Þjóðviljinn - 28.07.1984, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 28.07.1984, Blaðsíða 2
FRETTIR BSRB Utreikningur VSI út í hött Kaupmáttur okkar hefur minnkað um tugi prósenta segir hagfrœðingur BSRB og spyr: Er hœkkun um sex þúsund á mánuði goðgá? Tölur Magnúsar Gunnarssonar eru villandi, svo ekki sé meira sagt, sagði Björn Arnórsson hag- fræðingur BSRB þegar Þjóðvilj- inn innti í gær eftir áliti hans á yfirlýsingu Magnúsar Gunnars- sonar framkvæmdastjóra VSI, um að kröfur BSRB þýddu aukin útgjöld uppá 2,5 miljarða eða 15 þúsund króna aukinn skatt á hvern skattgreiðanda. „Tölur Magnúsar eru einfald- lega allt of háar. í fyrsta lagi myndi ríkið fá áð minnsta kosti helminginn af slíkri kauphækkun beint aftur í formi skatta og borg- ar reyndar beinu skattana aldrei út. í öðru lagi er alls ekki rétt að leggja kauphækkun 1. september að jöfnu við kauphækkun 1. jan- úar einsog Magnús gerir í Morg- unblaðinu í gær. Við skulum hafa í huga að það eru sjö mánuðir eftir af samningstímabilinu, þ.e. september til apríl og á þessum tíma myndi kauphækkun um hundrað krónur þann 1. sept- ember gera samanlagt 700 krón- ur. En lOOkróna hækkun 1. janú- ar, þegar einungis þrír mánuðir eru eftir af samningstímabilinu, þýðir að sjálfsögðu aðeins 300 krónur út tímabilið. Tölur Magn- úsar Gunnarssonar eru því hrein- lega út í hött“. „Það er líka rétt að benda Magnúsi og öðrum á að kaupmáttur alls þorra launafólks hefur verið skertur um tugi prós- enta og þessa peninga hafa at- vinnurekendur fengið til sinna umráða. Launafólk getur því með fullum rétti spurt: Hvernig notuðuð þið, atvinnurekendur, þessa miljarða? Hafa erlendu skuldirnar verið greiddar? Hefur verið fjárfest f arðbærum, at- vinnuskapandi fyrirtækjum? Af hverju hafa fórnir launafólks ekki komið þjóðfélaginu á réttan kjöl? Getur verið að það sé vegna þess að þessir miljarðar hafi runnið í einkahít ykkar, í lúxus- neyslu og óarðbærar fjárfesting- ar?“ „Ég vil að lokum taka undir með Magnúsi Gunnarssyni, að ríkisstarfsmenn eru ekki of- launaðir í dag. Og þegar haft er í huga að hvorki meira né minna en níu af hverjum tíu ríkisstarfs- mönnum í BSRB eru með minna en 22 þúsund fyrir dagvinnu sína á mánuði, þá getur ekki verið að launafólki eða öðrum í landinu finnist of langt gengið þó þessi mörk séu hækkuð um rétt liðlega sex þúsund krónur á mánuði“. -ÖS Hörður Runólfsson yfirniðurrifsmeistari Fjalakattarins fyrir miðri mynd en húsið er til vinstri. Ljósm.: eik. Fjalakötturinn Er hægt að reisa hann annars staðar? Eining Á brattann að sækja Jón Helgason: Bœta kjör framleiðslustéttanna Stöðvun flotans: Stofnar atvinnu- öryggi í hættu Á fundi í Skipstjóra- og stýri- mannafélaginu Sindra á Eskifirði í gær var samþykkt eftirfarandi ályktun: „Fundurinn harmar þá ákvörð- un sem tekin hefur verið af nokkrum útgerðaraðilum á Austurlandi að leggja skipum sínum þann 25. júlí 1984. Slík ákvörðun stofnar atvinnuöryggi sjómanna og fiskvinnslufólks í hættu. Sú alvarlega staða sem nú virðist vera komin upp í rekstri útgerðar vekur ugg í brjósti manna og hlýtur að knýja á um skjótar og jákvæðar aðgerðir af hálfu stjórnvalda t.d. lækkun á hæstu kostnaðarliðum útgerðar eins og olíu og vöxtum sem virð- ast