Þjóðviljinn - 11.05.1984, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 11.05.1984, Blaðsíða 7
Föstudagur 11. maí 1984 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 Fjölskyldan í fyrsta þættl: Pálmi Gestsson, Lilja Þórisdóttir, Gísli Halldórsson, Guðrún Ásmundsdóttir og Þorstelnn Gunnarsson. Hvað nú ungi maður? Leikfélag Reykjavíkur: Fjöreggið Eftir Svein Einarsson Leikstjóri: Haukur J. Gunnarsson Leikmynd og búningar: Steinþór Sig- urðsson Lýsing: Daníel Williamsson. Þýskir unglingar voru á dögun- um að skrifa lesendabréf um mál jafnaldra sinna sem höfðu framið sjálfsmorð. „Hvaða möguleika", spyr einn þeirra, „eigum við í heimi þar sem friði er haldið uppi með ofbeldi og velmegunarhugsunar- hátturinn hefur í för með sér tor- tímingu náttúrunnar? Við lifum í heirni", segir ung stúlka, „þar sem hver og einn verður að virka eins ogtilfinningajausvél, ogþeim, sem verja sig gegn þessu, er vísað frá sem utangarðsfólki. Við viljum lifa manneskjulegu lífi og það eru eng- in innantóm slagorð“. Það er ekki úr vegi að nefna þessi skrif í sambandi við efni nýs leikrits eftir Svein Einarsson sem Leikfé- lagið frumsýndi á miðvikudags- kvöld. Kynslóðirnar eru þar að halda fram sínum sannleika eins og fyrri daginn og er margt gamal- kunnugt: við viljum lifa okkar lífi, öðruvísi lffi, segir sonurinn. Hvað er að okkar lífi? spyrja foreldrarn- ir, og höfum við ekki lagt þér allt upp í hendur? Hinn sígildi partur ræðunnar er svo tengdur stað og stund með svofelldum hætti: Son- urinn Arnór, sem umbrot nokkur eru í, ætlar kannski til Kúbu að byggja hús með Heiðu, elskunni sinni, sem er úr velríkri borg- arafjölskyldu eins og hann. En Amór er uppi á dauflegum tíma í hugsjónum, hann grunar að Kúba valdi vonbrigðum eins og meiri- háttar tilraunir aðrar. Hann vill ekki hið sérgóða velsældarlíf í skugga neyðar og sprengju, en hvað hann vill, það veit hann ekki sjálfur. Þótt hann svo undir lokin fari með brot úr gömlum draumi um að finna gæfuna í litlum sam- hjálpareiningum, rækta garðinn sinn. Pálmi Gestsson fór með hlutverk sonarins og gekk prýðilega að koma til skila ráðleysi þessa unga manns, sem ofan á margt annað má sæta því að allar konur þurfa endi- lega að ráðskast með hann. Verr gekk honum að flytja ádrepuna á heim foreldranna eða að fá áheyrendur til að festa trúnað við drauminn um „þriðju leiðina" í lífs-, háttum undir lokin - en þar er text- inn líka mjög farinn að þreytast eins og síðar verður vikið að. Sísí, systir Arnórs, er svo á allt öðrum tískubuxum: hann er ekki sáttur við ríkidæmi fhölskyld- urnnar, henni finnst hún eiga kröfu á miklu meiru og mun „selja sig hæstbjóðanda“ (orð Arnórs) til að geta gleypt sem mest og það sem fyrst. Lilja Þórisdóttir lék þessa frjálshyggjuprinsessu af glaðbeittu öryggi, það er líklega skynsamlegt hjá henni og leikstjóra að gera Sísí ekki áberandi „andstyggilega“ - án þess þó það fari á milli mála hver gripurinn er. Foreldrarnir, Ólafur heildsali og frú Oddný í húsinu, eru óháðari stað og stund en börnin, eiga sér enn fleiri ættingja í leikbók- menntum. Hann er háborgara- legur sjarmör og umburðarlyndur að vissu marki. Þorsteinn Gunnars- son fellur einkar vel að þessu hlut- verki og átti m.a. ágætlega „rétt“ orðlaus svör við rausi annarra. í hlutverki Oddnýjar sýnir Guðrún Ásmundsdóttir fyrst og fremst konu, sem telur sig ekki „eiga“ annað en börnin og er stutt í vissa grimmd þegar hún telur þessu eignarhaldi ógnað. Oddný hefur þegar misst eftirlætið Sigfús í alk- óhólinn, þeim mun meira kapp leggur hún á að