Þjóðviljinn - 20.01.1984, Page 24

Þjóðviljinn - 20.01.1984, Page 24
Aðalsími 81333 Kvöldsími 1348 Helgarsími 81663 Föstudagur 20. janúar 1984 Afalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudags. Utan þess tíma er hægt aö ná í blaöamenn og aöra starfsmenn blaösins í þessum símum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndír 81257. Laugardaga kl. 9 -12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. Tómas Árnason í feluleik með nýja bílinn: MOÐVIUINN „Þú myndar ekkert slíkt ‘k Glœsikerran Mercedes Benz 230 SE kostar 1.1 miljón krónur „Þú myndar ekkert slíkt, ég held nú ekki að ég fari að æða með þér út f bæ til að mynda bílinn. Síst af öllu fer ég að gera það fyrir helv... Þjóðviljann“, sagði Tómas Árna- son fyrrverandi ráðherra, þegar blaðamaður Þjóðviljans bað ítrek- að um að fá að mynda hann með bflnum, sem hann keypti á ráð- herrakjörum í haust. „Bíllinn er ekki í notkun og Þjóðviljanum kemur ekkert við hvar hann er“, sagði Tómas. Hann vildi alls ekki leyfa okkur að mynda bílinn og sagðist ekki vera til við- tals um þetta mál því hann hefði ekkert meira um það að segja. Hjá umboðinu fékk Þjóðviljinn þær upplýsingar að fáir Mercedes Benz 280 SE væru á götum þessa lands. Hann kostar um 1.100.000 krónur. Tollur af slíkum bíl er 430.000 krónur og sölugjald 190.000. Þetta eru því samtals 620.000 krónur sem heimild er að fella niður samkvæmt þriðju grein toll- skrárlaga nr. 120, 1976. Ríkisend- urskoðun staðfesti að heimildin væri fyrir hendi. Bifreiðaeftirlit ríkisins er ekki með Mercedes Benz skráðan á Tómas Árnason en fjármálaráðu- neytið staðfesti að hann hefði feng- ið niðurfelld gjöld af Mercedes Benz 280 SE árgerð 1984 þann 20.10. ’83. -jp- Opinberu byggingarsjóðirnir galtómir: Gúmmítékkar gefnir út upp á tugi miljóna kr. Á fundi sem bankastjórar Seðla- bankans boðuðu forsvarsmenn byggingasjóða ríkisins til f gær- morgun tókst að ná samkomulagi um að sjóðirnir minnkuðu stórlega yfirdrátt sinn gagnvart bankanum en ella hefði verið hætta á að lána- greiðslur úr sjóðunum til húsbyggj- enda stöðvuðust. Höfðu sjóðirnir neyðst til að gefa út innistæðu- lausar ávísanir upp á tugi miljóna króna svo þeir gætu greitt hús- byggjendum, en fjármagn til þess arna úr ríkissjóði hefur ekki legið á lausu. Seðlabankinn gerði á sínum tíma samning við Byggingarsjóð ríkisins og Byggingarsjóð verkamanna að þeim væri heimilaður 50 miljón króna yfirdráttur gagnvart bankan- um, hvorum um sig. Þegar banka- stjórar Seðlabankans gripu í taumana í gær var yfirdráttur Bygg- ingasjóðs ríkisins orðinn talsvert á 2. hundrað miljónir en Bygginga- Sölu á 2. flokki ríkisskuidabréfa 1983, sem áttu að fjármagna bygg- ingasjóði hins opinbera, var hætt um sl. áramót. Salan var mjög dræm og seldust aðeins bréf fyrir 43 miljónir króna. Jón Friðsteinsson í Seðlabank- sjóðs verkamanna kominn á 6. tug- inn. Sigurður E. Guðmundsson framkvæmdastjóri Húsnæðisstofn- anum sagði að á síðasta ári hefðu verið gefnir út tveir flokkar af ríkis- skuldabréfum. Fyrri flokkurinn hefði gefið 64 miljónir króna en sá síðari 43 miljónir eins og áður sagði. Hér væri því um að ræða 107 miljónir króna sem rynnu til Bygg- unar sagði að á fundinum í gær- morgun hefði náðst samkomulag um að lækka yfirdráttinn verulega gegn því að lánafyrirgreiðslur sjóð- ingarsjóðs ríkisins og Bygging- arsjóðs verkamanna, en á lánsfjár- lögum fyrir síðasta ár var reiknað með 200 miljón króna tekjum af sölu ríkisskuldabréfa til sjóðanna. 5. febrúar nk. verða bréf úr 2. fl. 1970 greidd út og er þar um að ræða Ríkisskuldabréfin áttu aðfjármagna byggingarsjóðina Brugðust gjörsamlega anna gagnvart húsbyggjendum gætu gengið fyrir sig áfram. Hann tók fram að samskipti Húsnæðis- stofnunar og ráðuneytanna hefðu verið með ágætum og stofnuninni verið gert að standa við allar sínar skuldbindingar hingað til., Ekki er farið að reyna á fjár- hagsgetu byggingarsjóðanna hvað varðar útborgun hærri húsnæðis- lána þar sem þau fyrstu verða ekki greidd út fyrr en í sumar. Fyrir ára- mótin jókst hins vegar fjárþörfin að mun þar sem þá var verið að greiða út sk. viðbótarlán og hefur það að verulegu leyti verið gert með útgáfu „gúmmítékka“ á Seðlabankann. - v. rúmlega 100 miljónir króna. Nýr flokkur bréfa verður þá gefinn út. En ef reiknað er með að ríkissjóður verði að greiða um 100 miljónir króna til eigenda bréfa frá 1970 verður ekki um að ræða neitt fjár- magn til byggingarsjóðanna frá þessum stofni. Ekki náðist í fjármálaráðherra né félagsmálaráðherra í gær til að inna þá álits á því til hvaða ráða þeir grípa gegn þessum vanda. - v. AlbertK Guðmundsson svarar kröfugerð BSRB Olliim kröfunum hafnað Samninganefnd BSRB gefur ráöherra vikufrest til að endurskoða hug sinn Albert Guðmundsson fjármála- ráðherra og samninganefnd hans hafnaði algerlega kröfum BSRB sem bandalagið lagði fram 10. janúar sl. Segir í áliti samningan- efndar rfldsins að ekki komi til álita að gera kjarasamninga við opinbera starfsmenn er hafí í för með sér hækkun launaútgjalda umfram það sem gert er ráð fyrir í fjárlögum. Samninganefnd BSRB boðaði til blaðamannafundar í gær síð- degis og sendi frá sér tilkynningu, þar sem segir m.a. að hún skori á fjármálaráðherra að taka svar sitt til endurskoðunar og varar jafn- framt við afleiðingum svo ein- strengingslegrar afstöðu tii kröfu BSRB. Gaf samninganefndin fjármálaráðherra viku frest til að endurskoða hug sinn. Haraldur Steinþórsson fram- kvæmdastjóri BSRB kvaðst harma þessa afstöðu fjármála- ráðherrans og að svar hans hefði verið mun verra en hann átti von á. Ekki væri tekið undir eitt ein- asta af þeim atriðum sem BSRB hefði lagt áherslu á í kröfugerð sinni eins og þeim að kjör hinna lægst launuðu yrðu bætt, að kjaraskerðingunni yrði hætt mið- að við launakjör 1. október í haust og að kaupmáttur launa yrði tryggður út væntanlegt samningstímabil. Albert Guðmundsson: vísar öllum kröfum BSRB á bug.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.