Þjóðviljinn - 23.02.1984, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 23.02.1984, Blaðsíða 10
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 23. febrúar 1984 A iS&J Fóstrur - aðstoðarfólk Fóstrur óskast við dagheimilið Furugrund. Fullt starf. Þurfa að geta hafið störf sem fyrst. Einnig óskast starfsfólk til afleysinga. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 41124. Umsóknareyðublöð liggja frammi á Félags- málastofnun Kópavogs, Digranesvegi 12. Félagsmálastofnun Kópavogs Söluskattur Viðurlög falla á söluskatt fyrir janúarmánuð 1984, hafi hann ekki verið greiddur í síðasta lagi 27. þ.m. Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 20%, en síðan eru viðurlögin 3,25% til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. mars. Fjármálaráðuneytið Norrænn styrkur til bókmennta nágrannalandanna Fyrsta úthlutun norrænu ráðherranefndarinnar (mennta- og menningarmálaráðherrarnir) 1984 - á styrkjum til útgáfu á norrænum bókmenntum í þýðingu á Norður- löndunum - fer fram í maí. Frestur til að skila umsóknum er: 1. apríl 1984. Eyðubiöð ásamt leiðbeiningum fást hjá menntamála- ráðuneytinu í Reykjavík. Umsóknir sendist til: NORDISK MINISTERRÁD Sekretariatet for nordisk kulturelt samarbejde Snaregade 10 DK-1205 Köbenhavn K Sími: DK 01-11 47 11 og þar má einnig fá allar nánari upplýsingar. Orðsending frá Lífeyrissjóði verzlunarmanna Lífeyrissjóður verzlunarmanna sendi í byrjun febrúar yfirlit til allra sjóðfélaga um greiðslur til sjóðsins þeirra vegna á síðasta ári, 1983. Yfirlit þessi voru send á heimilisföng, sem sjóðfélagar höfðu 1. desember 1983, sam- kvæmt þjóðskrá. Þeir sjóðfélagar, sem fengið hafa sent yfirlit, en hafa athugasemdir fram að færa, svo og þeir sjóðfélagar, sem telja sig hafa greitt til sjóðsins á síðasta ári en ekki hafa fengið sent yfirlit, eru beðnir um að hafa samband við viðkomandi vinnuveitanda eða skrifstofu sjóðsins. Lífeyrissjóður verzlunarmanna Jarðarför móður okkar, tengdamóður og ömmu Ingiríðar Árnadóttur Skólavöllum 4, Selfossi, fer fram frá Selfosskirkju laugardaginn 25. febrúar kl. 13.30. Árni Einarsson Guðrún Lilly Ásgeirsdóttir Unnur Einarsdóttir Gunnar Á. Jónsson Jóna Einarsdóttir Jón Helgi Hálfdánarson og barnabörn Blaðberi óskast á Háteigsveg MÚBVIUINN Síðumúla 6 Sími 81333. Þórunn Eiríksdóttir: Augliti til auglitis. Höf. Elin Bruusgaard. Þýð. Sigríður Thorlacius. Leiftur 1983. Skyldi merkisbókin „Augliti til auglitis" hafa orðið undir í jólabók- aflóðinu? Ég minnist þess a.m.k. ekki að hafa séð hennar getið en langar til að vekja athygli á henni. Það má með sanni segja, að höf- undur kemur víða við. I upphafi er hún stödd í New York, meðlimur norsku sendinefndarinnar á Alls- herjarþingi SÞ. Lífsreynslu sinni þar og hvarvetna þar sem við fáum að fylgjast með henni lýsir hún í stuttum og snjöllum svipmyndum. Hún hefur þann hæfileika að geta komið ótrúlega mörgu að í stuttu máli - um leið og hún skilur lesand- ann jafnan eftir með margar áleitnar spurningar og umhugsun- arefni. Elin Bruusgaard hefur á undan- förnum kvennaáratug