Þjóðviljinn - 23.02.1984, Page 4

Þjóðviljinn - 23.02.1984, Page 4
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINNj Fimmtudagur 23. febrúar 1984 DJÚÐVIUINN / Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Guörún Guðmundsdóttir. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Umsjónarmaöur Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson. Auglýsingastjóri: Sigríður H. Sigurbjörnsdóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Helgi ólafsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, ólafur Gíslason, óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson. íþróttafróttaritari: Víðir Sigurösson. Utlit og hönnun: Guðjón Sveinbjörnsson, Þröstur Haraldsson. Ljóamyndir: Einar Karlsson, Magnús Bergmann. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Augiýsingar: Áslaug Jóbannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Sfmavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaðaprent hf. Kjaraskerðingin staðfest Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar- flokksins hóf feril sinn með því að svipta launafólk rétti til að semja um kaup og kjör og lögfesta stórfelldustu kjaraskerðingu sem um getur í sögu íslenska lýðveldis- ins. Þegar verkalýðshreyfingin krafðist þess að fá samn- ingsréttinn tilkynnti forsætisráðherra að slík heimild yrði veitt með því skilyrði að kjarasamningar tækju mið af stefnuforsendum ríkisstjórnarinnar. Sá samningur sem forystumenn ASÍ og VSÍ undirrit- uðu í fyrradag er að dómi Steingríms Hermannssonar mikill sigur fyrir ríkisstjórnina. Samningurinn felur í sér að kjaraskerðingin er staðfest á formlegan hátt. Guð- mundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar, bendir á þennan kjarna málsins í viðtali við Þjóðviljann í gær: „Þessir samningar negla niður kjaraskerðinguna frá síðasta ári. Það er ekkert endurheimt af henni.“ Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, lýsti þeirri skoðun að þótt ekki væri ástæða til að hrópa húrra fyrir þessum samningum fælu þeir í sér betri kost en að efna til átaka á vinnumarkaðinum. Forseti ASÍ lagði mikla áherslu á að með hliðarráðstöfunum, sem ríkisstjórnin hefði lofað að beita sér fyrir, næðist fram veruleg Ieiðrétting fyrir þá hópa sem verst væru settir. Guðmundur J. Guðmundsson varaði við því að fjár- magns til slíkra hliðarráðstafana yrði aflað með því að lækka niðurgreiðslur. Á þennan hátt yrði launafólk sjálft látið greiða kostnaðinn í gegnum verulega hækk- un á verði mjólkur, kjöts og annarra matvæla sem eru stór hluti af daglegri neyslu launafólks. Formaður Dagsbrúnar mótmælti einnig harðlega að þessir samn- ingar skyldu fela í sér stórt skref aftur á bak hvað snertir greiðslur fyrir eftirvinnu og næturvinnu. Þar væri verið að svipta launafólks ávinningi af margra ára baráttu. í viðtali við Þjóðviljann í gær mótmælti Ólafur Jónas- son, formaður kjaranefndar Iðnnemasambands ís- lands, því harðlega að samningarnir fælu í sér að ungt fólk á aldrinum 16 til 18 ára væri ekki viðurkennt sem fullgildir launamenn í fyrsta skipti síðan 1937. „Hér er verið að brjóta blað í verkalýðssögunni og hverfa marga áratugi aftur í tímann“, sagði Ólafur Jónasson. Formaður Dagsbrúnar gagnrýndi þessi ákvæði á sama hátt. Á formannafundi ASÍ mun verulegur hluti fundar- manna hafa setið hjá við afgreiðslu samninganna. Þjóð- viljinn segir í frétt að um fjórðungur hafi setið hjá en Morgunblaðið telur að það hafi verið mun fleiri, eða nær þriðjungur. í þessum hópi var Benedikt Davíðsson formaður Sambands byggingarmanna. Hann segir í viðtali við Þjóðviljann í gær: „Við töldum að ekki væri fullreynt um það gagnvart okkar viðsemjendum að unnt reyndist að fá fram lagfæringar. Þess vegna vildum við ekki taka afstöðu til þessa samnings fyrr en við teldum það fullreynt.