Þjóðviljinn - 23.02.1984, Qupperneq 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 23. febrúar 1984
Hvers vegna er
Reagan vinsæll?
Amríkubréf
frá________
Sigurði
Ólafssyni:
Meðan um það bil tugur at-
kvæðamanna meðal Demó-
krata keppir um útnefningu
flokks síns til forsetakjörs fikrar
Reagan forseti sig hátt upp á
vinsældaskrám í
skoðanakönnunum - hafa
menn ekki reynt annað eins
síðan Eisenhower var og hét.
Vikuritið Newsweek var að
velta því fyrir sér um daginn,
hvernig í ósköpunum á þessu
stæði. Stjórn Reagans ætti
sinn þátt í miklu atvinnuleysi,
gífurlegum hallaáfjárlögum,
kaldastríðsástandi í sam-
skiptum við Sovétríkin og hún
hefði einnig hætt sér út í vafa-
söm hernaðarævintýri, nú síð-
ast í Líbanon. Niðrstaðan er
svo helst sú, að Bandaríkja-
menn kunni blátt áfram vel við
forsetann, honum hafi tekist að
skapa af sér í fjölmiðlum þá
„réttu“ mynd af hressum, glað-
værum og tiltölulega auð-
skiljanlegum Amríkana, karli úr
næsta húsi ef svo mætti segja.
Sú sérkennilega persónudýrkun
sem forsetaembættið dregur að sér
ýtir til hliðar óánægju með ýmislegt
í stjórnsýslunni: mynd Reagans er
eitt, verk hans annað.
Eitthvað á þessa leið segir
Newsweek. En hér fer á eftir Is-
lendingsbréf um „Vinsældir Reag-
ans“ frá Sigurði J. Ólafssyni. Þar
segir á þesa leið:
Loforð
og efndir
„Hann leikur sér alltaf við okkur“
hafa verið að rumska af löngum
dvala. Nóg framboð sýnist vera á
peningum og vextir hafa lækkað.
Samt er það svo, að margir hafa
litla trú á þessum bata, búast eins
við að allt fari til fjandans aftur.
Greiðsluhallinn hjá ríkinu, sem
fyrr var nefndur, stafar fyrst og
fremst af æðislgum vígbúnaði.
Reagan hefur skorið niður flest
önnur útgjöld ríkisins, einkum þau
sem gengu til skóla og mennta-
mála. Fé til sjúkra og aldraðra var
alltaf skorið við nögl, en Reagan
hefur heflað það niður í smáflís
eins og þjösnalegur trésmiður.
Einnig hefur hann hamrað svo af
fátækraframfærslu og fríum mat í
barnaskólum að þessir útgjalda-
liðir verða vart sjáanlegir með ber-
um augum. Þá hefur Reagan kippt
fótum undan ellilífeyristryggjend-
um. Gamla fólkið er nú eins og
hestar á vaði í yggldri straumiðju.
Sumir missa fótanna og hverfa,
aðrir berjast í bökkum.
Harriman, fyrrum sendiherra í
Moskvu og stundum ráðgjafi Hvíta
hússins í utanríkismálum, skrifaði
nýlega langa grein þar sem hann
varaði við framgöngu núverandi
stjórnar í viðskiptum við Sovétrík-
in. Kvað hann talsmáta Reagans í
garð Sovétmanna alls óviðeigandi
og beinlínis stórhættulegan
friðnum í heiminum. Kvað hann
samningaumleitanir um takmörk-
un kjarnorkuvígbúnaðar þýðing-
armest mála í heiminum nú um
stundir og mikið væri á sig leg-
gjandi til að taka upp viðræður um
það aftur. Sé allt í lagi að setja
Rússum stólinn fyrir dyrnar ef þeir
sýni bolabrögð, en menn verði að
vita hvenær mælirinn er fullur.
Pað sem menn
helst vilja heyra
í augum afturhaldsaflanna í
Bandaríkjunum er Reagan hetja,
ósigrandi kappi. Frjálslyndu öflin
líta aftur á móti á forsetann sem
lýðsskrumara og hættulegan stríðs-
æsingamann, sem verði að koma á
kné. En hver á að sigra hann?
Vinsælustu kennararnir eru þeir
sem segja krökkunum það sem þeir
vilja helst heyra, hvetja þau og
hrósa þeim fyrir minnstu viðleitni.
Reagan notar þessa aðferð óspart
við þjóð sína. Hann er ýmist við-
kunnanlega leikglaður, eða inni-
lega meðaumkunarlegur. Nefna
mætti tvo eða þrjá af forsetaefnum
Demókrata sem eru jafn óþvingað-
ir og liprir ræðumenn og Reagan.
En engar líkur eru á því að þeir
verði í framboði. Allt bendir til
Mondales, fyrrum varaforseta.
Mondale er sagður manna
skemmtilegastur í vinahópi, en
þegar hann stígur í ræðustól hverf-
ur glaðlyndið út í buskann og eftir
stendur þunglyndislegur nöld-
ursseggur með hikandi talanda. í
kosningum þar sem sjónvarp-
símynd frambjóðanda skiptir jafn
miklu máli og í Bandaríkjunum má
telja víst - að öllu óbreyttu - að
Mondale verði Reagan örugg
bráð...
