Þjóðviljinn - 23.02.1984, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJOÐVIL.IINN Fimmtudagur 23. febrúar 1984
Gæsluvellinum við Engihlíð verður
lokað eftir 10 daga:
Verð að flytja
úr hverfinu
segir ein móðirin sem hefur notað völlinn
öll árin sem hann hefur verið starfrœktur
þess að ganga alla leið í staKKainið
á gæsluvöll er dagurinn gjörsam-
lega búinn og ekki tími fyrir önnur
störf“.
„Við vonum bara að undirskrift-
ir okkar á bænaskjali beri þann ár-
angur að lokun gæsluvallarins við
Engihlíð verði ekki framkvæmd",
sagði Margrét Gunnarsdóttir að
lokum.
Bergur Felixson yfirmaður
dagvistunar í Reykjavík tjáði blað-
inu í gær að lokunin væri ákvörðuð
á grundvelli könnunar um notkun
og fjarlægð til næsta vallar. Sagði
hann þetta lið í framkvæmd um
sparnað í rekstri gæsluvalla sem á
að koma til góða fyrir leikskóla.
-jp
Dagmœður krefjast
rartnsóknar á
„svartri gæslu“:
Sitjum ekki
undir þessu
lengur
segir Selma
Júlíusdóttir
Stjórn Samtaka dagmæðra í
Reykjavík hefur óskað eftir því að
barnaverndarnefnd rannsaki sann-
leiksgildi staðhæfínga um að í
Reykjavík fari fram „svört gæsla“
eða „neðanjarðarstarfsemi dag-
mæðra“. Tilefnið eru skrif Mar-
grétar P. Ólafsdóttur í Þjóðviljan-
um á fyrra ári og Gunnars Salvars-
sonar í DV í byrjun þessa mánaðar.
„Við sitjum ekki undir þessum
ásökunum lengur", sagði Selma
Júlíusdóttir, sem lengi hefur starf-
að sem dagmamma. „Við höfum
ítrekað óskað eftir nánari svörum
og sönnunum fyrir þessum fullyrð-
ingum en fáum þau ekki. Margrét
Pála hefur t.a.m. fullyrt að í
Reykjavík séu 1000 börn „neðan-
jarðar" í gæslu og Gunnar Salvars-
son að dagmæðurnar nærðu þau
eingöngu á sódastream og snúðum!
Ef illa er farið með börn í þessum
bæ, þá á ekki að líða það, og vegna
ítrekaðra ásakana um að það séu
dagmæður sem það gera hljótum
við nú að krefjast rannsóknar á
sannleiksgildi þessara fullyrð-
inga“. _ Ál
Sverrir Hermannsson iðnaðarráðherra um kísilmálm-
verksmiðjuna á Reyðarfirði:
skilyrðum
Reist
„Ef t.d. ekki stenst að reisa Kís-
ilmálmverksmiðju í mínu kjör-
dæmi, þá verður hún aldrei reist,
og þeir mega skera mig á háls, ef
þeim sýnist“, segir Sverrir Her-
mannsson iðnaðaráðherra í viðtali
við Sjálfstæðisflokksblaðið ís-
í dag, fímmtudaginn 23. febrúar
gengst Stúdentaráð Háskóla ís-
lands fyrir almennum stúdenta-
fundi í hádeginu kl. 12.15 í matsal
Félagsstofnunar stúdenta. Er fund-
urinn liður í sameiginlegum að-
gerðum íslensku stúdentahreyfíng-
arinnar og samtaka stúdenta í Sví-
þjóð, Sviss og Bretlandi og beinast
aðgerðir íslenskra stúdenta gegn
niðurskurði á fjárframlögum til
æðri menntunar og því, að á íslandi
hefur engin samræmd mennta-
stefna ríkt undanfarin ár.
með
lending á Akureyri. „Ekkert getur
hróflað mér í því efni. Ég ber enga
tillögu fram nema ég sé viss um að
slík verksmiðja borgi sig“, segir
Sverrir ennfremur.
Sverrir er ómyrkur í máli sínu að
vanda íviðtalinu. Segist hann tilað-
Á fundinum tala rektor Háskóla
íslands, fulltrúi Félags háskóla-
kennara, fulltrúi Félags stunda-
kennara og tveir stúdentar. í dreifi-
bréfi SHÍ er bert á að frá 1979 hef-
ur stúdentum við HÍ fjölgað um
1000. Kennurum hefur ekki fjölg-
að að sama skapi, fjárveitingar til
HÍ hafa ekki aukist að neinu marki
og ekkert hús til kennslu og
rannsókna hefur verið tekið í notk-
un nema húsnæði fyrir 60 stúdenta í
tannlæknadeild.
Þá kemur fram að þess eru dæmi
mynda vera ákveðinn í að útvega
Slippstöðinni á Akureyri verkefni í
nýsmíði fyrir apríllok. Hér er um
að ræða togara fyrir Útgerðarfélag
Akureyringa. „Ég er búinn að
leggja þetta til í ríkisstjórninni. Það
hefur að vísu mætt andstöðu en ég
að 200 námsmönnum á fyrsta ári sé
kennt saman en enginn salur í HÍ
tekur með góðu móti yfir 100
manns. Nýjar greinar hafa verið
teknar upp í skólanum og aðrar
auknar án þess að fjárveitingar og
húsnæði hafi aukist og afleiðingar
alls þessa eru m.a. fjöldatakmark-
anir í fleiri deildum en áður og 50%
af kennslu eru í höndum stunda-
kennara. Þá er einnig bent á að
framlög til LÍN hafa verið skert og
að ekkert hefur gerst í húsnæðism-
álum stúdenta. _ ÁI
ætla að ná þessu fram“, segir Sverr-
ir.
