Þjóðviljinn - 22.03.1984, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 22.03.1984, Blaðsíða 6
AlmAnno aualvftinaAfttnfan hf 14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 22. mars 1984 BLAÐAUKI á lægra verði en áður hefur þekkst Seljum stálgrindahús tilbúin til uppsetningarágrind (boltuð saman), eftir teikningu frá Landnámi ríkisins. Breidd 9,8 m, lengd eftir pöntun. Seljum einnig niðurskorið efni tilbúið til samsuðu. seifdír Smiðjuvegi 28 - Sími 78600 ÓDÝRARI barnaföt bleyjur leikföng lOfl' ,VCav9' ,sV«Px' Dúllci Snorrabraut New Holland rúllubindlvél að verki. Glóbus hf.: óyggjandi upplýsingar um þessa verkunaraðferð við íslenskar að- stæður. New Holland rúllubindivélar Glóbus hf. mun í ár hefja innflutning á rúllubindivélum. Erlendis hefur notkun þessara véla aukist verulega með tilkomu nýrra heyverkunaraðferða. Rúllubaggarnir hafa reynst mjög vel í sambandi við forþurrkunáheyi. Verkunin fer þannig fram að grasið er þurrkað á velli þar til um það bil 40-50% þurrefnisinnihaldi er náð. Síðan er heyið bundið og sett í loftþétta plastpoka. Við þess- ar aðstæður fer fram gerjun í hey- inu, sem stöðvast eftir stuttan tíma þegar súrefni, sem var í pokanum þegar honum var lokað, er urið upp. Heyverkun við þessar aðstæð- ur hefur verið athuguð hjá Bú- tæknideild í sumar til þess að fá New Holland bindivélin hefur orðið fyrir valinu hjá Glóbus hf. aðallega vegna eftirtalinna kosta: Bindivélin hefur þá sérstöðu að hún bindur svokallaðan harðan kjarna, en það þýðir að kjarni baggans er þétt pressður, svo og ytri hluti hans. Þetta gerir það að verrkum að minna loft, „súrefni", verður eftir í plastpokanum þegar honum er lokað. Bagginn heldur betur lögun sinni við stöflun og ver sig betur á valli. Veigamikið atriði við New Holland bindivélina er að þvermál baggans er stillanlegt frá 91 sm. til 168 sm. Þyngd baggans ræðst af þvermáli hans og þurrefn- ismagni. Þess skal að lokum getið að New Holland 841 rúllubindivélin er til sýnis í sýningarsal Glóbus hf. að Lágmúla 5. -mhg Búnaðarþing Breytt verði regl- um um snjómokstur Fyrir Búnaðarþingi lá erindi frá Össuri Guðbjartssyni á Lága- núþi um snjómokstur á þjóð- vegum. Var það afgreitt með eftirfarandi ályktun: Búnaðarþing vekur athygli á þeim gífurlega mismun sem er milli íbúa einstakra sveitarfélaga að not- færa sér almenna, lögboðna þjón- ustu, sem ætlað er að ná til allra þegna þjóðfélagsins. Má þar nefna heilbrigðisþjónustu, póstþjónustu, flutning skólabarna o.fl. Jafnframt er verulegur munur á aðstöðu ein- stakra bænda innan sama samlags- svæðis til þess að koma mjólk á vinnslustað. Ein megin orsök fyrir þessum mismun eru þær reglur, sem gilda um snjómokstur á þjóð- vegum landsins. Því beinir Búnaðarþing þeirri eindregnu áskorun til samgöngu- ráðherra að hlutast til um endur- skoðun á gildandi reglum um snjó- mokstur á þjóðvegum landsins. Við þá endurskoðun verði lögð áhersla á að leiðrétta það misræmi sem nú ríkir svo sem frekast er unnt. í því sambandi bendir þingið á eftirfarandi: 1. Gerð verði nokkur tilfærsla á því fjármagni, sem nú fer til snjómoksturs á þeim Ieiðum, sem oftast eru opnaðar og því varið til að auka snjómokstur á vegum í afskekktari byggðum. 2. Settar verði reglur um snjó- mokstur á þjóðbrautum og sýsl- uvegum, þar sem Vegagerð ríkisins greiðir aðeins hluta af kostnaði við moksturinn. Þær reglur verði fyrst og fremst mótaðar af þeim aðila; sem kostar snjómoksturinn á móti Vegagerðinni, þ.e. sýslunefnd- um eða sveitarstjórnum. 3. Kostnaður heimaaðila við snjó- mokstur greiðist af stærri heild en einstökum sveitarfélögum, t.d. sýslufélagi eða samtökum, sem sérstaklega kunna að verða stofnuð vegna þessa verkefnis. Þá skorar Búnaðarþing á sam- gönguráðherra að hlutast auk þess til um eftirfarandi: 1. Að hækkuð verði fjárframlög á fjárlögum til styrktar sam- göngum í einstökum landshlut- um, sérstaklega þar sem um af- skekktar og snjóþungar sveitir er að ræða. 2. Sýslu- og/eða sveitarfélögum verði veitt lánafyrirgreiðsla til kaupa á dráttarvélum og snjó- blásurum, þar sem hægt er að leysa snjómokstur með þessum tækjum á hagkvæman hátt, miðað við annað fyrirkomulag. Jafnframt að felld verði niður aðflutningsgjöld og söluskattur af þessum tækjum. -mhg ÁLVERKPALLAR Eigum nú fyrirliggjandi til sölu afar hentuga álverkpalla í 2 gerðum, til notkunar úti sem inni. Alu-Quick 80. Vinnu- hæð alit að 4 m. Lengd 1,80 m. Breidd 0,80 m. Höfum einnig til sölu og leigu: álverkpalla, stálverkpalla, loftastoðir og álstiga. Alu-Quick 200. Vinnu- hæð allt að 3,75 m. Lengd 1,80 m. Breidd 2 m. Vesturvör 7 Kópavogi • Sími 42322

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.