Og sem sagt: af hverju er maður-
inn svona vinsæll? Er það hárið eða
sjálfsöryggið? Spyr sá sem ekki
veit.
Ef krakkar í skóla eru spurðir að
því af hverju einhver kennari sé svo
vinsæll sem raun ber vitni, þá svara
þau: Af þvi hann leikur alltaf við
okkur...
(lítið eitt stytt).
Skoðanakönnun um Reagan:
Reagan sagðist myndu lækka
greiðsluhalla ríkisins þegar hann
tók við embætti. Hallinn hefur svo
aldrei verið meiri en núna, um 180
biljónir fyrir næsta greiðslutímabil.
Han stóð við loforð um skattalæk-
un - á sinn hátt. Venjulegt fólk
græddi kannski um 150 dollara á ári
við hana en hinir efnuðu margfalt
meir. Dæmi: af 10 þúsund dollara
árstekjum eru kannski greiddir
1500 dollarar í skatta, en af 100
þúsund dollara árstekjum 15 þús-
und. Sá efnaðri fær síðan allskonar
frádrátt af braski sínu og fær sjö
þúsundir endurgreiddar. Sá með
lægri tekjurnar fær engan frádrátt.
Atvinnuleysi er enn um 8% og
stórborgir eins og New York, Chic-
ago og Los Angeles standa ráð-
þrota gagnvart útigangsfólkinu.
Enn eru langar biðraðir við gjafa-
eldhús góðgerðastofnana.
Heilsugæslukerfið er í molum.
Þrátt fyrir allt þetta er Reagan
einhver vinsælasti forseti Banda-
ríkjanna. Hann myndast vel, er
léttur á brún, hefur blómlegan tal-
anda og sannfærandi svipbrigði.
Fullvíst er talað að ef kosið væri
núna mundi hann auðveldlega
sigra Mondale, sem er líklegasta
forsetaefni Demókrata.
Bati?
Það er hægt að týna ýmisleg tíð-
indi til sem ýta undir þessar vin-
sældir. Ýmsar greinar atvinnulífs
Kosningalög sam-
þykkt í Nicaragua
Sandinistastjórnin í Nicaragua
hefur gengið frá lögum um kosn-
ingar í landinu sem haldnar verða
á næsta ári. Samkvæmt þeim á að
kjósa á einum og sama degi for-
seta, varaforseta og til þings.
Ríkisráðið, sem um fimmtíu
manns eiga sæti í, hefur sam-
þykkt þessar tillögur. í ráðinu
eiga sæti ýmsir stjórnarandstæð-
ingar og lögðu þeir til að einungis
yrði kosið til Jöggjafarþings. Það
þing töldu þeir að'ætti svo að
ganga frá nýrri stjórnarskrá.
Formaður ráðsins, Carlos
Nunez ofursti, hefur hinsvegar
látið í Ijós þá skoðun að Nicarag-
ua hafi ekki efni á tvennum að-
skildum kosningum - og hafði
hann þá bæði í huga þann háska
sem rfkinu stendur af erlendri
íhlutun sem og báglegt efnahags-
legt ástand.
Kosningadagurinn verður til-
kynntur nú í vikunni á minningar-
degi þjóðhetjunnar Augusts Ces-
ars Sandinos. Stj'ornin hefur
heitið því að veita hverjum flokki
sem þátt tekur í kosningunum
sem svarar um sex miljónum
króna til að standa straum af
kostnaði við kosningabaráttuna.
En þá mega flokkarnir heldur
enga peninga fá frá útlöndum til
þeirra hluta.
( Allir flokkar eiga hd fá sama
tíma í útvarpi og sjónvarpi og
slakað verður á rítskoðun um leið'
og kosningabaráttan hefst eða1
hún afnumin með öllu.
(byggt á DN)
Eitt er
forsetinn,
verk hans
annað...
í skoðanakönnun sem gerð var
á vegum vikuritsins Newsweek
ekki alls fyrir löngu kom í Ijós
merkiiegt misræmi milli persónu-
legra vinsæida Reagans forseta og
afstöðu manna til þess hvernig
hann fer með hin einstöku mál.
Þannig sögðu 56% þeirra sem
spurðir voru, að þeir persónulega
treystu Reagan „til að gera það
sem rétt er“. 68% sögðu að Reag-
an væri „ákveðinn“ og hvorki
meira né minna en 80% tóku af-
stöðu sem orðuð var á þennan
leiðandi hátt: „ég kann vel við
hvernig hann heldur uppi vörn-
um fyrir Bandaríkin“.
Aftur á móti voru það 49% sem
fannst Reagan láta vel að stjórna
efnahagsmálum-43% voru hins-
vegar óánægð með frammistöðu
hans á því sviði. Um það-bil helm-
ingur þeirra sem spurðir voru
voru óánægðir með framgöngu
Reagans í Austurlöndum nær og í
Mið-Ameríku, en aðeins 32-34%
voru sammála stefnu hans í þeim
heimshlutum. Þá var og um
helmingur þeirra sem spurður var
óánægður með greiðsluhalla á
fjárlögum, en 37% fannst allt í
lagi með þá frammistöðu.
Þess skal og getið, að 36%
þeirra sem spurð voru töldu að
sér vegnaði betur efnahagslega
nú en fyrir fjórum árum, 24%
töldu kjör sín hafa versnað, en
39% sögðu að lítið hefði breyst.