Þjóðviljinn - 26.07.1984, Side 4

Þjóðviljinn - 26.07.1984, Side 4
LEIÐAM undirbúin Uppgjöfin Deilur íslendinga við Alusuisse hafa snúist um tvö höfuðatriði. Annars vegar svindl Alusuisse í viðskiptum undanfarin ár sem haft hefur í för með sér verulegt tekjutap fyrir íslendinga. Hins vegar verð á raforkunni sem Alusuisse kaupir og framtíðarsamskipti þjóðarinnar við fyrirtækið. Stefna íslendinga í báðum höfuðatriðunum hefur verið skýr. Alusuisse yrði að sæta úr- skurði sérstakra dómstóla, annað hvort al- þjóðlegs gerðardóms eða gerðardómsnefnda sem skipaðar voru til að kveða upp úrskurð í deilunum. Sverrir Hermannsson iðnaðarráð- herra hefur lýst því yfir á Alþingi að hann myndi aldrei sætta sig við neina niðurstöðu í þessum málum sem ekki gæti talist dómur eða dóms- ígildi. Grundvöllur raforkuverðskröfunnar hef- ur einnig verið augljós. Framleiðslukostnaður raforkunnar í orkuverum (slendinga er 18-20 mills. Það er lágmarkskrafa að það verð náist í samningum. Annars verður almenningur áfram að borga með raforkunni til Alusuisse. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn- arflokkurinn voru teknir við samningunum við Alusuisse höfðu þeir stór orð um að á skömmum tíma myndu þeir ná hagstæðri niðurstöðu í deilumálunum. Þeir höfðu haldið því fram allan veturinn 1982-1983 að það væri bara Hjörleifur Guttormsson sem kæmi í veg fyrir jákvæða samninga. Nú er liðið rúmt ár síðan Sverrir Hermanns- son og Guðmundur G. Þórarinsson fengu samningavaldið í hendur. Engin niðurstaða hefur fengist. Ýmislegt bendir til að Alusuisse hafi á þessu rúma ári tekist að snúa samninga- mönnum ríkisstjórnarinnar svo um fingur sér að þeir séu þegar byrjaðir að undirbúa upp- gjöfina. í Þjóðviljanum í gær kom fram að fulltrúar ríkisstjórnarinnar hafa orðið við þeirri ósk Alu- suisse að hefja umræður um að sleppa Alu- suisse við úrskurð gerðardómsnefndanna. Þessi beiðni Alusuisse kemur í kjölfar þróunar í starfi gerðardómsnefndanna þar sem rök Al- usuisse hafa reynst léttvæg. Nú reynir auðhringurinn að notfæra sér þá tímaklemmu sem hannhefur settríkisstjórnina í með töfun- um í allan vetur og vor. Vilji ríkisstjórnin fá niðurstöðu í umræðunum um orkuverðið verði hún að fallast á þá kröfu AÍusuisse að koma gerðardómsnefndunum fyrir kattarnef. Fyrri afbrot Alusuisse verði bara falin í einhverju allsherjar púkki svo að auðhringurinn geti hampað sakleysi sínu opinberlega. Þessi þróun samningaviðræðnanna er ugg- vænleg og verður enn verri þegar haft er í huga hve hljóðir fulltrúar ríkisstjórnarinnar hafa verið um orkuverðið. Það eru margir mánuðir síðan forystumenn Sjálfstæðisflokk- sins og Framsóknarflokksins hættu að geta þess að íslendingar yrðu að fá 18-20 mills að lágmarki fyrir orkuna til að standa undir fram- leiðslukostnaðinum. Þessi þögn er líka hættu- merki. Hún gefur til kynna að einnig sé verið að undirbúa uppgjöf gagnvart Alusuisse á þessu sviði. ( Ijósi þessarar þróunar er mikilvægt að hingað berast fréttir um úrskurð alþjóðlegs gerðardóms í deilum grískra stjórnvalda við franska álhringinn Pechiney. Niðurstaða dómsins var að álhringurinn eigi að greiða Grikkjum 20,5 mills fyrir orkuna á næsta ári, 19,5 mills á þessu ári og borga svo til viðbótar verulega hækkun aftur í tímann og miðast hún við 18,6 mills. Niðurstaða hins