Þjóðviljinn - 22.03.1984, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 22.03.1984, Blaðsíða 2
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 22. mars 1984 BLAÐAUKI Háþrýstihreinsitæki, ný og endurbætt gerð Aflmeiri og hljóðlátari teg. 131K 1x220 v. 90 bar teg. 153K 3x220/380 v. 160 bar teg. 173K 3x220/380 v, 180 bar teg. 781 f. aflúrtak dráttarv., 150 bar Mjög hagstætt verð Allar gerðir með tank fyrir hreinsiefni og möguleika á sandþvotti Guðbjörn Guðjónsson heildverslun Korngaröi 5 - sími 85677. Nýtt á íslandi! mnó stigum skreffld ff11 fulls og bjóðum nýja og ennþá fullkomnari framleiðsluábyrgð í kjölfar frábærrar reynslu af tvöfáldri límingu einangrunarglers hefurGlerborg nú ákveðið að taka ísetningu með í framleiðsluábyrgðina. í þeim undantekningartilfellum sem samsetning- argalli kemur fram gerum við því meira en að útvega nýtt gler. Við ökum því beint á staðinn, setjum rúðuna í og fjarlægjum þá gömlu - við- skiþtavininum algerlega að kostnaðarlausu. Og hjá okkur þarf enginn að hafa áhyggjur þótt hann glati reikningum eða kvittunum eftir öll þessi ár - ábyrgðin er eftir sem áður í fullu gildi því tölvan okkar man allt um einangrunar- glerið mörg ár aftur í tímann. Oft reynist ísetning mun dýrari en rúðan sjálf. Hér er því loks komin örugg og fullkomin fram- leiðsluábyrgð sem undirstrikar ótvíræða yfir- burði tvöfaldrar límingareinangrunarlgers. Tefldu ekki í tvísýnu tvöfalda límingin margfaldar öryggið, endinguna og ábyrgöina Kynntu þér nýju ábyrgðarskilmálana okkar GLERBORG HE DALSHRAUNI 5 - HAFNARFIRÐI - SÍMI53333 „Ánægjan af öllum skfn “ Nokkra undanfarna vetur hafa bændasamtökin staðið fyrir orlofsvikum bændafólks og annarra dreifbýlisbúa. Hafa or- lofin staðið yfir viku í senn, 2-3 á vetri. Oftast hafa 30-40 manns verið í þessum hópum. Gestirnir hafa gist á Hótel Sögu en stðan farið kynnisferðir til ýmissa stofnana og fyrirtækja í borginni og nágrenni henn- ar, einkum þeirra sem með einhverjum hætti eru tengd land- búnaði. Þá hafa og verið skipulagðar ferðir í ieikhús og óper- ur og yfirleitt reynt að koma til móts við óskir gestanna í öllum greinum. Reynt hefur verið að standa þannig að þessum orlofsdögum að þeir veittu þátttakendum allt í senn: hvíld, skemmtun og fræðslu. Undanfarna 'daga hefur staðið yfir eitt slíkt bændaorlof. Og síð- astliðinn föstudag var farið út fyrir borgarmörkin. Agnar Guðnason, blaðafulltrúi bændasamtakanna og Oddný Björgvinsdóttir, forstöðu- maður Ferðaþjónustu bænda, voru svo vinsamleg að bjóða blaða- manni Þjóðviljans að slást í förina, kannski að einhverju leyti vegna þess, að nokkrir Skagfirðingar voru með í hópnum. Guð blessi þau fyrir hugulsemina. Rannsóknarstofnun landbúnaðarins Farið var frá Hótel Sögu Iaust eftir hádegið, undir stjórn Oddnýj- ar Björgvinsdóttur og ekið sem leið lá til Rannsóknarstofnunar land- búnaðarins á Keldnaholti. Þor- steinn Tómasson, erfðafræðingur stóð fyrir dyrum úti og fagnaði komumönnum. Byrjaði hann ferð- ina með hópinn um hið víðlenda ríki RALA með því að sýna kort mikið sem hangir uppi á vegg í and- dyrinu hvar á eru merktar allar til- raunastöðvar