Þjóðviljinn - 21.02.1984, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 21.02.1984, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 21. febrúar 1984 ÞJÓÐVILJINN — .öA 7 11. Reykjavíkurskákmótið - Texti S.dör. Skákskýringar Heigi Ólafsson Dagur íslendinganna í gœr: Helgi gaf tóninn og síðan tóku þeir undirJóhann, Margeir og Karl sem allir unnu sínar skákir Það má með sanni segja að dag- urinn í gær hafí verið dagur Islend- inganna í toppbaráttunni, þegar 6. umferð Reykjavíkurmótsins var tefld. Helgi Olafsson gaf tóninn þegar hann „rúllaði“ breska stór- meistaranum Chandler upp og lauk skák þeirra á miðju kvöldi. Slíkir voru yfírburðir Helga að hann gat 'valið um vinningsleiðir í lokin. Þeir tóku svo undir hver á fætur öðrum íslendingarnir í toppbaráttunni. Jóhann Hjartarson hreinlega mát- aði Jón L. Árnason, eftir að hafa unnið af honum drottninguna. Þá kom Karl Þorsteins og sigraði bandaríska alþjóðameistarann Burger mjög glæsilega og loks Margeir Pétursson, sem sigraði bandaríska stórmeistarann Christ- iansen. Skák þeirra fór að vísu í bið, en eftir smá umhugsun gafst Bandaríkjamaðurinn upp, enda engin vörn til í stöðunni. Þessi frammistaða íslensku „strákanna“ eins og þeir eru gjarnan nefndir af gömlu skák- mönnunum okkar sem fylgjast með hverri umferð, er sérlega glæsileg og þeir eru líka allir með í toppbaráttunni nú þegar mótið er hálfnað. Þá gerðist það í gærkveldi að Sví- inn Schneider, sem hafði svart, sigraði Sovétmannainn Geller í skemmtilegri skák. Hinn Sovét- maðurinn Balashov er ósköp ró- legur í tíðinni og hefur gert eintóm jafntefli til þessa. Stórmeistararnir okkar, Friðrik Ólafsson og Guðmundur Sigur- jónsson voru friðsamir í gær. Frið- rik gerði jafntefli við Shamkovic og Guðmundur gerði jafntefli við El- var Guðmundsson. Að öðru leyti vísast til úrslitatöflunnar annars- staðar á síðunni. í dag kl. 17.00 hefst svo 7. um- ferðin en á morgun miðvikudag er frídagur hjá keppendum. Margar stórskemmtilegar skákir voru tefldar í 4. og 5. urrtferð Reykjavíkurskákmótsins en þessar umferðir fóru fram um helgina. í gærkveldi var einnig barist af feiknarkrafti og mikla athygli vakti þá gott gengi íslensku titilhafanna gegn þeim erlendu stórmeisturum Staðan Staða efstu manna á Reykjavíkurskákmótinu eftir 6 umferðir er sem hér segir: 1. deFirmian 5,5 vinn- ingar 2. Jóhann Hjartarson 5,0 3.- 6. Helgi Ólafsson 4,5 3.- 6. Margeir Pétursson 4.5 3.- 6. Hans Ree 4,5 3.- 6. Ornstein 4,5 7.-12. Jón L. Árnason 4,0 7.-12. Wedberg 4,0 7.-12. Reshevsky 4,0 7.-12. Schneider 4,0 7.-12. King 4,0 7.-12. Zaltsmann 4,0 13.-27. Christiansen 3,5 13.-27. Balashov 3,5 13.-27. Byrn 3,5 13.-27. Alburt 3,5 13.-27. Chandler 3,5 13.-27. Friðrik Ólafsson 3,5 13.-27. Guðmundur Sigur- jónsson 3,5 13.-27. Ostermeyer 3,5 13.-27. Knezevic 3,5 13.-27. Shamkovic 3,5 13.-27. Schússler 3,5 13.-27. Pia Cramling 3,5 13.-27. Höi 3,5 13.-27. Karl Þorsteinss. 3,5 13.-27. Elvar Guðmundss. 