Þjóðviljinn - 28.07.1984, Side 4

Þjóðviljinn - 28.07.1984, Side 4
LEIÐARI Stigahlíðar hneykslið: Davíð hjálpar skattsvikurum Þaö hefur löngum verið talið eðlilegt að lóð- um sé úthlutað til íbúa sveitarfélaga í samræmi við félagslegan jöfnuð og lýðræðislegar regl- ur. Þessi stefna var þverbrotin þegar Davíð Oddson og Sjálfstæðisflokkurinn ákváðu að beita uppboðslögmálum markaðskreddunnar við úthlutun á Stigahlíðarlóðunum. Nú fengi fjármagnið að ráða ferðinni. Lóðirnar yrðu látnar til hæstbjóðenda. Hinar köldu aðferðir markaðskreddunnar voru teknar fram yfir lýð- ræðisleg vinnubrögð. Forgangur hinna ríku var þó bara einn þáttur Stigahlíðarhneykslisins. Annar var fólginn í þagnarskyldunni. Davíð Oddson borgarstjóri gaf hæstbjóðendum loforð um að algerlega yrði þagað um nöfn þeirra svo að almenningur í höfuðborginni fengi ekki að vita hvað hver þeirra bauð í hverja lóð. Þótt borgarfulltrúar Alþýðubandalagsins gerðu ítrekaða kröfu um að leyndinni yrði svipt burt neitaði Davíð Odd- son á fundi borgarráðs að verða við þeirri sjálf- sögðu lýðræðislegu skyldu að gefa Reykvík- ingum og landsmönnum öllum upplýsingar um málið. Þjóðviljanum tókst hins vegar að rjúfa þetta þagnarsamsæri borgarstjórans og hinna nýju lóðareigenda við Stigahlíð. Blaðið birti nöfn þeirra sem lóðirnar fengu og kaupverð hverrar lóðar. Vakti birting þess lista mikla athygli. Borgarstjóri komst ekki upp með leyndina. Þegar skattskráin var svo lögð fram í þessari viku koma hins vegar í Ijós hvers vegna Davíð Oddsson og sigurvegar uppboðsins höfðu gert samsærissamning um að þegja um sölu- verðið. Stór hluti hinna nýju lóðareigenda við Stigahlíð eru umfangsmiklir skattsvikarar. Á sama tíma og þeir borga nærri tvær miljónir fyrir eina lóð gefa þeir upp árstekjur sem eru svipaðar árstekjum verkamanns eða jafnvel minni. Fleiri en helmingur þeirra sem markaðs- kredduuppboð Davíðs úrskurðaði sigurvegara í baráttunni um Stigahlíðarlóðirnar eru með um eða langt innan við 300 þúsund í árstekjur. Um þriðjungur með innan við 200 þúsund. Fjórir Stigahlíðarkónganna greiða ekki eina einustu krónu í tekjuskatt og margir eru með það sem manna á meðal hefur verið kallað „vinnukonuútsvar" - þeir greiða minna en 20 þúsund samtals í útsvar til Reykjavíkurborgar. Davíð Oddsson borgarstjóri hefur því bætt þriðja þættinum við Stigahlíðarhneykslið og er sá öllu stærri en hinir fyrri. Það eru ekki bara markaðskreddur uppboðsins og þagnar- skyldan sem setja svip sinn á þessa nýju að- ferð Sjálfstæðisflokksins við lóðaúthlutanir. Til viðbótar er kerfið sérhannað fyrir skattsvikara. Gegnum uppboðin og leyndarloforð borg- arstjórans áttu þeir að geta komið fjármunum sínum fyrir án þess að almenningur kæmist að hinu sanna. Borgarstjórinn í Reykjavík, helsti leiðtogi í Sjálfstæðisflokknum, beitir sér fyrir nýrri að- ferð. Hún hefur í för með sér að þeir sem svikist hafa undan því að leggja fram fé til almennra framfara í borginni geti fjárfest hinar skattsviknu miljónir í skjóli leyndarloforðs Dav- íðs Oddssonar. Hvorki borgarstjórinn né skattsvikararnir við Stigahlíð áttu von á því að þetta svindl kæmist upp. Þjóðviljinn fletti ofan af fyrsta áfanganum og nú leiðir skattskráin hinn raunverulega tilgang í Ijós. Stigahlíðarhneykslið sýnir vel hið rétta eðli markaðskreddunnar og gróðaþjónustunnar sem hin nýja forysta Sjálfstæðisflokksins hef- ur að leiðarljósi. Ó-ÁUT MomnuiNN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar . Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Ritstjórar: Ámi Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Fréttastjórar: Óskar Guömundsson, Valþór Hlöðversson. Blaðamann: Áifheiður Ingadóttir, Guðjón Friðriksson, Halldóra Sigurdórs- óóttir, Jóna Pólsdóttjr, Lúövík Geirsson, Magnús H. Gfslpson, Mörður Ámason, Súsanna Svavarsdóttir.Víöir Sigurðsson (íþróttir).OssurSkarp- hóðinsson- Ljóamyndir: Atli Arason, Einar Karlsson. Útllt: Bjöm Brynjúlfur Bjömsson, Svava Sigursveinsdóttir, Þröstur Haraidsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir. Auglýsingastjóri: Ólafur Þ. Jónsson. Auglýsingar: Margrót Guðmundsdóttir, Ragnheiður Óladóttir, Anna Guðjónsdóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsia: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Sámavarsia: Ásdis Kristinsdóttir. Sigríöur Kristjánsdóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: ólöf Sigurðardóttir. Innheimtumaður: Brynjólfur Vilhjálmsson, ólafur Björnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, rltstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 22 kr. Sunnudagsverð: 25 kr. Áskrlftarverö á mánuði: 275 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Uugardagur 28. júlí 1984

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.