Þjóðviljinn - 10.02.1984, Qupperneq 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 10. febrúar 1984
Herinn í Suður-Afríku hefur á
undanförnum mánuðum stór-
aukið hernað sinn gegn ná-
grannaríkjunum og þá sérstak-
lega Angola, sem á landamæri
að Namibíu og hefur veitt sjálf-
stæðishreyfingu Namibíu,
Swapo, stuðning. Herinn hóf
stórsókn yfir Cunene-fljótið í
byrjun desember og sótti með
10.000 manna herliði og um
100 flugvélum yfir 200 km
norður fyrir landamærin. í lok
janúar bárust fréttir um að
suðurafríski herinn hefði hörfað
til baka, en samkvæmt yfirlýs-
ingum stjórnvalda og sendi-
herra Angola í Stokkhólmi er
það ekki rétt: suðurafríski her-
inn hefur eingöngu hörfað til
þeirrar víglínu sem hann hélt
norðan Cunene-árinnar eftir
innrásina í Angóla 1981.
Yfirlýstur tilgangur innrásarinn-
ar af hálfu stjórnarinnar í Pretonu
er að uppræta skæruliða Swapo,
Gleymda stríðið í Angóla
Myndin er frá Luanda 11. nóv. 1975, þegar Angóla lýsti yfír sjálfstæði. Allt frá þeim tíma hefur S-Afríka
haldið uppi hernaði á Angóla frá Namibíu, en innrásin sem hófst í desember s.l. er 4. og umfangsmesta
stórsóknin inn í landið til þessa.
sjálfstæðishreyfingar Namibíu.
Stefna stjórnarinnar hefur hins
vegar að því leyti breyst, að hún
hikar nú ekki við að efna til beinna
hernaðarátaka við angólskar her-
sveitir og 25.000 manna lið kúban-
skra hermanna sem eru stjórnar-
hernum í Angóla til aðstoðar.
Stjórnarherinn í Angóla snérist til
varnar gegn innrásarliðinu, og seg-
ist hafa hrakið það til baka, en
sendiherra Angóla í Stokkhólmi
sagði nýverið að innrásarliðið hefði
valdið gífurlegu tjóni. Þannig
hefðu um 10.000 óbreyttir borgar-
ar farist í loftárásum og stórskota-
liðsárásum innrásarhersins, auk
þess sem fjöldi opinberra bygginga
var eyðilagður í Ioftárásum. Sendi-
herrann hélt því einnig fram, að
Innrás S-Afríku hófst í desember og stendur enn
suðurafríski herinn hefði beitt
taugagasi gegn liði stjórnarhersins.
Ekki er talið að til beinna átaka
hafi komið á milli S-
Afríkumannanna og kúbanska
herliðsins, en sovéskum loftvarn-
areldflaugum af gerðinni SAM-8
var skotið frá herbúðum kúban-
anna að orrustuvélum S-
Afríkuhers. Þá segist suðurafríski
herinn hafa tekið allmarga sovéska
skriðdreka af gerðinni T-34 her-
skildi.
Desembersóknin inn í Angóla er
4. stórsóknin inn í landið frá S-
Afríku frá því Angóla hlaut sjálf-
stæði 1975. Fyrsta innrásin sem
stóð yfir 1975-76 var sögð miða að
því að fella ríkisstjóm MPLA og
beittu S-Afríkumenn þar meðal
annars fyrir sig skæruliðahreyfing-
unni UNITA, sem stjórnað er af
Jonas Savimbi. Innrás þessari var
hrundið með hjálp kúbansks her-
liðs sem kom á vettvang að beiðni
stjórnarinnar í Luanda. Síðan hef-
ur S-Afríkustjórn sett það fram
sem skilyrði fyrir því að Namibíu
verði veitt sjálfstæði, að kúbönsku
hermennirnir hverfi frá Angóla.
Næsta stórinnrás S-Afríku var gerð
í júní 1980 undir nafninu „Operati-
on Smokeshell“. Þriðja stórsóknin
og sú stærsta þar til nú um áramótin
var „Operation Protea" sem gerð
var í ágúst 1981 með 11.000 manna
herliði.
