Þjóðviljinn - 11.05.1984, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 11.05.1984, Blaðsíða 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN; Fimmtudagur 10. maí 1984 fréttaskýring Aö búa í tjaldi og aka á eigin bíl hringveginn kostar nánast það sama og fara til sólarlanda. Það er víða fallegt á íslandi þegar vel viðrar og meira en þess virði að ferðast um og skoða landið, en það er dýrt. Er orlof munaður? „ísland hlýtur að vera velferð- arríki, þar sem fólk hefur efni á því að fara til sólarianda". Þannig mælti aldinn verkamaður að- spurður hvort ísland væri vel- ferðarríki eða ekki, af stjórnanda umræðuþáttar í sjónvarpinu að kvöldi 1. maí, Guðjóni Ein- arssyni. Sennilega hafa fleiri en undirritaðir hrokkið við að heyra þetta, og það raunar ekki í fyrsta skipti. Getur það verið að fólk líti orðið á það sem lúxus og merki um velferð að geta farið ódýrustu ferðir sem á boðstólnum eru fyrir íslendinga? Blasir það við að fólk geti alls ekki ferðast í orlofi sínu? Ef svo er komið að íslendingar geta ekki ferðast um í sumarfríi sínu, þá er alvarlega komið fyrir okkur, svo alvarlega að ekkert er fjær sanni en að ísland sé velferð- arríki. Sú staðreynd blasir nefni- lega við öllum sem skoða vilja að 2ja til 3ja vikna ferð til sólar- landa, eins og Ítalíu, Spánar eða Portúgal, eru ódýrustu ferðir sem íslendingar geta farið í, utan að aka hringveginn og búa í tjaldi. Þjóðviljinn hefur látið reikna út kostnað við að ferðast á mis- munandi vegu innanlands og bera það saman við sólarlanda- ferðir þær sem á boðstólnum eru. Við skulum þá skoða hvemig dæmin líta út. Við miðum í öllum tilfellum við hjón og 3ja vikna orlof. Costa del Sol 11. júlí Flug og gisting 41.800 kr. Fæði2máltíðirádag 21.000 kr. Samtals 62.800 kr. Ferð til Ítalíu og Portúgal á sama tíma er nánast alveg á sama verði, nema hvað matur gæti verið heldur ódýrari í Portúgal. Hótel Reynihlíð Hótel Reynihlíð hefur þegar gefið upp sitt verð í dollurum og er miðað við það hér. Þá er reiknað með að fæði á dag á íslandi sé 1.000 kr. pr. mann: Gisting miðað við 20% afslátt eftir 3 nætur: 28.000 kr. Fæði miðað við 1.000 kr. á mann 42.000 kr. Flug til Akureyrar og með bifreið að Mývatni 5.500 kr. Samtals 75.500 kr. Edduhótel á Akureyri Gisting miðaðvið20% afslátteftir3nætur 18.680 kr. Fæði miðað við 1.000 kr. pr. mann 42.000 kr. Flug til Akureyrarfjölsk. afsláttur 4.500 kr. Samtals 65.180 kr. íslands Safari 19 dagar Hór er gist í tjöldum og fullt fæði innifalið 40.000 kr. Hringferð um landið á eigin b(l og gist í tjaldi: Fæði miðað við 1.000 kr. á dag pr. mann 42.000 kr. Kostnaður vegna bif reiðar 11.600 kr. Tjaldstæði 20 kr. pr. mann og 20 á tjald 1.260 kr. Annartilfallandi kostnaður 5.000 kr. Samtals 59.860 kr. Eins og á þessu sést er 2 þúsund kr. ódýrara að fara hringferð um landið á eigin bíl og gista í tjaldi allan tímann, heldur en gista á góðum gististað í Torremolínos á Costa del Sol, en í þessum út- reikningum er miðað við hinn þekkta gististað La Nogalera. í útreikningi við hringferðina varðandi bílakostnað er gengið útfrá útreikningum FÍB. Þar er miðað við 15.000 km akstur á ári og kostnaður viðað við slíkan akstur á ári er 134.000 kr. og deildum við í þá tölu með 12. Sennilega er tilfallandi kostnaður í útreikningum okkar allt of vægt reiknaður. Á þessum útreikningum sést hve fráleit sú kenning er að mæla velferðarríkið ísland eftir því hvort fólk hefur efni á að fara til sólarlanda. Spurningin snýst ein- faldlega um það hvort íslending- ar hafa efni á að ferðast í sumar- fríi sínu eða ekki. Sé svo komið málum að fólk geti ekki farið í ódýmstu ferðina, þá er illa kom- ið. Allir ættu að geta verið sam- mála um það að vart getur það talist lúxus nútil dags að ferðast. Það er inní lífsmunstri fólks í dag að ferðast. Þótt landið okkar sé víða fag- urt og gaman að ferðast um það, þá getur verið æði rysjótt veður- far yfir sumarið, rigning og rok dögum saman en sólskinsdagar inní milli. Aftur á móti getur sá er ferðast til sólarlanda verið nokk- umveginn viss um sól og blíðu Sigurdór Sigurdórsson skrifar Sólarlöndin heilla marga og ekki bara þá sem njóta vilja sólar og sjóbaða, heldur einnig þeirra sem vilja kynnast menningu og merkum stöðum í hin- um suðlægari löndum Evrópu. þann tíma sem hann dvelst þar yfir