullum gangi. Auðveldið okkur hana
með því að láta skrá ykkur til þátttöku sem allra fyrst; hjá Ragnheiði í
síma 23397, Óttari í síma 21264 eða Guðlaugi í síma 23909. -
Skemmtinefndin.
Hagtrygging hf
Höfum reglulegt
samband við
viðskiptavmma
Hagtrygging hóf starfsemi sína
vorið 1965. Aðdragandinn að
stofnun félagsins var með óvenju-
legum hætti. Fram til ársins 1964
höfðu bifreiðatryggingaiðgjöld,
um árabil, hækkað heldur minna
en almennt verðlag í landinu. En
árið 1964 skipti snögglega um, því
þá varð stórfelld iðgjaldahækkun,
sem nam um 50%, en þá var verð-
bólga um 15%. Miklar umræður
urðu um þessi mál og óskuðu marg-
ir eftir því við FÍB -Félag íslenskra
bifreiðaeigenda - að það stofnaði
sitt eigið tryggingafélag.
Svo sagðist Valdimar J. Magn-
ússyni framkvæmdastjóra Hagt-
ryggingar frá er blaðamaður hitti
hann að máli á dögunum. Og Vald-
imar hélt máli sínu áfram en spurn-
ingum blaðamanns er sleppt:
- Vorið 1965 var vilji félags-
manna til þessa máls kannaður og
með hliðsjón af ákveðnum óskum
þeirra var hafist handa um stofnun
tryggingafélags, sem hlaut nafnið
Hagtrygging. Komst félagið á legg
á aðeins tveim vikum.
Stofnun Hagtryggingar hafði í
för með sér gjörbreytingu á trygg-
ingakerfinu þannig, að tekin var
upp iðgjaldaskrá með mörgum
mismunandi iðgjaldaflokkum og
eigin ábyrgð tekin upp á kaskó-
tryggingum. Gamla iðgjaldakerfið
hafði verið með þeim hætti, að ið-
gjaldamunur milli bestu og léleg-
ustu ökumanna var aðeins 30% og
var aðeins um eitt stig að ræða.
Með þessari breytingu var „sí-
tjónamönnum" gert að greiða tjón
sín í ríkara mæli en áður. Því
reyndist ekki þörf á 70% hækkun
iðgjalda á tryggingar tjónlausra
Valdimar J. Magnússon
ökumanna á árinu 1965, sem ann-
ars hefði orðið.
Ári eftir stofnun Hagtryggingar
tóku önnur tryggingafélög upp ið-
gjaldakerfi félagsins, sem þau áður
töldu óframkvæmanlegt.
Þegar umræður um stofnun og
rekstur tryggingafélags á vegum
FÍB voru í brennidepli var strax
ljóst, að félagssamtök eins og FÍB
hefðu ekki fjárhagslegt bolmagn til
þess að stofna og reka slíka starf-
semi. Var því fljótlega tekin á-
kvörðun um að beita sér fyrir stofn-
un hlutafélags með almennri þátt-
töku félagsmanna FÍB til að
tryggja fjárhagslegan rekstrar-
grundvöll félagsins, enda urðu
hluthafar um 1000 í árslok 1966.
Nú orðið hefur Hagtrygging hf.
með höndum alhliða vátrygging-
astarfsemi, að því undanskildu, að
félagið rekur ekki líftryggingafélag
eða endurtryggingafélag.
Hagtrygging leitast ávallt við að
finna bestu og hagkvæmustu
leiðirnar á vátryggingamarkaðin-
um hverju sinni svo og að sinna
hverjum viðskiptavini sérstaklega
og tryggja honum sem besta vernd
fyrir sig og sína hagsmuni.
Hagtrygging hefur á undanförn-
um árum gert sér far um að sjá til
þess, að viðskiptavinir þess séu
ávallt með sína hagsmuni tryggða í
samræmi við verðmæti og áhættu
og hefur í því skyni reglulegt sam-
band við sína viðskiptavini um
hvort breytingar hafa þar orðið.
Ekki hvað síst á þetta við um fyrir-
tæki, þar sem starfsemi tekur oft
öðrum breytingum - fyrirtæki vaxa
og verðmæti aukast. Félagið hefur í
þessu skyni hækkað vátrygginga-
fjárhæðir slysatrygginga og eigna-
trygginga ársfjórðungslega sam-
kvæmt hækkun vísitölu, svo að
vátryggingaverndin rými ekki
þrátt fyrir vaxandi verðbólgu.
Hagtrygging sendir starfsfólk sitt
stöðugt til endurmenntunair svo að
það sé sem best í stakk búið til þess
að svara og leysa úr óskum við-
skiptamanna hverju sinni. Félagið
mun svo sem áður tryggja viðskipt-
avinum sínum sem best vátrygging-
avernd og á hagkvæmustu iðgjöld-
um, sem bjóðast á hverjum tíma.
-mhg
Sj á varafurðir
tií Murmansk
Um þessar mundir fara Sam-
bandsskipin þrjár ferðir til Murm-
ansk í Sovétríkjunum, með full-
fermi af íslenskum sjávarafurðum.
Skaftafell fór fyrir jólin með 1500
tonn af frystum fiski. Voru það alls
um 55 þús. kassar. Fjörutíu þúsund
kassar voru lestaðir í Reykjavík og
er mesta magn sem Sambandsskip
hefur lestað í einni höfn hériendis
til þessa. Viðbótin, 15 þús. kassar,
voru lestaðir í Þorlákshöfn.
Jökulfell er nú á leiðinni til
Murmansk með álíka mikið af
freðfiski. Heildarverðmæti þessara
tveggja farma er rúmlega 130 milj.
kr. - Helgafell fer svo þriðju ferð-
ina. Er nú að lesta 13 þús. tunnur af
saltsfld fyrir Síldarútvegsnefnd og
100 tonn af lagmeti fyrir Sölustofn-
un lagmetis. Síldin er einkum tekin
í Austfjarðahöfnum.
Þetta eru fyrstu freðfiskfarmarn-
ir sem fara til Sovétríkjanna sam-
kvæmt samningi, sem gerður var í
byrjun desember. Varþá samið um
að Sovétríkin keyptu héðan 23 þús.
tonn af frystum físki að verðmæti
rúmlega 33 milj. dollara eða
jafnvirði meira en 930 milj. ísl. kr.
Af þessu eru 17 þús. tonn ýmiss
konar fryst fiskiflök, einkum karfi
og grálúða en um 6 þús. tonn er
heilfrystur fiskur, aðallega grálúða
og annar flatfiskur.
Þeir Sigurður Markússon,
framkvstj. Sjávarafurðadeildar og
| Árni Finnbjörnsson framk
i SH önnuðust samningsge
| hálfu íslendinga. Var san
inn gerður í samræmi við 5
skiptasamning íslands og
ríkjanna en hann gildir til
1985.