Þjóðviljinn - 28.07.1984, Page 3

Þjóðviljinn - 28.07.1984, Page 3
FRETTIR Ríkisstjórnin Leikur á reiðiskjálfi Ólga vegna aðgerðarleysis ríkisstjórnarinnar. Ágreiningur innan Sjálfstœðisflokksins. Skyndifundir boðaðir íþing- flokkum stjórnarinnar á mánudag. Halldórsjávarútvegsráðherrasœkirhjálp tilAlberts. Sölumiðstöð Hraðfrysti- húsanna undirbýr mótmœli gegn stjórninni. Allt leikur nú á reiðiskjálfi í ríkisstjórnarliðinu vegna á- greinings um sjávarútvegsvand- ann og efnahagsvandamál rflds- stjórnarinnar. Akveðið var í gær að fresta fyrirhuguðum ríkis- stjórnarfundi vegna deilnanna, sem eru við það að sjóða uppúr innan Sjálfstæðisflokksins. Framsóknarflokkurinn þumbast hins vegar áfram í málinu með Halldóri. Þá hafa þingflokkar ríkisstjórnarinnar verið boðaðir á fund kl. 9.30 á mánudag til að freista þess að plástra sárin eftir ágreining síðustu daga. Mikill ótti greip um sig meöal ríkisstjómarliðsins þegar Al- þýðubandalagið kynnti tillögur sínar til lausnar sjávarútvegs- vandanum, þarsem ekki hefur tekist að berja saman svo mikið sem eina tillögu innan stjórnar- innar. Innan Sjálfstæðisflokksins geisa látlaus átök milli kreddu- manna af höfuðborgarsvæðinu, sem vilja láta útgerðarfyrirtæki víða um landið fara á hausinn og hins vegar landsbyggðarmanna og útgerðarforstjóranna. Seðla- bankinn mylur undir markaðs- kreddumennina m.a. með til- lögum sínum í gær. Innan Framsóknarflokksins hefur gripið um sig fát og fum. Steingrímur Hermannsson er far- inn til útlanda og kemur ekki fyrr en 15. ágúst til baka - þegar allt er afstaðið. Halldór Ásgrímsson hefur ekki haft neinn til að leita til innan flokksins og eitt Reykja- víkurblaðanna skýrði frá þvi að klukkan 8 í gærmorgun hafi Hall- dór farið á fund Alberts Guð- mundssonar fjármálaráðherra til að fá hjálp. Albert sagði við DV í gær, að þeir Halldór hafi verið að ræða hvaða tillögur Halldór ætti að leggja fram á ríkisstjórnar- fundi eftir helgi. í gær og fyrradag sat stjóm Sölumiðstöðvar Hraðfrystihús- anna á látlausum fundum og mun ætlunin vera sú, að senda ríkis- stjórninni harðorð mótmæli vegna aðgerðarleysisins. -óg Gleðskapur Tívolí að veruleika Um verslunarmannahelgina verður tívolíið á Melavellinum opnað. Boðið verður upp á hring- ekjur, bflabrautir og ýmis minni tæki. Sigurður Kárason hjá Kaup- landi sagði að tívolíið myndi ekki byrja fyrr en um verslunarmann-1 ahelgina, seinna en áætlað hefði verið. Þessar tafir urðu vegna veðursins, þ.e. þessi gífurlega væta hér á suðurlandi, tafði allar framkvæmdir. Sigurður sagði að boðið yrði upp á tvær tegundir af hringekj- um, „Gogart" bflabraut, „klessu“-bíla og minni tæki s.s. skotbakka. Áætlað er að einhver skemmtiatriði verði líka. Verðið í tækin verður á bilinu 50 - 70 kr. Sigurður sagði að þessi tæki væru leigð og væru bandarísk. Þetta tívolí verður í tvo mánuði en næsta vor kemur það aftur og þá verður um heils árs tívolí að ræða, sagði hann. HS Það verður ekki amalegt að fá aftur tívolí. Mynd - Loftur Sjávarútvegurinn Fólksflóttinn verði stöðvaður Afundi bæjarstjórnar Eski- fjarðar í dag 24. júlí var eftir- farandi