Það styrjaldarástand, sem S-
Afríka hefur þannig viðhaldið á
landamærum Namibíu og Angóla,
hefur orðið ríkisstjórn MPLA í
Angóla dýrkeypt, og tafið fyrir
nauðsynlegri enduruppbyggingu
eftir langvinna nýlendustyrjöld
gegn Portúgal. Engu að síður hefur
stjórnin í Luanda haldið áfram
stuðningi sínum við SWAPO, og
sendiherra Angóla í Stokkhólmi
lýsti því yfir nýverið, að sá stuðn-
ingur væri stjórnvöldum í Angóla
bæði eðlilegur og sjálfsagður á
sama hátt og SWAPO hefði stutt
Angóla í sjálfstæðisbaráttunni
gegn Portúgal.
- Von okkar er sú að Suðurafr-
íkumönnum skiljist, að þrátt fyrir
mikinn hernaðarstyrk verði stríðið
gegn Angóla þeim dýrkeypt, -
sagði sendiherrann. Hvað varðar
kröfuna um brottflutning kúb-
anska herliðsins sagði sendiherr-
ann að þessi hernaðaraðstoð væri
Angóla nauðsyn og að landið gæti
ekki án hennar verið eins og mál-
um væri háttað. Hins vegar sagði
hann að ekki væri talin nauðsyn á
að auka við kúbanska herstyrkinn
að svo stöddu, þar sem visst hern-
aðarlegt jafnvægisástand hefði nú
skapast. - En verði breyting þar á
er Fidel Castro reiðubúinn að
senda okkur aukinn liðsstyrk,
sagði sendiherrann.
S-Afríkustjórn bauð Angóla
mánaðar vopnahlé frá áramótum
og kom tilboð þetta fram daginn
áður en ræða átti innrásina í Örygg-
isráði Sameinuðu þjóðanna. Til-
boðið reyndist þó til málamynda
þar sem suðurafrískt herlið var
ennþá í Angóla og það var auk þess
háð þeim skilyrðum að Angóla
hætti stuðningi við SWAPO.
Styrjöldin í Angóla hefur vakið
litla athygli í heimsfréttunum og
margir voldugir fjölmiðlar á Vest-
urlöndum hafa nánast þagað hana í
hel. Spurningin er hvort það er að
kenna takmarkaðri heimsmynd
þessara aðila, eða hvort hreinir
hagsmunir liggi þar á bakvið.
ólg.
Ótímabært sírenuvæl
Þann 11. janúar síð-
astliðinn kl. 11:14 sendi yfir-
stjórn almannavarna í
Pennsylvaníu í Bandaríkjun-
um út eftirfarandi tilkynn-
ingu frá Harrisburg til allra
þeirra 44 almannavarna-
deilda sem eru í ríkinu:
„Áríðandi. Allar stöðvar.
Þetta er viðvörun um árás.
Gerið viðeigandi ráðstafan-
ir“.
Samviskusamur starfsmaður al-
mannavarna í Leigh-héraði setti
sírenur þær er vara við kjarnorku-
árás í gang og var í þann veginn að
hafa samband við neyðarútvarps-
stöð almannavarnanefndarinnar,
sem varar almenning við kjarnork-
uárás, þegar hann fékk önnur
skilaboð klukkan 11:18 : „Skila-
boðin eru ómerk“.
Það voru 2 starfsmenn AT&T
símafyrirtækisins í Harrisburg sem
höfðu sent viðvörun þessa út af
slysni, þegar þeir voru að koma
fyrir nýjum neyðarfjarskiptatækj-
um. Flestir starfsmenn almanna-
varnanefndanna tóku það ráðið að
senda ekki út neyðarmerkið fyrr en
þeir hefðu fengið skilaboðin stað-
fest. En jafnvel í Allentown, sem
er stærsta borgin í Leigh-héraði,
tóku flestir íbúanna sírenuvælið
sem boð um eldsvoða, enda eru
sumar sýrenurnar frá því um síðari
heimsstyrjöld. En Pennsylvaníu-
búi nokkur sem vissi lengra en nef
hans náði lét þessi orð falla:
„Sírenukerfið mundi varla bjarga
okkur ef um raunveulega kjarn-
orkuárás væri að ræða“.
ólg./Newsweek
íhaldsmenn hindra
umræður um Tyrkland
Vetrarfundur Evrópuráðsins
í Strasbourg endaði í upplausn
eftir að þingfulltrúum breska
íhaldsflokksins tókst að fá sam-
þykkta dagskrártillögu sem
varð þess valdandi að ekki
náðist að fjalla um aðild Tyrk-
lands að ráðinu. Niðurstaða
fundarins var af fréttariturum
talin álitshnekkir fyrir Evrópu-
þingið, en fulltrúi tyrknesku
stjórnarinnar túlkaði úrslitin
sem sigur fyrir Tyrkland og
ósigur fyrir þá sem vildu kljúfa
Tyrkland frá Evrópu.
