Þjóðviljinn - 11.08.1984, Page 11

Þjóðviljinn - 11.08.1984, Page 11
DÆGURMÁL Nýverið fékk ég í hendur tvær hljómplötur sem má líta á sem afsprengi þeirrar gömlu góðu hippasýrurokkshjómsveitar Jef- ferson Airplane, nefnilega plöt- una Nuclear Fumiture (Kjamorku- húsgögn) frá Jefferson Starship og Software, sólóplötu frá söng- konu allra þessara sveita, Grace Slick. Hér er um verulega eigu- legar plötur að ræða, en undirrit- uð er þó enn hrifnari af sólóplötu Grace. Sannast sagna er sú gamla kempa svo mögnuð að það er fyrst eftir endurkomu hennar í Jefferson Starship (hún var hér um árið rekin úr sveitinni fyrir Værðarvoð Kjarnorkuhúsgögn er skilið. Grace hefur kristaltæra en sterka rödd, og hljómlistina má flokka undir almennilegt rokk þó að á hljóðgerfla sé leikið, góðar melódíur... allt bara voða skemmtilegt!...og ekki má gleyma húmornum. Kjarnorkuhúsgögnin frá Jef- ferson Starship eru tímabært inrj- legg í friðarbaráttuna og eru í þeirri textagerð fyrrum hjóna- kornin Grace Slick og Paul Kantner, en þau tvö eru þau einu í Starship sem voru í Airplane. Þeir Craig Chaquico, David Freiberg og Pete Sears komu í Starship 1974, trommarinn Da- Sex endur oa ein rotta... drykkjuskap og ósæmilega og óþolandi hegðun) að áhöfnin öðl- ast fyrri kraft og sjarma, sem að miklu leyti drukknaði í amerísku kuldarokkdiskói þegar Grace var komin útbyrðis. Þótt hún semji ekki nema eitt lag og tvo texta fyrir Kjarnorkuhúgsögn setur hún mikinn svip á plötuna, syng- ur enda flest lögin. Ekki veit ég í hvaða sambandi eftirfarandi var haft eftir henni hér um árið: „Ef þú lætur sex endur og eina rottu upp á svið verður rottan áber- andi“, hins vegar er það stað- reynd að Grace Slick er áberandi, og það mjög innan um hina 6 á- hafnarmeðlimina á Jefferson stjörnufarinu. Jefferson Airplane var stofnað í San Fransisco í Bandaríkjunum árið 1965 og urðu áhafnarmeð- limir öflugir talsmenn hinnar nýju hippahreyfingar á blóma- tímanum með kraftmiklum text- um sínum. Þau gagnrýndu ríkj- andi viðhorf í bandarísku þjóðfé- lagi, og allan stríðsrekstur, en þetta voru ár Víetnamstríðsins. Þau hömpuðu nýjum lífsstíl þar sem ást skyldi sitja í fyrrrúmi, og meðalið sem skyldi útdeila hverju mannsbarni, til að allir mættu lifa í einni allsherjar kær- leikskeðju, var „gras“ hass og of- skynjunarlyf (LSD). Eigi skilaði lyfjameðferð þessi þeim árangri sem til var vonast, enda alkunna orðið að þeir sem undir hana gangast verða litlir bógar til að rísa gegn óréttlæti þegar langt er liðið á „meðferðina“. Sjálft lenti Grace í klóm hins löglega vímu-| gjafa, þótt aðrir og ólöglegir hafi' Grace Slick árið 1976, en hún verð- ur 45 ára á þessu ári. líklegast skolast niður með hoh- um. Nú virðist þó sem það hafi verið eins og að skvetta vatni á gæs þótt óbjörgulega hafi horft fýrir henni urn tíma. Software er hennar 3. sólóplata eftir „uppris- una“ og er hreint glæsileg afurð: kröftug lög sem eru eftir hana eða samin í félagi við aðra, og svo textarnir sem eru hennar sér- grein, snilldarlega orðaðir, „töff“ pólitískir, bæði íþjóðfélagslegum og pólitískum skilningi. Eg varð næstum eins hrifin og hissa þegar ég heyrði Software Grace og þegar ég heyrði í fyrsta sinn Broken English, sólóplötu Marianne Faithfull. Til að koma í veg fyrir allan misskilning er rétt að taka fram að hljómlist þeirra kvenna er ekkert lík, enda báðar það sérstakar að enginn fer í fötin þeirra, hvaða skilningi sem það vid Baldwin og söngvarinn Mick- ey Thomas eru seinni tíma menn. Hljómlistin á Nuclear Furniture er kröftugt þungarokk (amerískt) á köflum, blandað því góða, gamla rokki og uppátækjum sem gamlir aðdáendur Jefferson Airplane kannast við. Semsagt hin vænsta plata. Hér er botninn sleginn í um- sögn þessa með lokahendingu úr lagi Grace Slick Showdown af Kjarnorkuhúsgögnum, sem ég treysti mér ekki til að þýða þann- ig að tvöföld merking orðanna komist til skila, en fram skal tekið að left þýðir bæði að vera til vinstri og að vera eftir; right þýð- ir að vera tii hægri og að hafa rétt fyrir sér; textinn fjallar um þá fáu sem lifa af kjarnorkustríð: „Will the ones who are left still say they were right?