landbúnaðarins, vítt og breitt um landið. Greindi Þor- steinn skilmerkilega frá því hvaða starfsemi fer fram á hverjum stað. Ógerlegt er með öllu fyrir fólk í skyndiheimsókn að setja sig að nokkru marki inn í þá margbrotnu og umfangsmiklu rannsóknarstarf- semi sem fram fer þar á RALA. Þó munu allir hafa verið nokkru nær um hana en áður eftir að hafa hlýtt á Þorstein Tómasson, Hólmgeir Björnsson, Halldór Pálsson, Sig- urgeir Ólafsson, Guðmund Guð- jónsson og Sturlu Friðriksson. Kynnisförinni í RALA lauk svo í fundasal stofnunarinnar þar sem Þorsteinn Tómasson sýndi lit- skuggamyndir. Krœkiberjalíkjör á Stuðlahálsi Næst lá leiðin í Vörugeymslu og verksmiðju Afengis- og tóbaks- verslunar ríkisins á Stuðlahálsi. Eftir að hafa gengið þar um garða bauð Jón Kjartansson forstjóri ferðalöngum upp á kaffi og kræki- berjalíkjör í kaffistofu starfsfólks- ins, og sagði nokkuð frá fyrirtæk- inu. Þessi dropadrjúga peningalind íslenska ríkisins var stofnuð árið 1922. Tóbakseinkasalan var sam- einuð henni 1961. Verslunin rekur 10 útibú utan Reykjavíkur, öll þannig til komin, áð meiri hluti at- kvæðisbærra kjósenda á viðkom- andi stöðum hefur óskað eftir að þau yrðu sett upp. En við töpum bara á þessu, sagði Jón - því það kostar miljónir króna að koma upp hverju útibúi, en salan bara dreifist. Sala á sterkum vínum hef- ur heldur farið minnkandi upp á síðkastið en aukist á léttum vínum. Jón Kjartansson sagði að þarna í húsinu ynnu 20 manns og væri það ótrúlega fámennt lið miðað við þau afköst, sem innt væru af hendi. Og þeir, sem séð hafa flöskurnar á fær- ibandinu eiga ekki erfitt með. að trúa því. Mikið hefði nú verið þægi- Á ferð með bændaorlofs fólki legt að hafa svoleiðis tæki til þess að flytja vatnið í fjárhúsin í Eyhild- arholti í gamla daga. Álafoss Þriðji staðurinn, sem hugmynd- in var að heimsækja í þessari ferð var ullarverksmiðjan á Álafossi. Þar voru í móttökunefndinni þeir Arnaldur Þór og Guðjón Hjglta- son. Hófst nú mikil ganga undir leiðsögn þeirra um hina mörgu og víðáttumiklu vélasali verksmiðj- unnar. Við fylgdumst með ferli ullarinnar frá því henni er veitt móttaka, flokkun, þvotti og áfram og áfram þar til unnar hafa verið úr henni margvíslegar flíkur, álita- fagrar og eflaust ekki síðri að gæð- um. En samtal verður slitrótt á þessari leið því vélagnýrinn gerir stundum erfitt að heyra jafnvel í næsta manni. Athafnasemin gengur ekki alltaf hávaðalaust fyrir sig. Þegar lokið var ferðinni um verksmiðjuna buðu þeir Arnaldur Þór og Guðjón Hjaltason hópnum til kaffidrykkju í Hlégarði. Þar gafst loks aðstaða til þess að fræðast af þeim að einhverju marki. Verksmiðjan á Álafossi var stofnuð af Birni Þorlákssyni árið 1896 og er elsta starfandi iðnfyrir- tækið á íslandi. Trúlega hefur ástæðan fyrir því að Verksmiðjan var reist þar verið sú að á Álafossi var vatnsaflið auðfengið. Síðar tók Sigurjón Pétursson við rekstri verksmiðjunnar og rak lengi. Sumir litu jafnvel svo á að Sigurjón og verksmiðjan væru eitt og hið sama. Að minnsta kosti er það víst að ef annað var nefnt kom manni hitt í hug.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.