vera þeir póstar sem hækkað hafa hvað mest að undanförnu Sú leið sem farin hefur verið á undanförnum árum að skerða hlut sjómanna er gömul og gagn- laus og stuðlar eingöngu að flótta sjómanna í land. Snúa verður við þeim einhliða neikvæða áróðri sem viðgengist hefur í fréttaflutningi fjölmiðla í garð undirstöðuatvinnuvega þjóðarinnar". Aopnum fundi sem stamtökin Níu-Iíf héldu að Hótel Esju í Reykjavík s.l. miðvikudag urðu all-Iíflegar umræður um aðgerðir samtakanna til verndar hússins í Aðalstræti 8, öðru nafni „Fjala- kötturinn“. Þjóðviljinn sneri sér til Sveins Einarssonar til að spyrjast fyrir um niðurstöður af fundinum: „Við munum halda áfram að berjast", sagði Sveinn, „það er búið að rífa um það bil I/3 hluta af húsinu. Á fundinum í gær var ákveðið að berjast fyrir því að það sem eftir stendur af húsinu fái að standa. Þetta er angi af stærra máli. Hér í Reykjavík eru mörg gömul hús, sem hætt er við að yrðu rifin ef ekkert er að gert. Við höfum meir að segja boðist til að greiða mismuninn af þeim kostnaði sem yrði, ef hægt væri að rífa húsið þannig að mögulegt væri að reisa það annars staðar“. Fundarmenn voru á einu máli um það að skera þyrfti upp herör meðal borgarbúa til verndunar gamalla verðmætra húsa í Reykjvík. Bent var á mörg lýs- andi dæmi í næsta nágrenni við „Fjalaköttinn“ um gömul hús sem gerð hafa verið upp og eru nú borgarprýði. 55 Nýverið samþykkti fundur hjá Einingu á Akureyri að segja upp launalið kjarasamninga. Þjóðviljinn spurði Jón Helgason formann Einingar hvort hann væri vongóður um samninga án verkfallsaðgerða: „Ef við ætlum okkur að bæta kjör þessara lág- launastétta eins og þarf þá held ég að fólk þurfi að fórna einhverju til þess. Það verður ekki látið undan öðru vísi. Og fólk verður náttúrlega fyrr eða síðar að vera tilbúið ti! þess að fórna til þess að halda uppi kjörum sínum“. — Hvernig er þá baráttustað- an? - „Mér líst svo sem ekkert alltof vel á stöðuna. Það er á brattann að sækja, sérstaklega gagnvart fískvinnslunni og út- gerðinni sem vitað er að eiga í erfiðleikum, sbr. það sem er að gerast fyrir austan. Hér á Akur- eyri stendur fiskvinnslan sæmi- lega og ber uppi hallann á togur- unum. Ástandið er hins vegar erfiðara á Ólafsfirði og Dalvík. - Hvað finnst þér um þessa nýju aðferð að hafa ekki samflot í samningunum? - „Ég held að það hafi verið útilokað að hafa eitthvert heildarsamflot núna því menn verða að fara að skilja að það verður að fara að koma eitthvað til móts við þessar framleiðslu- stéttir ef við ætlum að halda uppi framleiðslu í landinu og þar af leiðandi eigum við kannski ekki samleið með iðnaðarmönnum sem eru betur settir. Og þeir halda náttúrlega ekki uppi sínu kaupi ef ekki er hægt að halda uppi fullri framleiðslu í landinu. Og ef okkur tekst ekki að ná upp kaupi þessara framleiðslustétta - og þá á ég við fólk sem er innan Verkamannasambandsins og Iðjufólkið - þá fer að halla undan fæti hjá okkur. Þá fæst bara ekki fólk í þetta. Maður heyrir núna af Reykjavíkursvæðinu þar sem þensla er að þar fæst bara ekki fólk inn í frystihúsin vegna þess að það er búið að skaða kjör þessa fólks svo mikið,“ sagði Jón Helgason að lokum. þá

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.