ályktun samþykkt sam- Mjóða. Bæjarstjórn Eskifjarðar skorar á stjórnvöld að grípa þeg- ar í stað til aðgerða er leiðrétt geti hag sjávarútvegs í landinu svo að ekki þurfi að koma til stöðvunar fiskiskipanna. Það er alrangt sem haldið er fram, að ítrekað nú undanfarið að rekstrarörðugleikar útgerðar og fiskvinnslu stafi af offjárfest- ingu og minnkandi afla. Hann stafar augijóslega fyrst og fremst af því að allur kostnaður innan- lands, svo sem olíuverð, flutn- ingsgjöld'og viðgerðir hafa hækk- að úr hófi fram á sama tíma og genginu er haldið stöðugu svo að fiskafurðir sem seldar eru úr landi og skila þjóðarbúinu 70% af gjaldeyristekjum hennar, hækkar ekkert í krónum talið. Nú þegar kreppir að og atvinna dregst saman, kemur það berlega í ljós að þokkaleg afkoma fólks- ins í sjávarplássunum hefir byggst á óhóflega mikilli yfirvinnu, eng- inn getur lifað mannsæmandi lífi af 13.000.- króna mánaðar- launum, eins og dagvinnutekjur fiskvinnslufólks eru nú. í bæjar- félögum þar sem langflestir íbú- arnir vinna við útgerð og fisk- vinnslu heldur nú við stöðvun allra framkvæmda af þessum sökum. Suðurnes Bæjarstjórn Eskifjarðar treystir því að ríkisstjómin meti framlag útvegsins í landinu og þess fólks sem að honum vinnur svo mikils að hún geri sitt ýtrasta til þess að koma á jafnvægi milli atvinnugreina og landshluta þannig að stöðvaður verði sá fólksflótti sem nú er úr dreifbýli til þéttbýlis til stórskaða fyrir alla íslendinga hvar sem þeir búa“. Ríkisstjórnin Við völd út 20. öldina? Sverrir Hermannsson iðnaðar- ráðherra sagði í viðtali við Morgunblaðið í gær: „Það er ekki hægt að stjórna landi með Al- þýðubandalaginu. Það hef ég sannfærst um enda verður það áreiðanlega ekki prufað á þessari öld“. Ummæli ráðherrans voru í gær túlkuð af mörgum sem yfir- lýsing ráðherrans um að hann vildi sitja með Framsóknar- flokknum í ríkisstjórn út öldina. -óg Hermenn sækja í byggðir Heimamenn eiga sífellt erfiðara með aðfá leigthúsnœði Dollararnir gangafyrir og leigan hefur snarhœkkað Mikið vandræðaástand hefur verið nndanfarna mánuði á húsaleigumarkaði á Suðurne- sjum, vegna mikillar ásóknar hermanna á Vellinum í íbúðir niðri í byggðinni. Um leið hefur verð á húsaleigu farið upp úr öllu valdi og er víða mjög nálægt því sem gildir á höfuðborgarsvæð- inu. Talið er að bandarískir her- menn leigi nú hátt á sjötta tug íbúða í Njarðvíkum og Keflavík og er það mikil fjölgun frá því sem var fyrir fáum árum. Segja heimildamenn Þjóðviljans að greinilega hafi losað um bönd á hermönnum eftir að núverandi ríkisstjóm tók við völdum og þeir sæki nú í síauknara mæli í ná- grannabyggðimar. Hermennirn- ir bjóða dollara fyrir húsaleigu og em því víða vinsælir leigutakar. Afleiðingin er sú að ungt fólk á Suðumesjum á nú í miklum erfið- leikum með að verða sér úti um leiguhúsnæði, einkum 2ja her- bergja íbúðir. Þá hefur leiguverð hækkað verulega vegna ásóknar hermannanna og er ekki óalgengt að krafist sé allt að 10 þúsund króna mánaðarleigu fyrir 2ja her- bergja íbúðir. - Ig. Laugardagur 28. júlf 1984 ÞJÓÐVIUIINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.