Þjóðviljinn - 22.03.1984, Blaðsíða 4
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 22. mars 1984
« *
i'l t'' i i I
* V <
Fimmtudagur 22. mars 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13
„Mannelsk dýr og skynsöm“
Refaræktin blómstrar
á Héraði:
Shadow-refur eða Skuggi eins og kalla mætti hann uppá islensku. Hann er mun hvítari á feld en blárefurinn, og
skinnin verðmeiri ef þau eru falleg. Ljósm. -Ál.
BREFASKOLINN
Suðurlandsbraut 32 Reykjavík sími 81255
BÆNDUR OG BÚALIÐ
Nú gefst tækifæri að gerast
nemandi í Brefaskolanum og
læra
Búreikninga
Heyverkun eða
Sauðfj árrækt
Hringið eða skrifið til okkar
og við sendum ykkur námsefnið
1 posti
Kveðj a,
Brefaskolinn
PWillSSISSiSIÍl
fiBHvPPB’lllllllliil
^HKSi5!Í!»iilllllli]
|2iaiiiiiill8IIf|
Emmímmm
jlíffffiiffp
ss::ss!sim
t 1
Paóer
hægt aó
læra góöa
heyverkun
Á rúmum fjórum árum hafa
refabú breiðst um landið og
eru nú orðin 118 talsins, í
öllum landsfjórðungum. Á
Héraði eru þau orðin 12 og
reka bændurþar
sameiginlega fóðurstöð
Fellabæ. Að Þrándarstöðum
í Eiðaþinghá heimsótti
blaðamaður Karl
Jóhannsson refabónda og
fræddist af honum um refinn
og refarækt.
Það er talsvert nýnæmi að koma í
fyrsta sinn í refabú, ekki síst á þess-
um árstíma, - fengitíminn að hefj-
ast og stæk lyktin kemur eins og
veggur á móti manni. Engu að
síður er allt opið út, enda blíðviðri
eins og það gerist best fyrir austan,
6-8 stig í byrjun mars.
Að sögn Karls er blaðamanni þó
óhætt að fara inn eins og hann er
klæddur: „Þetta er allt annað en
fjósalykt“, segir hann, „hún loðir
ekki við þig!“
Karl hóf loðdýraræktina í des-
ember 1982 og byrjaði með 30 læð-
ur sem hann fékk frá Grund í Eyja-
firði. Á þessum 15 mánuðum hefur
búið dafnað vel, læðurnar orðnar
65 og býlið meðalstórt, en þess má
geta að stærsta refabúið á Dalvík
telur 300 læður.
Erfiðasti tíminn
- Hvernig líður árið hjá refa-
bónda?
„Þetta er erfiðasti tíminn held
ég, því það er mesta kúnstin að
para læðurnar, vita hvenær þær
beiða og maður veit ekki hvernig til
hefur tekist fyrr en löngu seinna.
Þær ganga með í 52 daga, sem þýðir
að gottíminn hefst í maíbyrjun. Þá
fara þær í sérstaka gotkassa og al-
gengasti hvolpafjöldi.er 10-11. Ég
hef flesta fengið 17 undan einni
læöu.
Læðurnar eru ákaflega gætnar
meðan hvolparnir eru að komast á
legg og sumar koma ekki einu sinni
út úr kassanum til að éta. Þær passa
hvolpana ákaflega vel en eru þó
misjafnar í því eins og gengur.
Sumarið er svo uppeldistími hvolp-
anna og þá er líf og fjör í húsinu.
Eldistíminn er frá júní fram í sept-
ember en þá eru þeir fullvaxnir. í
október lýkur feldmynduninni og
þá eru þeir pelsaðir.“
- Pelsaðir?
„Já, slátrunin er nefnd pelsun!
Hún fer fram í október og fram í
byrjun nóvember og þá eru undan-
eldisdýrin sett á viðhaldsfóður.
Það er talsverð vinna að pelsa og
verka skinnin en þegar því er lokið
tekur við rólegri tíð fram í mars-
byrjun og þá smíðar maður búr og
tekur hendi til við annað."
- Hvað verða dýrin gömul hjá
ykkur?
„Læðurnar eru yfirleitt ekki
Iátnar endast lengur en 3-4 ár. Eftir
það fara þær að eignast færri
hvolpa, - þær eru bestar 2ja til 3ja
ára og eins er með högnana. Það
eru þó til súperlæður sem eru látn-
ar endast lengur, jafnvel 5-6 ár.“
- Þykir þér vænt um refinn?
„Já, þetta eru rnjög skynsamar
skepnur og það sagði mér reyndur
refabóndi úr Skagafirði að best
væri að umgangast þá eins og
menn.
