Þjóðviljinn - 28.07.1984, Page 14

Þjóðviljinn - 28.07.1984, Page 14
MENNING I GALTALÆKJARSKOGl Verslunarmannahelgin 3. — 6. ágúst 1984 Mótsstjóri: Valdór Bóasson. Dagskrá: Föstudagur 3.ágúst. kl. 22.00 Diskótek á palli tii kl. 01.00. Plötutekið DEVO. Laugardagur 4. ágúst. kl. 13.00 Kajakróður á Rangá. kl. 15.00 Hljómleikar á palli. Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts. Stjórnandi Ólafur L. Kristjánsson. kl. I6.00 Ökuleikni í umsjá Bindindisfélags ökumanna. kl. 16.00 Barnadansleikur á palli. Hljómsveit Ólafs Gauks og Svanhildur. Stefán Baxrer dansar breakdans í upphafi dansleiks. kl. 17.00 Leikir fyrir börn á öllum aldri á fjölskyldusvæðinu. kl. 20.00 Hljómleikar á palli. Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts. Stjórnandi Ólafur L. Kristjánsson. kl. 21.00 Mótssetning. Stefán Jónatansson, umdæmistemplar. kl. 2I.I0 Dansleikur á palli. Hljómsveit Ólafs Gauks og Svanhildur. Diskótek i stóra tjaldi. Plötutekið DEVO. kl. 24.00 Varðeldur og flugeldasýning. Dagskrá lýkur kl. 03.00. Sunnudagur 5. ágúst. kl. I4.00 Messa. Séra Björn Jónsson prestur á Akranesi. kl. I 5.00 Barnaskemmtun í umsjá Jörundar, Sigurðar og Arnar. kl. I6.00 Barnadansleikur á palli. Hljómsveit Ólafs Gauks og Svanhildur. Stefán Baxter dansar breakdans í upphafi dansleiks. kl. 17.00 Hljómleikar á palli. Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts. Stjórnandi Ólafur L. Kristjánsson. kl. 20.00 Hátíðarræða. kl. 20.15 Kvöldvaka: Jörundur Guðmundsson, Sigurður Sigurjónsson og Örn Árnason skemmta með aðstoð og undirleik hljómsveitar Ólafs Gauks. kl. 22.10 Dansleikur á palli. Hljómsveit Ólafs Gauks og Svanhildur. Diskótek í stóra tjaldi. Plötutekið DEVO. Hátíð slitið kl. 02.00. Héraðsskólinn að Núpi Næsta skólaár starfrækjum við 8. og 9. bekk, grunnskóla ásamt tveim árum á viðskipta-, íþrótta-, uppeldisv og almennri bóknáms- braut. Brautir þessar eru í samræmi við námsvísi sem eftirtaldir skólar eru aðilar að: Fjöl- brautaskólinn á Akranesi, Fjölbrautaskóli Suðurnesja, Flensborgarskólinn í Hafnar- firði, Framhaldsskólar á Austurlandi, Fjöl- brautaskóli Suðurlands á Selfossi og Fram- haldsskólinn í Vestmannaeyjum. Getum enn bætt við nemendum. Upplýsingar í síma 94-8236 og 94-8235. Skólastjóri Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi Steingrímur Þórðarson byggingameistari, Efstasundi 37, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, þriðjudaginn 31. júlí kl. 13.30. Valgerður Steingrímsdóttir Kolbrún Steingrímsdóttir Sveinbjörg Steíngrímsdóttir Guðrún Steingrímsdóttir Guðmunda Steingrímsdóttir Þórlaug Steingrímsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Sigþór R. Steingrímsson Þorvaldur Björnsson Elís Guðmundsson Pétur Ingi Ágústsson Guðmundur Jensson Jón Einarsson Hið íslenska fornleifafélag: Árbókin komin út Árbók Hins íslenska forn- leifafélags er komin út. Árbókin hefur verið gefin út frá 1880 og er fræðilegt rit um ýmis menningarsöguleg efni, einkum íslenska fornleifafræði, alþýðulist, listiðnir, þjóðhætti og fleira. Efni Árbókarinnar að þesu sinni er: Kumlateigur í Hrífunesi við Skaftártungu eftir Gísla Gestsson fv. safnvörð, Guðrúnu Larsen jarðfræðing, dr. Kristján Eld- járn, Sigurð Þórarinsson jarð- fræðing og Þór Magnússon þjóðminjavörð. Frjógreining tveggja jarðvegssniða á Heimaey eftir Margréti Hallsdóttur jarð- fræðing. Smalabúsreið eftir Árna Björnsson þjóðháttafræðing. At- hugasemd um lágmynd í norsku safni eftir Selmu Jónsdóttur for- stöðumann Listasafns íslands. Eyvindarkofi og Innra-Hreysi eftir Gísla Gestsson fv. safnvörð. Skýrsla um ferð Einars Brynjólfs- sonar yfir Sprengisand búin til prentunar af Jakobi Benedikts- syni dr. phil. íslenskt trafakefli í