3.5 sem hér keppá. Það þykir ekki um- talsvert þótt skákmaður með þessa æðstu heiðursgráðu skákarinnar sé lagður að velli í þessu móti og jafn- tefli er nokkuð sem vart þarf að minnast á, nema þá helst þegar Be- nóný á í hlut enda rifjar það upp gamla daga þegar gamli meistarinn var upp á sitt besta og veitti hinum sterkustu skákmönnum harðvítugt viðnám þó ekki væri fræðiþekk- ingu fyrir að fara. í gærkveldi féllu stórmeistararnir Larry Christian- sen sem er í hópi sterkustu skák- meistara Bandaríkjanna og ástr- alski stórmeistarinn Murray Chandler. Skákir þessar fara hér á eftir: Hvítt: Murray Chandler Svart: Helgi Ölafsson Sikileyjarvörn 1. e4 c5 2. RO d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Be3 e6 7. f4 b5 8. DO Bb7 9. Bd3 Rbd7 10. g4 b4 11. Rce2 Rc5 12. Rg3 Dc7 (Þetta hefur allt saman sést áður m.a. í skák Roberts Húbners og Lajos Portisch á Olympíuskákmót- inu í Luzern 1982.). 13. 0-0 (Húbner lék 13. g5 en textaleikur- inn er ekki síðri.) 13. .. Rfd7 (Nauðsynleg varúðarráðstöfun. Eftir 13. - g6 14. f5! nær hvítur sterkari sókn,). 14. a3! (Skarpasta svar hvíts. Hann rekur mikla útþenslustefnu, hyggst ná frumkvæðinu á báðum vængjum.). 14. .. bxa3 15. b4 (Annar möguleiki var 15. Hxa3 ásamt 16. Hc3 o.s.frv.) 15. .. Rxd3 17. Hfcl Db8 16. cxd3 Be7 18. Hxa3 0-0 (Byrjuninni er lokið og miðtafl hefst. Hvítur virðist hafa hinna mestu sómastöðu en dulinn kraftur leynist í liðsmönnum svarts.) 19. g5 (Annar möguleiki var 19. Hab3 sem svartur getur svarað með 19. - d5 20. Hc7 Hd8 o.s.frv.) 19. .. Hc8 20. Hfl Bf8! (A f8 gegnir biskupinn mikilvægu varnarhlutverki.) 21. h4 d5 22- Hb3?! (Sársaukaskyn Chandlers segir til sín; honum er annt um fótgöngu- liðann á b4, sem m.a. heldur niðri Najdorf-peðinu á a6. En skarpara var 22. e5 Bxb4 23. Hb3 Bc5 með flókinni stöðu þar sem svartur hef- ur allgóða möguleika.) 22. .. dxe4 23. Rxe4 (Eftir 23. dxe4 Hc4! stendur svart- ur betur.) 23. .. Bd5 24. Hb2 (Hrókurinn hyggst smella sér til S2.) abcdefgh 24. .. Rc5! (Öflugur leikur sem setur hvítan í mikinn vanda.) 25. f5!? (Skarpasti leikur. Eftir 25. Bf2 Rxe4 26. dxe4 Bc4 27. Hel e5! hef- ur svartur alla þræði í hendi sér.) 25. .. Rxd3 26. Hg2 (26. fxeó er einfaldlega svarað með 26. - fxe6.) 26. .. De5! (Svörtu mennirnir hella sér út í hina stórpólitísku baráttu á mið- borðinu.) ■ XI ' tarson Jóhann Hjartarson vann enn einn glæsisigurinn í gærkveldi þegar hann mátaði Jón L. Arnason (Ljósm. -eik-) 27. Hg4 exf5! 28. Rxf5 Hc2 (Með hótuninni 29. - Dh2 mát!) 29. Bf2 (Hvað annað?) 29. .. Rxf2 31. Kxf2 He8 30. Hxf2 Hxf2 32. Rh6+ (Þrátt fyrir mikið tímahrak finnur Chandler skemmtilega ,,vörn“) 32. .. Kh8 (Að sjálfsögðu ekki 32. - gxh6?? 33. gxh6- Kh8 34. Df6-! Dxf6 35. Rxf6 sem hótar máti á g8 og hrókn- um á e8.) 33. Rxf7+ Bxf7 35. Hf4 34. Dxf7 Bxb4 (Svartur hótaði 35. - Hf8.) 35. .. Db8! - Lokahnykkurinn. Svartur hótar 36. - Hf8 og við þeirri hótun finnst engin viðunandi vörn. Chandler átti u.