Strax og maður fer að umgangast
þessi dýr, finnur maður hversu mis-
jafnt skap býr í þeim. Þeir eru mjög
mannelskir og furðu naskir við að
þekkja mann. Þeir skipta sér t.d.
ekki mikið af því þegar ég geng inn
íhúsið, en um Ieið ogéglyfti lokinu
af fóðurdallinum dettur allt í dúna-
logn og síðan æða þeir steinþegj-
andi um búrin uns skammturinn
kemur.
segir Karl Jóhannsson
refabóndi
á Þrándarstöðum
-Hvernig eru svo skinnin eða
dýrin fiokkuð?
„Ég hef aðallega verið með blá-
ref, en líka lítils háttar af Shadow.
Hann er ræktaður út af bláref með
hvítum ref og feldurinn er hvítur.
Það hefur hins vegar verið erfitt að
rækta hann upp hér á landi, því
fyrstu dýrin voru svo fá.
Á haustin kemur Sigurjón Blá-
feld, ráðunautur, og flokkar dýrin,
ákveður hver eru hæf til undaneld-
is. S.l. haust flokkuðust 57% til lífs
hjá mér, sem er mjög gott hlutfall.
Skinnin sem ég er búinn að selja
flokkuðust líka ágætlega. Ég drap
70 stykki, fjölgaði um 35 læður og
svo seldi ég af lifandi í ný bú.“
Minkurinn freistar
Til að byrja með tók ég á þeim
með hönskum, og bjóst jafnvel við
biti, en éghef sloppið við það hing-
að til. Annars grípa þeir allt í kjaft-
inn sem rétt er til þeirra og ég veit
dæmi þess að refur hefur étið
heilan gúmmívettling, sér til bana
að vísu.
Fóðrið ér það vandasamasta.
Við erum með 70% fiskúrgang,
10% sláturmat, lungu, vambir og
þess háttar og 20% alls kyns kol-
vetnisfóður, vítamín, mör og lýsi.
Þeir eru ekki matvandir greyin, éta
allt sem þeim er gefið. Hins vegar
fer fóðrið misjafnlega í þá og þeir
eru viðkvæmir fyrir breytingum í
fóðurgjöf."
- Geta þeir lifað ef' þeir sleppa
út?
„Já, það hefur sýnt sig. Þeir
fundu fyrir sunnan greni þar sem
blárefur hafði parað sig með ís-
lenskum ref og hvolparnir skiptust
til helminga. Hins vegar eru mjög
strangar ráðstafanir gerðar í hús-
unurn sjálfum. Það eru alls staðar
tvöfaldar hurðir hér og net fyrir
öllum gluggum og gáttum."
-Hvarflar ekki að þér að temja
einn og einn?
„Ég hef passað mig á því að gera
engan þeirra gæfan eða of hændan
að mér. Hins vegar held ég að það
sé enginn vandi að gera þessi dýr
alveg gæf, en maður sleppir því al-
veg“.
Meira en
aukabúgrein
„Það er meira en að segja það að
hafa þetta sern aukabúgrein, þaðer
mikil vinna að byggja upp svona
bú“, segir Karl. Búin hér á Hér-
aðinu eru misstór og margir eru í
öðrurn búskap með. Við erum bara
tveir sem erum eingöngu í refa-
rækt. En það eru miklir mögu-
leikar í þessu og það er gaman að
fást við refinn."
-Er dýrt að koma upp refabúi?
„Það er sennilega ekki dýrt mið-
að við aðrar búgreinar, en það er
samt sem áður talsverður kostnað-
ur enda þarf að sérbyggja hús yfir
refina. Þetta hefur þó lagast stór-
lega síðan þeir felldu niður gælu-
dýratollinn á neti og vatnsílátum.
en það þyrfti að koma betur til
móts við þessa búgrein, einkum
hvað varðar fóðurstöðvarnar og
lán til þeirra", segir Karl, sem vinn-
ur líka í fóðurstöðinni í Fellabæ.
„Annað mætti nefna. Það eru í
reglugerð ákvæði um að refahús
skuli vera í minnst 500 nietra fjar-
lægð frá íbúðarhúsum, bæði út af
lyktinni og til að umferð og annað
hafi ekki truflandi áhrif á dýrin.
Þetta getur reynst mjög dýrt. því
það er nauðsynlegt að vera með
rafmagn og vatn í húsunum og sú
lögn er dýr ef vegalengdin er löng
og fnenn geta þurft að taka inn aðra
heimtaug. Það mætti líka lána
nteira í byrjun, sérstaklega út á að-
stöðuhús, sem er alveg nauðsyn-
legt til að þrífa ílát, smíða búr og
annað þess háttar."
Happdrætti
- En hvernig er svo eftirtekjan?
„I raun er þetta talsvert mikið
happdrætti. Maður veit ekki hver
launin eru fyrr en uppboðin eru um
garð gengin og maður veit ekki
hversu vel hefur tekist að para dýr-
in fyrr en í maí. Uppboðin hefjast í
desember og standa fram í mars og
apríl. Við seljum á tvo staði, til
Danmerkur og Bretlands og ég er
sá eini hér sem seldi á Danmörku í
vetur. Mér sýnist verðið ætla að
verða mjög svipað en það gekk
hægar að selja í Danmörku í ár.“
Þessi fallegi blárefur líkist einna helst gæfum hvolpi. Þó búrin séu opnuft á þennan hátt stökkva refirnir ekki út a.m.k. ekki meðan
menn standa hjá. Ljósm. -Al.
