Þjóðviljinn - 23.02.1984, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 23.02.1984, Qupperneq 3
Fimmtudagur 23. febrúar 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 Samningarnir gagnvart launafólki í fiskvinnu Fólkið er viku að vinna sig í bónus í samningi ASÍ og VSÍ segir að þeir hafí rétt til lágmarkslauna sem hafí innan við umsamin tekju- mðrk, 12.660.- krónur í samanlagðar dagvinnutekjur á mánuði. Þjóðviijinn fékk þær upplýsingar hjá Vinn- uveitendasambandinu að þetta kæmi þannig út gagnvart konum sem vinna bónusvinnu í frystihúsum, að grunnlaun þeirra sem hefðu haft 10.774.- krónur í grunnlaun á mánuði samkvæmt 10. flokki eftir 3 ára starfhækkuðu nú uppí 11.313.-krónur ámánuði. Þær eru því 1.347.- krónum undir lágmarkstekjum. En þar sem þær vinna í bónus kemur ákvæðið um lágmarks- tekjur þeim ekki til góða. Hins vegar þurfa þær að vinna í bónus fyrir þessum mismun, 1.347.- krónum, áður en bónusinn fer að mæla þeim umframtekjur fram yfír þær konur sem njóta lágmarkstekna. í Bæjarútgerð Reykjavíkur fengum við að vita að bónus í fiskvinnslu gæfi að meðaltali 33 kr. á klukku- stund. Konurnar þurfa því að vinna rúmar 40 stundir eða heila viku á hverjum mánuði, án þess að fá nokkuð aukalega greitt fyrir það. Bónusinn mælist einungis síðustu 3 vikur mánaðarins. Þannig hafa hinir nýju samningar ASÍ og VSÍ komið á þeim sérstæða við- skiptahætti á vinnumarkaðnum að láglaunakonur í verkalýðsstétt þurfa að gefa vinnuveitendum einnar viku umframaflcöst í bónuskerfi til þess að fá greitt fyrir umframafköstin næstu þrjár vikur á eftir. Við bárum þetta undir Rögnu Bergman formann Verkakvennafélagsins Framsóknar, sem sagði það rétt að bónusinn færi ekki að mæla umframtekjur fyrr en komið væri framyfir lágmarkslaunin. Hún sagði að þær hjá Framsókn væru ekki ánægðar með samning- inn, en hins vegar hefðu þær orðið að láta þær fjöl- mörgu konur sem ekki hefðu bónus og væru undir lágmarkstekjunum hafa forgang. Hún sagði að í samn- ingnum væri ákvæði um endurskoðun afkastahvetj- andi launakerfa og eins kæmi til greina að konur hættu að vinna samkvæmt bónuskerfi. Konurnar í Bæjarútgerðinni tjáðu Þjóðviljanum að þær væru nú með um 63 kr. í laun á klst., en bónusinn væri að meðaltali um 33 kr. á klst. Af þessu virðist mega ráða að stóra átakið í að bæta hag hinna lægst launuðu með þessum samningum hafi ekki náð til hins fjölmenna hóps kvenna í fiskvinnu, sem ber uppi höf- uðatvinnuveg þjóðarinnar. Þjóðviljinn tók nokkrar konur í Bæjarútgerðinni tali í gær. ólg. Kristín Guð- mundsdóttir: „Hver áað vera ánægð?“ „Ég hef nú ekki kynnt mér samn- ingana í smáatriðum, en ég get eng- an veginn sagt, að ég sé ánægð með þá,“ sagði Kristín Guðmundsdótt- ir, en hún vinnur hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur. „Þær eru búnar að reikna það út hérna, að það er í raun tekin af okkur heil vika í bónusgreiðslum, ef við þá reiknum með meðalbón- us. Það tekur konu viku að ná upp þeim bónus, en meðalbónusinn gefur 33 krónur á tímann. Hver á að vera ánægð með þessa samn- inga?