Þjóðviljinn - 21.02.1984, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 21.02.1984, Blaðsíða 6
6 SÍÐA - ÞJOÐVILJINN Þriðjudagur 21. febrúar 1984 E.P. Thompson um stöðuna við leiðtogaskipti s l Sovét: Svosem enginn ungæðibragur af oddvitum þessum:Tsjernenko er 72 ára, Tíkhonov forsætisráðherra er 79 ára, Gromiko utanríkisráðherra 74 og Ústinov varnarmálaráðrerra 75 ára. Þeir espa hvor annan upp Nú um stundir er þaö mjög til baga, að risaveldin tvö ýta gagnkvæmt undir tilhneigingar sem hjá þeim finnast til á- rekstra, segir Edward P. Thompson, einn helsti tals- maður áháðra evrópskra friða- rhreyfinga, í viðtali um heimsmál við leiðtogaskipti í Sovétríkjunum. Ég held því,segir hann ennfrem- ur, að það sé mjög óheppilegt að nú verður einskonar tómarúm í so- véskum valdamiðstöðvum einmitt um það leyti sem bandarískar flug- vélar kasta sprengjum á Líbanon. Það skásta sem Bandaríkjamenn gætu gert í stöðunni væri að hætta slíkum aðgerðum til að létta ögn á spennunni. Forsendur vantar Ég tel, sagði Thompson enn- risarnir fremur, að Sovétríkin hafi geysi- lega brýna þörf fyrir þróun til lýð- ræðis og til nútíma stjórnarhátta, og ef um væri að ræða slökun spennu á alþjóðlegum vettvangi þá væru nokkrir möguleikar á því að þetta samfélag tæki nokkrum breytingum. En hin hraða stefna sem Bandaríkin fylgja nú leiðir m.a. til þess, að þessi forsenda fyrir breytingum í Sovétríkjunum, m.ö.o. slökun spennu, er ekki fyrir hendi. En eins og ég tók fram áður er hér um gagnkvæmar hneigðir að ræða. Sögulega séð eru það Vest- urveldin sem hafa ráðið hraðanum í vígbúnaðarkapphlaupinu, en Austurblökkin ber aðalábyrgðina á hinum hugmyndalega ágreiningi. Tvær hliðar Thompson var ennfremur spurð- ur að því hvað honum fyndist um þau ummæli Schulz, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, á afvopnun- arráðstenfunni í Stokkhólmi fyrir skemmstu, að hann viðurkenndi ekki þá skiptingu á Evrópu sem kennd er við samkomulagið í Jalta á stríðsárunum, vegna þess að hún fæli í sér að Austur-Evrópa sé ófrjáls. Eg tel þýðingarmikið að taka það fram, svaraði Thompson, að Jaltasamkomulagið hefur tvær hliðar - annarsvegar innlimun Austur-Evrópu og hinsvegar hern- aðarlegt forræði Bandaríkjanna í Vestur-Evrópu. Það væri skynsam- E.P. Thompson legt markmið fyrir Evrópubúa að keppa að, að Sovétmann færu með her sinn frá Austur-Evrópu og Bandaríkjamann legðu niður her- stöðvar sínar í Vestur-Evrópu. Það væri meira að segja í hag risaveld- unum báðum. Starfsmönnum breskrar hlutstunarstöðvar BANNAÐ að vera í verkalýðsfélögum Um tíu þúsund manns sem vinna í hlustunarstöð breska ríkis- ins var fyrir skömmu tilkynnt að innan tíðar yrði þeim óheimilt að vera meðlimir í verkalýðsfélagi. Bannið kom flestum á óvart, t.a.m. vissu fæstir ráðherra ríkisstjórnarinnar um það fyrir- fram, og á síðustu dögum hefur þessi óvænta ákvörðun ríkis- stjórnarinnar sætt harðri fordæmingu úr öllum áttum. Jafn- framt er nú ótvírætt komið í Ijós að bannið er runnið undan rótum bandarísku leyniþjónustunnar, og á þingi hafa harðar deilur geisað um málið. Svo virðist sem stjórnin kunni að neyðast til að draga bannið til baka. Hlustunarstöð leynisjónustunnar I Cheltenham er miðstöð þess hluta bresku leyniþjónustunnar sem sér um að husta á fjarskipti erlendra ríkja. Mikil leynd hvílir yfir starfseminni og er efitt að fá vitneskju um hvers konar upplýs- inga er einkum aflað þar. Þó hef- ur komið fram að í Cheltenham er fylgst með flestu milli himins og jarðr, þar eru dulmálsskeyti Austantjaldsríkjanna þýdd, fylgst er með hreyfingu erlends herafla, og svo sterkir eru hlu- stunarskermar stöðvarinnar að í átökunum um Falklandseyjar lét stöðin lykilhlutverk í upplýsinga- öflun um stöðu og styrk argentín- ska hersins. Hins vegar hefur líka komið fram að hlustunarþjónustan aflar einngi upplýsinsa um daglegt líf venjulegra íbúa Austantjalds, einkum þó í Sovétríkjunum. Þannig er til að mynda reglulega hlustað á saklaust hjal milli leigu- bíla í Leningrad, til að kanna hljóðið í Ivan