alþjóðlega gerðardóms í deilum Pechiney og Grikkja, orkuverð á bilinu 18,6-20,5 mills, ætti að geirnegla þá lág- markskröfu íslendinga að Alusuisse borgi okk- ur það sama enda er framleiðslukostnaður orkunnar hér á landi á þessu bili. KLIPPT 0G SKORIÐ Flokksþing demókrata Sjónvarpið gerði lands- mönnum þann heiður í fyrra- kvöld, að sýna fréttaþátt frá flokksþingi Demókrata í Banda- ríkjunum „Að loknum lands- fundi“. Mörgum dettur í hug að stjórnmálaflokkar hér á landi gætu orðið tilefni til slíkra frétt- askýringaþátta eftir landsfundi sína sem og önnur innaniandspó- Iitík. Hvað um það, menn biðu spenntir eftir þessum þætti, þar sem svo mikið hefur verið fjallað um flokksþing Demókrata í brotafréttum að undanförnu, sem og að fjöldi telur það skipta máli fyrir frið og líf á jörð hverjir fara með völdin í Washington. Frœgar rœður í fréttum frá Bandaríkjunum var einna mest látið með þrjár ræður sem fluttar voru á flokks- þinginu. Það voru ræður þeirra Jessie Jacksons, Harts og Mondales. Það voru því nokkur vonbrigði með að enginn þessara frægu ræðna var sýnd í þættinum. Engu að síður fengu áhorfendur nasasjón af ræðulist Jacksons af öðrum vettvangi - og var býsna áhrifamikið. Hitt fannst klippara og stinga í augu, að Reagan for- seti fékk býsna mikla og jákvæða umfjöllun í þessum þætti af möguleikum demókrata vestra. Þögn, þögn, þögn Meðan Hjörleifur Guttorms- son rak málið á hendur Alusuisse í tíð síðustu ríkisstjórnar, fékk hann það sem þá var kallað „virkt aðhald" frá fjölmiðlum álflokk- anna. Hitt er sönnu nær að hann varð fyrir harkalegum árásum - og belgingur og bægslagangur Tímans, Morgunblaðsins og fylgimiðla þeirra mun lengi í minnum hafður. Hjörleifi var legið á hálsi fyrir að hafa ekki náð samningum um viðunandi raf- orkuverð (20 mills) þegar á fyrsta stjórnarári sínu í iðnaðarráðun- eytinu. Forystumenn Sjálfstæðis- flokksins á alþingi sem og általs- menn Framsóknarflokksins höm- uðust gegn ráðherranum í mara- þonumræðum á þinginu. Engu að síður kom hvað eftir annað í ljós að þessir flokkar voru ekki að neinu leyti reiðubúnir til að sækja með nauðsynlegri hörku og sam- stöðu íslendinga að auðhringn- um. Þeir vildu semja strax. En hvað hefur gerst frá því að árásirnar á Hjörleifi fyrir að ná ekki fram viðunandi raforku- verðshækkunum voru upp og niður síður Morgunblaðsins? A annað ár hefur ríkisstjórn Stein- gríms með forystu Sjálfstæðis- flokksins í álmálinu ekki náð fram neinum árangri - og nú eru þeir farnir að orða eftirgjafir. Hverjum samningafundinum á fætur öðrum er mætt með bless- unarríkri þögn í málgögnum ál- flokkanna. Nú liggur ekkert á, nú er allt í friði og spekt. Hundruð miljóna tap Þegar bráðabirgðasamkomu- lagið við Alusuisse var gert í sept- ember sl. var ákveðið að draga skattkröfur íslenska ríkisins upp á 300 miljónir króna útúr alþjóð- legum gerðardómi og setja inní þrjár gerðardómsnefndir. Þetta var gert að sögn til þess að flýta fyrir málinu. Sverrir Hermanns- son kvaðst í vor á alþingi aldrei vera til viðræðna um samninga um þessi atriði, hann vildi bíða dóms eða dómsígildis frá gerðar- dómsnefndunum. Að loknum síðasta fundi samn- inganefndarinnar kemur hins vegar í ljós, að samninganefnd ís- lands undir forystu Jóhannesar ; Nordals er í fullri alvöru að velta því fyrir sér, að