Þjóðviljinn - 22.03.1984, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 22.03.1984, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 22. mars 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 BLAÐAUKI' Laxveibin 1983: 58.223 laxar á land Laxveiðin 1983 varð alls 58.223 laxar að heildarþunga 198.431 kg. samkvæmt upplýsingum Veiðimálastofnunar. Erþað 15% lakari veiði en árlegt meðaltal 10 ára þar áður. Hins vegarvarð veiðin 12% betrien meðaltal síðustu 20 ára. Árið 1983 var 9. í röð bestu veiðiára hér á landi. Meðalþungi laxins var 3,4 kg., sem er nálægt meðallagi. Til viðbótar villta laxinum var framleiðsla á eldislaxi á árinu 1983 50 þús. kíló. Laxgengd var treg í upphafi veiðitímans, en það breyttist fljót- lega á Suður- og Vesturlandi og laxgöngur urðu góðar þar. Hins vegar var ekki sömu sögu að segja af laxgengd á Norður- og Austur- landi. Flóð á Suður- og Vesturlandi trufluðu laxveiði, sérstaklega neta- veiði, kalt tíðarfar olli erfiðleikum við veiði á Norður- og Austurlandi. Hlutur stangveiði í heildarveiði var 52%, netaveiði 29% og haf- beitarlax gerði 19% af heildinni, sem er hæsta hlutfall til þessa, enda tvöfaldaðist hafbeitarlaxinn frá ár- inu áður. Laxveiði í heild var 42% betri en 1982, sem var lakasta veiðiárið í þeirri lægð sem verið hafði í lax- veiði 1980,1981 og 1982. Veiði var ágæt á Suður- og Vesturlandi, en í ám á Norðurlandi kom lítill bati í veiðina frá árinu áður. Á Austur- landi lyfti laxveiði sér upp úr mestu lægðinni frá því árið áður. Neta- veiði í Hvítá í Borgarfirði var ágæt og á Ölfusár-Hvítársvæðinu var góð laxveiði og sömuleiðis í Þjórsá. Að tiltölu var netaveiðin best í Hvítá í Borgarfirði og voru um- skiptin frá árinu áður ákaflega góð eða rúml. 100% betri. Hæsta stangveiðiáin 1983 var Laxá í Kjós ásamt Bugðu með 1.995 laxa, næst kom Þverá í Borg- arfirði, en þar veiddust 1.901 lax. Þriðja hæsta áin var Norðurá í Borgarfirði, en þar fengust 1.643 laxar og fjórða í röðinni voru Ellið- aár með 1.508 laxa. Fimmta áin var Grímsá og Tunguá í Borgarfirði, en þar komu á land 1.382 laxar. Sjötta árin var Laxá í Aðaldal með 1.109 laxa og sjöunda Víðidalsá og Fitjaá í Húnavatnssýslu, en þar veiddust 1.082 laxar og áttunda laxveiðiáin með hæstu tölu veiddra laxa var Laxá á Ásum með 1.050 laxa. Á vatnasvæði Hvítár í Borgar- firði veiddust alls 12.702 laxar, þar af 6.891 í net, en 5.811 á stöng. Veiðin á Ölfusár-Hvítársvæðinu var 9.082 laxar. f Þjórsá veiddust í net 1.950 laxar. Netveiðin í Borg- arfirði var 13% betri en árlegt með- altal seinustu 10 ára, en á Ólfusár- Hvítársvæðinu var veiðin um 15% lægri en nefnt meðaltalstímabil. í Þjórsá var veiðin í meðallagi. Hafbeitarstöðvar áttu að þessu sinni 19% í laxveiði, sem fyrr grein- ir. Flestir laxar komu í laxeldisstöð ríkisins í Kollafirði eða 5.324 laxar. Hjá Pólarlaxi hf. í Sraumsvík feng- ust um 2.500 laxar. í Lárós á Snæ- fellsnesi skiluðu sér 2.200 laxar og hjá ísnó hf. í Lóni í Kelduhverfi voru hafbeitarlaxarnir 553 talsins. Aðrar stöðvar fengu færri laxa. Framleiðsla á eldislaxi 1983 var um 50 tonn hjá þremur eldisstöðv- um. eh/mhg Haugsugurnar frá [| þekkja allir bændur Eigum fáeinar haugsugur fyrirliggjandi á sérstöku afsláttarverði og á sérstökum greiðslukjörum. Guðbjörn Guðjónsson Heildverslun Korngarði 5 sími 85677 NU SAUMUM VID SAMAN LOFT OG VEGGI Þeir sem hafa kynnt sér klæðningar innanhúss, þekkja vel þiljur með nót og lausri fjöður. Þessi hugmynd hefur nú verið einfölduð, þannig að þiljurnar eru með áfastri fjöður, auk nótar að sjálfsögðu. Uppsetning verður því bæði fljótleg og þægileg.Þú límir og neglir með smáum saum og sníður af endum þar sem við á, - einfaldara getur það varla verið. ■ Auk þess er verðið stærsti vinningur húsbyggjenda. Þessar þiljur eru framleiddar tilbúnar undir málningu. Stærðir: Veggplötur 38x253 cm 58x253 cm m jmSSSm 1S££SSS2%k — n — Loftplötur 58x120 cm 28x120 cm 28x250 cm =EE _ HEILDSALA - SMÁSALA in TRÉSMIÐJA ÞORVALDAR ÓLAFSSONAR Iðavöllum 6 Keflavík SÍMI: 92-3320

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.