Þjóðviljinn - 21.02.1984, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 21.02.1984, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 21. febrúar 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 Minning Agnar Klemens Jónsson Kveðja frá Sögufélagi Mér er ljúft og skylt að kveðja Agnar Kl. Jónsson hinztu kveðju af hálfu Sögufélags nú við leiðar- lok. Agnar Kl. Jónsson hafði sterkar taugar til Sögufélags, en faðir hans Klemens Jónsson landritari og síð- ar ráðherra átti sæti í stjórn félags- ins frá 1906 til dauðadags 1930, lengstum gjaldkeri þess. Og sjálfur átti Agnar samskipti við félagið, þegar hann á sínum tíma tók saman Lögfræðingatal, stórt og vandað rit, sem Sögufélag gaf út árið 1950. Fetaði hann þar í fótspor föður síns, sem árið 1910 gaf einnig út Lögfræðingatal á vegum félagsins. Löngu síðar, þegar Agnar hafði flutzt til íslands eftir langan og gift- uríkan feril í utanríkisþjónustunni, bar fundum hans og Sögufélags að nýju saman. Á aðalfundi félagsins árið 1965 léði hann máls á því að taka sæti í stjórn þess. Það var stjórn Sögufélags óblandið fagn- aðarefni, að þessi virti og vamm- lausi embættismaður skyidi koma í okkar hóp, sem þá vorum í stjórn félagsins og taka enn upp þráð föður síns. Agnar var ljúfur sam- starfsmaður og ráðhollur, sem hafði ríkan áhuga á starfsemi þeirri, sem félagið fékkst við, og vildi efla gengi þess. Bar öll fram- ganga hans því vitni, að þar fór maður, sem hafði sökum upplags og uppeldis inngróinn áhuga á þjóðlegum fræðum, svo sem hann átti kyn til, - sonur Klemensar Minning Emil Fenger Emil vinur okkar er horfinn, veruleiki sem við eigum engin orð yfir. Hann sem hafði svo mikið að gefa mannfélagi, þar sem grimmdin ber kærleikann oft ofurliði. Kæri vinur, þú sem skilur eftir fjölda minninga sem líða í gegn- um hugann og varpa ljósi á dag- inn í dag. Sumir dagar Sumir dagar eru hús sem við læsum vandlega áður en við kveðjum og hverfum út á vettváng áranna en ef við síðar förum þar hjá af tilviljun sjáum við allar dyr opnar - börn dvelja þar að leik og það sem mest er um vert: sólin skín ótrúlega glatt á húsið. (Þorsteinn frá Hamri) Vinir. Myndlist í Kaupmannahöfn Nú stendur yfir málverkasýning Filips W. Frankssonar í Jónshúsi í Kaupmannahöfn. Filip er Þjóðvilj- afólki ekki með öllu ókunnur því hann starfaði við blaðið um árabil. Filip stundaði nám í Myndlistar- skólanum í Reykjavík og við Ny Carlsberg Glyptotek í Kaup- mannahöfn, hjá Askov Jensen. Sýning hans í Jónshúsi nú er hans önnur einkasýning í Kaupmanna- höfn. Hún hófst 9. febrúar sl. og stendur yfir til 3. mars nk. Filip Franksson myndlistarmaður landritara, höfundar ýmissa sögu- legra rita, og sonarsonur Jóns Bor- gfirðings, alkunns áhugamanns um þjóðlegan fróðleik á fyrri öld og fram yfir síðustu aldamót. Á þessum árum, sem Agnar Kle- mens sat í stjórn Sögufélags, vann hann að samningu mikils rits, sögu Stjórnarráðs íslands frá því heima- stjórn komst á 1904 og til 1964 eða 60 ára sögu þess. Hafði honum ver- ið falið það verk af Bjarna Bene- diktssyni forsætisráðherra, og þeg- ar handritið var tilbúið til