“ „Þær eru búnar að reikna það út hérna að það er tekin af okkur heil vika í bónus,“ segir Kristín Guð- mundsdóttir. (Ljósm. ólg). Guðrún Ingimarsdóttir: „Fólk á að fella þetta“ „Ég er mjög óánægð með þessa samninga,“ sagði Guðrún Ingi- marsdóttir, bónustrúnaðarkona hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur. Guðrún sagði, að trúnaðarráð Verkakvennafélagsins Framsókn- ar hefði lagt til ýmis atriöi, sem gera hefði átt kröfu um í þessum samningum, en ekkert tillit hefði verið tekið til trúnaðarráðsins. „Það er ég mjög óánægð með,“ sagði Guðrún. „Þá er annað atriði í þessum samningum, sem mér finnst engan veginn bjóðandi og það er hversu hart er gengið á bónusinn. Þeir reikna alltaf bónusinn inn í grunntekjur okkar og segja að við höfum svo og svo mikið í kaup. Þetta er alls ekki sanngjarnt, því bónusinn er eða ætti að vera utan við grunnlaunin. Þetta erum við allar afskaplega óhressar með. Annars er ég mjög óánægð með samningana í heild sinni og legg það til að fólk felli þá.“ „Legg til að fólk felli þessa samn- inga,“ segir Guðrún Ingimarsdótt- ir hjá BUR (Ljósm. ólg). Margrét G. Elíasdóttir: „Óánægð með samningana“ „Kaupið fyrir þetta er mjög lé- legt, og ég er alveg sammála því, að við eigum að sameinast um að vinna með sem minnstum hraða,“ sagði Margrét G. Elíasdóttir um viðbrögðin við nýju kjarasamning- unum. Margrét kvað samstöðu ríkja um það hjá Bæjarútgerðinni að síarfsfólkið þyrfti að grípa til sinna ráða. Margrét er einstæð móðir og hef- ur eitt barn á framfæri. Hún hefur unnið hjá BÚR í fjögur ár og er mjög óánægð með kjörin. „Eg bý heima hjá móður minni og það bjargar málunum," segir hún. „Hún hjálpar mér mikið með bamið og fjárhagslega Iíka. Ég get ekki ímyndað mér hvernig mér gengi að standa ein uppi með barn- ið“. Jón Karlsson Sauðárkróki: Atök óhugsandi Styð samninginn - Mín skoðun er sú að miðað við aðstæður þá sé ekki um annað að ræða en taka þennan samning, sagði Jón Karlsson formaður verkalýðsfélagsins á Sauðárkróki. - Þó kjaraskerðingin sé orðin óskaplega mikil, þá gerir þessi samningur þó það að stöðva þessa kaupmáttarskerðingu. Það held ég að hafi ekki verið hægt nema með samningi. í annan stað er óum- deilanlegt að með samningnum og loforðum ríkisstjórnarinnar þá rennur mest til þeirra sem sannan- lega eiga við mjög kröpp kjör að búa. - Því neita ég ekki að ég er smeykur við þetta í sjálfu sér, en ég bendi líka á það að ef mönnum býður svo við að horfa þá gildir samningurinn ekki nema til 1. sept- ember. Reynslan á eftjr að skera úr um það hvernig þetta heldur á næstunni. Þess vegna útiloka ég ekki átök í haust. Við höfum það í hendi okkar hvort við viljum segja upp samningum í haust. - Staðan til dæmis í mínu félagi er þannig að okkar mat er það að ekki hafi verið möguleikar til átaka. Það er mánuðum saman 40 til 50 manna atvinnuleysi. Við þær aðstæður töldum við okkur ekki í stakk búna til átaka, sagði Jón Karlsson að lokum. -6g segir Sigfinnur Karlsson formaður ASA „Forysta verkalýðshreyfingar- innar sem alltaf er að tala um að bæta hag hinna lægst launuðu stóð frammi fyrir því að samþykkja þetta samkomulag eða fella það. Eg er hræddur um að það hefði orðið forystunni ansi dýrkeypt að fella 15.5% kauphækkun til þeirra sem við lökust kjörin búa“, sagði Sig- finnur Karlsson formaður Alþýðu- sambands Austurlands að loknum formannafundi ASÍ í gær. „Eg stóð að þessum samningi og ætla mér að berjast fyrir því að hann verði samþykktur á Austur- landi. Það er hins vegar ekki hægt að hrópa neitt húrra fyrir þessum samningum, en ef við meinum eitthvað með þessu tali um að það verði að hækka laun hinna lægst launuðu þá varð maður að standa að þessu“, sagði Sigfinnur að síð- ustu. -v.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.