Þjóðviljinn - 26.07.1984, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 26.07.1984, Blaðsíða 6
LANDIÐ Héraðsskólinn að Núpi Bjóðum upp á 8. og 9. bekk grunnskóla ásamt tveim árum á viðskipta-, íþrótta-, uppeldis-, og almennri bóknámsbraut. Brautir þessar eru í samræmi við námsvísi sem eftirtaldir skólar eru aðilar að: Fjöl- brautaskólinn á Akranesi, Fjölbrautaskóli Suðurnesja, Flensborgarskólinn í Hafnar- firði, Framhaldsskólar á Austurlandi, Fjöl- brautaskóli Suðurlands á Selfossi og Fram- haldsskólinn í Vestmannaeyjum. Getum enn bætt við nemendum. Upplýsingar í síma 94-8236 og 94-8235. Skólastjóri LJÓSMÓÐUR vantar á Sjúkrahúsið á Egilsstöðum tímabilið ágúst - desember 1984. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 97-1631 eða 97-1400. MUNIÐ FERÐA VASA B0KIN4 Handhægt uppsláttarrit sem veitir fleiri almennar upplýsingar um ferðalög og ferðamöguleika innanlands og utan en nokkur önnur íslensk bók. Meðal efnis eru 48 litprentuð kort, vegalengdatöflur, upplýsingar um gististaði og aðra ferðamannaþjónustu, um sendiráð og ræðismenn erlendis, vegaþjónustu, veðurfar á ýmsum stöðum og margt fleira. Fæst í bókabúðum og söluturnum um allt land. Ferðavasabókin; ómissandi ferðafélagi! FJÖLVÍS Síðumúla 6 Reykjavík Sírni 91-81290 Svo skal böl bœta TOLLI BEGGI KOMMI BRAGI gramm Laug^vegur 17 Slrm 12040 Héraðsskólinn að Núpi Skólaárið 1984 — 1985 bjóðum við upp á fornám eða hægferð í fjórum námsgreinum: íslensku, ensku, dönsku og stærðfræði. Hafið samband í síma 94-8236 eða 94-8235. Skólastjóri - Já, þar er allt féð í litartil- raunum, sem Stefán Aðalsteins- son sér um. Fjárbúið er tilrauna- bú í litarrækt. Leitast er við að rækta hreinhvítt fé, arfhreint grátt og dropótt. Stefán kemur hér vor og haust og fylgist með starfseminni. Gamaldags húsa- kostur - Hvernig er húsakosturinn yfir þennan bústofn? - Hann er nú misjafn og gam- aldags nema hesthúsbyggingin uð sem geymsla auk þess sem vélfræðikennslan hefur farið þar fram. Heyskapur og rœktun - Hvað heldurðu að heyskapur sé mikill hér á Hólum? - Ja, ég veit það nú ekki nákvæmlega. Hann er eitthvað á milli 3000 og 4000 þús. rúmm. Að honum vinna 5-6 manns. Um það bil 1/3 af heyfengnum ér verkaður í vot- hey og við gefum það öllum skepnum. Við fóðruðum hrossin að verulegu leyti á votheyi í vetur og það gafst ágætlega. Nóg að gera að sumrinu - Rekið þið hótel hér yfir sumarið? - Nei, það gerum við nú ekki. Hinsvegar er hér selt kaffi sé þess óskað og gisting er líka fáanleg sé hún pöntuð með fyrirvara. Hing- að er mikill ferðamannastraumur yfir sumarið. - Hvað er framundan hjá ykk- ur í sumar? - í fyrra sumar voru hér reknar sumarbúðir fyrir börn og svo mun aftur verða nú. Þátttaka var Þó að maður kunni ekki ennþá mikið í sundlistinni er engin hætta á ferðum þegar svona lítið vatn er í lauginni. náttúrlega. Hún þokast áfram hægt og bítandi. í sumar verður væntanlega lokið þriðja áfanga af fimm, sem fyrirhugaðir eru. Er það bygging svonefnds aðstöðu- húss. Þar verða snyrtingar bæði fyrir menn og hross, kaffistofa, reiðtygjageymsla og aðstaða fyrir ýmsar tilraunir og kennslu í vél- fræði. Hesthúsið tekur um 50 hross í básum. Hlöðubyggingunni er lokið. - Hafið þið ennþá fé frammi á Hagakoti? - Nei, þar er nú ekkert fé haft lengur. Það er allt í gömlu húsun- um hér heima. Þau eru afar léleg orðin og nauðsynlegt að endur- byggja þau hið fyrsta. Fjósið tekur 60 kýr en við erum með nautgripi í rúmum 30 básum. Að öðru leyti er fé hýst í fjósinu. Eldri hluti fjóssins er nú orðinn 75 ára gamall og því ekki beinlínis nýtískulegur. Húsin hérna fram- mi á hlaðinu, sem eru orðin meira en 50 ára gömul og voru að hluta til notuð sem hesthús, eru nú not- - Eruð þið ennþá að auka við túnið? - Já, það er alltaf eitthvað ræktað árlega. Nýræktin nemur 20 hekturum á þeim tíma, sem ég hef verið hérna og svo er verið að endurrækta gamla túnið smám saman. Hitaveitan - Eruð þið ekki hamingjusöm með heita vatnið? - Þú getur nú nærri. Það gjör- breytti hér allri aðstöðu. Sund- laugin er ákaflega mikið notuð bæði af heimamönnum og að- komufólki enda eina sundlaugin hér í austanverðum Skagafirði þar til úti í Fljótum. Við höfum meira að segja afgangs vatn. Kannski hugsanlegt að nota það til upphitunar á gróðurhúsi. - Fengu bæirnir hér fyrir fram- an Hóla hitaveitu? - Já, allir nema Hvammur. Þá jörð á ríkið og það hefur ekki viljað kosta því til að leiða heita vatnið þangað heim. geysimikil og meiri en hægt var að sinna. Prófastur Skagafjarðar- prófastsdæmis, séra Hjálmar Jónsson, var hér meðan búðirnar voru reknar og svo unnu við þær starfsfólk hér og prestar hér af Norðvesturlandi, enda krakkarn- ir víðsvegar að úr kjördæminu. Meðan á dvölinni stendur búa börnin hér í skólahúsinu. Krakk- arnir voru ákaflega hrifnir af því að vera hér og ekki spillti það fyrir að fá að koma á hestbak. Voru þá 10 í hóp og fékk hver hópur að koma tvisvar á bak. Ég býst við að sami háttur verði hafður á þessu í sumar. Svo er líka fyrirhugað að skólinn efni hér til reiðnámskeiðs fyrir almenning í sumar. Þátttak- endur geta hvort sem þeir vilja heldur komið með eigin hesta eða fengið hesta hér, búið hér á staðnum og fengið alla nauðsyn- lega fyrirgreiðslu. Hér er allt til staðar: hestar, hesthús, góðar reiðleiðir og öll sú þjónusta, sem væntanlegir þátttakendur þurfa á að halda. Hér erum við innandyra í hinni glæsilegu hesthúsbyggingu og sjáum nokkra af gæðingum kynbótabúsins. 6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 26. júlí 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.