halda í Arnór, sleppa honum ekki til Heiðu eða til Kúbu (gauragangurinn út af Kú- buferðinni sleppur fyrir horn ein- mitt í þessu samhengi). Ýmislegt í þessari heift ungamóðurinnar ork- ar reyndar tvímælis frá hendi höf- undar (uppgjör Oddnýjar og Heiðu í þriðja þætti), en Guðrún Ásmundsdóttir leikur vel á þessa strengi og af góðu næmi og gleymir ekki heldur umkomuleysinu á bak við kaldranalegt tal Oddnýjar. Jóhann Sigurðsson er glataði sonurinn Sigfús, það er lítið hlut- verk og ekki fólgið í öðru en minna á sögu sem er lokið áður en tjaldið lyftist. Sveinn J. Kjarval er sonur hans lítill og lét sér hvergi bregða í sviðsljósunum: Margrét Ólafsdótt- ir er skopstæling á ömmu, hún „IBM - System 36“ er tölvubún- aðurinn sem Samvinnuskólinn á Bifröst tekur til notkunar í haust. Þessi fullkomnu tæki eru bylting í starfsemi skólans, og ný viðhorf skapast í starfsfræðslunám- skeiðum hans fyrir samvinnu- hreyfinguna. Nýlega hafa hagstæð- ir samningar tekist um þessi tölvu- kaup við umboðsmenn IBM á Is- landi. Nú í sumar verða allar kennslu- stofur og kennsluhúsgögn Sam- vinnuskólans endurnýjuð. Bóka- safn Samvinnuskólans er í cndur- mótun, og í haust verða matvæla- geymslur mötuneytis Samvinnu- skólans endurbyggðar. Samvinnuskólinn er í mjög auknum mæli að taka myndbönd í notkun jafnt í reglulegri kennslu sem á starfsfræðslunámskeiðun- um. Næsta vetur verður sú nýjung í kennslu Samvinnuskólans að heila viku munu nemendur sjálfír starf- leikur hlutverkið eins og til má ætlast en reyndar er þessi kona á skjön við sennileikann í þessu fjöl- skyldudrama. Árni Bergmann skrifar um leikhús Gísli Halldórsson fer með hlutverk afans, sem einu sinn var hið Unga ísland en er nú gamall og utan- gátta. Gísli kann manna best að hnýta saman hreyfingu og hreim og allt sem þarf til að sannfæra áhorf- endur um að þar fari persóna með miklum rétti. Afi gamli er vafalaust rækja tilraunafyrirtæki til þess að öðlast raunhlíta reynslu af atvinnu- rekstri. Þetta kom meðal annars fram í yfirlitsræðu skólastjóra Samvinnu- skólans á Bifröst, Jóns Sigurðs- sonar, við skólaslit 1. maí síðast liðinn, en þá lauk 66. skólaári Sam- vinnuskólans og 29. árinu á Bifröst í Norðurárdal. Umsóknarfrestur um skólavist næsta vetur er til 10. júní næst komandi. 122 nemendur stunduðu nám við Samvinnuskólann í vetur og luku 38 Samvinnuskólaprófi. I hópi nemendanna voru 45 í Framhalds- deild Samvinnuskólans sem starfar í Reykjavík, og af þeim gangast 24 undir stúdentspróf nú í vor. Við skólaslit nú höfðu alls 7.101 sótt starfsfræðslunámskeið Sam- vinnuskólans frá því að þeim var hrundið af stað 1977, en nú í vetur höfðu þar af 343 sótt slík námskeið skólans. Nú í vor verða 38 nám- hugsaður sem „kómískur léttir“ eins og í því atriði t.d. þar sem hann truflar alvarlegt samtal feðganna með ótímabærum kveðskap og víst er að hvert tillegg Gísla í þessu hlutverki vakti upp hlátur. En mitt í þessu ástandi settist undrun að þessum áhorfanda: hér hlægjum við hver sem betur getur, en samt er þessi gamli maður líklega meiri samúðar verður en allt þetta pakk til samans. Guðrún S. Gísladóttir fer með heldur vanþakklátt hlutverk Heiðu en henni tókst það sem er erfitt: að flytja af einlægni von sem þessi stúlka vill smíða sér um eitthvað skírra, eitthvað blárra. Soffía Jakobsdóttir, Aðalsteinn Bergdal, Margrét Helga Jóhanns- skeið á 36 stöðum í öllum lands- hlutum auk Bifrastar. Framhaldsdeild Samvinnu- skólans verður slitið laugardaginn 12. maí næst komandi í Holtagörð- um í Reykjavík, og útskrifast þá tíundi