Englandi eftir Guðrúnu Sveinbjarnardóttur fornleifa- fræðing. Forn grafreitur á Hofi í Hjaltadal eftir Guðmund Ólafs- son safnvörð. Katrinarkelda eftir Þórð Tómasson safnvörð. Skýrsla um Þjóðminjasafnið 1983. Frá Fornleifafélagsinu. Og síðast en ekki síst ritskrá dr. Kristjáns Eldjárns í samantekt Halldórs J. Jónssonar safnvarðar. En Kristján var rit- stjóri Árbókarinnar frá 1949-82. Bókin er 190 bls. innbundin og prýdd fjölda mynda og teikninga. Ritstjóri Árbókar Hins islenska fornleifafélags er Inga Lára Bald- vinsdóttir cand. mag. ÁRBÓK HINS ÍSLENZKA FORNLEIFAFÉLAGS ----. v r-"—r—j~\ .----- r ’v idnij m'ijin ]ir tegm p ptdog* nt; piDic kaúpmnln ftú Jmtlk cp t)cTmm Kópavogur: Sýning á fommunum sem fundust á hinum forna þingstað í Kópavogi í Bókasafni Kópavogs hef- ur verið sett upp sýning áforn- munum sem fundust við upp- gröft á hinum forna þingstað í Kópavogi, þar sem Kópa- vogsfundurinn var haldinn 28. júlí 1662. Guðrún Sveinbjarn- ardóttir, fornleifafræðingur, setti þessa sýningu upp með skýringum, uppdráttum og Ijósmyndum. Bókasafn Kópavogs er til húsa í Fannborg 3-5 og er opið alla virkadagafrákl. 11—21. Isafninu eru þúsundir bóka, blöð, tímarit, hljómplötur og snældur með tón- list fyrir börn og unglinga. Menningarsjóður Norðurlanda Sex styrkir 300.000 d.kr. veitttil norrœnn- ararkitektasam- keppni umtón- listarhúsaðþví tilskyldu að hœgtsé að leggja fram raunhcefa byggingarócetl- un. Á stjómarfundi Menningar- sjóðs Norðurlanda sem haldinn var í Reynihlíð við Mývatn nýver- ið voru m.a. samþykktar styr- kveitingar til nokkurra aðila. Helgi Björnsson fær 75 þús. danskar kr. til jöklarannsókna, Helga Ingólfsdóttir fær 30.000 dkr. vegna norrænnar tónlistar- hátíðar í Skálholti 1985. Hamra- hlíðarkórinn fær 150.000 d.kr.til að sækja alþjóðlega tónlistarhá- tíð í Japan. Leikbrúðuland fær 54.000 dkr. til þátttöku í þremur leikbrúðunámskeiðum á Norður- löndum. Þá var 300 þúsund dkr. veitt til norrænnar arkitektasam- keppni um tónlistarhús í Reykja- vík að því tilskyldu að lögð verði fyrir sjóðstjórn raunhæf áætlun um fjármögnun byggingarinnar og framkvæmdatíma. Þá fékk Kvik sf. 35.000 krónur til þess að gera heimildarmynd um hval- veiðar á Norður-Átlantshafi. EÐ ÆVIAGRIPUM M 460 HAFNFIRÐINGA Þessi bók veróur i tveim bindum, — hið fyrra kemur út nú i haust en hiö síðara næsta vor. Þar munu birtast um 400 Ijósmyndir af eldra fólki í Hafnarfirði, sem undir- ritaður, útgefandi bókar- innar, tók á árunum 1960 - 1979. Eru það sömu myndirnar og voru á Ijós- myndasýningu, sem haldin var haustið 1979. Með hverri mynd fylgir æviágrip og fleiri upplýs- ingar um viðkomandi, en æviágripin verða um 460 talsins. Askrifendur að bókunum fá þær með sérstöku afsláttarverði, og tryggja sér með áskrift bæði bindin, en svo virðist sem bókin muni verða eftirsótt. — i fyrra bindinu munu veröa um 185 myndir, en um 210 í því síðara. Áskriftarverð fyrra bind- isins er kr. 988.00. Þeir, sem vilja gerast áskrifendur, eru vinsam- lega beðnir um að gera mér viðvart, t.d. með því að fylla út neðanskráða áskriftarbeiðni og senda mér við fyrsta tækifæri eða koma henni til skila í skrifstofuna að Austurgötu 10, Hafnarfirði. Einnig má tilkynna áskrift símleióis, í sima 50764 eða 51874, alla virka daga frá kl. 5 - 7 e.h. og 9 -10 e.h., til 1. ágúst nk., en eftir það á venjulegum skrifstofutíma. Áskriftarboðið gildir til 15. ágúst næstkomandi. Árni Gunnlaugsson ~K- Austurgötu 10, Hafnarfirdi. ÁSKRIFTARBEIÐIMI Með vísan til auglýsingar í Þjóðviljanum í júlí 1984 er hér með óskað eftir áskrift að báðum bindum Ijósmyndabókarinnar „Fólkið í firðinum“ Nafn: _______ Heimilisfang: Sími:

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.