Þjóðviljinn - 23.02.1984, Page 5
Svavar Gestsson formaður Alþýðu-
bandalagsins um hina nýju stöðu:
Þarf nýja
samninga!
- Hér er teflt á ystu brún með kjör verkafólks og einingu verka-
lýðssamtakanna. Niðurstaða mín er því sú að nú þurfi að leggja allt
kapp á að ná annarri samningsniðurstöðu sem tryggi í senn betri
kjör verkafólks og treysti fremur einingu þess en mér sýnist þessi
samningur gera, sagði Svavar Gestsson formaður Alþýðubanda-
lagsins m.a. er Þjóðviljinn leitaði álits hans á samkomulagi ASÍ og
VSI og ríkisstjórnarinnar:
Hér er í fyrsta lagi ekki um
venjulega kjarasamninga að ræða.
Verkalýðshreyfingin sem heild
hefur ekki verið spurð um afstöðu
til þessa. Hér er um að ræða niður-
stöður sem forseti ASÍ og fram-
kvæmdastjóri Vinnuveitendasam-
bandsins komust að og ríkisstjórn-
in samþykkti fyrir sitt leyti. Það er
verkalýðsfélaganna að taka af-
stöðu í þessum efnum. Þau hafa
samnings- og verkfallsréttinn og
enginn getur tekið þann rétt af
þeim.
Framhald
kjaraskerðingar
- Samingurinn er til langs tíma
eða fram á útmánuði 1985. Þetta er
að mínu mati of langur tími því
ekki er gert ráð fyrir því að hrófla
við þeirri kjaraskerðingu frá síðari
hluta ársins 1983 sem ríkisstjórnin
ákvað með bráðabirgðalögum sín-
um.
- Samningarnir gera ráð fyrir því
að eftirvinnuálag verði skorið nið-
ur úr 40% í 17%, samkvæmt því
sem fram kemur í blaðaviðtölum
við formann Dagsbrúnar, og önnur
álög samsvarandi.
Þrengt að ungu fólki
- Samningurinn gerir ráð fyrir
því að hækka aldursmörk fyrir full
laun í 18 ár. Þannig eru 16 og 17 ára
unglingar sem hafa fengið sömu
launaréttindi og aðrir settir á sama
bás og fyrir 1937. Hér er því enn
þrengt að grundvallarréttindum
sem verkalýðshreyfingin hafði
áunnið sér fyrir áratugum.
- Samningurinn byggist á því að
gerðar verði félagslegar ráðstafanir
sem á að fjármagna með stórkost-
legum hækkunum á verðlagi land-
búnaðarafurða. í yfirlýsingu ríkis-
stjórnarinnar er um að ræða já-
kvæðan þátt, eins og hækkun vas-
apeninga aldraðra á stofnunun, en
hér er aðeins um að ræða fram-
kvæmd á lögbundnu ákvæði sem
ríkisstjórnin varð að framkvæma
hvort eð er. Þá er það athyglisvert í
yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar að
nauðsynlegt er talið að skerða sér-
staklega rétt námsmanna til þeirrar
hækkunar á barnabótum sem
yfirlýsingin kveður á um.
Kauphækkun beint
í verðhækkanir?
- í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar
er ekki orð um það að sú takmark-
Dagsbrún á
víðar stuðn-
ing þessa
dagana en
margan
grunar
aða launahækkun sem hér er um að
ræða megi ekki fara út í almennt
verðlag. Þess vegna má gera ráð
fyrir því að verðhækkanir fylgi
þessum takmörkuðu launahækk-
unum og þær verði því teknar aft-
ur.
- Sömu dagana og samkomu-
lagið er gert er lagt fram á alþingi
frumvarp til laga um breyttan vísit-
ölugrundvöll. Þar mælast hækkanir
á matvöru minna í en gömlu vísi-
tölunni. Þess vegna mælir nýja vísi-
talan síður afkomu láglaunafólks
en sú gamla, og er sérstaklega al-
varlegt að þetta skuli gert um leið
og búvörur á að hækka stórkost-
lega. Það þýðir að hækkunin á
landbúnaðarvörunum kemur ekki
fram í nýrri vísitölu framfærsluk-
ostnaðar.
Ekki reynt
á samtakamáttinn
Fyrir þessa samninga hefur ekk-
ert reynt á áhuga verkafólks til þess
að beita afli samtakanna til þess að
ná fram skárri kostum; það þýðir
að samkomulagið segir ekkert til
eða frá um mátt eða máttleysi
verkalýðshreyfingarinnar í heild.
Eitt félag, Verkamannafélagið
Dagsbrún í Reykjavík, hefur haft í
gangi vinnustaðastarf og það er at-
hyglisvert að einmitt það félag
skuli gagnrýna þetta samkomulag
harðast. Það er einnig athyglisvert
að þriðjungur viðstaddra á for-
Dregið hjá Húsnœðissamvinnufélaginu
mannaráðstefnu ASÍ treysti sér
ekki til að standa að samkomu-
laginu.
Teflt á ystu brún
Hér er því teflt á ystu brún með
kjör verkafólks og einingu verka-
lýðssamtakanna. Niðurstaða mín
er því sú að nú þurfi að leggja allt
kapp á að ná annarri samningsnið-
urstöðu sem tryggi í senn betri kjör
launafólks og treysti fremur ein-
ingu þess en mér sýnist þessi samn-
ingur gera. Þess vegna tek ég undir
með formanni Verkamannafélags-
ins Dagsbrúnar; „Mér líst illa á
þessa samninga.“
Nýir samningar -
Dagsbrún nýs tíma
Það þarf að hefja nú þegar undir-
búning þess að nýir og skárri kostir
náist. Það er athyglisvert að það
skuli vera Verkamannafélagið
Dagsbrún sem hefur sérstöðu, en
það er einnig í góðu samræmi við
sögu þessa stærsta verkamannafé-
lags landsins. Ég er sannfærður um
það að Dagsbrún á víðar stuðning
þessa dagana en margan grunar -
sá stuðningur getur áður en varir
breyst í afl sem knýr fram ný samn-
ingsúrslit. Ég er sannfærður um að
það gerist. _óe
Hver
Dregið var um fé-
lagsnúmer í Húsnæðissam-
vinnufélaginu Búseta í fyrra-
dag að viðstöddum fulltrúa
frá borgarfógetaembættinu.
Alls höfðu 1.448 stofnfé-
lagar greitt stofnfélagsgjald
sitt á tilskildum tíma og var
dregið á milli þessara félaga
um númer.
Drátturinn fór fram í tölvu
og var síðan fulltrúa borgar-
fógetaembættisins afhent
tölvuútskriftin. Ekki reynist
unnt að greina frá niðurstöð-
um úr drættinum, þar sem
skil undir nafni hafa ekki
borist úr öllum bankaútibú-
um úti á landi. Félagsfólki
Búseta er bent á að fylgjast
með útkomu Búsetans í
næstu viku, en þar verður
greint frá niðurstöðum í
drættinum og félagsnúm-
erum.
Guðni Jóhannesson, varaformaður
Húsnæðissamvinnufélagsins Búseta,
mataði tölvuna og Þorkell Gíslason,
fulltrúi borgarfógetaembættisins,
fylgdist með ásamt Hörpu Njálsdóttur,
Auði Styrkársdóttur, Reyni Ingibjarts-
syni, framkvæmdastjóra Búseta, og
Gísla Hjaltasyni. (Ljósm. -eik-)
verður Búseti nr. 1?