Þjóðviljinn - 26.07.1984, Side 8

Þjóðviljinn - 26.07.1984, Side 8
LANDÐ Skaðsemdardýr Eldi ránfugla og ann- arra rándýra Veiðibjallan veldur ómœldu tjóni, segir Halldór Pjetursson. Kristín í Hringveri heimsækir Dali Þegar Jónas Jónasson, út- varpsstjóri á Akureyri, ræddi í vetur við þær Hringverssystur á Tjörnesi, Kristínu og Fanneyju, í einuni af sínum rómuðu kvöld- gestaþáttum, lét Kristín í ljós löngun sína til þess að sjá Dala- hérað og hinar mörgu og merku söguslóðir þar. Þetta heyrði Pét- ur Þorsteinsson, sýslumaður í Búðardal. Brá hann við hart og hringdi þegar að þættinum lokn- um í Kristínu og bauð henni vest- ur, hvað hún þáði með þökkum. Síðan kom sumarið, sem held- ur betur hefur leikið við Norð- lendinga, Jónas Jónasson sótti Kristínu, ók henni til Varmahlíð- ar í Skagafirði þar sem Pétur sýslumaður var mættur og tók hana með sér vestur í Dali. Þar ferðuðust þau um gjörvalla sýsl- una og enduðu í Reykholti í Borgarfirði. Rómar Kristín mjög móttökur og alla fyrirgreiðslu þeirra sýslumannshjóna, Péturs og Bjargar. Pétur er maður víð- lesinn og sögufróður og þarf ekki að efa að vel hefur farið á með þeim Kristínu. -mhg Bolvíkingar fá nýtt skip Bolvíkingum hefur bæst nýtt skip í flotann, Sólrún, ÍS 1, smíð- uð í Skipasmíðastöð Njarðvikur. Skipið er 298,5 brúttólestir, 36 m. langt, 8,5 m. breitt og dýptin er 6,5 m. Aðalvél skipsins er 990 hestöfl, 8 strokka. Það er með bógskrúfu og Becker-stýri. Tog- búnaðurermjögfullkominn, þrjár frystilestir og er skipið í stuttu máli sagt á allan hátt ágætlega búið til að gegna sínu hlutverki. Þótt Sólrún sé alhliða fiskiskip er hún sérstaklega búin til rækju- veiða. Á milliþilfari er fullkom- inn búnaður til vinnslu á rækju. Þar er vél, sem flokkar rækjuna í fjóra flokka eftir stærð, suðupott- ur og tvennskonar hraðfrystibún- aður. Þá eru og í skipinu tæki til meltuvinnslu. Skipstjóri á Sólrúnu er Jón Guðmundsson, stýrimaður Ólafur Svanur Gestsson, fyrsti vélstjóri Þór O. Helgason og ann- ar Ingþór Karlsson. Áhöfnin er 11 manns. mhg Olíuverslun Beggja hagur Sýslufundur N-ís. Tekist hafa nú samningar með Kaupfélagi Skagfirðinga og Olíufélaginu hf. um að Olíufé- lagið kaupi af K.S. aðstöðu fyrir þjónustu sína í útibúinu í Varma- hlíð. Fær Olíufélagið nú norður- hluta hússins til umráða en byggt verður við suðurenda þess. Stækkar verslunarrýmið við það um 125 ferm. Olíufélagið kostar við bygginguna og er það gjald fyrir þann hluta hússins, sem það fær til starfsemi sinnar. Olíufélagið mun hafa þarna á boðstólum, auk hefðbundinna olíuvara, fjölbreytt úrval af alls- konar vörum, sem tengjast ferða- lögum og rekstri bifreiða, en að- staða til slíkrar þjónustu hefur verið þröng til þessa. -mhg íslendingar eru nú að mestu hættir að drepa húsdýr sín úr hor því slíkt þykir ekki lengur borga sig. Þó mætti kannski undan- skilja útigönguhross en meðferð þeirra mun þó hafa skánað. í meðferð á þeim hefur hið illa eðli mannsins komið Ijósast fram. Ekkert dýr hefur þjónað mannin- um eins vel og þetta land hefði aldrei byggst án hjálpar hestsins. Þetta dugmikla, hrausta og dygga dýr hefur frá öndverðu verið lífgjafi okkar og þjónn. Þetta göfuga dýr er nú að byrjað að leggja undir sig heiminn á sama tíma og maðurinn virðist stað- ráðinn í því að tortíma honum. Aftur á móti ölum við rándýr og ránfugla svo þar myndast með ári hverju heil herfylki. Svo undarlegt sem það er þá verður þetta aldrei pólitískt. Hvaða stjórn sem er heldur yfir þessu sinni verndarhendi og mundi blikna minna þótt sæi á börnum en þessum gæludýrum ef svo mætti kalla. Veiðibjallan mun nú fara að komast langleiðina með að út- rýma æðarfugli, einum okkar Atvinnumál voru eðlilega mjög til umræðu á aðalfundi sýslu- nefndar N.