leggja gerðar- dómsnefndirnar niður „meðan verið er að kanna sættir", segir Jóhannes í viðtali við Þjóðviljann í gær. Brögð og klœkir Ástæða þess að deilumálin voru tekin úr alþjóðlegum gerð- ardómi í fyrra, er augljóslega sú, að Alusuisse taldi meiri líkur á því að alþjóðlegur gerðardómur felldi dóm auðhringnum í óhag. Álhringnum tókst þannig að fá fyrirhafnarlítið vopn gegn Islend- ingum í raforkuverðságreiningn- um. Með því að þæfa raforku- verðshækkunina hefur Alusuisse tekist að setja pólitíska pressu á Sverri Hermannsson og Guð- mund G. Þórarinsson: ef þið fallist á sættir í gerðar- dómsmálunum erum við reiðu- búnir til hækkunar á raforku- verði. Fyrr gerist ekkert. En við þetta bætist, að Alusuisse hefur nefnilega farið illa útúr umfjöllun gerðardómsnefndanna - og ótt- ast óhagstæða niðurstöðu. Þess vegna má ekki heldur falla dómur frá nefndunum. Þetta eru brögð og klækir Alusuisse. Engjast í snörunni Þegar pólitísk forsjá þessa máls er komin að öllu leyti í hendur Framsóknarflokksins og Sjálf- stæðisflokksins, Guðmundar G. Þórarinssonar og Sverris Her- mannssonar, bera þeir einnig ábyrgðina. Meðan ekkert gengur í deilunni, halda íslendingar áfram að borga niður rafmagnið til álversins - og svindlið og svín- aríið mörg ár aftur í tímann liggur áfram óuppgert. Sverrir og Guðmundur G. eiga ekki marga kosti í stöðunni; sá besti væri að taka upp stefnu Al- þýðubandalagsins og sækja rétt íandsmanna með hörku og ná á þann veg samstöðu meðal þjóð- arinnar gegn auðhringnum. Enn er smuga. Hinn kosturinn er sá, sem ver- ið er að viðra þessa dagana, að falla frá sanngirniskröfunum, gleyma svínaríinu og fallast á ein- hverja málamyndahækkun á raf- orku, sem þó væri aldrei á kostn- aðarverði. Þannig engjast þeir Framsóknar og Sjálfstæðismenn í snöru álhringsins í dag. En skelfing eru þeir kaldir að kalla til sín fleiri álhringi til að reisa álver í Ijósi reynslunnar af þessum eina sem við höfum í Íandinu. -óg DJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar , Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Fróttastjórar: óskar Guðmundsson. Valþór Hlöðversson. Blaóamanr.: Áffheiöur Ingadóttir, Guðjón Friðriksson, Halldóra Sigurdórs- dóttir, Jóna Pálsdóttir, Lúövík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Mörður Amason, Súsanna Svavarsdóttir.Víðir Sigurðsson (íþróttir).össurSkarp- hóðinsson • Ljósmyndir: Atli Arason, Einar Karlsson. Útlit: Bjöm Brynjúlfur Bjömsson, Svava Sigursveinsdóttir, Þröstur Haraldsson. Handrita- og prófarfcalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir. Auglýsingastjóri: Ólafur Þ. Jónsson. Augiýsingar: Margrót Guðmundsdóttir, Ragnheiður Óladóttir, Anna Guðjónsdóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Sfcnavarsla: Ásdís Kristinsdóttir. Sigriöur Kristiónsdóttir. Húsmóðlr: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: Óiöf Sigurðardóttir. Innheimtumaður: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Utkeyrsia, afgreiðsia, auglýsingar, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prentsmiöja Þjóöviljans hf. Prentun: Biaðaprent hf. Verð í lausasölu: 22 kr. Sunnudagsverð: 25 kr. Áskrlftarverð á mánuði: 275 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 26. júlí 1984

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.