Þjóðviljinn - 11.08.1984, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 11.08.1984, Qupperneq 2
Tilraunastöðina á Keldum vantar fólk með háskólamenntun til starfa við rann- sóknir í veirufræði, ónæmisfræði og lífefna- fræði. Nánari upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 82811. Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi Jón S. Ólafsson skipstjóri Hávallagötu 3 sem lést að heimili sínu sunnudaginn 5. ágúst verður jarð- sunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 14. ágúst kl. 13.30. Erna Óskarsdóttir Ólöf S. Jónsdóttir Kjartan Gíslason Óskar G. Jónsson Þórunn H. Matthíasdóttir Herdís Þ. Jónsdóttir Ingi Sverrisson Haila G. Jónsdóttir og afabörn. Blönduvirkjun Verksamningar undirritaðir Igær voru undirritaðir hjá Landsvirkjun tveir verksamn- ingar vegna Blönduvirkjunar Um gerð neðanjarðarvirkja var tekið tilboði Ellerts Skúla- sonar hf. í Njarðvíkum og norska fyrirtækisins Jernbeton en upp- hæð þess samnings er rúmar 385 miljónir króna. Verkinu á að vera lokið fyrir 1. júní 1989. Á þessu ári verður fyrst og fremst unnið við gerð aðkomuganga og eytt sem svarar 75 miljónum til þess. Hinn verksamningurinn sem gerður var fjallaði um gerð botnrásar Blönduvirkjunar og til- boði Arnardals sf. í Kópavogi og Óla Þ. Óskarssonar í Garðabæ var tekið, en það hljóðaði upp á 55 miljónir rúmar. Þess má geta að undirverktakar í því verkefni eru Ræktunarsamband Flóa og Skeiða vegna sprengivinnu og Loftorka sf. í Borgarnesi vegna steypuframleiðslu. Þessir verksamningar nema fjórðungi af öllum beinum verk- framkvæmdum við Blöndu. -ÖS Myndbandamálið 2 í gæsluvarðhald Tveir menn hafa verið hand- teknir og úrskurðaðir í gæslu- varðhald vegna kæru um að þeir hafi fjölfaldað mynd sem aðrir hafa einkarétt á. Þessar upplýs- ingar fengust hjá Arnari Guð- mundssyni rannsóknarlögreglu- manni, í samtali við Þjóðviljann í gær. Arnar sagði að kæra hefði ver- ið lögð fram frá rétthöfum mynd- arinnar, Myndbönd hf., Jón Ragnarsson eigandi Regnbogans er formaður þess. Kæran byggist á því að talið er að fjölföldun hafi átt sér stað á mynd er aðrir hafa einkarétt á. Um er að ræða eina kvikmynd. Mennirnir tveir voru dæmdir í gæsluvarðhald, annar til allt að 17. ágúst en hinn til allt að 22. ágúst. HS * 1984 * (ÞINGVELLIR LÝÐVEIDIÐ 40ARA Sunn- lendingar skunda á Þingvöll líka Alþýðubandalagsfélagar og kunningjar þeirra á Selfossi, Hveragerði og Laugarvatni ætla að taka sig saman um að fylla í rútu/rútur til að komast til Þing- valla Iaugardaginn 18. ágúst. Þau skunda á Þingvöll til að hitta þar ferðalangana í Sumarferð Al- þýðubandalagsins, en frá Reykjavík verður lagt af stað kl. 9 árdegis. Sunnlendingarnir eru beðnir að hafa samband við Magnús í Hveragerði, eða Sigurð Randver á Selfossi til að tilkynna þátttöku sína. -óg ATTU BIL CDÁ UCifl 11 O ■ nCIVLv ■ í ÁGÚSTMÁNUÐI GEFUM VIÐ 10% STAÐGREIÐSLUAFSLÁTT Á EFTIRTÖLDUM VÖRUM í ALLA BÍLA SEM VIÐ HÖFUM UMBOÐ FYRIR Dæmi um verð: Kerti...Frákr. 40 + 10% Platínur ..— 50+10% Kveikjulok ...— 95+ 10% Viftureimar ... — 45+ 10%, Tímareimar .. — 145 +10%, Loftsfur ..— 195 +10%, Smursíur .... — 155+ 10%, Bensínsíur ... — 35+ 10% Þurkublöð ... — 75+ 10%, Bremsuklossar — 285 +10%, Bremsuborðar — 110+10%, Bremsudælur . — 440 +10%, Vatnsdælur ..— 410+10% VIÐURKENND VARA í HÆSTA GÆÐAFLOKKI o Sp H (O MITSUBISHI MOTORS Auói fpTlHEKIAHF Laugavegi 170-172 Sími 212 40

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.