- Ráðleggur þú mönnum að fara
út í loðdýrarækt?
„Já, alvegsérstaklega minkinn."
- Minkinn?
„Já, ég hef mikinn áhuga á hon-
um og er að velta því fyrir mér að
taka eitthvað af mink. Það er gott
verð á skinnunum og stöðugt og
það er mikið öryggi að vera með
báðar tegundirnar, því verðið á
refnum er miklu sveiflukenndara.
En ég ráðlegg mönnum hiklaust að
fara í loðdýraræktina, - þetta er
spennandi verkefni og skemmti-
legt,“ segir Karl Jóhannsson að
lokum.
-ÁI
Þó það fari vel á meö þeim Karli og þessari fallegu Skuggalæðu þá segist hann gæta sin vel á því
að gera ekkert dýr of gæft eða hænt að sér. Uppi á búrunum má sjá gotkassana sem settir eru inn
í maíbyrjun. Ljósm.-AI.
Reiðhöll byggð
í höfuðborginni
Á Búnaðarþingi 1984 var kosin
milliþinganefnd til þess að at-
huga um möguleika á byggingu
reiðhallar á höfuðborgarsvæð-
inu. Um miðjan janúar lá nefn-
darálitið fyrir og í framhaldi af því
boðaði stjórn Búnaðarfélags ís-
lands til fundar með nokkrum
áhugasömum hestamönnum og
öðrum, sem hugsanlega vilja
vinna með Búnaðarfélaginu að
því að hrinda þessu máli í fram-
kvæmd.
Fundurinn var haldinn í Bænda-
höllinni 30. jan. sl. Koin þar frani
mikill áhugi á því að ráöast senf lyfst í
byggingu reiöiiallar.
Eftirfarandi tillaga var samþykkt á
fundinum:
„Fundur áhugaaðila um byggingu
reiöhallar í Reykjavik haidinn í
Bændahöllinni 30. janúar I0X4 sam-
þykkir aö stofna til samtaka er vinni
að byggingu reiðhallar í samricmi viö
álitsgerð reiöhallarncfndar sem kosin
var af Búnaðarþingi I983.
Fundurinn samþvkkir ennl'remur
aö kjósa 6 manna undirbúningsnefnd
er faliö veröi:
1. Aö kanna hvaöa aöilar. félög,
stofnanir og sveitarfélög vilja gep
ast aöilar aö stofnun samtaka um
byggingu og rekstur reiöhallar.
2. Að gera tillögur að samþvkktum
fyrir samtök um byggingu og
rckstur reiðhallar.
3. Aö vinna aö öörurn undirbúningi
málsins er hún telur ástæður til og
boöa til stofnfundar samtaka um
bvggingu og rekstur reiöhallar."
1 undirbúningsnefndina voru eftir-
taldir menn kosnir: Magnús Sig-
steinsson frá Búnaðarfélagi íslands.
Gísli B. Björnsson frá Landssamb-
andi hestamanna, Birgir R. Gunnars-
son frá Fáki, Sigurður J. Líndal frá
hagsmunasamtökum hrossabænda.
Eyjólfur Isólfsson frá Félagi tamn-
ingantanna og Gísli Ellertsson frá
hestaniannafélögunum í nágrenni
Revkjavíkur. <
Hestamannalélagiö Fákur hefur
boöiö Búnaöarlélagi Islands aö
byggja reiöhöllina á svæöi sínu á Víöi-
völlum. nánar tiltekið i grjótnámi
Reykjavíkurhorgar. Eru menn á einu
máíi um að þetta svæði sé hentugt og
varla á ööru betra völ innan borgarm-
arkanna.
-mhg
[W' A DTA - OFURKRAFTUR -
▼ VMIVIM “ ÓTRÚLEG ENDING
FRAMLEIÐENDUR
BETRI BÍLA í EVRÓPU
VELJA
VARTA RAFGEYMA
í BÍLA SÍNA
Það segir meira en mörg orð.
Framleiðendur Mercedes Benz, BMW, Volkswagen
og fleiri, velja VARTA rafgeyma,
enda hefur reynslan sýnt að VARTA rafgeymum
má treysta. Þeir bjóða upp á meira kaldræsiþol,
eru viðhaldsfríir og einnig ódýrir.
60 AMP-stundir kr. 1.494.00.
70 AMP-stundir kr. 1.788.00.
Hentar flestum gerðum bifreiða.
Á OLÍS stöðvum færðu VARTA rafgeymi,
og ísetningu á staðnum.
VARTA GÆÐIÁ GÓÐU VERÐI
ávallt í leiðinni