Þjóðviljinn - 11.08.1984, Side 8

Þjóðviljinn - 11.08.1984, Side 8
MENNING er mín myndræna biblía og hug- myndabanki. - Ertu að læra myndlist? - Já, ég fer á fimmta ár í Myndlista- og handíðaskólanum í haust en ætla síðan til London. En svo er ég á kafi í öllu mögu- legu öðru t.d. að gera leikmyndir fyrir Leiklistarskólann. Og þá er það Ragna Steinunn Ingadóttir. Hún er með stór mál- verk og teikningar af nöktu fólki. - Er það erótík? - Myndimar eru nú ekki hugs- aðar þannig. - En þér finnst mannslíkam- inn spennandi? - Tvímælalaust. Hjá mér er allt miðað við kroppinn. Þannig túlka ég sjáifan mig og hugðar- efni mín. - Hvað segirðu mér um náms- feril þinn? - Eg var fyrst hér heima í Myndlista- og handíðaskólanum, var svo í Danmörku í 2 ár en hef undanfarin þrjú ár verið á Ítalíu, fyrst í Bologna en síðan í Róm. - Þið Steinunn hafið báðar verið í Bologna. Er góður lista- skóli þar? - Hann var góður en er nú út- brunninn. Það er betra að leita í stærri borgirnar. - Eru mikil ítölsk áhrif í mynd- um þínum? - Ég get nú ekki séð það beint en maður verður náttúrulega alltaf fyrir áhrifum af andrúms- loftinu. - Hvaða skóla hefurðu verið í? - Akademi Belli Arte í Róm en maður lærir þó mest af því að vera á staðnum og kynnast öðr- um myndlistarmönnum. - Og hver eru framtíðarplön- in?. - Ég ætla nú að vera heima í eitt ár og vinna að myndlist. Það þýðir ekki að stoppa. - Finnst þér vera eitthvað sameiginlegt með ykkur sem sýn- ið hér? - Þó að við vinnum allar mjög ólíkt er viss tónn sameiginlegur. Við erum allar sín úr hvorri átt- inni en lifum í sama tíma. Þá snúum við okkur að Sóley Eiríksdóttur sem sýnir keramík- skúlptúra. Hún er spurð að því hvar í heiminum hún hafi haldið sig. ir myndir þínar. Eru þetta kann- ski áhrif frá skammdeginu? - Já, þær eru kannski dálítið innibirgðar. - Varstu í döpru skapi þegar þú málaðir þær? - Nei, ég var mjög giöð. Ég mála eingöngu þegar ég er glöð. Sú síðasta sem við náum í þessa dagstund á Kjarvalsstöðum er Harpa Björnsdóttir. Og hún er spurð um námsferilinn. - Ég var í Myndlista- og hand- íðaskólanum 1976-1979 og svo aftur 1981-1982 og útskrifaðist þá. - Hvers konar liti notarðu í myndir þínar hér? - Þetta er blek, silkiprents- litir, vatnslitir og ýmislegt annað. - Hefurðu tekið þátt í sýning- um? - Já, samsýningum en í haust held ég mína fyrstu einkasýningu í Kaupmannahöfn. - Hvers vegna þar? - Ég á svo góða vini þar úti. - Geturðu helgað þig mynd- listinni? - Ég vinn við mína myndlist með fullri vinnu úti og stundum meira en það. Tvær konur náum við ekki í. Önnur er erlendis og hin veik þegar viðtölin fóru fram. Björg Órvar er nýkomin heim frá San Fransisco en þar hefur hún verið sl. 3-4 ár við myndlistarnám. Hún málar stór málverk. Hin er Erla Þórarinsdóttir sem búsett er í Stokkhólmi og málar undir ít- ölskum áhrifum. Hún hélt einka- sýningu í Nýlistasafninu í fyrra. -GFr Steinunn Þórarinsdóttir: Línuteikningar í vír. - Ég hef ekkert farið út í lönd. Ég lauk prófi frá Myndlistaskól- anum bæði úr kennara- og kera- mikdeild og hef síðan verið með eigin verkstæði í 3 ár. - Eru þessar myndir þínar á sýningunni nýjungar? - Ég sýndi með Leirlistafé- laginu um daginn og þar var ég með stórar skálar og notaði flötinn á þeim til að tjá myndir mínar en nú er ég að þreifa mig áfram með að koma myndunum sjálfum í skúlptúr-form. Þegar ég er búin að vinna þetta lengi með efnið er ég farin að fá betri tilfinn- ingu fyrir því og möguleikum þess. Annars hef ég aldrei hugsað skálar mínar og ker sem nytja- hluti, t.d. blómapotta, heldur fyrst og fremst hluti til að horfa á. - Þú hefur ekki hug á því að mennta þig erlendis? - Mér finnst afskaplega gott að vera hér heima og ég er viss um að ég fengi heimþrá strax. ísland er svo gott land. Hinu er ekki að leyna að mig langar mikið til að fara til útlanda, njóta þess að vera í öðru andrúmslofti. Ég hef lengi haft það í hyggju. Jóhanna Kristín Yngvadóttir sýndi fyrir skömmu í Listmunahúsinu og hún er hér í hópnum. Fyrst klassfsk spurning: - Hvar hefurðu lært? - Ég var fjögur ár í námi hér heima og síðan önnur fjögur ár í Hollandi, fyrst eitt ár í Haag og svo þrjú ár í Amsterdam. Og nú er ég á förum til S-Ítalíu, ætla framvegis að búa þar á veturna. - Hvers vegna?. - Af heilsufarsástæðum. Við búum líka á svo afskekktum stað upp við Elliðaár að við erum dá- lítið einangruð, erum kannski innilokuð í húsinu mestallan vet- urinn. - Varstu fyrir miklum áhrifum af málverki í Hollandi? - Nei,ætliéghafiekkifariðað mála eftir að ég kom heim. - Þær eru dálítið dimmar þess- Ragna Steinunn Ingadóttir: Hjá mér er allt miðað við kroppinn. Jóhanna Kristín Yngvadóttir: Ég mála eingöngu þegar ég er glöð. Myndir: Atli Asta Rlkharðsdóttir: New York hefur upp á allt að bjóða. Harpa Björnsdóttir: Blek, silkiprentslitir, vatnslitir og fleira. 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 11. ágúst 1984

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.