Þjóðviljinn - 11.05.1984, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 11.05.1984, Blaðsíða 2
2 SÍÐA’ - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 11. maí 1984 Þjóðviljakönnun á gleraugnaverði í þremur löndum Gleraugu á líku verði Silhouette gleraugnaumgjörð er ódýrari í Svíþjóð en á íslandi en dýrari í Þýskalandi. Glerin eru aftur á móti dýrust í Svíþjóð og ódýrust hjá okkur. Þetta kom fram i athugun sem ÞjóðvUjinn gerði í gær. Athugað var verð á nákvæmlega eins gleraugum i tveimur verslunum í Reykjavík og einnig í verslunum í Sviþjóð og Þýskalandi, sem Þjóðviljinn hafði samband við. Verð á Silhouette umgjörð sem kostar í Gleraugnasölunni, Lauga- vegi 65,2.200 krónur kostar í versl- un í Hannover í Þýskalandi 2.700 krónur. í gleraugnaverslun í Lundi Elsa Kristjánsdóttir varaþing- maður AB. á Reykjanesi lagði í gær fram fyrirspurn til utanrikisráð- herra þar sem spurt er hvers vegna ekki hafi verið greidd byggingar- leyfisgjöld tU Miðneshrepps af nýrri flugstöð á Keflavíkurflugvelli þar sem flugstöðin er skv. yfirlýs- í Svíþjóð kostar hún 1.752. Við greiðum því 500 krónum minna fyrir umgjörðina í Svíþjóð en hér og 500 krónum meira fyrir hana í Þýskalandi. Silhouette umgjörð ingum ríkisstjórnarinnar talin ís- lensk eign. Samkvæmt upplýsingum Þjóð- viljans nemur fjárhæð byggingar- leyfísgjalds fyrir flugstöðina um 3Ó0þús. krónum, en Miðneshrepp- ur hefur ekki fengið að sjá krónu þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til innheimtu á gjaldinu. -Ig. sem hér kostaði í gær 2.960 krónur kostaði 3.456 í Hannover en 2.803 í Lundi. Plastgler að styrkleika -3 kostar hér á landi frá 471 kr. til 710 kr. en nákvæmlega eins gler eru enn dýr- ari úti, eða 507 kr. til 886,68 kr. í Hannover og 704 kr. til 1.047 kr. í Lundi. Við könnuðum einnig verð á fleiri tegundum af umgjörðum þar sem útkoman varð sú að þær eru ódýrari hér, Atrio kosta 1850 kr. og Elitte sem kosta 2.195 kr. voru á 2.592 kr. í Hannover. Barn- aumgjarðir sem fást í Linsunni í Aðalstræti, Lamy, kostuðu hér kr. 1.190 en í Lundi 1.707. Ungling- aumgjarðir í sama merki kostuðu kr. 1.195 en 1.569 í Lundi. Umgjarðirnar sem við athuguð- um voru í hærri kantinum í verði enda vandaðar að því er okkur var sagt. Walter Lentz formaður Fé- lags gleraugnaverslana og Berg- steinn Stefánsson formaður Optik- erafélagsins sögðu okkur að hér á landi væri 24% vörugjald og flutn- ingsgjald að auki en ofan á verðið leggst einnig 24% söluskattur. Tollar hafa aftur ámóti verið felldir niður af gleraugum. Gjöld í Þýska- landi eru aðeins 14%, en þau eru hærri í Svíþjóð. Nýja Flugstöðin í Keflavík Ekki greidd leyfisgjöld Jóhann Hansen komat að raun um það f gær að töluverður vandi er að vélja sér gleraugu þvf margvíslegar umgjarðlr er um að ræða. Mynd-ATLI Hvaða svæði eru „varnar- svæði“? í gær var lögð fram á al- þingi fyrirspurn frá þeim Elsu Kristjánsdóttur og Svavari Gestssyni til utanríkisráð- herra þar sem spurt er hvaða svæði á íslandi séu talin „varnarsvæði". Þá er einnig spurt hver taki ákvörðun um hvaða svæði verða „varnarsvæði“ að mati utanríkisráðuneytisins, hverjir eigi svonefnd „varnar- svæði“ og hvort greidd séu gjöld af þessum svæðum. Oskað er skríflegs svars ráð- herra. Rœkju- verð lœkkar um 6% Yfirnefnd Verðlagsráðs sjá- varútvegs hefur ákveðið að lækka verð á stórrækju um 6% en engar breytingar voru ákveðnar á verði smárækj- unnar. Hið nýja verð gildir út maímánuð. Verðið var ákveðið af oddamanni, Rósmundi