sumarmánuðina. Einnig hlýtur það að vera heillandi að skoða suðræn ókunn lönd, fyrir þá sem gefa minna fyrir það að njóta sólar. Það blasir hinsvegar við að ætli fólk að njóta góðra gististaða og góðs matar í sumarleyfi sínu, þá verður útkoman sú að mun ódýr- ara er að fara til sólarlandanna, sérstaklega vegna þess hve matur og drykkur er þar ódýr. Þeir sem telja það merki vel- sældar að geta farið í sólarlanda- ferðir spyrja oft, hverjir eru það sem hafa efni á þessum ferðum? Undirritaður getur fullyrt, eftir að hafa starfað sem fararstjóri hjá Ferðaskrifstofunni Útsýn á Costa del Sol í nokkur ár, að sá hópur sem þangað kemur yfir sumarið og skiptir þúsundum, er þverskurður af þjóðfélagi okkar. Fólk af öllum stéttum og á öllum aldri kemur til sólarlanda. Að lokum má svo benda á að íslensku ferðaskrifstofumar veita greiðslufrest allt að 6 mánuði eða meira, þeim sem til sólarlanda fara, en þær ferðir sem teknar em inní dæmið hér að framan verða að sjálfsögðu að greiðast út í hönd, alla vega ef fólk fer á eigin vegum hringveginn eða býr í 3 vikur á hóteli úti á landi. Því hygg ég að fullyrða megi að auðveld- asta og ódýrasta ferðin sem fólk getur farið í sé sólarlandaferð. -S.dór Ulla Rantanen í Norrœna húsinu: Þaö hefst á upp- lifun náttúrunnar Ulla Rantanen, ein af þekktustu listamönnum Finna, sýniríNor- ræna húsinu um þessar mundir málverk og grafík, stórar myndir, dimmar í lit, þar eru m.a. fimm mótíf f rá íslandi. Ástæöan er sú að 1980fékk Ullastyrktil íslandsferð- ar úr Finnsk-íslenska menningar- sjóðnum og í þessum myndum vill hún miðla áhrifum af þeirri dvöl. Það kann að hljóma ótrúlega, segir hún, þegar menn virða fyrir sér þessar myndir mínar, að ég hefi alltaf byrjað á upplifun náttúrunnar, en leit mynd- listarmannsins að einhverju því, sem honum finnst máli skipta, endar hér í mjög afströktu formi. Þetta hefur þó ekki verið alltaf svona - ég vann miklu meira fígúratíft áður. Náttúruljóðræna, expressjónismi, viss drungi í litum - allt einkennir þetta mín verk, og reyndar margra annarra finnskra listamanna. Ég held að yfir- höfuð séu finnskir listamenn varfærn- ari í umgengni sinni við nýja strauma en mér sýnist íslenskir listamenn vera. Allt hefur þetta bæði góðar hliðar og neikvæðar - að sýna vissa íhaldssemi og liggja þá kannski meira yfir hlutun- um, og svo að vera mjög duglegur við að fylgjast með nýjum straumum og taka við þeim. Það er sjálfsagt margt ólíkt um hlut- skipti listamanna hér og í Finnlandi. Við höfum starfslaunakerfi sem hefur veitt listamönnum úr ýmsum greinum mánaðarlaun til starfa að listum í eitt ár, þrjú ár eða fimm, og fyrir þrem árum kom það til sögunnar að menn fengju fimmtán ára starfslaun, sem í raun og veru er einskonar æviráðning allt til eftirlauna. Tíu slíkir listamenn bætast við á ári og ég er í þessum hópi. Það er líka mikið um pantanir frá rík- inu og opinberum aðilum. Á hinn bóg- inn held ég að íslenskur almenningur sé áhugasamari en finnskur um það sem listamenn eru að iðja. Ég gæti trúað því að í Finnlandi væru tiltölu- lega fleiri listamenn en hér, sem finnst þeir eins og utangátta í samfélaginu. Myndlist hér sýnist mér mjög vel virk og lifandi á margan hátt. Það er reyndar nokkuð snúið að gera sér grein fyrir hlutskipti lista- manna í samfélögum og kannski hætt við því að margur haldi auð í annars garði í þeim efnum. Listiðnaðarmenn koma mikið við sögu í Finnlandi og hafa margir getið sér gott orð - en þeir munu líka kvarta yfir því að markaðs- lögmálin leyfi þeim ekki að koma til dyra eins og þeir helst vilji vera klædd- ir. Sú list, sem ég stunda, er af því tagi, að það er vart við því að búast að veki áhuga nema takmarkaðs hóps í samfé- laginu. Svo eru til þeir listamenn sem vilja eiga pólitíska aðild að því að byggja upp þjóðfélag í friði og réttlæti, þótt ekki séu þeir kannski margir nú um stundir - og ég ber svo sannarlega virðingu fyrir þeirri afstöðu. Til eru þeir ungu menn sem segja að frægð og markaður skipti ekki máli heldur sjálf upplifun verksins. Það er gott að þessi afstaða er Uka til - það er víst meira en nóg til af þeim hund- ingjahætti í listinni sem hugsar aðeins um viðskiptagengið... áb. Ulla Rantanen: varfæmln og nýjungaglmln hafa béftar aína kostl.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.