Ivanovits í garð valdhafa. Ástœðulaust bann Svo virðist senm utanríkis- ráðherrann, Sir Geoffrey Howe, hafi tekið ákvörðun um bannið í samráði við Margréti Thatcher eina stjórnarlima. Ýmsir hinna ráðherranna, sem ekki vissu um bannið, hafa látið í ljós vanþókn- un sína á málatilbúnaði utanríkis- ráðherra, hann hefur jafnframt hlotið mikla gagnrýni úr röðum íhaldsflokksins fyrir afar slælega frammistöðu í málinu, og þykir nú líklegt að honum verði ekki langra lífdaga auðið í stöðu sinni. Ekkert samráð var heldur haft við verkalýðsfélögin, og þeim enginn kostur gefinn á að semja um málamiðlun við stjórnina. Upphaflega var engin ástæða gefin fyrir banninu en eftir þrýst- ing úr eigin röðum, og frá fjöl- miðlum, kvað utanríkisráðherra bannið vera til að koma í veg fyrir mögúlega vinnustöðvun á við- kvæmun spennutímum, einsog t.a.m. átökunum við Falkland. Þegar Sir Geoffrey var beðinn að nefna hvenær verkalýðsfélög í Cheltenham hefðu lagt öryggi ríkisins í hættu með því að fyrir- skipa verkfall, gaf hann, eftir fárra daga frest, nokkur dæmi. Við eftirgrennslan kom í ljós að ekkert dæma ráðherrans stóðst, og þótti frammistaða utanríkis- ráðherra heimsveldisins klén. Verkfallsréttur í hœttu Verkalýðsfélögin kváðust eigi að síður reiðubúin til að semja við stjórnina um að verkfallsrétt- ur næði ekki til starfsmanna hlustunarþjónustunnar í Chelt- enham. Ennfremur kváðust þau reiðubúin að fallast á hvaða kröfu sem ríkisstjórnin setti fram, í því skyni að tryggja starfsfrið á spennutímum. Þetta tilboð var Sir Geoffrey Howe utanríkisráð- herra á í vök að verjast eftir hrinu axarskafta. lagt fram í samráði við breska Alþýðusambandið, því nauðsyn- legt þótti að verja með öllum ráðum réttinn til að vera í verka- lýðsfélagi. En ýmsir forystumenn Verkamannaflokksins og alþýð- usamtakanna hafa látið í ljós ugg um að aðförin í Cheltenham sé einungis upphafið að afnámi verkalýðsfélaga meðal allra stofnana sem heyra undir breska ríkið, sem er vinsæl hugmynd innan sumra hluta íhaldsflok- ksins. Utanríkisráðherra hafnaði til- boðinu án umhugsunar og fjöl- Litlar breytingar Viðtal þetta var eitt af sjö sem sænska blaðið Dagens nyhéter birti um helgina. Viðtöl voru við ýmsa sovétfræðinga og sérfræðing um al- þjóðastjórnmál. Flestir lögðu mikla áherslu á að það væri mjög brýnt Sovétmönnum að gera meiri- háttar breytingar á efnahagskerfi sínu, en um leið var tekið fram, að ólíklegt væri að þær breytingar yrðu á næstunni. Þegar viðtölin voru tekin var enn ekki búið að tilkynna hver yrði eftirmaður- Brésnéfs. En Zdenek Mlynar, sem átti sæti í ríkisstjórn Dubceks í Tékkóslóvakíu 1968 lét þá skoðun í ljós t einu viðtalanna, að ef Tsjern- enko yrði fyrir valinu þá þýddi það í raun , að menn í æðstu stjórn landsins væru ekki sammála um það hvað gera ætti við þau mál sem bryddað var upp á í tíð Andropofs. Er þá átt við baráttu fyrir auknum aga og afköstum og sjálfstæði fyrir- tækja. (áb tók saman) margir flokksbræðra hans lýstu furðu sinni yfir óbilgjarnri af- stöðu hans. Nú hefur hins vegar komið í ljós hin raunverulega ástæða fyrir banninu. Bandarísk fyrirskipun Sir Brian Tovey, sem til skamms tímí var yfirmaður hlust- unarstöðvarinnar í Cheltenham, lét hafa eftir sér að „bandamenn Breta í Ameríku" væru uggndi yfir þeim möguleika, að verka- íýðsfélög kynnu að lama starf- semi stövarinnar þegar mikið lægi við, og þarmeð gefa Sovét- mönnum höggstað á Vesturveld- unum. Hér er með öðrum orðum sú gamla grýla á ferðinni, að verkalýðshreyfingin geti ekki verið þjóðholl, hún hljóti ævin- lega að beygja sig fyrir heimskommúnismanum þegar mikið liggur við. Svo mikill urgur er í þing- mönnum allra flokka yfir ákvörð- un utanríkisráðherra, að þing- nefnd hefur nú verið sett til að kanna málið og hvort nokkur ástæða sé fyrir banninu. Og það þykir styrkja tilgátuna um hinn bandaríska uppruna bannsins að Sir Brian Tovey, sem fyrr er get- ið, hefur af stjórninni verið bann- að að koma fyrir nefndina. -ÖS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.