Þjóðviljinn - 11.08.1984, Síða 1

Þjóðviljinn - 11.08.1984, Síða 1
utlMOBinUIHN SUNNUDAGS- BLAÐIÐ MENNING Ríkissjóður Hærri skattar, lægri laun Ríkissjódur hagnast á viðskiptahallanum og kjararáninu. Greiðslustaðan samt erfið vegna samkeppni um sparifé. i etta voru engin stórtíðindi, sagði Ragnar Arnalds for- maður þingflokks Alþýðubanda- lagsins í gær, en þingflokksfor- Hvað er að ske hjá Albert? í gærkvöldi barst Þjóðviljanum fréttatiikynning frá fjármálaráðuneytinu þar sem gerð er grein fyrir afkomu ríkissjóðs á fyrra helmingi ársins og ýmsum stærðum í samanburði við sama tfmabil í fyrra og áætlun þessa árs. Fara hér á eftir nokkrir punktar úr tilkynningunni: Tekjur • Tekjur ríkissjóðs hafa hækkað um 49% • Beinir skattar hafa hækkað um 56% • Óbeinir skattar hafa hækkað um 48% • Aðflutningsgjöld hafa hækkað um 53% • Sölu- og orkujöfnunargjald hefur hækkað um 52% • Vörugjald hefur hækkað um 23% • Hagnaður ÁTVR hefur hækkað um 40% Gjöld • Gjöld ríkisins hafa aukist um 36% • Útgjöld til heilbrigðis- og tryggingamála hafa hækkað um 34% • Útgjöld til fræðslu, menningar- og kirkjumála hafa hækkað um 30% • Útgjöld tii dóms- og löggæslu hafa hækkað um 18% • Framlög til vega- og samgöngumála hafa hækkað um 40% • Uppbætur á útfluttar landbúnaðarafurðir hafa aukist um 173% • Framlög til iðnaðar- og orkumála hafa hækkað um 64% • Niðurgreiðslur hafa lækkað um 4% • Launagreiðslur hafa hækkað um 25,4% Lánsfé • Innient Iánsfé nemur 32% af áformuðum lántökum • Erlendar lántökur nema 46% af heildaráætlun ársins • Lífeyrissjóðir hafa keypt 37% af áformuðum kaupum af ríkissjóði og húsbyggingarsjóðum en 40% umfram áætluð kaup af bönkum, stofnlánasjóði samvinnufélaga og verslunarsjóði _ÁI OL-júdó Júdómaðurinn Bjarni Friðriks- son vann í fyrrinótt til brons- verðlauna í 95 kg-flokki í grein sinni. Hann glímdi fjórum sinn- um og tapaði aðeins fyrir silfur- hafanum Vieira frá Brasilíu. Þetta eru einu verðlaun íslend- inga á OL nú, og önnur verðlaun þeirra í sögunni. íslendingar fagna óvæntum ár- angri Bjarna, en vestra eru menn Bankarnir: Hærri vextir Seðlabankinn samþykkti allt það sem frá bönkunum kom, sagði Davíð Ólafsson Seðla- bankastjóri í gær, en á mánudag taka nýir og hærri bankavextir gildi. Bankarnir skiluðu tillögum sínum um vaxtabreytingar til Seðlabankans fyrr í vikunni og hafði hann 3ja daga frest til að fara yfir þær. Að sögn Davíðs Ól- afssonar voru tillögurnar í það heila ekki mjög mismunandi, en hann sagði að þó hefði verið þar aðeins munur á. „Þaö er eðli- legt“, sagði Davíð, „því bankarn- ir höfðu ekki samráð sín á milli um tillögugerðina. Það er hins vegar trúa mín að þessi munur eigi eftir að jafnast fljótlega, enda geta bankarnir ekki haft mismunandi vexti til lengdar". -ÁI Sjá bls. 3 menn stjórnarandstöðunnar voru skyndilega boðaðir á fund Ai- berts Guðmundssonar fjármála- ráðherra í gær, trúlega í fram- haldi af þeirri gagnrýni sem fram hefur komið á lítið og ekkert samráð hans við þingið. Á fundinum kynnti Albert stöðu ríkissjóðs fyrstu 6 mánuði ársins, niðurstöður ársreikninga 1983 og greiðslustöðuna nú. Hins