sótt ýmsar alþjóðlegar kvennaráðstefnur og ferðast sem fulltrúi hjálparstofn- ana til þróunarlanda - til Zambíu, Keníu, Sri Lanka, Pakistans, Pól- lands og Indlands - til að fylgjast með því að hjálparfé sé varið eins og til var ætlast. Konur hittast „Þetta er fyrst og fremst bók um það þegar konur hittast", segir á bókarkápu og er það sannmæli. Hvar sem Elin Bruusgaard fer tekst henni ekki aðeins að kynnast ytri lífskjörum, heldur fær hún konur til að opna sig og ræða við sig í trúnaði og kynnist þannig hugsun- arhætti þeirra og lífsviðhorfum. Enda tileinkar hún bókina öllum þeim „sem lyftu dyralokunni frá“. Og hvað kemur svo í ljós þegar dyralokunni hefur verið lyft?: „Konur úr yfirstéttum þriðja heimsins með auð sinn og yfir- læti... þorpskonur með börn sín á baki, börn við hönd, börn í móður- kviði... Berandi byrðar, lítilsvirtar og kúgaðar... Konur úr fátækra- hverfum stórborganna...“ Hún hittir ekki síst konur sem þekkja ekkert annað en sárasta hungur og örbirgð. f samanburði við hinn hrikalega vanda fátækustu þjóðanna sýnast vandamál Vestur- landabúa bæði fáfengileg og auð- leysanleg. Ráðherra á Sri Lanka segir vð Elínu: „Við höfum blátt áfram ekki ráð á því að allir landsmenn borði sig metta á hverjum degi. Ef því væri framfyigt mundi allt okkar efna- hagslíf hrynja. Ef við ættum öll að fá bara eina matskeið af hrísgrjón- um til viðbótar, yrðu það 200 milj. kg á ári. Hvaðan ættum við að fá það magn?“ Hún hittir sjúkar konur, klæð- lausar konur: „Okkur langar til að tala við konurnar. Hvar eru þær? Aðeins örfáar sjást innan um börnin og karlmennina. Konur eru ekki sér- lega mikilvægar. Þær komast ekki einu sinni í hagskýrslur yfir látna. Þær eru feimnar og ófúsar að trana sér fram. En við þráumst við þar til við heyrum ástæðuna og fyrirverð- um okkur. Þorpið á ekki nógu marga sarí handa öllum konunum sem þar búa. Fólkið er svo sárafátækt að sex konur geta orðið að skiptast á um hvern sarí. Kona fer ekki út nema í sarí. Við getum ekki annað en lotið höfði og blygðast okkar.“ Uppeldið Hún hittir konur sem veita ungri stúlku hlutdeild í hinni fornu hefð. Hún á að vera karlmanninum til geðs - ævinlega: „Er hann þreyttur? Þú ættir að bera byrðina fyrir hann. Er hann kátur? Syngdu og dansaðu með honum, hversu þreytt og sjúk sem þú ert. Er hann drukkinn? Vertu góð við hann eins og barn sem þú elskar. Er hann hrottafenginn? Auðmýktu þig. Þú hefur ekki verið honum til geðs. Hann á rétt á að berja þig“. „Hversvegna kennið þið henni þetta jafnframt sem þið lýsið því hve undirokaðar þið séuð af karl- mönnum?" spyr höfundur. „Þetta er okkar menning. Aðra ' arfleifð höfum við ekki til að miðla henni, þetta er hennar eina vörn,“ ansar Chanara dálítið beisklega. Hvorki hún né við eigum annarra kosta völ“. Elin sýnir fram á að þróunar- hjálpin, sem mætti líkja við lítinn dropa í stóru stöðuvatni, kemur sumstaðar að gagni, annarsstaðar ekki: „Það er svo oft að við sjáum framkvæmdir sem verða skamm- lífar, framkvæmdir sem hófust vegna þess að einhver sem var á ferð fann sig knúinn til að hjálpa. Þetta