-ísafjarðarsýslu. Á vegum hennar starfar nú sérstök atvinnumálanefnd, skipuð öllum oddvitum sýslunnar. Er nú unnið að álitsgerð um atvinnumál í samráði við Byggðadeild Fram- kvæmdastofnunar og verður húm væntanlega fullbúin innan skamms. Friðlandið á Hornströndum Nefndin fjallaði nokkuð um friðlandið á Hornströndum og varar við „ofstjórnartilhneigingu Náttúruverndarráðs“, sem hún telur lýsa sér í auglýsingu frá 4. apríl sl., um nýjar reglur um frið- landið á Hornströndum. Þar komi fram óhæfilegt framsal valds til Náttúruverndarráðs, þar sem því séu m.a. ætlaðar nánast óbundnar hendur um setningu mesta nytjafugli. Segja má að æð- arfuglinn sé mannelskur og tekur öllu með gleði, sem fyrir hann er gert. Sé Iétt undir með honum við hreiðurgerð flytur hann þangað þó að það sé lengst uppi í Iandi. Séu reistar upp smáhellur á þrjá vegu og gengið vel frá, raðað gömlum hjólbörðum eða ein- hverju, sem minnir á skjól, er fuglinn kominn og sestur þar að. Hann fer strax að trúa á manninn og lofar honum að taka sig upp af eggjunum og bíður meðan hann tekur 1-2 egg úr hreiðrinu og eitthvað af dún. Síðan setur mað- urinn fuglinn aftur á sinn stað. Eins og ég gat um áður má rækta æðarfugl á ótrúlegustu stöðum sé það nálægt ám eða vötnum. En sagan er ekki öll sögð með þessu. Strax og móðirin er komin á flot með ungana, byrj- ar veiðibjallan hernað sinn. Veiðibjallan gleypir oft 6-7 unga í lotu, tekur sér þá hvíld og byrjar síðan á ný. Æðarfuglinn er svo meinlaus að hann kemur engri vörn við. Dúnn er mjög dýr vara og æð- arvarp mundi verða mikill stuðn- reglna um umferð um hið frið- lýsta svæði og afnot landeigenda af eignum sínum þar. Nefndin telur fráleitt að banna alla umferð um svæðið frá 15. apríl til 15. júní ár hvert án leyfis Náttúruverndarráðs og vandséð hverjum tilgangi slík frelsisskerð- ing þjónar og hvernig slíku banni verði haldið uppi. Með saman- burði við núgildandi reglur telur sýslunefndin mega ráða, að ætl- unin sé að taka fyrir alla umferð ríðandi manna um friðlandið og andmælir „svo óeðlilegu og þarf- lausu banni“. Taka þurfi af öll tvímæli um að sýslumanni sé heimilt að ráða menn til að granda meindýrum með skot- vopnum á hinu friðlýsta svæði. Skorar sýslunefnd á mennta- málaráðherra að taka í tauma, ekki síst „vegna þess sérstaka ást- ands, sem nú um stundir ríkir á þessu svæði, þar sem engin sveitarstjóm fer með yfirstjórn mála“. ingur við smábúskap. En fyrst verður að eyða varginum. Stjórn- in hefur sett hann á einskonar listamannalaun, greitt fyrir hvern skotinn fugl. Þetta er einskonar rælni og hefur ekkert að segja með útrýmingu. Menn eru að stelast þangað sem hann verpir á landi en eru settir í tugthús ef upp kemst. Helsta ráðið hygg ég sé að kosta vaktmann á þessum stöðum um varptímann. Hann leitar hreiðranna og setur gat á eggin með saumnál, sem gerir þau ó- frjó. Fuglinn mun samt Iiggja á þeim þar til hann getur ekki verpt aftur. Einnig má eitra egg og skilja þau eftir á áberandi stöð- um. Sumum mun nú kannski þykja þetta ljótt en þeir ættu bara að bera þetta saman við þann hryllilega dauðdaga, sem þús- undir manna hljóta, sem ekki hafa „réttar" skoðanir á pólitík. Við verðum