Engin trjákvoðu-
verksmiðja á Húsavík
Sverri upplýsir í viðtalinu að all-
ar kannanir á hans vegum um trjá-
kvoðuverksmiðju á Húsavík hafi
leitt til sömu niðurstöðu, semsé
þeirrar að slík verksmiðja borgi sig
ekki. Þegar ráðherra er spurður
hvaða iðnaður komi þá til greina
fyrir Húsvíkinga, hljóðar svarið:
„Það er nú það. Ég er ekkert að
velta fyrir mér Húsvíkingum frekar
en Ögurvíkingum. ÉG hef engar
sérstakar áhyggjur af þeim“.
Flautar á Sunnlendinga
Þá er spurt hvort til greina komi
C-vítamínverksmiðja á Suður-
iandi: „Ég flauta á það“, segir
Sverrir. Blaðamaðurinn spyr þá
hvort slík verksmiðja eigi þá heima
fyrir norðan: „Af hverju ekki. Já af
hverju ekki?“
óg
Samrœmdar aðgerðir stúdenta í fjórum löndum:
SHÍ mótmælir niðurskurði
Borgaryfirvöld hafa ákveðið að loka gæsluveUÍRum við Engihiíð
um næstu máuaðamóí. Foreldrar barnanna sem sækja völlinn eru
afar ósáttir við þessa ákvörðun og eru nú að safna saman undir-
skriftum á bænaskjal til Davíðs Oddssonar um að beyta þessari
ákvörðun. Ástæðan er sú að langt er í næsta gæsluvöll og börnin í
hverfínu því komin á götuna ef af væntanlegum aðgerðum verður.
Forstöðukona gæsluvallarins segir notkunina hafa farið vaxandi á
síðustu árum.
Foreldrarnir sem nota gæsluvöllinn skrifa undir bænaskjal um það að
völlurinn verði starfræktur áfram. Mynd - eik.
Kristjana Haraldsdóttir gæslu-
kona á vellinum við Engihlíð sagði
Þjóðviljanum í gær að 30 börn væru
skráð á völlinn. „Ég vissi ekki að
þessi lokun stæði til fyrr en á föstu-
daginn. Þetta kemur sér mjög illa
fyrir foreldrana því fyrirvarinn er
stuttur í lokunina sem mun eiga sér
stað 1. mars. Enda er langt fyrir
mæðurnar að fara með börnin á
næsta gæsluvöll". Kristjana hefur
unnið á þessum velli í 4 ár og segir
aðsóknina hafa aukist á meðan
dregið hefur úr barnafjölda á öðr-
um völlum. Sagði hún að í desemb-
er hafi 12 vellir verið með minni
aðsókn en Engihlíðarvöllurinn, en
áður fyrr voru einatt um 9 vellir
minna notaðir. „Ég hef orðið vör
við að barnafólk er að flytjast í
þetta hverfi. Gamla fólkið er að
minnka við sig, og veit ég um 5
íbúðir sem eru til sölu þér í kring.
Þetta er því vaxandi barnahverfi og
finnst mér undarlegt að borgaryfir-
völd skuli loka velli á slíkum stað“.
Á meðan Þjóðviljamenn voru
staddir á vellinum kom þangað
móðir með þrjú börn sín í gæslu.
Hún heitir Margrét Gunnarsdóttir
og hefur notað völlinn síðan hann
var opnaður sem gæsluvöllur fyrir
5-6 árum. „Þar sem aðsókn hefur
1 farið vaxandi öll árin finnst mér
þetta vægast sagt furðuíeg ráðstöf-
un. Næsti völlur er í Stakkahlíð og
i þangaðera.m.k.20 mínútnaganga
með börn. Afleiðing aðgerðar
borgarstjórnar fyrir mig er sú að ég
verð að flytja úr þessu hverfi. Mér
finnst óeðlilegt að heimavinnandi
húsmæðrum sem ekki komast út á
vinnumarkaðinn vegna aðstæðna
heima fyrir sé gert enn erfiðara
fyrir með svona aðgerðum. Ég þarf
að sækja og fylgja eldri börnum
mínum í skólann vegna þess að þau
Margrét Gunnarsdóttir er með 3 börn á vellinum við Engihlíð og verður að flytja ef honum verður lokað. þurfa að fara yfir Lönguhlíðina eða
Mynd - eik. Miklubrautina og ef ég þarf auk
A Iþýðubandalagið
um samningana
Áríðandi
fundur
í kvöld
Boðað hefur verið til áríð-
andi fundar í kvöld með þing-
flokki Alþýðubandalagsins,
stjórn Verkalýðsmálaráðsins
og framkvæmdastjórninni. Á
fundinum verður fjallað um
samkomulag ASÍ og VSÍ.
-óg