fólk setur af stað fjársöfnun án þess að hugsa um afleiðingarnar af því að koma á fót nýrri stofnun ef ekki eru til fjármunir til áframhald- andi reksturs". Hverskonar samstaða? Hún kynnir okkur líka fyrir vel menntuðum kvenskörungum í á- hrifastöðum víðs vegar að, sem brenna af áhuga á að bæta kjör kvenna, og segir frá kvennaráð- stefnum, sem líklega staðfesta fyrst og fremst hvílíkt regindjúp skilur á milli vestrænna kvenna og kvenna þriðja heimsins - þó að fráleitt sé raunar að flokka konur í aðeins þessa tvo hópa. Á einni kvennaráðstefnunni full- yrðir æði beisk kona að það sé að- eins eitt sem öll heimsins stjórnkerfi eigi sameiginlegt - að mismuna konum. „Er systrasamstaðan, sem konur Vesturlanda sýna konum þróunar- landa, ný tegund nýlendustefnu? Hve djúpt ristir sú samúð og það umburðarlyndi sem við hrósum okkar af?“ Við skulum hlýða á gagnrýnis- raddir úr þriðja heiminum: „Þið talið svo hátt um systrasam- hyggð. En hverjum gagnar sú sam- staða? Eigið þið að velja þær úr sem njóta umhyggju ykkar og skilnings?... Lítum á ykkar eigin systur. Hvar var systrasamstaðan eftir heimsstyrjaldirnar? Miljónir ungra manna voru drepnar. Jafn margar konur urðu mannlausar, glötuðu tækifærinu til að eignast fjölskyldu. Ykkur, sem voruð svo heppnar að geta stofnað fjöl- skyldur, dettur ykkur aldrei í hug að deila manninum, sem þið búið með, með einhverri af meðsystrum ykkar? Það ætti að vera mannréttindi að búa með einstakl- ingi af hinu kyninu. Þið hreyfið hvorki hönd né fót til að hjálpa þessum miljónum kvenna. Þvert á móti verjið þið karlmanninn sem þið fenguð með kjafti og klóm. Hugsið þið aldrei um einsemdina og örvilnunina sem meðsystúr ykk- ar búa við? Hvað mynduð þið segja ef við í Afríku og Asíu hæfum fjár- söfnun fyrir þessum málstað, ef við vildum losa þessar konur undan einstæðingsskapnum, ef við útbás- únuðum ykkur opinberlega sem eigingjarnar og bundnar gamalli hefð? Mynduð þið vilja þiggja þá systurlegu samstöðu? Hvað mynd- uð þið segja?" „Ja, hvað myndum við segja? Hvað höfum við gert; höfum við eyðilagt tilttrú kvenna þróunar- landanna til okkar?“, spyr bókar- höfundur. Lokaorð hennar eru: „Við verðum að viðurkenna að konur eru ekki þjóðarheild, sem hægt er að gera kröfur til né getur gert sameiginlegar kröfur til ann- arra. En þetta - að við getum ekki talað einum rómi - er það ekki það sem gerir lífið svo undursamlegt og merkilegt, svo spennandi að lifa því?“ Af framangreindu er ljóst að efni bókarinnar er mjög alvarlegt. En hún er hressilega skrifuð og tekur mann fanginn. Og ekki er annað hægt en brosa, t.d. að viðureign norrænu kvennanefndarinnar við Mama Kanvasa sem er ekki aldeilis ein af þeim undirokuðu, heldur voldugasta konan í Zambíu - og veit af því. Það eru út af fyrir sig meðmæli með bókinni að svo málsnjöll og vandvirk kona sem Sigríður Thorl- acius hefur þýtt hana. Ég kann henni þakkir fyrir að hafa gert ís- lenskum lesendum mögulegt að njóta þessarar bókar sem á mikið erindi við okkur. Þórunn Eiríksdóttir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.