“ í gær kom í ljós að samningsaðilar eru ekki sammála um hvernig beri að túlka yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um hliðarráðstafanir í þágu þeirra sem verst eru settir. VSÍ telur að þær séu háðar því að öll félög samþykki samninginn. Á þann hátt ætlar VSÍ með hótunum að svipta félögin raunverulegum samningsrétti. Forysta ASÍ getur hins vegar ekki verið aðili að slíkri réttinda- sviptingu. VSÍ vill fjármagna aðgerðirnar með lækkun niðurgreiðslna og þar með stórfelldri hækkun matvæla. ASÍ er andvígt þeirri aðferð. Sá hornsteinn samnings- ins sem felst í loforðum ríkisstjórnar virðist því hafa verið tálbeita. klippt Skrifað undir samninga ASÍ og VSÍ í fyrradag. Hreyfingar er þörf Verkalýðshreyfing sem ekki hreyfist sækir ekki fram. Jón Kjartansson í Vestmannaeyjum bendir á að samninganefnd ASÍ hafi unnið gott starf ef tekið sé tillit til þess hversu lítinn bakhjarl hún hafði í raun og veru. Formannafundur ASÍ hafnaði því fyrir áramót að taka samning- ana heim í hérað, inn á borð fé- laga eða landssambanda. Síðan hafa samningamálin verið í þröngum farvegi forystu ASÍ og VSÍ. Það hefur verið áberandi í umræðum um kjaramál á opin- berum vettvangi allt frá því að ríkisstjórn setti á samningabann með lögum og knúði fram 23- 30% kaupmáttarskerðingu, að hversu vígfimir sem forystumenn verkalýðsfélaganna hafa verið í þeim, hafa þeir endanlega verið biðjandi í sinni afstöðu en fulltrú- ar ríkisvalds og atvinnurekenda hótandi. Samningar eru gerðir án þess að nokkurt verkalýðsfélag hafi svo mikið sem samþykkt ver- kfallsheimild til stjórna sinna og samninganefnda, nema verka- lýðsfélög fyrir hönd starfsmanna í álverinu, sem hafa háð harða ver- kfallsbaráttu. Margt vel gert Sá samningaferill sem verið hefur í gangi síðustu mánuði er ekki fallinn til þess að virkja fjöldann að baki samningaforyst- unni. En ef litið er yfir tímabilið frá því í vor og fram á þennan dag er ljóst að margt hefur verið vel gert og annað miður. Eftir að ríkisstjórnin hafði svipt verka- lýðshreyfinguna mannréttindum töluðu ýmsir fyrir því að gripið yrði til harðra gagnaðgerða strax, en ekki var talin „staða“ til þess. ASÍ og BSRB svöruðu þess í stað með vel útfærðri upplýsingaher- ferð sem stjórnarliðar kveínkuðu sér mikið undan, og reyndu síðan að svara í sömu mynt. Á haustmánuðum var farið í undir- skriftasöfnun gegn afnámi samn- ingsréttar, og þrátt fyrir að sú að- ferð væri gagnrýnd og fram- kvæmd hennar væri víða í mol- um, þá sýndi hún lífsmark og þátttöku, sem byggja hefði átt á. Útifundurinn á Austurvelli í þingbyrjun sýndi einnig að hin virka fjöldasveit svaraði þegar forysta verkalýðshreyfingarinnar kallaði. Erfiður tími Eftir þessi tvö athafnaskeið kom erfiður tími þar sem um- ræður í forystu verkalýðshreyf- ingarinnar snérust um kröfur og samningataktík og sýndu fram á samstöðuleysi og lítinn aðgerða- hug. Afleiðingin varð sú að dampurinn datt niður og slok- knaði undir kötlunum. Það