Þjóðviljinn - 26.07.1984, Side 17

Þjóðviljinn - 26.07.1984, Side 17
MANNLIF oo □PTIK GLERAUGNAVERZLUNIN Hafnarstræti 20 - Við Lækjartorg 11828 GLERAUGNAÞJÓNUSTA VIÐ LANDSBYGGÐINA „Vlft ætlum frekar að verða smlðlr en sjómenn" sögðu strákamir sem við hittum í bátaleik f Ólafsvík, og hóldum að væru að undirbúa sig undir framtíðar- starfið. „Pabbar okkar allra nema Sigurðar eru sjómenn og þá eru þeir sjaldan heima" sögðu strákamir sem eru á aldrinum 8-10 ára. Þeir heita frá vinstri: Valdimar, Eiríkur, Þráinn, Manúel og Sigurður. Mynd-eik. Hellissandur Ekki spennandi „Þaö er ágætt að vera hér en ekki neittspennandi. Kom hingaðúr Háfnarfirði fyrir þremur árum sem ráðskona. Síðan keypti ég mér hús sem óg er tiltölulega ný- flutt í sagði Linda Garðarsdóttir einstæð tveggja barna móðir sem Þjóðviljinn hitti í Hraðfrysti- hi'ici MolliccanHc „Ég reikna með að fara niður á Rif í nýja frystihúsið þegar það tekur til starfa. Hérna er einungis saltfiskverkun síðan frystihúsið brann í fyrra. Vinnan í salt- fiskinum er mjög erfið“, sagði Linda. -jP Guðrún Marta Ársælsdóttir í gróðurhúsinu bak við hús sitt í Stykkishólmi. Mynd-eik. Stykkishólmur Reisa minnismerki Atkvæðagreiðsla í Verkalýðsfélaginu. Garðrœkt og ferðalög út í eyjar. Llnda Garðarsdóttir vinnur við saltfiskverkun frá 7 á morgnana fram á kvöid. Hún á tveggja og þriggja ára barn heima og hefur því nóg að gera allan sóiarhringinn. Mynd-eik. Guðrún Marta Ársælsdóttir hef- ur búið í Stykkishólmi í 18 ár en átti áður heima á Hellissandi. Hún er þriggja barna móðir og starfar einkum við heimilisstörf og garðrækt á sumrin en vinnur í frystihúsinu yfir vetrarmánuð- ina. Þjóðviljinn spjallaði við hana um mannlífið í Hólminum og áhugamál hennar. Sátum við i notalegu gróðurhúsi sem gengið er inn í gegnum stofuna og þar var blómafjöldi í skrúða og tómatatré náðu til lofts með fullþroskuðum ávöxtum. - Ég rækta bara það sem til fellur, tómata, dalíur og ýmis sumarblóm. Það er ákaflega gott að vera hérna úti yfir sumarið en gróðurhúsið er ekki upphitað svo það nýtist ekki yfir háveturinn. Hitunarkostnaður er svo hár hérna að slíkt er ekki hægt að veita sér, sagði Guðrún Marta. Hvað hefur verið efst á baugi hjá þér í sumar? - Einkum það að ég starfa í nefnd sem á að sjá um að reisa minnismerki um drukknaða sjó- menn úr Stykkishólmi. Nefndin var skipuð í vetur og í henni eru 3 aðilar, hver frá sínu félagi. Þu- ríður Gísladóttir frá Sjómanna- dagsráði, Ægir Breiðfjörð Jó- hannsson frá Björgunarsveitinni og ég frá Verkalýðsfélaginu. Hér í Stykkishólmi, eins og í öðrum sjávarplássum, hafa í gegnum aldir orðið sjóslys af og til. Þrí sjómenn drukknuðu t.d. fyrir 15 árum og þrír í fyrravetur. Við höfum ákveðið að reisa hér minnismerki um sjómenn og höf- um verið að athuga með stað, sækja um tiiskilin leyfi og kynna þetta. Nú eru leyfi fyrir minnismerki fengin og því verður trúlega val- inn staður hjá kirkjunni sem ver- ið er að reisa í bænum. Við erum einnig búin að ráða okkur lista- mann. Jón Gunnar Árnason heitir hann og ætlar að skila til- lögum sínum, teikningum og módeli, í byrjun desember. Við munum reisa minnismerk- ið með frjálsum framlögum frá fólki og höfum því stofnað reikning í Búnaðarbankanum í Stykkishólmi. Hann er númer 19118 og heitir Minnismerkis- sjóður um sjómenn. Við byggjum viðskipti okkar á gagnkvæmu trausti og góðri þjónustu Traust bankastarfsemi er nauðsynleg hverju byggðarlagi. Ekki aðeins fyrir fyrirtækin og uppbyggingu atvinnulífs, heldur einnig fyrir einstaklingana. Hjá okkur átt þú greiða leið að góðum viðskiptum. Leitaðu upplýsinga um þá möguleika sem við bjóðum þér til þess að ávaxta peningana þína og vinna þér lánstraust. Sparivelta og Launavelta eru kostir sem vert er að kanna! Samvinnubankínn GRUNDARFJÖRÐUR - AKRANES GRUNDARFJÖRÐUR AKRANES - Það er einnig mikið um að vera í Verkalýðsfélaginu þessa dagana. Atkvæðagreiðsla um uppsögn samninganna í haust stendur nú yfir. Fólk virðist vera hrætt við verkfall en verður auðvitað að gera sér grein fyrir því að það er allt annað að hafa lausa samninga en verkfallsheim- ild. Hvað gera Hólmarar í frístund- um sínum yfir sumarmánuðina? - Fólk fer gjarnan út í eyjar í fríum, ýmist í sumarbústað eða tjald. Flóabáturinn Baldur er með ferðir út í eyjar og einnig 2 hraðbátar. Útivist er t.d. með að- stöðu í Purkey. Garðræktin glepur líka margar stundir. Margir eru að prófa sig áfram með garðana því ekki er hægt að rækta hvað sem er hér í Hólminum. Plönturnar þurfa að vera afar harðgerar. Yfir veturinn er starf leikfé- lagsins í miklum blóma. í vor var farið til Finnlands og til að afla tekna fyrir ferðina verkuðu leikararnir signa grásleppu til viðbótar hefðbundnum fjárölf- unarleiðum. -jP

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.