prentun- ar um áramótin 1968-69, var það sammæli þeirra að óska þess, að Sögufélag gæfi ritið út. Að sjálf- sögðu tók stjórn Sögufélags þessu tilboði með mikilli ánægju, og var ritið gefið út í tveimur bindum árið 1969, rúmlega eitt þúsund bls. að lengd. Þetta var stærsta frumsamda verk sinnar tegundar, sem félagið hafði þá gefið út á nær sjö áratuga ferli sínum. Stjórnarráðssaga Agn- ars Klemens er mikið stórvirki og algert undirstöðurit um sögu ís- lands á 20. öld, og höfundur vand- aður fræðimaður, sem gjörþekkir þann efnivið, sem hann fjallaði um. Voru stjórnarmenn Sögufé- lags ekki í neinum vafa um, að út- gáfa þessa rits yrði félaginu mikil lyftistöng, sem yki hróður þess í hvívetna, enda varð sú raunin á. Þegar Agnar Kl. Jónsson hvarf að nýju til starfa erlendis í utan- ríkisþjónustunni á árinu 1969, varð hann því miður að láta af stjórnar- störfum í Sögufélagi, og þótti okk- ur, sem eftir sátum, að þar væri vissulega skarð fyrir skildi. En ég þykist vita, að hann fylgdist með félaginu úr fjarlægð og lét sig við- gang þess varða; og það hefur áreiðanlega glatt hann, þegar dótt- ir hans, Anna Agnarsdóttir sagn- fræðingur, tók sæti í stjórn félags- ins fyrir tveimur árum, og sjá þann- ig, að þráðurinn var óslitinn í gegn- um þrjár kynslóðir. Fyrir störf Agnars Kl. Jónssonar í þágu Sögufélags vil ég tjá þakk- læti okkar í stjórn þess, nú þegar hann er allur, og vona, að við megum bera gæfu til að vinna f anda hans að framgangi Sögufélags og íslenzkrar sagnfræði. Um leið vil ég þakka vinsemd hans og hlýtt viðmót í minn garð, ekki sízt frá sumrinu 1978, þegar ég átti þess kost að njóta gestrisni hans og þeirra hjóna í Kaupmannahöfn, er hann var þar sendiherra. Ég sendi eftirlifandi konu hans, frú Olöfu Bjarnadóttur, og börn- um þeirra innilegar samúðarkveðj- ur við fráfall hans, frá mér og stjórn Sögufélags. Einar Laxness TEPPIN Við erum í takt við verðbóiguna! LÆKKA LÆKKA LÆKKA LÆKKA LÆKKA TEPPABUÐIN SiÐUMÚLA 31 SiMI 84850 /Áttu við GOLF eöa ÞAKVANDAMÁL að strída? Filip Franksson með einkasýningu Betokem SUM gólfílögn Betokem gólílögnin harðnar svo fljótt að þú getur gengið eða lagt teppið á gólfið eftir 24 tíma. SUM gólfílögn hefur verið i þróun í Þyskalandi, Svíþjóð og Noregi sl. 15 ár og hefur sýnt að hún stenst fyllilega allar þær gæða-, þol- og styrkleikakröfur, sem settar voru í upphafi og síðar hafa komið fram. Pað hefur enda sýnt sig á söluþróuninni sl. 7 ár að þarna er á ferðinni algjör bylting í gólfílögn, salan hefur nánast þotið upp og ekki hefur verið hægt að anna eftirspurn fyrr en nú. FILLC0AT gúmmiteygjanleg samfelld húð fyrir málm- þök. Er vatnshelld. Inniheldur cinkromat og hindrar ryðmyndun. Ódýr lausn fyrir vandamálaþök. Ábyrgð - greiðslukjör. LAUSN ER ENDIST ÓTRÚLEGA VEL: f' h : & Við erum með f jölmargar gerðir af gólf- ílagningarefnum sem þola ótrúlegt álag. Það er sama hvort um er að ræða gólfið í sturtuklefanum, matsalnum eða á bílaverkstæðinu. Vandamálið leysum við á fljótan og öruggan hátt. ' a i v EP0XY - GÓLF HAFNARFIRÐI SIMI 50538

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.