þ.b. tvær mínútur eftir á klukkunni þegar hann fékk þennan leik á sig, en leit að því sem ekki fannst tók þessar mínútur og hann féll síðan á tíma. Sigur Margeirs Péturssonar yfir Larry Christiansen frá Bandaríkj- unum var um margt athyglisverð- ur. Margeir tefldi þessa skák afar markvisst og bættist í hóp þeirra fjölmörgu íslenskra skákmanna sem lagt hafa Christiansen að velli. Hvítt: Margeir Pétursson Svart: Larry Christansen Drottningarindversk vörn 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 b6 4. g3 Bb4+ 5. Bd2 a5 6. Bg2Bb7 7. 0-0 0-0 8. Bf4 Be7 9. Rc3 Re4 10. Dc2 Rxc3 11. Dxc3 d6 12. Hfdl Rd7 13. Hacl Rf6 14. Dd3 Be4 15. De3 Hb8 16. Bg5 Bg6 17. h4 De8 18. b3 (Margeir handleikur stöður af þessari tegund yfirleitt vel. Á yfir- borðinu er allt með kyrrum kjörum en yfirburðir hvíts í rými gefa hon- um færi á að tefla til vinnings.) 18. .. Rg4 22. dxc5 e5 19. Df4 f5 23. cxd6 cxd6 20. c5! bxc5 24. Dc4+ Bf7 21. Bxe7 Dxe7 25. Dc7! (Drottningaruppskipti eru hvítum í hag einfaldlega vegna þess að hrókar hans ráða yfir c- og d- lín- unni.) 25. .. Dxc7 26. Hxc7 Hfc8 27. Ha7 h6 (111 nauðsyn, hvítur hótaði 28. Rg5.) 28. Hxa5 Hc2 30. Bfl! Hb2 29. Hxd6 Hxe2 (Ekki 30. - Hxf2 31. Rxe5! o.s.frv.) 31. Hd2! Hxd2 34. Be2 Bxc4 32. Rxd2 Hd8 35. Bxc4+ Kf8 33. Rc4 Bd5 36. Be2! (Þvingar fram unnið hróksenda- tafl. Christiansen þráaðist við fram að því er skákin átti að fara í bið en gafst þá upp.) 36. .. Hd2 37. Bxg4 fxg4 38. Ha7 Hb2 39. h5 e4 40. Kfl Kg8 47. Kfl Kf6 48. Kg2 Ke6 49. g4 Kf6 50. Kg3 Hbl 51. Kf4 Hdl 41. Kel Kf8 42. Ha4 Kf7 43. Hxe4 Hax2 52. Hb6+ Kf7 53. f3 Hd3 54. b4 Ke7 44. Hxg4 Hb2 55. Ke4 Hb3 45. Hb4 Kf6 56. f4 Hg3 46. Hb5 Ke6 - og Christiansen gafst upp án þess að tefla frekar. Úrslit úr 6. umferú í gærkveldi var tefld 6. umferð á Reykjavíkurskákmótinu og urðu úrslit þessi: N. deFirmian - V. Zaltsman 1-0 Jóhann Hjartarson - Jón L. Árnason 1-0 T. Wedberg - S. Reshevsky Bið Margeir Pétursson - L. Christiansen 1-0 A. Ornstein - L. Alburt 1-0 M. Chandler - Helgi Ólafsson 0-1 H. Ree - C. Höi - 1-0 E. Geller - L.A. Schneider 0-1 H. Schússler - Y. Balashov 'h-'h L. Shamkovic - Friðrik Ólafsson 'h-'h Guðm. Sigurjónss. - Elvar Guðmundsson 'h-'h V. Cambridge - D. King 0-1 G. Taylor - R. Byrne 0-1 H. Meyer - E. Lobron Bið Róbert Harðarson - L. Gutman Bið P. Ostermeyer - Dan Hansson 1-0 Magnús Sólmundars. - M. Knezevic 0-1 Pálmi Pétursson - P. Cramling 0-1 Karl Þorsteins - K. Burger 1-0 K. Tielemann - Haukur Angantýss. 1-0 J. Hector - Lárus Jóhannesson 1-0 Bragi Kristjánsson - Björgvin Jónsson 1-0 Halldór G. Einarsson - Leifur Jósteinsson 1-0 Benóný Benediktsson - Hilmar S. Karlsson 0-1 J.M.Nykopp - Bragi Halldórsson Bið Ásgeir Þór Árnason - Benedikt Jónasson Bið Guðmundur Halldórsson — Þröstur Bergmann 'h-'h Andri Áss Grétarsson - Sævar Bjarnason 0-1 Ágúst Karlsson - Gylfi Þórhallsson Bið Haraldur Haraldsson - Arnór Björnsson 1-0

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.