Umræðan um aðild Tyrklands
að Evrópuráðinu átti að verða
helsta viðfangsefni vetrarfundarins
í Strasbourg. Umræðan náði hins
Hefur fituneysla
brjóstakrabba?
Geta umhverfisáhrif haft ör-
vandi áhrif á krabbameinsvöxt í
brjóstum kvenna? Þessi spurning
er til umræðu í tveim nýlegum
greinum í sænska læknatímarit-
inu.
Rannsóknir sýna að líkur á
krabbameini í brjósti aukast hafí
móðir, systir eða móðursystir
fengið sjúkdóminn. Þessar athug-
anir benda hins vegar einnig til
þess að líkurnar séu ennþá meiri
hjá systrum en dætrum þeirra
kvenna sem fengið hafa sjúkdóm-
inn. Væri um erfðasamband að
ræða ættu líkurnar ekki að vera
minni hjá dætrum. Þetta bendir
til þess að umhverfisáhrif ráði lík-
unum ekki síður en erfðafræði-
leg.
áhrif á
Höfundar greinanna benda á
að sjá megi beint samband á milli
fituneyslu og tíðni brjósta-
krabba. Þannig fær ellefta hver
kona í Bandaríkjunum brjósta-
krabba einhvern tímann á lífs-
leiðinni á meðan aðeins fimmtug-
asta hver kona fær sjúkdóminn í
Japan, þar sem m.a. fituneysla er
mun minni. Japanskar konur sem
flytjast til Bandaríkjanna fá
nokkuð auknar líkur á sjúk-
dómnum, og önnur kynslóð inn-
flytjenda er komin með jafn háa
tíðni brjóstakrabba og innfæddar
bandarískar konur. Þá hefur
einnig komið í ljós að sjöunda-
dags aðventistar í Bandaríkjun-
um, sem flestir eru grasætur, hafa
nokkuð lægri tíðni brjósta-
krabba.
Læknarnir segja að tilraunir
með dýr sýni að fita verki sem
hvati á virkni þeirra efna sem
valdi krabbameini. Nú þurfi því
að kanna hvort minni fituneysla
eða hreinlega megrun geti bætt
lífslíkur þeirra kvenna sem fengið
hafa sjúkdóminn. Krabbamein í
brjósti er algengasta tegund
krabbameins hjá konum hér á
landi.
ólg.
vegar aldrei lengra en í langvinna
þrætu um dagskrármál. Umræðan
um málefni Tyrklands átti að fara
fram síðastliðinn fimmtudag, eftir
að umræðu úm Kýpurmálið hafði
verið frestað vegna tímaskorts til
næsta fundar í maí. Á
fimmtudagsmorguninn náðu full-
trúar breska íhaldsflokksins að fá
meirihlutasamþykki fyrir því að
taka Kýpurmálið upp á dagskrá á
ný, þrátt fyrir fyrri samþykkt, og
þrátt fyrir að fyrirsjáanlegt var að
ekki gæfist tími til að afgreiða þá
umræðu. Þar með var jafnframt
útilokað að Tyrklandsmálið kæm-
ist á dagskrá og að þingið gæti tekið
afstöðu til þeirra málamyndakosn-
inga sem haldnar voru í Tyrklandi á
síðasta ári.
Þessi málsmeðferð kallaði fram
heiftarlega gagnrýni frá fulltrúum
hinna sósíalísku flokka í ráðinu, og
endaði fundurinn í öngþveiti þar
sem þingforseti varð að slíta fundi
fyrir áætlaðan tfma. Þá höfðu túlk-
ar þingsins einnig farið í verkfall.
Margir þingfulltrúar létu í ljós þá
skoðun að þessi málsmeðferð
skaðaði álit Evrópuráðsins útávið.
Málalok þessi urðu hins vegar til
þess að Tyrkland fékk aftur aðild
að Evrópuráðinu eftir að hafa áður
verið vísað úr því vegna skorts á
mannréttindum og lýðræði í
landinu.
Búist er við að til harðra deilna
muni koma um Tyrklandsmálið á
maí-fundi ráðsins, þar sem þær
breytingar sem orðið hafa í Tyrk-
landi í kjölfar kosninganna á síð-
asta ári hafa ekki þótt gefa tilefni til
stefnubreytinga af hálfu ráðsins.
ólg.