“ A Tónleikar undir vaxandi tungli Það var tunglsjúk stemmning í Safarí á fimmtudagskvöldinu s.l. þeg- ar Baraflokkurinn, Kukl og Vonbrigði tróðu þar uþþ. Má segja að grillt hafi í nokkrar vel brýndar vígtennur í ne- onljósum undirheimanna þarna á meðal blóðþyrsts múgsins. Eftir því sem á kvöldið leið á- gerðist rafurmagnað (og sígarettu mengað) andrúmsloftið og náði hápunkti er fólk tók til við að kukla uppá sviðinu. Stóð hljóm- sveitin sig afburðavel og óx sam- fara tunglinu (sem er fullt þessa helgi); Björk vel böðuð magísk- um árum, sem hún vissi minnst um sjálf...söng listavel. Einar Örn sté vita taktlausan dans og blés með tilþrifum á trompet (þótt fáeinar nótur brygðust hon- um í spunanum). Sighvatur er með betri lista- mönnum á ásláttarhljóðfæri hér- lendis og þykir mér hann brúka trommur með næmi og sköpunar- gáfu sem fáum öðrum er lagin nema sönnum listamönnum. Ein- ar Melax kryddaði taktfastan ryþma sveitarinnar á hljómborð og Gulli er takturinn. Á tíma virt- ist sem framsækni bassans myndi kæfa melódíurnar og gjörðist há- vaði nokkuð þrúgandi á köflum, samt nokkuð seiðandi og aldrei árásarhvetjandi. Hljómsveitin Vonbrigði kom á óvart með nýju prógrammi. Er greinilegt að þeir piltar eru ekki aldeilis dauðir úr öllum æðum enn, néma síður sé. Þeir eru loks- ins farnir að spila saman og miklu Kukl á þakl betri lög en í langan tíma hafa frá þeim heyrst. Þessi hljómsveit er HESTAR með friðartuggu STAPANUM í kvöld Ágústfriður friðarhreyfingar Þingeyinga breiðist yfir landið og verður dagskrá á vegum íslenskra friðarhreyfinga í Keflavík laugar- daginn 11. ágúst, í dag sem sagt, og í kvöld leika hinir bráðhressu Kamarorghestar fyrir dansi í Stapa í Keflavík. Á morgun (sunnudag) verður friðarhreyf- ingin á Selfossi og auðvitað fylgja Hestarnir með. Á fimmtudags- og föstudagskvöld skemmta Kamarorghestar í Sigtúni og gefst oss í Reykjavík þá loks kostur á að heyra í sveitinni, (... stóð- inu...?) og sjá, en hana skipa fimmmenningamir Stjáni stjarna, Böggi, Óli, Þorbjörn og Lísa (sjá mynd til hliðar). Við Þröstur hlökkum til... A um margt athyglisverð, og finnst mér nokkur hetj ubragur yfir sögu hennar. Held ég að fáir hefðu trú- að því, í þann mund er Vonbrigði skutu fyrst upp kollinum fyrir tæpum þrem árum í Rokki í Reykjavík, að drengirnir myndu þrauka lengi í bransanum og spáðu flestir hljómsveitinni bráðum dauða. En allt kom fyrir ekki, þeir eru enn að og heyrðist mér ekki betur í gær en þeir ættu framtíðina fyrir sér. Minnst spennandi hljómsveit þessa kvölds var Baraflokkurinn sem þrátt fyrir færa hljóðfæra- leikara leikur afburða gelt og úr sér gengið gervipopp. Andríki flokksins getur varla minna verið og er það skaði að svo góðir hljóðfæraleikarar á borð við þá sem skipa flokkinn skuli leggja sig niður við að eyða kröftum í vont spilverk. Þessir hljómleikar í Safarí s.l. fimmtudagskveld voru í heild nokkuð vænir og kunna að vita á eitthvað gott í þessum annars sveiflótta poppbransa. $ Sdtt Músiktilraunir a þrem skífum Satt, Samband alþýðutón- skálda og -tónlistarmanna, hefur nú gefið út myndarlegan þriggja platna hljómplötupakka sem hef- ur að geyma leik hljómsveitanna sem komið hafa fram í Músiktil- raunum Satt. Upptökurnar með sveitunum eru ýmist frá hljóm- leikunum, efni sem hljóm- sveitirnar áttu upptekið í fórum sínum eða tóku upp gagngert fyrir þessa útgáfu. Hér er mjög fjölbreytt efni á ferðinni: á einni plötunni er hefð- bundin fslensk dægurtónlist, á annarri rokk með enskum textum að mestu og þeirri þriðju íslensk nýbylgja yngri sveitanna. Af flytjendum má nefna Tappa heitinn tíkarrass, Kukl, Grafík, Bergþóru Árnadóttur, Dron, Band nútímans og Þarmagusta. Með hljómplötunum fylgja at- kvæðaseðlar og getur fólk tekið þátt í skriflegum músiktilraunum og sent atkvæðaseðlana til Satt. Síðan verða haldnir hljómleikar í haust með vinsælustu flytjendun- um. Jafnframt eru atkvæðaseðl- arnir e.k. getraunaseðlar, því að þrenn verðlaun verða veitt þeim þátttakendum sem næst komast úrslitunum á seðli sínum: 10.000 kr. verðlaun, 6.000 króna og 3.000 kr. í þriðja sæti. Þessi plötupakki Satt, með breiðskífunum þrem, kostar 449 kr. og sama verð er á kassettun- um. A Laugardagur 11. ágúst 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.