vegar var ekkert fjallað um er- lendar skuldir á fundinum og ekki minnst á umtalað hlutfall þeirra af þjóðarframleiðslu, hið fræga 62,5%. „Ríkissjóður hefur hagnast verulega á auknum innflutningi, aukinni veltu og lágu kaup- gjaldi", sagði Ragnar Arnalds. „Tekjurnar hafa aukist um 49% miðað við sama tíma í fyrra en gjöldin aðeins um 36%. Það sem mestu skiptir eru hærri skattar. Söluskatturinn hefur aukist um 52%, tekjuskatturinn um 58% og tolltekjur um 53% á milli ára. Á sama tíma hafa launagreiðslur, sem eru 2/3 af útgjöldum ríkisins, aðeins aukist um liðlega 25% og framfærsluvísitalan, sem mælir annan kostnað, um 43,5%. Út- koman er því allsæmileg“. „Staðan í sambandi við Iána- mál ríkissjóðs er hins vegar erf- ið“, sagði Ragnar. „Hinar nýju tegundir ávöxtunar hjá bönkun- um hafa valdið því að fólk hefur unnvörpum innleyst spariskír- teini sín, þannig að í stað þess að ríkið hafi tekjur af sölu spariskír- teina, hefur það orðið að greiða 150 miljónir umfram tekjur í inn- lausnir. Skyldusparnaðurinn er einnig neikvæður og verðbréfa- kaup lífeyrissjóðanna minni en ráð var fyrir gert. Þó ríkisvíxlarn- ir komi þarna á móti, þá eru það lágar fjárhæðir", sagði Ragnar, „og því er greiðslustaða ríkis- sjóðs mjög erfið um þessar mundir“. -ÁI Bjarni vann brons ísland lagði Bandaríkin - Fyrstu verðlaun ís- lendinga á OL síðan Vilhjálmur vann silfrið 1956 hissa á júdókappanum. Los Angeles Times lýsir til dæmis viðureign hans við bandaríkja- manninn White þannig að kaninn hafi orðið furðu lostinn á brögðum snoðklippta bóksalans frá því landi að þar stundar júdó aðeins hálft fjórða hundrað manna („a crew-cut book sales- man who’s country boasts only 350 judo-players“). Sjá íþróttir bls. 6 10. ágúst í fyrra var slegið rigningarmet i Reykjavík og 10. ágúst í ár fór langt með það líka. Ljósm. eik. ____Veðrið:__ Enn meiri rigning i Ifyrradag, 10. ágúst, mældist úrkoman í Reykjavík 42,4 millimetrar en heildarúrkoma í ágústmánuði árin 1931-1960 er að meðaltali 65 millimetrar. Á þessum eina degi rigndi því á við 20 venjulega ágústdaga! Ekki verður þó metið frá í fyrra slegið, en 10. ágúst 1983 mældist úrkom- an í Reykjavík 46 millimetrar eða ígildi 22ja venjulegra ágústdaga! En hvernig er svo veðurútlitið næstu daga? Hafliði Helgi Jóns- son, veðurfræðingur: „Því miður er ekki að sjá nein veðrabrigði í lofti næstu 5 dagana. Það er útlit fyrir sunnan og suðvestan átti og áframhaldandi lægðagöngu upp Grænlandshaf. í dag, laugardag, er spáð vestanátt og skúrum eða súld á sunnan- og vestanverðu landinu en á Austur- og Norður- landi léttir til og þar verður indælt veður. Á sunnudag kemur svo önnur lægð. Þá fer að rigna á nýj- an leik hér fyrir sunnan og búast má við að það þykkni eitthvað upp fyrir norðan og austan“. Svo mörg voru þau orð og eitt er víst, það dugir ekki að skamma veðurfræðingana. Þess má geta að þó mikið hafi rignt á Reykvík- inga á fimmtudag fékk Suður- ströndin enn meiri dembu. í Vík í Mýrdal mældist úrkoman yfir 70 millimetrar og á Eyrarbakka yfir 60! -ÁI L

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.