Guðnasyni og fulltrúum kaupenda, þeim Maríasi Þ. Guðmundssyni og Óttari Yngvasyni. Fulltrúar seljenda þeir Ágúst Einarsson og Ing- ólfur Stefánsson mótmæltu verðlækkuninni harðlega og segja með þeirri ákvörðun sé afkomu útgerðarfyrirtækj- anna stefnt í mikla hættu en vegna minnkandi þorskafla hafí verið lagt í miklar fjár- festingar til að veiö„ ækjuna. Þá lýsa þeir furðu sinni á af- stöðu fulltrúa Þjóðhagsstofn- unar sem hafi lagt til lækkun á rækjuverðinu og að það geti haft þær afleiðingar að öll helstu'rækjuveiðiskipin kom- ist í hendur rækjuverkenda. -v, Sjómannafélagið Jötunn Vestmannaeyjum: Hafnar nýju samningunum „Það þýðir ekki að bjóða okkur 5% hœkkun þegar kjaraskerðingin er orðin 50% segir Elías Björnsson formaður Stjórn og trúnaðarmannaráð Sjómannafélagsins Jötuns í Vestmannaeyjum hefur hafnað samningsuppkasti því sem Sjó- mannasamband lslands hafði gert við LÍU. Var þetta gert á fundi í síðasta mánuði en í gær var þessi afstaða félagsins enn ítrekuð. Elías Björnsson sagði í samtali við Þjóð- viljann í gær, að það þýddi ekki að sýna sjómönnum 5% kauphækk- un, þegar viðurkennt væri að kjar- askerðing þeirra væri orðin 50%. Á fundinum í gær var samþykkt ályktun, sem er efnislega á þessa leið. Fundur í stjóm og trúnaðar- mannaráði Sjómannafélagsins Jötuns í Vestmannaeyjum haldinn 10. maí 1984 lýsir furðu sinni yfír því samningsuppkasti sem Sjó- mannasamband íslands og LÍÚ hafa undirritað með fyrirvara. Fundurinri lítur svo á að Sjómann- asambandið hafi ekkert umboð til að undirrita kjarasamning uppá 5% hækkun þegar það hefur viður- kennt að kjaraskerðing sjómanna sé orðir.n 40-50%. Fundurinn í- trekar það sem samþykkt var á fundi félagsins 21. apríl sl. að hafna þessu samningsuppkasti. Skorar fundurinn á stjóm Sjómannasam- bandsins að hrista nú af sér slenið og taka til við að vinna að hagsriiunamálum sjómanna. Elías sagði að fundarsókn í gær hefði verið mjög góð og menn ein- huga í þessu máli. -S.dór. Borgarstarfsmenn í Verkakvennafélaginu Framsókn:_ Ekki fengið 5% kaup- hækkunina sína enn! Þrátt fyrír að almennir kjara- samningar í landinu hafi veríð frá- gengnir 21. febrúar sl. hafa starfs- menn Reykjavíkurborgar sem eru í Verkakvennafélaginu Framsókn ekki fengið eina einustu krónu í launaumslagið sitt af þeim kjara- bótum sem þá var samið um. Hjá launadeild borgarskrifstof- anna fengust þær skýringar að Verkakvennafélagið Framsókn hafi ekki skrifað undir sína samn- inga fyrr en eftir páska vegna þess að forráðamenn þess hefðu verið að bíða eftir Dagsbrúnar- samkomulaginu. Eftir að samning- arnir voru loks frágengnir hefði starfsmönnum launadeildarinnar ekki gefíst tími fyrr en nú til að reikna starfsfólkinu launaaukann. Mikið hefur verið um kvartanir af hálfu starfsfólks vegna þessa seinagangs og sögðu starfsmenn á launadeild borgarskrifstofanna í gær að nú sæist fyrir endann á vandanum. Uppbót á laun Fram- sóknarkvennanna frá 21. febrúar yrði greidd út í dag, en flestir starfs- mannanna eru á vikukaupi. Svo mikið var að gera hjá launadeildar- starfsmönnum að þeir urðu að vinna til kl. 2 í fyrrinótt til að launaútreikningar yrðu tilbúnir í tölvuvinnslu. Hjá Skýrsluvélum ríkisins og Reykjavíkurborgar „sprakk" tölvan vegna álagsins af þessum sökum. Eins og áður sagði munu Fram- sóknarkonurnar loks fá 5% launa- aukann sinn í dag. Vextir munu ekki greiddir af því fé sem borgar- sjóður hefur haft til umráða af þessum launum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.