Þjóðviljinn - 11.08.1984, Side 4

Þjóðviljinn - 11.08.1984, Side 4
LEIÐARI Misskilningur Geirs Hallgrímssonar Ríkisfjölmiðlar hafa hvað eftir annað étiö það gagnrýnislaust eftir utanríkisráðherra landsins, að radarstöðvarnar, sem bandaríski herinn vill koma upp norðan- og vestanlands, séu engin hernaðarmannvirki. Þegar ráðherr- ann hefur verið minntur á að fólkið á Vestfjörð- um og Norð-Austurlandi vilji ekki fá þessi mannvirki í heimabyggðir sínar, þá svarar Geir Hallgrímsson því til að það sé „misskilningur hjá fólkinu". Hugmyndin um radarstöðvar hersins komu fyrst fram á lokuðum fundi hjá Natóklúbbi í Reykjavík. Hugmyndasmiðurinn var aðmíráll- inn á Keflavíkurflugvelli. Skömmu síðar flutti Geir Hallgrímsson þann boðskap í Varðar- ræðu, að nauðsynlegt væri að koma upp þessum radarstöðvum á Norðausturlandi og á Vestfjörðum. Alþýðubandalagið hefði fram að hans embættistíð komið í veg fyrir slíkar hern- aðarframkvæmdir. Frá því Geir Hallgrímsson gerðist með slík- um hætti talsmaður aðmírálsins á Keflavíkur- flugvelli hefur margt vatn runnið til sjávar. í viðkomandi byggðarlögum hefurgætt vaxandi andófs gegn því að héruðin verði gerð að vett- vangi hernaðarmannvirkja. Allir stjórnmála- flokkarnir nema Sjálfstæðisflokkurinn í við- komandi byggðarlögum hafa mótmælt stað- setningu radarstöðva í þessum héruðum. Friðarhreyfingar á þessum landsvæðum hafa eflst. Þá bregður svo við, að Geir Hallgrímsson reynir nýja aðferð. Nú eru radarstöðvarnar ekki lengur hlekkur í hernaðarkeðju Nató og Bandaríkjanna, heldur eru þær orðnar nauð- syn í flugumferð íslenskra flugvéla. Flugmálastjórn er dregin inní sjónarspil til að þjóna þessum áróðri - og meiraðsegja vinnur með hernum að rannsóknum fyrirfyrirhugaðar radarstöðvar. Yfir Flugmálastjórn er sett sérstakt Flugráð. Radarstöðvarnar hafa aldrei komið til kasta Flugráðsins, þó einsýnt væri að ráðið þyrfti að fjalla um þær, ef þær ættu aðgegna einhverju hlutverki íflugumferðarstjórn íslendinga, eins- og Flugráðsmaðurinn Skúli Alexanderson benti á í Þjóðviljanum í gær. Þegar starfsmenn Flugmálastjórnar eru spurðir um ástæður afskipta þeirra af radar- stöðvum hersins svara þeir: „Meðferð málsins er alfarið á vegum varnarmáladeildar, ég get ekkert um það sagt“. Síðan hvenær varð Flugmálastjórn sett undir „vamarmáladeild"? Og hvað ætli ráðuneytisstjóri í ráðuneyti Geirs Hallgrímssonar segi um þá kenningu Geirs að radarstöðvarnar séu ekki hernaðar- mannvirki? Ingvi Ingvarson staðfesti í Þjóðvilj- anum í gær að radarstöðvarnar væru fyrst og fremst hernaðarmannvirki, enda eru þær greiddar af Nató og Bandaríkjunum. „Það er ljóst“, sagði ráðuneytisstjórinn, „að ef ekki kæmu til not af þessum stöðvum fyrir Atlants- hafsbandalagið þá yrðu þær varla reistar". Hins vegar hefði verið rætt um það sem „hlið- arverkefni" að þær tækju þátt í stjórn flug- og skipaumferðar hér við land. Málið er þá þannig vaxið að hin svokallaða „varnarmáladeild" Geirs Hallgrímssonarerað þræla stofnunum án þess að hafa leitað heim- ildar yfirstjórnar þeirra með sér í samvinnu við herinn um radarstöðvar, sem eru skýrlega hernaðarmannvirki, þvert á vilja fólksins á þessu landsvæði. Þannig er heldur ekki um misskilning hjá fólkinu að ræða heldur hjá Geir Hallgrímssyni. Ó-ÁLIT „Mér finnst alveg sjáifsagt að þú fáir stól Steini minn. Ég bara veit ekki um neinn á lausu...“ Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Fróttastjórar: Óskar Guðmundsson, Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: Álfheiður Ingadóttir, Guðjón Friðrikssson Halldóra Sigur- dórsdóttir Jóna Pálsdóttir Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Mörður Árnason, Súsanna Svavarsdóttir, Víðir Sigurðsson (íþróttir), össur Skarp- héðinsson. Ljósmyndir: Atli Arason, Einar Karlsson. Útlit og hönnun: Bjöm Brynjúlfur Björnsson Svava Sveinsdóttir, Þröstur Haraldsson. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir. Auglýsingastjóri: Ólafur Þ. Jónsson. Auglýsingar: Margrét Guðmundsdóttir, Ragnheiður Óladóttir, Anna Guðjónsdóttir. Afgreíðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Símavarsla: Ásdís Kristinsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir. Innheimtumaður: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prentsmiðja ÞJóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasöiu: 22 kr. Sunnudagsverð: 25 kr. Áskriftarverð á mánuði: 275 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 11. ágúst 1984

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.