að hlúa að öllum okkar starfsgreinum og ekki síður þeim smáu. Þar alast upp mennskir menn og sá gróði verð- ur aldrei fullmetinn. Stóriðja plantar ekki slíku. Halldór Pjetursson. Samgöngur Samgöngumál voru mjög til umræðu og áhersla lögð á bættar og öruggar vetrarsamgöngur og að snjómokstur fari fram með eðlilegum hætti að ferjubryg- gjum í sýslunni. Óhjákvæmilegt sé að reka Djúpbát til áætlunar- ferða og tímabært að athuga um kaup á nýju skipi í stað Fagran- essins, sem orðið er meira en tví- tugt, en samgöngur og áætlanaf- erðir á sjó eru forsenda byggðar við ísafjarðardjúp. Sýslunefnd telur óhæfilegan drátt orðinn á uppsetningu sjálf- virks síma í Inndjúpshreppunum og leggur áherslu á að símafram- kvæmdum þar og í Súðavík verði hraðað svo, að þeim ljúki tíman- lega í sumar. Nefndin fagnar góðu gengi flugfélagsins Arna og telur nauðsynlegt að tryggja framtíð- arrekstur félagsins. -mhg Húsavík Úttekt á atvinnu- lífinu Danskir ráðgjafar koma í haust Húsvíkingar hafa hug á að gera úttekt á atvinnulífinu á staðnum og þá með það hvoru- tveggja í huga, að fitja upp á ný- jum verkefnum og fyrirtækjum, ef fýsileg kunna að þykja, og efla og auka þá atvinnustarfsemi, sem fyrir er. Von er á tveimur mönnum frá dönsku _ ráðgjafarfyrirtæki til Húsavíkur í haust og munu þeir þá leggja fram eina eða fleiri hug- myndir um eflingu atvinnulífsins, eftir að hafa kynnt sér aðstöðuna og rætt við heimamenn. Eins og Þjóðviljinn hefur skýrt frá, var fyrir nokkru stofnað Iðnþróunarfélag á Húsavík. Að undanförnu hefur Friðfinnur K. Daníelsson, verkfræðingur, starfað á vegum þess að ýmsum verkefnum fýrir félög og einstak- linga, sem fást við iðnað. Iðnþró- unarfélagið stefnir að því að halda fund í næsta mánuði. -mhg Verslun „Kjarakaup" í Kf. Skag- firðinga Á aðalfundi Kaupfélags Skag- firðinga í vor var samþykkt að koma á fót í Skagfirðingabúð einskonar markaðsverslun, er kæmi í stað gömlu lagersölunn- ar. Skyldu þarna seldar heimili- svörur og aðrar nauðsynjar - með lágmarksálagningu - svo sem hveiti, smjörlíki, sykur, hreinlætisvörur og skyldar vörur svo sem rekstrarvörur vegna mjólkurframleiðslu. Upp á þessu var brotið vegna þess að hin vikulegu verðtilboð, sem tekin voru upp með tilkomu Skagfirðingabúðar , voru ekki talin uppfylla nógsamlega kröfur viðskiptamanna. Birgir ísleifsson, verslunar- ráðunautur SÍS, vann að þeim skipulagsbreytingum, sem gera þurfti af þessum ástæðum innan búðarinnar. Hefur hinum föstu verðtilboðum nú verið komið fyrir í matvörudeildinni og eru vörurnar merktar með heitinu „Kjarakaup“. -mhg Landflutningar hf. Flutt í ný húsakynni Um árabil hefur flutningamið- stöðin Landflutningar hf. verið rekin í Reykjavík. Fyrirferðar- mestu hluthafarnir í Landflutning- um eru Sambandiö og flest kaupfélögin úti á landi. Húsakynni Landflutninga að Skúlatúni hafa verið í lakara lagi en nú hefur verið byggt nýtt stöðvarhús að Skúlatúni 8 í Reykjavík, skammt austan Holtagarða, þar sem Innflutn- ingsdeild SÍS og Skipadeildin hafa aðsetur. Við þessa búferlafl- utninga hefur öll aðstaða við af- greiðslu stórbatnað, m.a. við los- un og lestun bifreiða, sem og fyrir bílstjórana sjálfa. - Núverandi framkvæmdastjóri Landflutn- inga hf. er Gissur Þorvaldsson. -mhg Menntamálaráðherra taki í tauma Friðlandið á Hornströndum, samgöngur o.fl. 8 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Fimmtudagur 26. júlí 1984

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.