stúdentaárgangurinn. Hæsta einkunn á Samvinnu- skólaprófi hlaut þessu sinni Hildur Árnadóttir frá Keflavík - 9,27. í yfirlitsræðu sinni sagði skóla- stjóri Samvinnuskólans meðal ann- ars: „Skólar verða vitaskuld að uppfylla almennar kröfur, en um fram þær er farsælast að hver stofnun sé sem sjálfstæðust og væntanlegir nemendur geti valið sér braut eftir vild og getu því að eitt hæfir ekki öllum. Auður, blómi og skrúð þjóðmenningar og þjóð- ernis vex og dafnar best þegar fjöl- breytni og sjálfræði er mest. Við megum aldrei gleyma því að auk annarra hlutverka er skólunum ætlað að efla íslenska menningu, styrkja íslenskt þjóðerni og auka mennt þjóðarinnar.“ Tölvur að Bifröst 122 nemendur í vetur í skólanum dóttir, Kjartan Ragnarsson, Steindór Hjörleifsson og Valgerð- ur Dan eru partígestir í miðþættin- um, skopmyndir af því sem augljóst er orðið þegar líður á ís- lenska drykkju og var það allt við hæfi. Það er margt gott um þetta fyrsta sviðsverk Sveins Einarssonar að segja. Skynsemi og kunnátta eru þau orð sem fyrst leita á áhorfand- ann að sýningu lokinni. Sveinn ger- ir sér af einlægni far um að setja sig inn í margt það sem er ofarlega á baugi hjá unglingum og aðstand- endum þeirra og þá ekki aðeins í efnuðum húsum. Hann gerir sér far um að láta málstað hvers og eins njóta sín. Kannski er sanngirni hans og velvild of mikil þótt undar- legt megi virðast - það er nefnilega ekki eins skelfilegt og margir halda nú um stundir að höfundar eigi sér „fordóma". Textinn er oft lipur og gengur greitt, aðstæður og per- sónur eru kynntar af góðum hag- leik. Það seni svo helst íþyngir verkinu er það, hve hlutur hins al- menna, dæmigerða, típíska, verð- ur stór í persónum og umræðu þeirra í milli. Og þá á kostnað hins sérstæða og óendurtakanlega í lífi og máli hvers og eins, á kostnað þess sem skerpir línur og eflir spennu. Einkum er það í lokaþætti- num sem þessi hlutföll verða áber- andi, það hefur gerst sem gerast átti og eftir er mjög almenn um- ræða um það, sem mestallt hefur í ljós komið, og háskinn deyr út á bak við orðin. Um leikstjórn Hauks J. Gunn- arssonar og umgjörð Steinþórs Sigurðssonar liggur einnig beinast við að segja sem svo, að þeir hafi skynsamlega og kunnáttusamlega staðið að verki. Og fylgi þeim ein- kennum textans, sem höfundur nefnir í viðtali, þegar hann talar um að þetta sé „venjulegt leikrit" þar sem ætlast er til þess að fólkið sé „tekið trúanlegt". Spyrja mætti hvort aðrar leiðir hefðu verið færar eða a.m.k. reynandi, með því t.d. að brydda upp á leikstíl og smiða umgjörð sem gerðu þetta umræðu- verk sjónrænna en raunin varð á, væru jafnvel í meðvitaðri andstöðu eða glímu við raunsæislegan texta? Þór Eldon. Dauðaljóð Ellefu dauðaljóð nefnist ljóðakver eftir Þór Eldon sem súrrealistaforlagið Medúsa gefur út. Björk gerir myndir við textann. Einn þeirra er á þessa leið: Stúlka réttu mér gjörðina ég œtla að kyrkja þessa heimsku sól og skapa aðra rauða, aðra kaldari. Ber þessi texti fyrirsögnina „Rétt á- kvarðanataka“, en einatt er lengra seilst í Dauðaljóðum til þess að raða saman myndum í „órökvísu" samhengi. Dauðaljóðin ellefu koma út í 200 ein- tökum. Höfundur selur kverið sjálfur. Einhleypir - umræðu- og Hópur fólks sem að undanförnu hefur unniði I að undirbúningi hagsmuna- og skemmtisam- taka einhleypra boðar til kynningar- og um- ræðufundar í Félagsstofnun stúdenta (við Hringbraut) laugardagskvöldið 12. maí kl. j 8.30. skemmtifundir STRAX að fundinum loknum verður dansleikur til kl. 03.00.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.