Þjóðviljinn - 28.07.1984, Qupperneq 16
Allt í kringum okkur er
efniviðurí
Sýning
verður
til
Eitt það fróðlegasta sem Arne
Aabenhus hefur fengist við er
áætlunin um tígulsteinaverk-
smiðjurnar, þar sem áhugamenn
tóku höndum saman við þjóð-
háttastofnun Kaupmannahafnar-
háskóla, söfn, sérfræðinga í stað-
arsögu og fleiri um að búa til
mjög sérstæða sýningu. Arne
segir frá:
Tígulsteinagerð var mikill þátt-
ur í atvinnulífi landshlutans, sem
mönnum þótti sem þeir vissu
færra um en skyldi. Við hófumst
handa og byrjuðum á því að eiga
ítarleg viðtöl við gamla verka-
menn, láta þá segja atvinnusög-
una frá sínum bæjardyrum.
Reyndar voru síðustu forvöð að
tala við þessa menn, þeir sem
þekktu af eigin raun umskiptin
frá miðaldahandverki til nýrri
tækni voru um nírætt eða þar um
bil. Einnig leituðum við til stofn-
ana og sérfræðinga sem fyrr segir.
leikhus
Áhugamannaleikhús getur
haft því ágæta hlutverki aö
gegna að virkja þaú viðhorf og
hugðarefni sem fólkið í næsta
nágrenni hrærist í. öll menn-
ing á sér rætur í því sem gerist
út um byggðir hvers lands og
það verða þeir líka að muna
sem stjórna Konunglega
leikhúsinu í Kaupmannahöfn
og Þjóðleikhúsinu hér.
Svo segir Arne Aabenhus frá
Grásten á Suður-Jótlandi, en
hann var hér gestkomandi með
kirkjuleikflokk og hefur lengi
veitt forstöðu samtökum danskra
áhugamannaleikhúsa. Hann
segir að um 500 áhugamanna-
leikhús séu starfandi í Danmörku
(og eru um 100 þeirra í eigin
húsnæði) og annað eins sé af fé-
lögum sem færa upp leikverk
einu sinni eða tvisvar á ári. Og
svo er auðvitað mikið leikið í
skólum. Stjórnvöld styrkja þessa
starfsemi, bæði ráðuneyti, sýsl-
umar og svo bæjarfélögin.
Allir með
Til dæmis tók Arne Aabenhus
sinn bæ, Grásten á Jótlandi, en
þar eru 6000 íbúar. Um hundrað
manns eru virkir í leikstarfsemi.
Barnahópur er starfandi og ung-
lingahópur og fullorðinshópur og
svo erum við að gera tilraun með
ellilaunafólk, sem nú sýslar við
brúðuleikhús fyrir börn. Ætli við
séum ekki að jafnaði með 2-3
sýningar í gangi í einu. Við
reynum að breiða út slíka fjöl-
breytni, en vitanlega eru margar
byggðir aðeins með barnaleikhús
eða aðeins með „venjulegt" full-
orðinnastarf.
Samstarfið við atvinnuleikhús-
ið er gott. Það hefur eflst m.a.
vegna þess að fjölgað hefur
„öðruvísi“ leikhúsum, sem fá
jafnan liðsauka frá áhugamanna-
leikhúsum. Og frá okkur ganga
menn til leikskólanna og frá at-
vinnuleikhúsunum fáum við okk-
ur leikstjóra.
Síðan réðum við okkur leikrita-
höfund, en hann fékk ekki að
semja eitt verk við skrifborð,
hann hafði ráðgjafarnefnd gam-
alla verkamanna og sagnfræðinga
og fleiri sem hann var í stöðugu
sambandi við. Svo færðum við
upp heilmikið leikverk um tígul-
steinafabrikkurnar og verka-
menn þeirra, fólk úr þrem sókn-
um tók þátt í þessu, verkalýðsfé-
lagið var líka með og veitti ekki
af: alls komu um hundrað manns
fram á sviðinu og annað hundrað
er til aðstoðar. Þetta verk höfum
við sýnt í þrjú ár. Og það fæðir af
sér ýmsa útgáfustarfsemi: mynd-
ahefti um tígulsteinagerð,
samantekt úr endurminningum
verkamanna ásamt segulbands-
spólum, seinna kemur út bók
með félagsfræðilegri úttekt á öllu
saman. Og starf af þessu tagi er
einmitt þess eðlis að aðeins
áhugamenn geta unnið það. -
með aðstoð sérfróðra að vísu.
Þetta hefur gengið mjög vel.
Og við höfum gengist fyrir nám-
skeiði um héraðaleikrit af ýmsu
tagi - um okkar verk, um járn-
bræðslu í Norður-Svíþjóð og
margt fleira og það komu fulltrú-
ar átján þjóða. Þar af fjögurra
Afríkuríkja.
Samstarf
Arne lét í ljós mikla ánægju
með aðild íslands að samstarfi
norræna áhugaleikhúsa. íslend-
ingar hafa verið duglegir við þátt-
töku í námskeiðum, leikflokkar
hafa farið á milli og sjá til þess að
norrænt samstarf er ekki ein-
göngu milli yfirvalda heldur
gengur einnig beina leið - t.d.
milli Grásten á Jótlandi og Dal-
víkur. Þriðja hvert ár er haldið
norrænt þing áhugaleikhúsa og
það næsta verður árið 1986 á ís-
landi. Þess má líka geta að Jónas
Árnason er nú fulltrúi Norður-
landa í alþjóðasamtökum um
áhugaleikhús.
Gamla fólkið
- Þú minntist á leikstarfsemi
með eftirlaunafólki?
- Já, ég hefi fengist töluvert
við það. Gamla fólkið hefur safn-
að vitneskju og reynslu - og það
hefur tíma. En það er ekki rétt að
líta á það sem einskonar vara-
forða menningarinnar, heldur
ber að líta á það sem hvata, sem
manneskjur sem koma einhverju
af stað. Leikritið um tígulsteina-
gerðina er dæmi, eitt af mörgum,
þar sem endurminningar aldr-
aðra eru nýttar. En það skiptir
máli, að reynsla þessa fólks sé
ekki aðeins notuð í leikstarfsemi
fyrir það, heldur sé hún einmitt
notuð til að brúa kynslóðabilin,
til að aðrir geti haft gott af.
Arne kom hingað með kirkju-
leikflokk, annan tveggja sem er
stöðugt að starfi í Danmörku.
Við erum ekki í trúboðserindum
segir hann, en við reynum að
sýna trúnað við textann og benda
með leik okkar á aðra möguleika
í guðsþjónustum en venjulega
eru notaðir. Það sem við flytjum
er lítúrgískur leikur, sem byggir á
stílfærðum formum, sem og söng
og tónlist að verulegu leyti. Við
höfum haldið um 200 sýningar
innanlands og utan - fórum til
Noregs, Finnlands og nú til ís-
lands.
Og að lokum: þú ert ekki
hræddur um framtíð þessa áhuga-
mannastarfs á tíma sjónvarps og
myndbanda?
- Ég er ekki svo smeykur við
sjónvarpið, að minnsta kosti ekki
meðan það reynir að sinna menn-
ingarhlutverki sínu og lendir ekki
í klónum á kaupsýslunni. En ég
er hræddari við vídeó, sem er í
eins afleitum bissnessfarvegi og
nokkur hlutur getur verið.
Árni Bergmann skráði
Viðtal við Arne Aabenhus
forystumann ísamtökum
danskra dhugamannaleikhúsa