van- taði bæði stígandi og þunga í samningaundirbúninginn. Klukkan gekk hvorki á stjórnvöld né á atvinnurekendur, heldur á verkalýðsforystuna sjálfa, sem átti það á hættu, ef samningar drægjust á langinn, að vera sökuð um að vilja ekki hirða það litla sem stóð til boða. Sjálfskönnun Dagsbrúnar Athyglisvert er, að á meðan á þessu þófi stóð hóf Verka- mannafélagið Dagsbrún sjálfs- könnun, efndi til fjölmargra vinnustaðafunda og funda með kjörnum samninganefndum frá einstökum vinnustöðum. Út úr þeirri vinnu sem hefur verið lögð í að tala við félagsmenn virðist hafa komið önnur afstaða heldur en sú sem forystumenn margra annarra verkalýðsfélaga telja sig vita um hug sinna félagsmanna. Guðmundur J. Guðmundsson formaður Dagsbrúnar hefur í við- tölum við fjölmiðla lagt áherslu á að hann ætli sér ekki að taka sér til fyrirmyndar hershöfðingja sem undirbúa síðasta stríð. Þar er komið að kjarna máls því að að- ferðir við að efla „baklandið" i félögunum og fylgja fram kröfum verkafólks hljóta að miðast við það stríð sem er háð, en ekki fyrri stríð. Málum er gjarnan stiilt þannig upp, að annaðhvort sé verkfall eða meiri eða minni upp- gjöf. Heyrst hefur að vegna kjar- askerðingar, skulda og atvinnu- brests geti og vilji verkafólk ekki fara í verkfall. Þarf það að þýða að ekki sé hægt að fylgja aðgerð- aráætlun sem skapi stígandi, þunga og hreyfingu í verkalýðs- hreyfinguna? Nýsköpun í aðferðum Verkalýðshreyfingin hefur gert tilhlaup í átti til nýsköpunar í þeirri lotu sem lauk með samn- ingum ASÍ og VSÍ. Láglauna- könnunin var tam. aðferð sem dugði til þess að rétta hlut hinna allra verst settu að nokkru og um- fram aðra. Um samræmda hern- aðaráætlun hefur ekki verið að ræða, og niðurstaðan hefur ekki náðst með þátttöku fjöldans í ein- hverri mynd. Hvort sem að nið- urstaðan hefði orðið betri eða verri með því, er ljóst að án fjöl- daaðgerða verður styrkur hreyf- ingar og forystu lítill. Margt hefur glutrast niður í þessari lotu, svo sem yfirvinnuálagið, fullgild laun frá 16 ára aldri, vörnin fyrir verkamannabústaðakerfið o.fl. Það er því full ástæða til þess að ræða ýtarlega lærdóma þá sem draga má af liðinni baráttu, því mörg orrustan er framundan sem kallar á nýsköpun í aðferðafræði verkalýðshreyfingarinnar. - ekh Álmannarómur ekki óskeikull Sjaldan lýgur almannarómur, segir máltækið. Það er oft notað þegar menn vilja halda því fram að sannleikskorn kunni að leynast í meira eða minna óná- kvæmum söguburði. En tökum eftir því að með orðinu sjaldan er gert ráð fyrir því að almannaróm- ur geti stundum logið. Þetta er gott að hafa í huga þegar menn ræða bankarán í Breiðholti og vopnað rán á Laugavegi sín á milli þessa dagana. Almanna- rómur er kominn vel á veg með að þjófkenna starfsfólk Iðnaðar- bankans, sem var rænt, leigu- bílstjórann sem miðað var byssu á og stolið af bflnum, og pening- asendlana frá ÁTVR sem urðu. að láta frá sér fé undir hótunum um að búkur þeirra yrði fylltur höglum. Þetta er allt samkvæmt gamalli íslenskri hefð sem segir að sá sem stolið er frá skuli þjófsnafnbót bera upp frá því. Frægt er dæmið um Jón þjóf sem varð fyrir því óláni að skóhlífun- um var stolið frá honum, og fékk auknefni sitt af því. Þótt ekki sé verið að mæla gegn íslenskum hefðum almennt er þessi þó afar hvimleið, og mætti vel leggjast af. -ekh

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.